Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 ✝ Ágústa Jón-asdóttir Berg- mann fæddist í Reykjavík 21. mars 1922. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 25. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Jónas Þórodds- son blikksmiður, f. 15.10. 1891 á Hlemmi- skeiði á Skeiðum, d. 24.12. 1925, og Ingi- björg Guðmundsdóttir frá Tjörn í Bisk- upstungum, f. 10.1. 1898, d. 13.10 1929. Ágústa átti einn bróður, Hauk Jónasson, f. 2.5. 1924, d. 18.6. 2003. Hann var kvæntur Helgu Guð- mundsdóttur sem lifir eiginmann sinn. Ágústa giftist 17. júní 1942 Jóni Guðmundi Bergmann, fyrrv. aðal- gjaldkera. Hann fæddist á Eyrar- bakka 31.10. 1920, sonur hjónanna Andreasar S.J. Bergmann og Guð- mundu Guðmundsd. Bergmann. Systkini Jóns eru Guðrún Schneider, gift George Schneider, bæði látin, Sigrún Bergmann, gift Stefáni Hall- grímssyni, og Carl A. Bergmann, kvæntur Guðrúnu Skúladóttur. synir eru Hnikarr Örn og Björgvin Þór. b) Þorbjörg. c) Gísli. 5) Guðrún Bergmann, gift Gísla Gunnari Svein- björnssyni. Þeirra börn eru a) Ingi Örn, maki hans er Sylvía Dögg Hall- dórsdóttir. Sonur þeirra er Andreas Halldór. b) Berglind, gift Oscari An- gel Lopez, þeirra sonur er Romeo Mar. c) Birgir. Þegar Ágústa var sjö ára gömul missti hún föður sinn og móðir henn- ar lést fjórum árum síðar. Haukur var þá tekinn í fóstur af Guðrúnu móðursystur þeirra og manni henn- ar Gunnari Sigurðssyni gullsmið, en Ágústa var tekin í fóstur af Guð- mundi Breiðfjörð blikksmið og Guð- rúnu konu hans á Laufásvegi 4. Hún ólst upp við mikið ástríki fósturfor- eldra sinna og barna þeirra, Agnars og Dorotheu. Eftir barnaskóla stundaði Ágústa nám í Versl- unarskóla Íslands í tvo vetur en vann síðan verslunarstörf áður en hún gifti sig, m.a. í versluninni Pfaff. Eft- ir giftingu var hún heimavinnandi en þegar yngri börnin stálpuðust vann hún í Melissu, síðar í Gjafahús- inu. Um 1980 hóf hún störf á Þjóð- minjasafni Íslands, lengst af í minja- gripaverslun safnsins, og vann þar til starfsloka. Heimili þeirra Jóns stóð lengst á Ljósvallagötu, Háagerði 89 og Arat- úni 42, Garðabæ. Haustið 2007 fluttu þau á Grund. Útför Ágústu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 2. sept- ember 2010, og hefst athöfnin klukkan 11. Börn Ágústu og Jóns eru: 1) Andreas Berg- mann, kvæntur Guð- rúnu Gíslad. Berg- mann. Þeirra synir eru a) Jón Bragi, kvæntur Sigrúnu Helgadóttur. Þeirra börn eru Andreas, Unnur og Helgi Hrafn. b)Óttar Már kvæntur Björk Sigur- gísladóttur. Þeirra börn eru Fannar Freyr, Hekla María, Þorri Heiðar og Elvar Orri. c) Gísli Björn, kvæntur Eddu Guðrúnu Valdimarsdóttur. Þeirra dætur eru Hildur Vaka og Guðrún Nanna. 2) Ingibjörg Bergmann, gift Þorbergi Halldórssyni. Þeirra börn eru a) Birna Björk, gift Helga Kjart- ani Sigurðssyni. Þeirra börn eru Daði Freyr, Sóley Sif og Silja Dögg. b) Ágústa Ýr, gift Parker Graves O’Halloran. c) Halldór Benjamín, unnusta hans er Guðrún Ása Björns- dóttir. 3) Jónas Þór Bergmann, d. 30. júní 2008, hann var kvæntur Hel- en Hönnu Bergmann. 4) Halldór Bergmann, kvæntur Önnu Láru Kol- beins. Þeirra börn eru a) Arnar Már, kvæntur Ýri Hnikarsdóttur. Þeirra Tengdamóðir mín Ágústa lést hinn 25. ágúst sl. á Elliheimilinu Grund. Ágústa ólst upp hjá fósturforeldrum á Laufásvegi 4. Hún hafði misst for- eldra sína í frumbernsku. Faðir henn- ar var einkasonur einstæðrar móður og létust þau með fárra daga millibili og hlutu sömu gröf. Fjórum árum síð- ar lést móðirin af völdum krabba- meins. Hún bar alla ævi með sér sorg- ina yfir missi þeirra en hún lofaði líka af einlægni þá gæfu sem henni hlotn- aðist þegar hún eignaðist ástríka fóst- urforeldra og stórfjölskyldu. Það seg- ir nokkuð um samhjálp þeirra tíma að kynnin við þau voru þannig að faðir hennar hafði unnið í Breiðfjörð- sblikksmiðju, sem fósturfaðir hennar stofnaði. Sögur af heimilisbrag á Laufásveginum, miðbæjarlífinu, sum- ardvöl í Auðsholti og því sem á dag- ana dreif í uppvextinum munu lifa með okkur sem á hlýddum. Ágústa átti móðurfjölskyldu sem hélt mikla tryggð við hana og tvær vinkonur móður hennar voru miklir fjölskyldu- vinir. Mörgu af þessu góða fólki kynntist ég og varð ríkari af. Á Ljós- vallagötu 24, fjölskylduhúsinu sem Andreas tengdafaðir hennar byggði, bjuggu þau tengdaforeldrar mínir um langt árabil, síðast frá 1971 þar til þau fóru á Grund haustið 2007. Samfylgd okkar varaði rúm 46 ár. Í nokkur ár vann Ágústa fyrir okkur Andreas í verslun sem við rákum, þar vann hún af mikilli trúfesti. Svo bjuggum við í ein fimm ár í nánu sambýli, þegar þrjár fjölskyldur og fjórir ættliðir áttu heimili hver á sinni hæðinni á Ljósvallagötu. Þar stóð afi Andreas fyrir „kúkkelúri“ á kvöldin og sat þá stórfjölskyldan og skiptist á skoðun- um um íþróttir, þjóðmál, nýjar bækur eða hvaðeina sem þeim sem þátt tóku lá á hjarta, dýrmætar stundir, líka fyrir syni okkar sem nutu samvista við ömmur, afa og föðursystkini. Aldrei bar skugga á þessi nánu sam- skipti, er það mér efst í huga nú og fyllir mig einlægu þakklæti fyrir góða samfylgd og alla væntumþykju. Það er mikil gæfa í lífinu að eiga góða að og þess nutum við sannarlega á Ljósó. Ágústa tók ekki mikinn þátt í fé- lagsstarfi, þó var hún virk í starfi Kvenfélags Karlakórsins á þess fyrstu árum. Aðaláhugamál hennar fyrr og síðar var velferð fjölskyldunn- ar og það að hlúa að henni í einu og öllu og gera henni stórar veislur á tyllidögum. Þannig hygg ég að 17. júní, brúðkaupsdagur þeirra Jóns, verði fjölskyldunni ekki bara lýðveld- isdagurinn heldur líka dagur ömmu og afa. Þá hittist stórfjölskyldan alltaf á Ljósó í litlu risíbúðinni, og amma Gústa reiddi fram veislu eins og þær gerast bestar og afi Jón sá um að nóg væri til af ís og gosi fyrir smáfólkið. Þannig var það hvenær sem tilefni gafst að gera sér glaðan dag, gest- risnin einstök. Eftir að þau Jón fluttu á Ljósó 1973 varð hún sannkölluð ætt- móðir stórfjölskyldunnar. Eftir lát ömmu Mundu naut afi Andreas ríku- legrar umhyggju hennar. Fyrir mig, stelpuna frá Vestfjörðum, voru það forréttindi, að upplifa sambýlið við tengdafólkið. Ég bið Ágústu minni Guðs bless- unar og þakka allar góðar stundir. Guð vaki yfir og styrki minn kæra tengdaföður. Guðrún G. Bergmann. Amma okkar bræðranna, Ágústa, amma Gústa, ættmóðirin á Ljósvalla- götu 24 skilur eftir góðar minningar hjá okkur bræðrum og fjölskyldum okkar. Litla stúlkan sem hafði misst báða foreldra sína sjö ára gömul og var svo heppin að vera tekin í fóstur hjá Guðmundi Breiðfjörð og fjöl- skyldu varð síðar stoltur höfuðpaur stórrar Bergmannsættar. Ættar sem ólst upp á, eða í tengslum við Ljós- vallagötu 24 sem langafi Andreas byggði. Amma sinnti heimilinu og seinni árin vann hún einnig utan þess langt fram á áttræðisaldur. Þegar við tveir eldri bjuggum á Ljósvallagötu sinnti amma fyrst og fremst húsmóð- urstörfum, hún þreif húsið, bakaði pönnukökur og gerði það sem ömmur gerðu á þeim árum. Einhvern tímann þegar Óttari var tveggja ára gömlum bannað að ferðast um stigana á „Ljósó“ á tréklossum vegna húsverk- anna orðaði hann það á eftirfarandi hátt: „Amma dútta úna óna díann.“ Þetta útleggst einhvern veginn svona: „Amma Gústa er búin að bóna stig- ann.“ Amma var gestgjafi af guðs náð, ef maður rak nefið inn var hún um leið byrjuð að bjóða okkur eitthvað í gogginn, þótt maður væri vel haldinn slapp maður ekki fyrr en maður hafði þegið eitthvað. Hún taldi allt það sem hún átti til og ef maður afþakkaði allt klykkti hún út með því að segja: „Nonni, stökktu út í Björnsbakarí og kauptu þriggja-striga-laga fyrir strákana“ og þá gafst maður upp og þáði eitthvað af kræsingunum sem hún átti alltaf til heima. Amma naut þess að fá stórfjöl- skylduna í heimsókn á stórhátíðum. Þar voru 17. júní, sem var brúðkaups- dagur ömmu og afa, og jóladagur stóru dagar ársins. Þá naut hún sín innan um afkomendur og við sem eftir erum njótum góðs af því nú að hafa haldið nánum tengslum og vinskap ekki minnst fyrir tilstilli ömmu. Þá eru ótaldar allar aðrar góðar sam- verustundir með ömmu og afa sl. ára- tugi. Amma og afi voru lengi ern og hress. Þau komu t.d. barnapíur til Noregs til Jóns Braga og fjölskyldu komin á níræðisaldur, sinntu heim- ilinu og viðhaldi utanhúss. Ekki hvarflaði að frændum okkar Norð- mönnum að þar færu afi og amma heimilisföðurins, þau hlytu að vera amma og afi barnanna í „familíunni“. Nokkrum árum síðar áttu þau einnig góðar stundir í Iowa með Óttari og fjölskyldu. Afmælisdagar voru á hreinu hvar sem í heiminum barna- börn og barnabarnabörn bjuggu, um- hyggjan fyrir afkomendum var í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Við eigum góðar minningar um hana ömmu okkar. Núna er „amma dútta úna óna dí- Ágústa Jónasdóttir Bergmann ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURSVEINS GUÐMANNS BJARNASONAR, Túngötu 13, Sandgerði. Erla Sigurbjörg Sigursveinsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Guðlaugur Vignir Sigursveinsson, Rannveig Grétarsdóttir, Þóra Kristín Sigursveinsdóttir, Heimir Morthens, Jón Bjarni Sigursveinsson, Júlía Stefánsdóttir, Heimir Sigursveinsson, Aldís Búadóttir, Inga Sigursveinsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, og langalangamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Görðum við Ægissíðu, er andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt fimmtudagsins 26. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. september og hefst athöfnin kl. 13.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Þorvaldur Thoroddssen, Kristmundur Guðmundsson, Margrét Kristjánsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ottó Tynes, Hrefna Guðmundsdóttir, Helgi Agnarsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR GUÐMUNDSSON, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, aðfaranótt miðvikudagsins 1. september. Marý Marinósdóttir, Alma Birgisdóttir, Steingrímur V. Haraldsson, Marinó Flóvent Birgisson, Jóhanna Sigrún Ingimarsdóttir, Birgir Már Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 27. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Skarphéðinn Árnason, Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir, Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Pétur Örn Jónsson, Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, síðast til heimilis að, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 27. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Skarphéðinn Árnason, Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Pétur Jónsson, Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar hjartkæra vinkona og mágkona, ELSA KARLSDÓTTIR PEDERSEN, Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 29. ágúst. Útförin verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 3. september kl. 13.00. Matthildur Einarsdóttir, Helga Gísladóttir, Aðalheiður Erlendsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.