Morgunblaðið - 02.09.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 02.09.2010, Síða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 ✝ Jóhannes K.Steinólfsson fæddist í Reykjavík 21. mars 1961. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi hinn 25. ágúst sl. Foreldrar hans voru Steinólfur Jó- hannesson, f. 27. september 1914, d. 11. janúar 2008, og Eygló Bryndal Ósk- arsdóttir, f. 28. júlí 1940, d. 23. mars 2008. Systkini hans eru Ástríður Björg, f. 17. júní 1962, og Eysteinn Þór Bryndal, f. 9. febrúar 1974. Jóhannes ólst upp í Reykjavík. Flutti til Vestmannaeyja 1982. Jóhannes kvæntist 16. janúar 1988 Báru Sveinsdóttur, f. 1. maí 1962, d. 4. febrúar 2004. Börn þeirra eru Þóra Birgit, f. 15. des- ember 1988, unnusti Guðjón Ingi Eide, f. 13. september 1984, Stein- unn Lilja, f. 8.ágúst 1991, unnusti Bjarnþór, f. 13. janúar 1987, Helga Rut, f. 23. mars 1993, unnusti Ívar Örn, f. 2. október 1990, barn þeirra Theodór, f. 29. apríl 2009. Fyrir átti Jóhannes dótturina Hjördísi Ingu, f. 16. apríl 1983, barn hennar Viktor Örn, f. 1. jan- úar 2006. Jóhannes kynntist Hafdísi Rósu, f. 19. júní 1961, foreldrar hennar eru Margeir Bragi, f. 17. ágúst 1936, og Guðrún Jóhanna, f. 25. febrúar 1938, d. 18. desember 1997. Jóhannes og Hafdís giftu sig 31. október 2009, börn hennar og fósturbörn hans eru Hafsteinn Ómar, f. 12. september 1979, unnusta Andrea Bó- el, f. 24. nóvember 1979, börn þeirra eru Börkur Darri, f. 29. janúar 2003, og Vikt- oría Bóel, f. 12. september 2004, Katrín Dröfn, f. 29. ágúst 1983, unnusti Ívar, f. 19. júní 1981, börn þeirra eru Elísabet Ósk, f. 8. októ- ber 2001, Kamela Rut, f. 24. októ- ber 2005, og Ísabella Ýr, f. 10. apr- íl 2010, Særún Ösp, f. 5. apríl 1987, unnusti hennar Þórir Már, f. 22. nóvember 1986, barn hennar er Aron Ómar, f. 5. apríl 2002, Einar Kristinn, f. 26. júlí 1991, unnusta Selma Dögg, f. 26. nóv- ember 1991. Jóhannes bjó í Eyjum til ársins 2007, flutti hann þá á Eyrarbakka. Hann stundaði sjómennsku allt sitt líf. Útför Jóhannesar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 2. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Kotstrandar- kirkjugarði. Elskulegur faðir okkar hefur nú kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram. Við vitum ekki alveg hvar við eigum að byrja að segja frá yndis- lega föður okkar. Hann var yfirleitt góður við okkur, sagði mjög sjaldan nei. Þegar hann kom í land á fimmtu- dögum fór hann oftast með okkur í bíltúr og keypti kók og Prins póló. Hann eyddi öllum sínum frítíma í að stjana við okkur á yngri árum, studdi við bakið á okkur við andlát móður okkar, og í öllum þeim ákvörðunum sem við tókum. Við ferðuðumst mik- ið, vorum mikið á Laugarvatni. Eitt vetrarkvöld var brjáluð stórhríð í Eyjum og rafmagnslaust. Þá ákvað hann að fara með okkur í bíltúr á jeppanum sem hann átti, sagði við okkur „stelpur, klæðið ykkur vel, við erum að fara út“ og drifum við í því. Þegar út í bíl var komið var lagt af stað og náðum við að keyra u.þ.b. 10 metra þegar við byrjuðum að fest- ast; mottóið hjá pabba þetta kvöld var að finna stærstu skaflana, keyra í þá og festast! Hann hafði mjög gaman af því að stríða okkur. Þín verður sárt saknað, þú átt stóran stað í hjarta okkar. Þínar dætur, Þóra Birgit, Steinunn Lilja og Helga Rut Jóhannesdætur. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Bragi Guðmundsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir. Kæri vinur. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Samúðarkveðjur, Ágústa, Gunnar Árni, Agnes Berg og Sveinn Gunnþór. Á einu andartaki breytist allt. Það var á sólríkum sumardegi að Jói kvaddi þetta líf eftir stutt en erfið veikindi. Ég man hvað Dísa var stolt þegar hún kom og kynnti mig fyrir Jóa sínum, hún ljómaði af stolti og hamingju, honum var nú hálfbrugðið þegar ég bara skellti á hann kossi og sagði að hann yrði að venjast þessu því svona væri ég. Strax við okkar fyrstu kynni sá hvað þú hafðir góða nærveru, falleg augu og fallegt bros svo ekki er að undra að Dísa hafi orð- ið ástfangin af þér, þess vegna er svo ósanngjarnt að þið fenguð ekki lengri tíma saman. Elsku Dísa, það var aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel þú hugs- aðir um Jóa síðustu mánuði, enda daginn áður en hann kvaddi tók hann utan um þig þótt hann hafi verið langt leiddur, sem segir hversu sterk bönd voru á milli ykkar. Að lokum langar mig að við höfum það að leiðarljósi að enginn á sér tryggan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síð- asta sinn þá sem þú elskar. Því skalt þú ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma dag- inn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros og varst of önnum kafinn til að verða við óskum ann- arra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnist þeirra, elsk- aðu þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja: Mér þykir það leitt, fyrirgefðu mér, þakka þér fyrir og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir. Sýndu vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér. Elsku Jói, þakka þér fyrir góð kynni og hlýlegt viðmót, þú varst einstakur maður. Við kveðjum þig öll með söknuði og sorg ó, sárt er að vita þig hverfa svo fljótt. Nú er fækkað þeim ljósum, sem loga skært og lýst geta og yljað mannheims börnum. Þú varst ljós, kæri vinur, við kveðjum þig klökk. Kærar þakkir, kærar þakkir fyrir allt sem er liðið. (G. Br). Elsku Dísa, börn og barnabörn og aðrir aðstandendur, ég og fjölskylda mín biðjum Guð og góða engla að vera með ykkur. Jóna Hafsteinsdóttir. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar allir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran) Votta aðstandendum og vinum Jóa mína dýpstu samúð. Lilja Jóhanna Bragadóttir og fjölskylda. Jóhannes K. Steinólfsson ✝ Sigurlaug Ísa-bella Árnadóttir var fædd í Reykjavík 5. apríl 1979. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu að Bleiksárhlíð 17, Eski- firði, 24. ágúst 2010. Börn Sigurlaugar eru Vilhjálmur Árni Ragnarsson, f. 2. mars 2004, og Krist- rún Lilja Ragnars- dóttir, f. 19. júlí 2006, faðir þeirra er Ragnar Valgeir Jóns- son, f. 16. janúar 1977, þau voru skilin. Foreldrar Sigurlaugar voru Árni Sævar Gunnlaugsson, f. 8. des. 1950, og Súsanna Reg- ína Gunnarsdóttir, f. 30. mars 1954, bæði látin. Foreldrar Árna Sævars eru Gunnlaugur Árnason, f. 29. maí 1926, og Bjarnveig Jóna Gunnlaugsdóttir, f. 7. mars 1920, d. 6. mars 1996. Foreldrar Súsönnu voru Gunnar Ástvalds- son, f. 11. sept. 1930, og Sig- urlaug Ísabella Eyberg, f. 16. apríl 1926, bæði látin. Uppeld- isfaðir Súsönnu er Þorgeir Jóns- son, f. 6. feb. 1932. Albróðir Sig- urlaugar er Einar Hafsteinn Árnason, f. 22. ágúst 1975, maki Karen Hilmarsdóttir og eiga þau 4 börn. Sammæðra bræður Sigur- laugar eru Þorgeir Kristján Ey- berg, f. 18. nóv. 1971, maki Þór- dís María Blomsterberg, f. 12. nóv. 1969, og eiga þau 4 börn. Jónas Hannes Ey- berg, f. 22. júní 1982, maki Ester Guðjónsdóttir, f. 8. nóv. 1984, og eiga þau 1 barn. Sam- feðra systkin Sig- urlaugar eru Gunn- laugur Árnason, f. 6. nóv. 1971, og á hann eitt barn, Bjarnveig Oddný Árnadóttir, f. 6. nóv. 1971. Guðrún Betsý Árnadóttir, f. 22. ágúst 1983, maki Stefán Þór Stef- ánsson, f. 1. ágúst 1979, eiga þau eitt barn. Eva Björg Árnadóttir, f. 31. maí 1985. Sigurlaug fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Mosfellsbæ. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Árið 1999 fluttist hún til Eski- fjarðar þar sem hún settist að með fyrrverandi eiginmanni sín- um Ragnari Valgeiri Jónssyni. Sigurlaug og Ragnar eignuðust tvö börn, þau Vilhjálm Árna og Kristrúnu Lilju. Sigurlaug út- skrifaðist sem sjúkraliði frá Verk- menntaskóla Austurlands árið 2005. Haustið 2006 hóf hún nám í hjúkrunarfræði og hefði hún út- skrifast um næstu áramót. Útför Sigurlaugar fer fram frá Bústaðarkirkju í dag, 2. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Nú kveð ég um sinn og skil við svo ótalmargt og mér þykir það leitt að ég fæ engu breytt. Og nú er ég fer ég bið, ei gráttu mig tak góðu stundirnar er okkur auðnaðist hér. Ég vera skal nær mun geymast í hjarta þér og hvert sem sál mín fer þar eflaust frið nú ég finn. Gráttu ei … brostu breytt. Gráttu ei … ég bið um það eitt bið fyrir mér, já, bið fyrir sjálfum þér, en grát ei örlög mín. Ég mun sakna þín. Um annað ég bið Guð geym þú börnin mín, og þau muni leita þín þá hlýt ég eilífan frið. Nú kveð ég um sinn og skil við svo ótalmargt, og mér þykir það leitt að ég fæ engu breytt. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku Silla okkar, sofðu rótt. Við biðjum Guð að vernda og varðveita börnin þín um ókomna tíð. Þorgeir Kristján Eyberg (Toggi) og Þórdís María Blomsterberg (Dísa Maja). Sigurlaug Ísabella Árnadóttir Í örfáum orðum vil ég minnast svilkonu minnar, Ástríðar Sveinsdóttur. Ásta bjó fyrstu hjúskapar- ár sín á Akranesi en varð ung ekkja með þrjár dætur. Hún flutti seinna til Reykjavíkur og síðan í Kópavog og þá til að taka við og halda heimili fyrir eftirlifandi eiginmann sinn, Magnús Inga, sem þá var ekkill með þrjár dætur sem hún reyndist hin besta móðir. Ásta var góð kona, myndarleg og mikil húsmóðir. Henni var eðl- islægt að heimilið væri ávallt hreint og fágað. Hún var rausn- arlegur og glæsilegur gestgjafi. Síðustu ár hafa verið Ástu erfið og annaðist Magnús Ingi mágur Petrea Ástríður Sveinsdóttir ✝ Petrea ÁstríðurSveinsdóttir fæddist í Kálfholti, Ásahreppi, þann 25. september 1926. Hún lézt á Landspítala í Fossvogi þann 6. ágúst 2010. Útförin fór fram frá Dómkirkjunni 18. ágúst 2010. minn hana dag og nótt. Það var von allra að henni mætti líða betur þegar hún fór á dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnar- firði nú í vor. Því miður varð dvölin endaslepp, aðstand- endum hennar og okkur til mikillar hryggðar. Við Benedikt og Ásta, Magnús og fjölskylda þeirra, bjuggum í sama húsi í 17 ár ásamt Sigurði tengda- föður okkar fyrstu sjö árin. Ég þakka henni alla elskusemi sem hún ávallt sýndi mér og umhyggju þá sem hún bar fyrir tengdaföður okkar. Ég sendi Magnúsi, dætrum Ástu og stjúpdætrum ásamt fjölskyld- um þeirra allra og eftirlifandi systrum Ástu og öðrum ættingjum dýpstu samúð. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Blessuð sé minning góðrar konu. Ólöf Sif. Ísafjörður Haustferð fyrir eldri borgara 20.-23. september Nánari upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776 eða gegnum netfangið emil@flugfelag.is flugfelag.is Náttúruparadísin á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.