Morgunblaðið - 02.09.2010, Page 20

Morgunblaðið - 02.09.2010, Page 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Ég vil hér gera grein fyrir hvernig nokkrir þættir málsins horfa við mér. Árið 1995 var staðan sú að málið var fyrnt fyrir dómstólum. Al- þingi bar ábyrgð á því. Fjölmiðlar landsins treystu sér ekki til að fjalla um málið. Ekki var það kirkjunni að kenna. Vilji sannleiksnefnd fá vitn- eskju um hvernig það gat gerst að meintur kynferðisbrotamaður var kjörinn biskup þarf að rannsaka hvað fjölmiðlarnir höfðu þagað í mörg ár yfir meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Skúlasonar. Guðrún Jónsdóttir greindi rétti- lega frá því í Kastljósi að eini mögu- leiki kvennanna til þess að fá upp- reisn æru væri að vekja umræðu í samfélaginu og fá það til þess að horfast í augu við alvarleika málsins. Það hefði verið þeirra einbeitti og fasti vilji að leita allra leiða til þess að ná því fram. Það var ekki hægt um vik þegar allar dyr voru lokaðar. Ekkert hafði á þessum tíma verið unnið í slíkum málum af hálfu kirkjunnar. Það hafði hins vegar verið gert í Prestafélagi Íslands. Upp úr 1990 var hafinn und- irbúningur að nýjum siðareglum fyr- ir PÍ. Hinar nýju siðareglur voru samþykktar á aðalfundi PÍ árið 1994 og í ágúst það ár var skipuð siða- nefnd PÍ. Rétt er að halda því til haga að sr. Karl Sigurbjörnsson hafði beitt sér fyrir því að ákvæði um kynferð- islega áreitni yrði tekið inn í siðaregl- urnar. Á aðalfundinum vildu sumir prestar fella þetta ákvæði út úr regl- unum því ekki væri ástæða til þess að nefna sérstaklega einn málaflokk umfram aðra. Sr. Karl Sigurbjörns- son talaði fyrir því að þessu ákvæði yrði haldið inni og var það gert. Siða- nefnd var síðan skipuð í ágúst og var ég formaður hennar næsta áratug- inn. Fyrsta mál siðanefndarinnar varðaði hjónaskilnað sóknarprests og hafði það mál verið í fjöl- miðlum og því má segja að siðanefndin hafi fljótlega orðið almenn- ingi kunn. Spurningin var nú hvort PÍ hefði hér skap- að vettvang sem gæti veitt konunum aðgang að fjölmiðlum. Ekki var það þó einfalt því siða- nefnd gat ekki tekið mál fyrir sem væri eldra en eins árs. Því varð að yngja málið upp ef svo má segja. Sú leið var farin að kona fór í viðtal til sókn- arprests og sagði honum sögu sína og gaf honum leyfi til að segja frá sam- tali þeirra. Að nokkrum tíma liðnum var sóknarpresturinn kærður til siða- nefndar fyrir að láta kyrrt liggja. Þessu máli var lokið með sátt án áminningar. En siðanefndin gerði meira en það. Ég fór ásamt sr. Ragn- ari Fjalari Lárussyni til fundar við sr. Ólaf Skúlason biskup. Ég las fyrir hann skriflegar frásagnir kvenna og gerði honum grein fyrir alvöru máls- ins. Siðanefndin greindi konunum og stjórn PÍ skriflega frá því hvað hún hafði gert 15. febr. 1996. Nú var ísinn brotinn og málið op- inbert. Hver kæran rak aðra til siða- nefndar og allt fór beint til fjölmiðla. Það er ekki rétt að kirkjan hafi brugðist konunum. Það var yfirstjórn kirkjunnar fyrst og fremst sem von var þar sem biskupinn átti í hlut. Prestafélag Íslands veitti konunum áheyrn og siðanefndin. Formaður PÍ, sr. Geir Waage, stóð eins og klettur í þessu máli. Hann afhenti öllum prestum landsins bréf frá konunum á fundi í PÍ. Málið var þannig rækilega kynnt. Rétt er að nefna að hann var síðar endurkjörinn formaður félags- ins, þannig að hann hafði breiðan stuðning. Prestarnir og allir söfnuðir landsins hafa liðið mikið vegna þessa máls. Guðrún Jónsdóttir greindi frá því að það hefði verið mikill styrkur að stuðningur hefði komið frá prest- um. Sr. Halldór Gunnarsson ritaði grein í Mbl. þar sem hann studdi kon- urnar. En vissulega voru líka prestar sem stóðu með sr. Ólafi. Það voru vinir hans og ýmsir sem trúðu honum og veittust hart að sr. Geir Waage. Greint hefur verið frá því að allir pró- fastar landsins hafi ritað undir bréf til stuðnings sr. Ólafi en það er ekki rétt. Sr. Einar Þór á Eiðum ritaði ekki undir þetta bréf. Eitt af hlutverkum siðanefndar er að leita sátta í málum. Það var sjálf- sagt mál af okkar hálfu og hefði verið eðlilegast. Það er þó mitt mat að sættir hafi ekki verið mögulegar þannig að konurnar héldu sínum hlut. Þeir sr. Hjálmar og sr. Karl kusu að ganga fram hjá siðanefndinni og halda sjálfir fund. Ég skal ekki dæma um hvað þeim gekk til með því. Sr. Ólafur Skúlason efndi einnig til fundar án þess að siðanefndin væri viðstödd. Ummæli sem féllu á þeim fundi voru síðan kærð til siðanefndar. Ég held að engin von hafi verið um árangur af þessum fundum. Nú er allt þetta umhverfi gjör- breytt. Komnir eru öruggir farvegir fyrir slík brot. Nýjasta dæmið er að sóknarpresturinn á Selfossi var færð- ur til í starfi eftir að hæstiréttur landsins hafði sýknað hann. Kirkjan á sín eigin lög sem ganga lengra lög- um landsins. Það þarf þjóðin að vita. Sr. Karl biskup sagði í blaðagrein: „Eftir á að hyggja hef ég verið of var- kár í því að kveða upp dóma.“ Spurn- ingin sem þar þarf að svara er þessi: Er það sanngjörn krafa að biskup Ís- lands kveði upp dóm í glæpamáli sem ónýtt er fyrir dómstólum og er að auki persónulegur harmleikur öllum aðilum máls? Því verður hver að svara fyrir sig. Eftir Úlfar Guðmundsson » Prestarnir og allir söfnuðir landsins hafa liðið mikið vegna þessa máls. Úlfar Guðmundsson Höfundur er prófastur emeritus og fyrsti formaður siðanefndar Presta- félags Íslands. Kirkjan og kynferðisbrotin Núverandi deila um lög um söluskipulag mjólkur er sama eðlis og í upphafi slíkra laga, árið 1934. Um er að ræða, að ekki verði stofnað til verðstríðs, þar sem menn bjóða afurðir á verði, sem ekki stendur undir al- mennum fram- leiðslukostnaði. Slíkt verðstríð er marklaust til lengdar. Um söluskipulagið voru harðar deilur í upphafi. Fyrst var lagt fram frumvarp um það á alþingi 1933. Þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ólafur Thors, var framsögumaður. Þetta var mál- staður ríkisstjórnarinnar, þar sem Ásgeir Ásgeirsson var forsætisráð- herra. Málið varð ekki afgreitt, en var tekið upp af ríkisstjórn Her- manns Jónassonar 1934, fyrst með bráðabirgðalögum. Þegar þau voru til afgreiðslu í þinginu og rætt var, hvaða málum þyrfti að ljúka fyrir jól, sagði Ólafur Thors, sem þá var kominn í stjórnarandstöðu og orð- inn formaður Sjálfstæðisflokksins, um málið: „Þetta er eitt af þeim málum, sem svo að segja allt þing- ið er sammála um, að ná skuli fram að ganga.“ Eðli mjólkurframleiðslunnar er óbreytt síðan þá, nefnilega að framleiðendur taka ákvarðanir, sem skila framleiðslu oft ekki fyrr á næsta ári og næstu árum, og á miklu veltur, að sem minnst sé framleitt umfram innlenda eft- irspurn. Samgöngur réðu því lengi, að markaður neyslumjólkur skipt- ist, með framleiðslusvæði höf- uðborgarinnar langstærst. Það stækkaði upp úr 1930 með mjólk- urbúi í Ölfusi og Mjólkurbúi flóa- manna. Þar valt á öruggari vetr- arsamgöngum yfir Hellisheiði. Nú er landið einn markaður og kveðið á um í lögum, að mjólkurframleið- endur fullnægi öllu landinu með sama verði. Með lagabreytingu er ætlunin að tryggja, að slíkri sam- ábyrgð verði ekki spillt. Margir gefa sig í umræðuna. Sumir taka upp grundvöllinn, skil- yrði innlendrar mjólkurfram- leiðslu, en hann er ekki til af- greiðslu nú. Ætla má, að það sé almenn skoðun, að slík skilyrði skuli tryggð, eins og lög standa til. Hinir eru háværir, og orð viðhöfð, sem eru fúkyrði í huga sumra, eins og Framsókn, Kastró og Kúba. Slíkt tal verður að leiða hjá sér. Verra er, að hvorki Samkeppn- iseftirlitið né Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) virðast taka tillit til þess í málflutningi sínum, að verðstríð, sem hlytist af lausatök- um í lögum, er ekki leiðbeining um varanleg framleiðsluskilyrði, eins og verðmyndun á að vera, ef vel er. Forstöðumaður Samkeppniseft- irlitsins telur brýnt, að mjólk- urframleiðendur séu á tánum, eins og hann orðaði það, í rekstri sín- um, og virðist halda, að svo verði ekki, ef frumvarpið verður að lög- um. Nú er það vitanlegt, að enginn mjólkurframleiðandi á trygga af- komu við núverandi skipulag. Hver og einn verður að sinna búskap af alúð, ef vel á að takast. Hitt er vel kunnugt, að í mjólkurbúunum eru menn á tánum að halda hlutdeild mjólkurafurða í neyslu lands- manna. Þar er ekki slakað á, eins og meðal annars kemur fram í við- urkenningu í ostakeppni. Menn verða ekki á tánum, ef afurða- söluskipulagið fer í uppnám, menn missa fótanna, verða ráðvilltir. Til að ná árangri er einmitt mikilsvirði að hafa það öryggi, sem söluskipu- lagið býður. Ókunnugir kunna að eiga erfitt með að skilja, að samstarf það, sem bændur eiga með sér í Bændasamtök- unum og grunnein- ingum þeirra, felst í því að aðstoða náung- ann við að verða sam- keppnishæfari. Því liggja menn ekki á þekkingu á góðum vinnubrögðum, heldur miðla henni innan samtakanna. Hér skiptir máli, að bænd- ur framleiða staðal- vöru. Samkeppniseftirlitið þarf að skilja þetta. Lög afmarka verkefni Sam- keppniseftirlitsins, þar á meðal bú- vörulög. Það er skylda stofnunar að fara ekki út fyrir valdsvið sitt. Samábyrgð mjólkurframleiðenda um afurðasölu er gegnsæ og fram- kvæmdin samkvæmt lögum. Athygli Samkeppniseftirlitsins og SVÞ hefur verið sljó gagnvart öflugum samkeppnishömlum. Ólíkt afurðasölu bænda eru þær ógegn- sæjar. Lengi hefur verið liðin af- skræming á forsendum samkeppni, þar sem alhliða verslun nær til sín viðskiptum á óskyldum varningi með því að hafa gjafverð á því, sem vekur mesta athygli. Slík spjöll í bóksölu eru alkunn. Ég vísa til um- fjöllunar minnar í Morgunblaðinu í maí 2009 (Keppinautum útrýmt). Marklaust verðstríð Eftir Björn S. Stefánsson » Til að ná árangri í mjólkurfram- leiðslu er mikils virði að hafa það öryggi, sem lögvernd- að söluskipulag býður. Björn S. Stefánsson Höfundur er dr. scient. í landbún- aðarhagfræði. Fyrirtæki eitt á Suðurlandi, með sér- leyfi og samninga til holræsa- og stíflu- þjónustu, dældi seyru- vökva á vatnsvernd- arsvæði við Þingvelli á dögunum. Sum- arhúseigandi einn varð þessa var og benti á að þetta gæti verið miður heilsu- samlegt þeim sem neyttu vatns í sumarhúsum sínum í næsta nágrenni. Lögreglan hefur tekið seyrulosun fyrirtækisins til rannsóknar. Vísa má til laga og reglna sem vernda neytendur vatns m.a. fyrir því að vatn á vatnsverndarsvæðum sé ekki mengað og hörð viðurlög við brot- um á þessum reglum. Hér mætti bera þetta mál saman við veitingu fjármálakerfisins á svo- kölluðum gengistryggðum lánum út í hagkerfið. Árið 2001 var bannað að hækka höfuðstól í krónum þegar lán voru gengistryggð og krónan veiktist en ekki bannað að halda höfuðstól lána í krónum föstum og lækka höfuðstól í erlendri mynt þegar krónan veiktist. Geng- istryggð lán, eins og bankarnir vildu reikna þau, voru bönnuð árið 2001. Þegar bankarnir gátu ekki leng- ur keppt við Íbúðalánasjóð var ljóst að lán í erlendri mynt voru það eina sem þeir gátu boðið og eitt form þessara lána voru svokölluð gengistryggð lán tengd gengi krónu gagnvart ýmsum myntum. Lánin voru reiknuð rangt af bönkum landsins og Hæstiréttur hefur vís- að slíkri reiknings- aðferð til hliðar og sagt ólögmæta. Þar var höf- uðstóll í krónum látinn hækka við fall krón- unnar og höfuðstóll í erlendum myntum tal- inn fasti á meðan eðli- legt er, út frá fjár- málum, hagfræði, lögfræði og fjár- málastöðugleika, að það hefði verið höf- uðstóll í krónum sem var fasti en hinn erlendi höfuðstóll átti að lækka við fall krónunnar. Þannig voru þessi viðskiptabréf samin, auglýst og upp sett. Í slíku er einn- ig falin áhætta, áhætta á að vextir í hinni erlendu mynt myndu hækka og hagstæðari lánakjör gætu feng- ist í krónum á Íslandi. Yrði slíkt ekki einmitt í ætt við fjármálastöð- ugleika, þ.e. að krónan væri með lægri vexti og verðbólga lág? Nú er eftir fremsta megni reynt að kasta ryki í augu almennings og dómstóla landsins með uppleggi mála er miðast aðeins að því að leggja fram hlaðborð lausna fyrir dómara landsins. Telja má fullvíst að séð verði í gegnum slíkt og að neytendasjónarmið verði höfð að leiðarljósi, sjónarmið sem eru í fullu samræmi við þá peningastefnu sem Seðlabanki Íslands lagði upp með árið 2001, álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í skýrslum um Ísland árið 1999 og 2001 sem og Evrópurétt varðandi neytendamál. Röng lánveiting í annars heil- brigt hagkerfi, rétt eins og seyru- vökvalosun á vatnsverndarsvæðum, getur verið skaðleg heilsu manna, valdið stórhættu og gríðarlegum óstöðugleika en um þetta má lesa í skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 1999 og 2001 um Ísland þar sem varað var við því sem nú varð reyndin, þ.e. fjármálahruni. Sama gerðist þegar lán, gengistryggð lán, voru rangt reiknuð, greinilega mis- skilin af fulltrúum Seðlabanka Ís- lands sem svo tóku við skýrslum banka um gjaldeyrisjöfnuð og færðu niðurstöður þeirra í stór- greiðslukerfi Íslands án at- hugasemda. Þetta skráðist kolrangt og staða efnahags bankakerfisins var skökk. Þetta hefur greinilega skilað sér illu heilli og án gagnrýni til hagdeildar Seðlabanka Íslands sem og tók ákvarðanir um vexti sem einnig má ætla að hafi byggst á röngum forsendum. Þetta skynj- aði Einar Oddur Kristjánsson heit- inn þegar hann gagnrýndi vaxta- stefnu Seðlabanka Íslands réttilega við fjárlagagerðina á haustþinginu 2006. Enginn innan bankans virðist hafa séð ástæðu til að glugga betur í bækur sínar til að kanna gagnrýni Einars sem segja má að hafi lesið betur í íslenskt efnahagslíf á þess- um tíma en margur annar. Engin rannsókn er hafin á þessu og ekki verið dregin fram sú skýr- ing af opinberum aðilum, sem er eðileg út frá fjármálastöðugleika sem átti að ná á þessum tíma, að það voru bankarnir sem áttu að kaupa afleiður sér til tryggingar eða aðrar tryggingar vegna við- skiptabréfa af þessum toga í bókum þeirra. Það að bankarnir hafi skilið þetta eins og Seðlabanki Íslands er ekki trúverðugt, m.a. eftir andmæli þessara aðila við setningu laga nr. 38/2001 á Alþingi á sínum tíma sem og athugasemdir síðar frá Seðla- banka Íslands þegar leitast var við að heimila gengistryggingu árið 2003 á Alþingi Íslendinga en því var hafnað eftir athugasemd frá bankanum. Því og þess vegna er ekki hald í þeim rökum fjármálastofnana að kalla eftir að vextir af lánum af þessum toga eigi að miðast við lægstu vexti Seðlabanka Íslands enda urðu slíkir vextir svo háir sem raunin varð vegna rangra gagna sem send voru Seðlabanka Íslands og síðan færð án endurskoðunar og tilsvarandi eftirlits bankans inn í stórgreiðslukerfi íslensks banka- kerfis. Margítrekaðar ályktanir í heftum Peningamála Seðlabanka Íslands benda til þess að verðbólgumark- miði hans var ætlað að ná margoft á árabilinu 2004 til 2009 en allt kom fyrir ekki. Vextir fóru upp úr öllu valdi vegna seyrulosunar íslenskra fjármálafyrirtækja af þessu tagi út í hið íslenska hagkerfi við anddyri Seðlabanka Íslands og á hans vakt. Ekki er að undra að hagkerfið skyldi þurfa að leggjast fyrir þar sem óvíst er hvort það nær sér. Seyrulosun við Seðlabanka Íslands Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson »Ekki er að undra að hagkerfið skyldi þurfa að leggjast fyrir þar sem óvíst er hvort það nær sér. Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði og viðskiptafræðingur MBA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.