Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að
menningarhúsið Hof var formlega tekið í notk-
un um síðustu helgi. Fólk kom þúsundum sam-
an til þess að skoða herlegheitin.
Fyrsta helgin í Hofi er ógleymanleg. Flestir
brostu út að eyrum en einhverjir sneru ósáttir
frá síðdegis á laugardaginn þegar þeim var
bent á að vígsluathöfnin var aðeins fyrir boðs-
gesti. Spurt er hvort ekki hefði verið hægt að
hafa fyrirkomulagið annað og gefa öllum sem
vildu tækifæri á að upplifa hina sögulegu at-
höfn.
Erfitt er að gera svo öllum líki, ekki síst í
svona tilfellum. En áhersla er lögð á að húsið
sé menningarhús allra – ekki bara einhverrar
listaelítu. Sem betur fer. Og sem betur fer kom
það ekki í minn hlut að ákveða hvernig staðið
yrði að málum og þá hverjum yrði boðið...
Víkingur Heiðar Ólafsson heillaði við-
stadda á hátíðartónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands á sunnudaginn. Lék
Grieg þannig að unun var á að hlýða. Sumum
vöknaði um augu.
Að konsertinum loknum ávarpaði þessi
ungi píanósnillingur tónleikagesti og sagði það
mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíðar-
vígslutónleikum „í þessu stórkostlega menn-
ingarhúsi“.
Víkingur Heiðar kvaðst hafa dvalið á Ak-
ureyri síðan á miðvikudagskvöld „og [ég] hef
eiginlega ekki viljað yfirgefa bygginguna, hún
hefur einhvern veginn allt, maður þarf ekki
einu sinni að fara út til að njóta náttúrunnar“.
Píanóleikarinn óskaði svo viðstöddum til ham-
ingju með húsið, sem væri stórkostlegt fram-
tak og með „þessa frábæru sinfóníuhljómsveit
sem þið eigið og við öll“. Aftur vöknaði ein-
hverjum um augu.
Athöfn fyrir utan Hof á laugardagskvöldið
var stórskemmtileg. Leikarinn Kristján Ingi-
marsson var í stóru hlutverki, eins og innan-
dyra fyrr um daginn. Flott var hvernig hann
fékk fólk í lið með sér ásamt bæjarstjóranum,
Eiríki Birni, við að leysa risaslaufu sem komið
hafði verið fyrir við suðurinngang hússins.
Jafnan er erfitt að spá af viti um íþrótta-
kappleiki. Ég get þó lofað að hart verður barist
á Þórsvellinum í kvöld þegar KA-menn koma í
heimsókn í 1. deildinni í fótbolta. Þórsarar eiga
möguleika á að komast upp í úrvalsdeild en
það er næsta víst að gestirnir af Brekkunni
vilja ekki aðstoða þá í þeirri baráttu!
Ástæða er til að hlakka til tónleika í Hofi
annað kvöld. Þar kemur akureyrska rokk-
sveitin Bara-flokkurinn saman í fyrsti skipti í
áratug og það verður í fyrsta skipti í 25 ár sem
hún spilar í gamla heimabænum. Í þessari
norðlensku tónlistarveislu taka líka þátt
Hvanndalsbræður, Helgi og hljóðfæraleikar-
arnir og Heflarnir, sem er glæný sveit.
Morgunblaðið/Skapti
Gjöf Slaufan leyst af Hofi á laugardagskvöld.
„Hef eiginlega ekki vilj-
að yfirgefa bygginguna“
Heilsuhælisfélaginu. „Hann var
venjulegur daglaunamaður en verk-
efnið höfðaði til flestra Íslendinga,
hann styrkti það, og átakið hefur allt-
af verið mér kært,“ segir hann um til-
urð minnismerkisins, sem er gjöf
Oddfellowreglunnar á Íslandi. Í því
sambandi bendir hann á að á fé-
lagsskírteininu séu myndir af fjórum
stöðum á landinu, Gerpi, Dyrhólaey,
Rauðanúpi og Látrabjargi, og það sé
innrammað með teikningu af keðju.
Minnismerkið samanstandi af þrem-
ur 240 cm háum stuðlabergssteinum
vegna þess að talan þrír sé heilög.
Þrjár keðjur umlyki steinana og það
sé til merkis um það að samheldin
þjóð verði hvorki beygð né brotin.
Steinarnir standa fyrir einkunn-
arorð Oddfellowreglunnar, vináttu,
kærleika og sannleika. Fyrir framan
steinana verður minni steinn með
áletraðri plötu um stofnun hælisins.
Styrkur samtakamáttar
Oddfellowreglan hefur alla tíð
látið til sín taka í mannúðar- og líkn-
armálum. Jón Otti áréttar að stofnun
heilsuhælisins sýni vel hvað hún geti
gert og vekur jafnframt athygli á því
að Geir Zoëga, athafnamaður og
stúkubróðir í Ingólfi, hafi m.a. gefið
innanstokksmuni í 10 einbýlis-
herbergi í hælinu. „Við erum hluti
þjóðarinnar og með þessari gjöf vilj-
um við undirstrika mikilvægi vináttu,
kærleika og sannleika. Sameinuð
þjóð getur gert góða hluti og sam-
takamátturinn er boðskapur minn-
ismerkisins.“
BAKSVIÐ
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Minnisvarði um Vífilsstaði verður af-
hjúpaður á sunnudag, en þá verða 100
ár frá því Vífilsstaðahælið tók til
starfa. Jón Otti Sigurðsson, fulltrúi
Oddfellowreglunnar á Íslandi í af-
mælisnefndinni, og Þorkell Gunnar
Guðmundsson hönnuðu minnisvarð-
ann, en Stefán Veturliðason, stórsír
Oddfellowreglunnar, og Lárus
Helgason læknir afhjúpa minnisvarð-
ann. Um miðjan september gefur Ís-
landspóstur síðan út frímerki í tilefni
tímamótanna.
Oddfellow lagði grunninn
Fyrsta Oddfellowstúkan á Ís-
landi, st. nr. 1, Ingólfur, var stofnuð 1.
ágúst 1897, í kjölfar þess að danskir
Oddfellowar ákváðu að reisa holds-
veikraspítala í Laugarnesi, en hann
var vígður 29. júní 1898. Guðmundur
Björnsson, sem var settur landlæknir
17. september 1906, var Dönunum
innan handar og í stjórn Laugarnes-
spítalans frá upphafi. Hann var einn
af stofnfélögum Ingólfs og að hans
frumkvæði beitti stúkan sér fyrir því
að Heilsuhælisfélagið var stofnað 13.
nóvember 1906 í þeim tilgangi að
reyna að koma á öflugum vörnum
gegn berklaveiki. 12 manna skipu-
lagsnefnd var kosin og í henni voru
sex manns úr stúkunni og sex úr röð-
um annarra landsmanna. Félagið
safnaði fé um allt land og í Vest-
urheimi og hófst bygging heilsuhæl-
isins 31. maí 1909. Þetta var eitt
stærsta hús landsins og bygging þess
er á lista yfir helstu framkvæmdir í
tíð heimastjórnar 1904-1918, en
heilsuhælið tók til starfa 5. sept-
ember 1910. Kostnaður var 275 þús-
und krónur og var hælið rekið fyrir
reikning Heilsuhælisfélagsins með
styrk úr landssjóði til ársbyrjunar
1916, þegar landssjóður tók rekstur-
inn að sér. „Með stofnun þess var
stórt spor stigið til framfara, nýtt
tímabil hafið, ekki aðeins í baráttunni
við berklaveiki, heldur gegn sjúk-
dómum og vanheilsu yfirleitt. Vífils-
staðir voru fyrsta íslenzka sjúkra-
húsið, sem nokkuð verulega kvað að,“
sagði Haraldur Guðmundsson heil-
brigðismálaráðherra meðal annars í
ræðu á 25 ára afmæli hælisins.
Keðjan og hlekkirnir
Jón Otti Sigurðsson segir að það
eina sem hann eigi eftir afa sinn, Jón
Sigurðsson, sé félagsskírteini í
Baráttan við hvítadauðann
Bygging Vífilsstaðahælisins fyrir 100 árum var árangur þjóðarátaks sem markaði tímamót
Oddfellowreglan á Íslandi gefur minnisvarða Samheldin þjóð verður hvorki beygð né brotin
Morgunblaðið/Eggert
Við minnisvarðann Þorkell Gunnar Guðmundsson, Stefán Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi,
og Jón Otti Sigurðsson fylgdust með þegar minnisvarðanum var komið fyrir á svæðinu í gær.
Aðalbyggingin Heilsuhælisfélagið safnaði fé um allt land og í Vestur-
heimi og tók heilsuhælið til starfa 5. september 1910.
Stefán Veturliðason, stórsír
Oddfellowreglunnar á Íslandi,
segir að Oddfellowreglan hafi
notið þess að málsmetandi
menn í þjóðfélaginu hafi staðið
að stofnun hennar. Guðmundur
Björnsson landlæknir og fé-
lagar hafi horft á danska Odd-
fellowa koma holdsveikraspít-
alanum á laggirnar. Þeir hafi
ekki viljað láta sitt eftir liggja
og því ráðist í stofnun Heilsu-
hælisfélagsins og byggingu
heilsuhælisins. „Það er okkur
hollt að minnast þessara frum-
kvöðla og hvernig þeir unnu.
Það er okkur Oddfellowum
hvatning og gjöf minnisvarð-
ans minnir okkur á hlutverk
okkar.“
Óskað var eftir aðkomu Odd-
fellowreglunnar að hátíðarhöld-
unum og er Stefán ánægður
með það. Hann segir að reglan
sé stolt af byggingu Vífils-
staðaspítala og að hafa átt
þátt í byggingu hans og útrým-
ingu berklaveikinnar. „Minnis-
merkið táknar einkunnarorð
Oddfellowreglunnar.“
Stefán leggur áherslu á að
verkefnið fyrir 100 árum hafi
verið að ráða niðurlögum hins
hræðilega sjúkdóms sem berkl-
ar eru og það hafi skilað ár-
angri. Því verkefni sé lokið og
húsið hafi þjónað sínum til-
gangi. „Það var ráðist í þessa
framkvæmd af miklum dugnaði
og hún skilaði árangri. Það er
okkur öllum mikið ánægjuefni.“
Frum-
herjarnir
hvatning
STEFÁN VETURLIÐASON
Afmælishátíðin
» Í tilefni 100 ára afmælis
Vífilsstaða verður afmælis-
hátíð á svæðinu á laugardag
og hátíðardagskrá á sunnudag.
» Sögusýning verður opnuð
í húsnæði spítalans kl. 13.00 á
laugardag. Frá kl. 13.00 til kl.
16.00 verður málþing um sögu
berklaveikinnar og á sama
tíma verður boðið upp á
gönguferð um svæðið, siglingu
á Vífilsstaðavatni og fleira auk
þess sem leiktæki verða á
staðnum og grillveisla.
» Á sunnudag verður minn-
isvarðinn um Vífilsstaði af-
hjúpaður kl. 14.00 og að því
loknu verða flutt ávörp.