Morgunblaðið - 02.09.2010, Side 23

Morgunblaðið - 02.09.2010, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 korn á höndina og gerði eins og afi, en hann tók bara einu sinni í nefið, hnerraði svo í korter og ætlaði sko aldrei að gera þetta aftur. Þetta var mjög góð forvörn. Veiðiferðir, já það eru til margar veiðisögur af ferðum upp í Þúfuver. Það sem krökkunum fannst skrítið var að þeir kreistu fiskana til að fjölga þeim og svo voru litlu fiskarnir bara komnir út í bílskúr stuttu seinna. Mikið var nú gaman að koma og skoða fiskana og skemmtilegast var að sjá þegar þeir átu. Þessar minn- ingar lifa með okkur þótt þú kveðjir okkur. Vertu nú blessaður, elsku afi okk- ar. Langafabörnin Alex, Þorsteinn og Sóley Gíslabörn. Í gegnum tíðina hafa oft og end- urtekið miklir erfiðleikar lagst á ís- lensku þjóðina. Öldum saman bjó hún við einangrun, þurfti að þola ofríki annarra þjóða, bjó við fátækt, fáfræði og skort á nauðsynjum. Eldgos, flóð og aðrar náttúruhamfarir hafa komið á öllum tímum og stundum leitt til landflótta. En þjóðin rétti smátt og smátt úr kútnum og úr þessu harða umhverfi komu sterkir stofnar, fólk eins og Gísli Jónsson og Svava Jóhannesdótt- ir. Þau voru bæði Skaftfellingar, ætt- uð úr Álftaveri, og ólust bæði upp við dugnað og nægjusemi. Að vera mað- ur fyrir sinn hatt, geta séð fyrir sér og sínum og skulda engum neitt voru þeirra lífsgildi. Svava var djúpvitur og fróð, hagmælt, hjálpsöm og létt í lund, snillingur í höndum og til allra verka. Gísli var að sama skapi vinnu- samur, nýtinn, iðinn og laghentur. „Það vantar nú ekki að allt getur hann lagað sem þarfnast viðgerðar hann Gísli Jónsson,“ sagði Svava ein- hvern tímann við mig, þá hafði hann lagað sláttuvél sem búið var að dæma ónýta. Það er hverjum manni gæfa að hafa kynnst fólki eins og þessum heiðurshjónum. Það varð okkar Al- berts gæfa þegar við fluttum í Mark- holtið í des. 1980, þá eignuðumst við ekki bara góða nágranna heldur líka vini. Á vináttu fjölskyldnanna hefur aldrei borið skugga, Svava og Gísli settu mark sitt á líf okkar, við erum ríkari að hafa átt þau fyrir nágranna. Hjálpsemi og umhyggja var Svövu eðlislæg, hún var „fastinn“ í Mark- holti 1, alltaf til staðar fyrir alla fjöl- skylduna og nágranna ef á þurfti að halda. Svava lést fyrir aldur fram fyr- ir 15 árum en minningin um hana lifir. Gísli var einn af þessum mönnum sem aldrei féll verk úr hendi. Bílskúrinn með verkfærunum, seiðaeldinu og öðrum hugðarefnum var hans vinnu- svæði alla tíð. Þangað var alltaf hægt að leita ef eitthvað vantaði. Þær eru ófáar ferðirnar sem skotist var yfir götuna ef vantaði rétta stærð af skrúfum, nöglum eða einhverju öðru og yfirleitt átti Gísli það sem á þurfti að halda. Hann var sívinnandi; slá garðinn, klippa trén, undirbúa fjalla- ferð, skreppa austur, stöðugt eitthvað að gera, var aldrei iðjulaus, kunni ekki að vera iðjulaus. Gísli fór síðustu ferðina sína austur í sumar, þá var hann orðinn veikur, „það er einhver slæmska í mér“ sagði hann þegar ég spurði um heilsufarið tæpum þremur vikum áður en hann dó, „það hlýtur að rjátlast af mér“. Hún hefur nú rjátlast af honum þessi slæmska. Innan skamms eigum vér öll, sem að lifum hér eftir að falla frá, blunda í bleikum hjúp bak við vort grafardjúp, upphafs og endastund eiga þar næturfund. (Valdimar Guðm.) Hann Gísli bæði lifði og dó með reisn, var maður fyrir sinn hatt og aldrei byrði á samfélaginu. Hann var umvafinn dætrum sínum og barna- börnum til hinstu stundar. Þannig er þessi fjölskylda, þau standa alltaf saman þegar á þarf að halda. „Þegar þú lítur í augun á þeim sem þú elskar þá skilurðu að enginn dauði er til“ (úr Heimsljósi). Elsku Eygló, Gulla, Tóta og öll börnin ykkar stór og smá, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá Rögnu og Albert á móti. ✝ Friðrik SigurðurGuðjónsson fædd- ist 9. júlí 1921 í Hey- dal í Mjóafirði, Norð- ur-Ísafjarðarsýslu og óx upp þar til 17 ára aldurs, en þá eign- uðust foreldrar hans bæinn Voga í Ísafirði. Foreldrar hans voru Guðjón Sæ- mundsson bóndi, ætt- aður frá Hörgshlíð, f. 14.11. 1881, d. 15.8. 1957, og Salvör María Friðriksdóttir frá Lágadal f. 3.5. 1884, d. 3.9. 1964. Al- systkini Friðriks voru Ingibjörg, f. 1920, d. 1941, og Guðbjörg Kristín, f. 1920, d. 2007, en með fyrri konu sinni, Ingibjörgu Runólfsdóttur frá Heydal, sem dó árið 1918, átti Guð- jón fimm börn, sem ekki náðu full- orðinsaldri. Friðrik kvæntist 1. febrúar 1969 Kristínu Halldórsdóttur frá Vörum í Garði, f. 22.11. 1921. Sonur þeirra er Friðrik Sigurður Friðriksson, f. 9.2. 1965, og sonur hans er Berg- steinn, f. 12.5. 1992. Dætur Kristínar og stjúpdætur Friðriks eru 1) Kristjana Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 18.2. 1944. Hennar synir eru Kristinn Ragnarsson og Ívar Jörundsson. 2) Hall- dóra Guðmunds- dóttir, f. 14.6. 1950, maki Kristján Helgi Bjartmarsson. Þeirra synir eru Bjartmar og Grétar Kristjáns- synir. Barna- barnabörnin eru fjögur. Friðrik var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum árið 1943 og stundaði búskap í félagsbúi með foreldrum sínum til ársins 1960 í Vogum. Í Reykjavík starfaði hann í yfir 30 ár sem sendibílstjóri á Sendibílastöðinni Þresti og hann var gjaldkeri í stjórn Trausta – fé- lags sendibílstjóra í yfir 20 ár. Útför Friðriks verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. september 2010, kl. 13. Fallinn er nú frá sá maður sem reynst hefur mér best, Friðrik Guð- jónsson. Hann kvæntist ömmu minni, Kristínu Halldórsdóttur, og hjá þeim hjónum hefur alltaf verið annað heimili okkar bræðranna og móður okkar. Þar lékum við okkur öllum stundum, sonur þeirra Frissi og bróðir minn Kiddi. Ég byrjaði snemma að kalla hann pabba. Því tók hann vel. Hann tók okkur Kidda sem strákunum sínum. Bestu minningar mínar um pabba eru allir veiðitúrarnir. Oft var hann einn með okkur þrjá og hefur þá gert lítið annað en leysa úr flækjum og fylgjast með okkur og lítið veitt sjálf- ur en hann hafði yndi af veiðum. Oft fékk ég að fara með pabba í vinnuna á sendibílnum. Seinna varð ég líka sendibílstjóri á sömu stöð, Þresti, og höfðum við þá nóg að tala um. Guð blessi þig. Þinn Ívar Jörundsson. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar systranna þegar við minnumst Friðriks stjúpföður okkar er dugn- aður, heiðarleiki og trygglyndi. Inn- an fjölskyldunnar kölluðum við hann gjarnan Stóra Frissa, til aðgreining- ar frá Friðrik syni hans og hálfbróð- ur okkar, sem er Litli Frissi. Það breyttist ekki, þótt sá yngri yxi hin- um eldri upp yfir höfuð. Friðrik eldri var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir hlutunum. Nokkurra vikna sumarfrí eða utanlandsferðir, um slíkt var ekki að ræða. Einhverju sinni spurðum við hann að því hvort hann mundi ekki hafa gaman af því að sjá sig um úti í heimi. Þá svaraði hann: „Hvað ætti ég að gera með það, mállaus maðurinn?“ Það var oft gaman að því hvernig hann tók til orða. Þegar önnur okkar fór með manni sínum norður til Dalvíkur í til- efni fiskidagsins mikla hafði hann orð á því, af hverju í ósköpunum fólk væri að aka alla þess leið til þess eins að borða fisk. Svo rak hann nefið upp í loftið: „Ég skil nú ekki svona lagað, en það er ekkert að marka það.“ Eins fannst honum illskiljanlegt hvað við hefðum upp úr því að ganga í marga daga uppi í óbyggðum og borga meira að segja heilmikið fyrir það. Fannst lítill tilgangur í því. Og ein- hverju sinni fórum við á tónleika er- lendis og þá spurði hann: „Til hvers, er ekki nóg af tónleikum á Íslandi?“ Það olli stundum misskilningi að syn- ir annarrar okkar, Ívar og Kristinn, sem hvorugur naut samvista við föð- ur sinn, kölluðu hann alltaf pabba. Og afmælis- og jólapakkar frá hon- um til þeirra voru ætíð áritaðir „frá pabba“. Og synir hinnar, Bjartmar og Grétar, kölluðu hann alltaf afa. Það er sorglegt til þess að hugsa, að maður, sem aldrei veitti sér neitt, en sparaði til efri áranna, missti mest- allan sparnaðinn í einu vetfangi í bankahruninu. Það tók mjög mikið á hann. Hann treysti bankastarfs- mönnum eins og öðrum. Og það er sárt að horfa upp á dugnaðarfork eins og Friðrik verða að játa sig sigr- aðan af Elli kerlingu og veikindum. Vera upp á aðra kominn. Sjálfur jarl- inn úr Vogum, eins og hann var stundum kallaður. Elsku mamma og Friðrik bróðir, missir ykkar er mestur. En þið hafið stuðning hvort af öðru. Elsku Frið- rik, hafðu þökk fyrir allt sem þú hef- ur verið okkur báðum og fjölskyldum okkar. Þínar stjúpdætur, Halldóra og Kristjana Margrét. Hann Frissi frændi er dáinn. Friðrik Sigurður Guðjónsson, móðurbróðir okkar, sem lést á Grund 28. ágúst sl., fæddist í Heydal í Mjóa- firði 9. júlí 1921. Þar ólst hann upp með systrum sínum Ingibjörgu sem var ári eldri og Guðbjörgu Kristínu ári yngri og einnig hálfsystur sinni Kristjönu, sem náði 19 ára aldri, en dó þá úr berklum. Lýsir það lífsbar- áttunni sem var hörð og óvægin en áður hafði afi okkar misst fyrri konu sína Ingibjörgu og fjögur börn einn- ig úr berklum. Árið 1941 dó síðan Ingibjörg eldri systir Friðriks og voru þær systur, hinar efnilegustu stúlkur, systkinum sínum og foreldr- um mikill harmdauði. Sautján ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum og systur að Vogum við Ísafjörð. Þar var harðbýlt og þurfti kjark og þor til að breyta jörðinni úr örreytiskoti í sæmilega bújörð, sem þeim feðgum tókst með harðfylgi. Friðrik var í Búnaðarskólanum á Hólum árin 1941-1942 og útskrifaðist þaðan búfræðingur. Þaðan kom hann með reiðhestana Hóla-Brún og Há- feta, sem við systurbörn hans höfð- um gleði af í fjölmörgum reiðtúrum en þá var helsta skemmtun okkar í sveitinni að ríða til kirkju en einnig á mannamót svo sem lautartúra og sjálfstæðismótið í Reykjanesi. Við systkinabörn Frissa, börn Guðbjarg- ar, dvöldum nefnilega langdvölum á sumrin í Vogum með afa Guðjóni og ömmu Salvöru en ekki minnst okkar stóra, sterka frænda, honum Frissa. Það var oft líf og fjör í sveitinni, Frissi var reiðmaður góður og átti alltaf góða reiðhesta og þegar hann var kominn með kaskeitið, að ég tali nú ekki um jeppann síðar, þá var sláttur á mínum. Það var líka oft tek- ið lagið og ekki vafðist nú vinnan fyr- ir neinum, sláttur, rakstur, heyinu skellt á klakk eða vagn og það síðan drifið inn í hlöðu. Með mönnum eins og Frissa hverfur þessi tími endanlega en sjóð- ur minninganna stendur eftir og ylj- ar um hjartarætur. Þegar hann brá búi árið 1960 tóku við nokkur erfið ár, hann þurfti að leggjast inn á Víf- ilsstaði en yfirvann þau veikindi á einu ári. Árið 1965 eignaðist hann soninn Friðrik Sigurð með Kristínu Hall- dórsdóttur frá Vörum í Garði, hinni ágætustu konu, og gengu þau í hjónaband árið 1969. Hún átti fyrir dæturnar Kristjönu Margréti og Halldóru og reyndust þær Frissa sem bestu dætur. Hið sama má segja um syni þeirra og fjölskyldur og hafi þau öll hjartans þökk fyrir það. Friðrik starfaði sem sendibílstjóri á Sendibílastöðinni Þresti í yfir 30 ár og eignaðist þar marga góða vini. Einnig var ætíð mikil vinátta við gamla sveitunga úr Reykjafjarðar- hreppnum og oft glatt á hjalla á Djúpmannamótum. Við systkinin, börn Guggu í Vog- um, þökkum frænda okkar sam- fylgdina öll þessi ár. Hann átti alltaf stóran sess í hjarta okkar og við minnumst daganna í Vogum, og sam- veru með honum síðar, með gleði og eftirsjá. Með Frissa frænda er genginn síð- asti ættliður okkar af þeirri kynslóð, sem lifði og starfaði við Djúp. Sá tími kemur aldrei aftur. Farðu í friði, elsku frændi, friður Guðs þig blessi. Ingibjörg Sigrún, Rósa, Ludvig Árni, María Salvör, Guðjón og Gunnar Þór. Það er dýrmætt að eiga góða granna. Ég varð málkunnug Friðriki fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan flyt ég aftur í Barmahlíðina fyrir 14 árum. Þá kynnumst við Friðrik. Hann þá kominn á áttræðisaldur. Útidyrnar okkar hverjar á móti öðr- um og plan á milli. Oft gáfum við okk- ur tíma til að spjalla um allt og ekki neitt en stundum leið tíminn þannig að við bara heilsuðumst og kvödd- umst í dagsins önn. Friðrik var með rabarbara bak við hús hjá sér og hef- ur það verið okkar sameiginlega beð þó að ég ætti ekkert í því. Alltaf mátti ég ganga í rabarbarann og nota hann eins og mig lysti. Afskipta- samur, í góðri merkingu þess orðs, fylgdist Friðrik með því sem var að gerast og skipti sér af þegar svo bar undir. Oftar en ekki fannst honum við yngra fólkið vera með gassagang sem honum mislíkaði. Flugeldar og læti sem fylgdu okkur á gamlárs- kvöld voru honum ekki að skapi. Sama átti við um froska og kínverja sem voru fylgifiskar sona minna marga daga í kringum hver áramót. Skotpallurinn var oft bílastæðið. Auðvitað gat ég skilið áhyggjur hans um að við gætum hreinlega skemmt bílana en hann gat líka vel sett sig í spor drengjanna og spennuna í kringum skotelda. Friðrik var hreinn og beinn þannig að maður vissi alltaf hvað hann vildi. Það er góður kostur. Við komumst að sam- komulagi um lætin í kringum ára- mótin. Hann sættist á athafnasemi okkar. Það var orðið að venju að við Friðrik spjölluðum saman á gaml- ársdag og færum yfir það hverju hann mætti eiga von á. Á miðnætti þegar stórfjölskyldan hafði lokið sér af við sprengingar og læti fékk ég koss á tröppunum á 37, með þökk fyrir liðið ár og góðar óskir fyrir það nýja. Þannig var Friðrik. Við nutum góðs af afskiptasemi hans. Krakk- arnir komust ekki upp með hvað sem er og lærðu að taka tillit til annarra. Friðrik var undir það síðasta orðinn lélegur líkamlega, notaðist við göngugrind en var ávallt duglegur að fara í sund, út að ganga og sinna því sem sinna þurfti. Það læra börn sem fyrir þeim er haft. Yngsti sonur minn, tíu ára, hljóp stundum til þeg- ar hann sá Friðrik koma úr búðinni á bílnum og skipti sér af honum. Krafðist þess að fá að bera innkaupa- pokann eða göngugrindina upp tröppurnar á 37. Hélt sínu til streitu þó að Friðriki þætti það óþarfi. Sam- skipti þeirra einkenndust af vænt- umþykkju og virðingu. Það er nokk- uð sem Friðrik sáði sjálfur. Sem fyrirmynd sýndi hann að það skiptir máli að vera vakandi fyrir sínu nán- asta umhverfi, hreinskiptinn, láta að sér kveða og bera virðingu fyrir öðr- um. Um mitt sumar fór Friðrik í hvíldarinnlögn. Hann hlakkaði til. Hann ætlaði að nýta dvölina til að fara í æfingar og styrkja sig líkam- lega. Auðvitað áttum við von á að hann kæmi hress til baka. En svo varð ekki. Komið er að kveðjustund. Það hafa of margir kvatt í Barmahlíðinni að undanförnu. Það verður skrítið að hitta ekki Friðrik í dagsins önn. Með góðum minningum, söknuði og þakk- læti kveð ég mætan nágranna. Elsku Kristín, Friðrik, Gréta, við í 39 vottum ykkur og öðrum ástvinum Friðriks samúð okkar. Sigurbjörg. Friðrik Sigurður Guðjónsson ✝ Ástkær eiginkona mín, INGER SIGFÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 27. ágúst. Útför hennar fer framfrá litlu kapellunni í Fossvogi mánudaginn 6. september kl. 15.00. Sigurður Jónas Jónsson. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést fimmtudaginn 5. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðjón Helgi Þorvaldsson, Hugrún Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.00. Jóhanna Hauksdóttir, Atli Jóhann Hauksson, Hafdís Ólafsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.