Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 9
Stórfréttir í tölvupósti Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Samkeppni um minjagrip og handverk til minningar um Jón Sigurðsson ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 51 39 6 09 /1 0 Vertu með! Skilafrestur rennur út kl. 12 á hádegi mánudaginn 20. september 17. júní s.l. var hleypt af stokkunum almennri samkeppni um minjagrip og handverk til minningar um Jón Sigurðsson. Leitað er að minjagrip sem sækir innblástur í sögu og menningararf og tengist lífi og starfi Jóns Sigurðssonar. Glæsileg verðlaun í boði Fyrstu verðlaun eru 600.000 kr. og 400.000 kr. og skiptast skv. ákvörðun dómnefndar. Keppnin er öllum opin Skilafrestur rennur út kl. 12 á hádegi mánudaginn 20. september n.k. Tillögum skal skila í lokuðu umslagi, merktu dulnefni, í Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg fyrir kl. 12 á hádegi mánudag- inn 20. september 2010. Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit eða sem ljósmyndum af fullunnum hlut. Tillögur mega einnig fylgja með á geisladiski með pdf-skjölum og/eða ljósmyndum. Dómnefnd skipa: Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Halla Helgadóttir frá Hönnunarmiðstöð Íslands Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverki og Hönnun Jóhannes Þórðarson frá Listaháskóla Íslands Björn G. Björnsson frá afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar Trúnaðarmaður er Sigrún Ólafsdóttir, sigrun.olafsdottir@for.stjr.is Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt um mánaðamótin október - nóvember og sýning á völdum innsendum tillögum fer fram á sama tíma. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.jonsigurdsson.is/samkeppnir BRIDS SKÓLINN Námskeið fyrir byrjendur hefst 27. sept. Námskeið í framhaldsflokki hefst 29. sept. • Byrjendaflokkur: 8 mánudagskvöld frá 20-23. • Framhaldsflokkur: 8 miðvikudagskvöld frá 20-23. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. • Hægt að mæta stakur/stök. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá nánar á Netinu undir bridge.is/fræðsla. Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Tré ársins 2010 var útnefnt við formlega at- höfn síðast liðinn föstudag og var það að þessu sinni álmur (Ulmus glabra) sem stend- ur við Heiðarveg 35 í Vestmannaeyjum. Útnefningu sem „tré ársins“ fær álmurinn fyrst og fremst vegna sérstöðu sinnar þegar haft er í huga hvar á landinu tréð vex, en það hefur meðal annars lifað af Heimaeyjargos og gos í Eyjafjallajökli. 6,5 metrar á hæð Magnús Gunnarsson, formaður Skógrækt- arfélags Íslands, afhenti Huldu Pétursdóttur og Sigurði Franz Þráinssyni, eigendum Heið- arvegar 35, viðurkenningarskjal af þessu til- efni. Ávörp fluttu Margrét Lilja Magnúsdóttir, varaformaður Skógræktarfélags Vest- mannaeyja, og Páley Borgþórsdóttir, fulltrúi Vestmannaeyjabæjar. Auk þess lék Lúðra- sveit Vestmannaeyja nokkur lög. Eins og venja er við útnefningu trés ársins var það mælt við þetta tækifæri og reyndist það vera 6,5 m á hæð, en meginstofnar eru sex. Skógræktarfélag Íslands velur tré ársins ár hvert og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Álmur við Heiðarveg í Eyjum „tré ársins“ Tré ársins 2010 Vinningstréð er 6,5 m að hæð með sex meginstofnum. Vinningshafar Stoltir eigendur. Samtök um vest- ræna samvinnu og alþjóðamál, Varðberg og Al- þjóðamálastofn- un Háskóla Ís- lands bjóða í dag til hádegisfundar með dr. Klaus Naumann, fyrr- verandi hers- höfðingja og formanni hermála- nefndar NATO í Norræna húsinu. Fundurinn hefst kl. 12. Dr. Naum- ann mun ræða framtíðarstefnu NATO. Dr. Klaus Naumann var skipaður yfirmaður þýska hersins í október 1991 og varð samtímis fjögurra stjörnu hershöfðingi. Hann fékk það hlutverk að end- urskipuleggja og draga saman þýska sambandsherinn, Bundes- wehr, að fella herafla fyrrverandi Austur-Þýskalands að honum og skipuleggja fyrstu friðargæslu Þjóðverja í Kambódíu, Sómalíu og Júgóslavíu fyrrverandi. Í febrúar 1996 varð hann æðsti herstjórnandi innan NATO sem formaður her- málanefndar bandalagsins. Í for- mennskutíð hans voru herstjórnir bandalagsins endurskipulagðar, unnið var að fyrstu stækkunarlotu NATO, komið á fót NATO- Rússlands-ráðinu og mótuð strateg- ísk stefna bandalagsins árið 1999. Dr. Klaus Naumann ræðir um framtíð- arstefnu NATO Klaus Naumann Nafn ljósmyndara Ljósmyndarinn sem tók myndir sem birtust í blaðinu sl. föstdag af gæfum hrafni sem gerði sig heimakominn við hús í Mosfellsdal er Ragnhildur Bender. Því miður var nafnið ekki rétt með myndunum og er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.