Morgunblaðið - 02.09.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 02.09.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meðalhiti mánaðanna júní til ágúst í Reykjavík er sá hæsti sem vitað er um frá upphafi samfelldra mælinga 1871, eða 12,2 stig. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Veðurstöðin hefur á þessum tíma verið á nokkrum stöðum í bænum en „sú óvissa, sem flutningar stöðvar- innar milli staða í bænum skapar er minni en svo að hún raski þessari niðurstöðu“, segir Trausti. Litlu munar þó á sumrinu í ár og þeim sumrum sem eru nærri því eins hlý. Meðalhiti þessara mánaða árið 2003 var 12,1 stig og 1939 var hitinn ómarktækt lægri. Meðalhitinn í júní til ágúst í Stykkishólmi nú er 11,5 stig, 0,3 stigum hærri en hlýjasta sumarið til þessa, árið 2003. Mælingar eru sam- felldar frá 1845. Júní til ágúst sam- anlagðir eru einnig þeir hlýjustu sem mælst hafa í Vestmannaeyjum, 10,9 stig, sami meðalhiti var sömu mánuði árið 2003. Í Vestmanna- eyjum hefur verið mælt samfellt frá 1877. Á Hveravöllum var sumarið 2003 lítillega hlýrra en nú. Á Akur- eyri voru júní til ágúst nú í 12. hlýj- asta sæti frá upphafi samfelldra mælinga, einu stigi kaldari en met- árið 1933. Samkvæmt skilgreiningu Veður- stofunnar er sumarið fjórir mánuðir, september telst einnig með. „Árin 1939 og 1941 var september fádæma hlýr bæði árin og verður barátta sumarsins í ár um fyrsta sætið mjög erfið þegar september bætist inn í sumarmeðaltalið. Spennandi verður að fylgjast með því,“ segir Trausti. September byrjar reyndar með miklum hlýindum. Mjög þurrt var um norðvestan- vert landið í júní til ágúst, þó var þurrara í Reykjavík á sama tíma í fyrra. Í Stykkishólmi hefur þessi tími ekki verið þurrari síðan 1952. Sólskinsstundir í júní til ágúst eru 83 fleiri en í meðalári í Reykjavík. Þetta eru þó ívið færri sólskins- stundir en í sömu mánuðum und- anfarin ár. Á Akureyri mældust sól- skinsstundir 22 fleiri en í meðalári. Hlýjasta sumar frá upphafi mælinga  Meðalhitinn í Reykjavík mánuðina júní til ágúst reyndist vera 12,2 stig Morgunblaðið/Ómar Veðurblíða Landsmenn hafa notið vel þeirra fjölmörgu sólardaga sem kom- ið hafa á þessu eftirminnilega sumri. Fjömennt hefur verið á Austurvelli. Alþingi kemur saman í dag eftir sumarhlé og hefst þingfundur klukkan 13:30 miðdegis. Ekki verður um formlega þingsetningu að ræða því þingstarfið nú er lokasprettur 138. löggjafarþings- ins, sem sett var í fyrrahaust. Við upphaf fundar mun þing- forseti minnast Benedikts Grön- dals, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem lést í sumar. Því næst er gert ráð fyrir að fram fari al- menn umræða um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Skýrslan verður rædd Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, sagði þeg- ar fundum þess var frestað hinn 24. júní síðastliðinn, að skýrsla þingmannanefndar um rannsókn- arskýrslu Alþingis myndi fá for- gang í störfum haustþingsins. Reiknað er með að skýrsla nefnd- arinnar verði lögð fyrir þingið í næstu viku. Þá verður á haustþinginu fjallað um mál sem ekki tókst að afgreiða fyrir þingfrestun í vor. Gert er ráð fyrir að þingfundir standi til 14. september. Nýtt þing, 139. löggjafarþingið, kemur síðan saman til fundar 1. október samkvæmt venju. Formleg þingsetning verður að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Á þinginu verður fjárlaga- frumvarp ársins 2011 lagt fram en vinna við það hefur staðið yfir að undanförnu. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Alþingi Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir forseti ávarpar þingið. Ræða störf ríkisstjórn- arinnar  Alþingi kemur saman eftir sumarhlé Hin nýja Dreamliner, eða Boeing 787, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun til prófana í hliðarvindi. Flugvélin verður hér við reynsluflug í allt að vikutíma, að sögn Friðþórs Eydal upp- lýsingafulltrúa. Keflavíkurflugvöllur er sagður þekktur fyrir sterka vinda. Flugbrautir liggja þvers og kruss svo hægt er að prófa þar lendingar í hliðarvindi, hvernig sem vindur blæs. Flugferðin til Íslands mun vera fyrsta alvöru- reynsluflugferð Dreamliner út fyrir Bandaríkin og önnur ferð flugvélarinnar frá Bandaríkj- unum. Hins vegar fór fyrsta reynsluflug vélar af gerðinni Dreamliner fram í desember á síðasta ári. Í mars á þessu ári sagði mbl.is frá því að staðið hefði til að reynsluflugmenn Boeing- flugvélaverksmiðjanna prófuðu vélarnar hér á landi í hliðarvindi. Vitnað var í Dennis O’Do- noghue, aðstoðarforstjóra Boeing, sem stýrir prófanadeild flugvélaframleiðandans en hann sagði: „Við förum alla leið til Íslands að prófa flug í hliðarvindi – Ísland er alltaf gott fyrir hlið- arvind,“ Þá lægði vind hér og í staðinn fóru prófanir fram í Roswell í Mexíkó. Bæði Boeing og Airbus hafa notað Keflavíkur- flugvöll til reynsluflugs í hliðarvindi. Þar voru m.a. bæði Boeing 777 og Airbus A380 þotur. Sem kunnugt er hefur Icelandair tryggt sér kauprétt á Boeing 787 Dreamliner-flugvélum. Ljósmynd/Baldur Sveinsson Dreamliner komin til Íslands í alvörureynsluflug Hlýtt var í nýliðnum ágúst. Um vestan- og suðvestanvert landið var hann einn af fimm hlýjustu mánuðum frá upphafi mælinga en í öðrum landshlutum var heldur svalara. Hiti var þó alls staðar yfir meðallagi. Meðalhitinn í Reykjavík var 12,1 stig, 1,8 stigum yfir meðal- lagi. Þetta er fjórði til fimmti hæsti mánaðarmeðalhiti í ágúst. Á Akureyri mældist meðalhiti 11,5 stig og er það 1,5 stigum yfir meðallagi. Ágúst varð hlýjasti sumarmánuðurinn á Akureyri. Á Höfn í Hornafirði var meðalhit- inn 11,2 stig eða 1,1 stigi yfir meðallagi. Ágúst brást ekki vonum ENDALAUS HLÝINDI? Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Viðræðunefndir Íslands, Bretlands og Hollands funda um Icesave-mál- efni í Hollandi í dag og á morgun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun íslenska samninga- nefndin einfaldlega leggja áherslu á að fá mun betri samning en þeir samningar sem hafa hingað til staðið til boða. Formlegir fundir hafi ekki farið fram síðan í júlí en menn hafi verið í sambandi og við- ræður síðan þá hafi frekar snúið að formi samningsins. Nú eigi hins vegar að láta reyna á efni hans. Það sé ekki fullreynt hvort hægt er að ná saman um samning. Hingað til hafa samningaviðræður vegna Icesave-innstæðna strandað á end- urgreiðslukjörum. Óttast ekki dómstólaleiðina Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist fylgjast með viðræðunum í gegnum Lárus Blöndal, sem er fulltrúi stjórnar- andstöðunnar í viðræðunefndinni. „Ég hef lagt traust mitt á það mat Lárusar að ekki sé endanlega fullreynt hvort að hægt er að ná viðunandi niðurstöðu sem mun sæma okkur sem fullvalda ríki.“ Bjarni segir það ekki mega gleymast að vonandi séu til eignir í þrotabúinu fyrir bróðurpartinum af höfuðstólnum. Sé hann greiddur að fullu þá snúi ágreiningurinn ein- göngu að vöxtunum. Bjarni ítrekar að hann hafi áður sagt að hann telji að það sé ekkert að óttast þó að þessar viðræður strandi á óbilgjörnum kröfum Breta og Hollendinga. Þá sé tilbú- inn farvegur fyrir málið. Síðustu fundir með Bretum og Hollendingum í deilunni voru í byrjun júlí. Þá hafði ekkert verið fundað um málið frá því í mars, eftir að lögum um ríkisábyrgð á innstæðutryggingar vegna Icesave var hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu. Markmiðið mun betri samningur  Samninganefnd um Icesave leggur áherslu á að fá mun betri samning en verið hefur í boði  Funda með Bretum og Hollendingum í dag og á morgun Morgunblaðið/Kristinn Höfnuðu 93% kjósenda sögðu nei við Icesave-lögunum í þjóðar- atkvæðagreiðslunni í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.