Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 fljótlegt og gott ÓDÝRT OG GOTT kr. kg399 Ódýrt kjötfars Frummælendur verða: • Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands • Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express • Hallbjörn Karlsson, fjárfestir Að loknum framsögum verður opið fyrir fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þátttökugjald kr. 2.000, morgunverður innifalinn. Skráning: svth@svth.is eða í síma 511 3000. Fjárfestingarstefna Framtakssjóðs Íslands Hvernig eiga lífeyrissjóðirnir að koma að uppbyggingu atvinnulífsins? SVÞ boðar til opins morgunverðarfundar fimmtudaginn 16. september kl. 8:30 í Gullteig B, Grand Hóteli Reykjavík Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, beitti áhrifum sínum innan lánanefndar bankans til að auka lán- veitingar til félaga tengdra eigend- um bankans. Þetta sagði Alexander K. Guðmundsson, fyrrverandi fjár- málastjóri bankans, í eiðsvarinni yf- irlýsingu sinni sem lögð var fyrir dómstól í New York. „Að auki varð mér ljóst að einhver utan innsta hrings Weldings í bankanum hafði mikil áhrif á þankagang hans,“ segir í yfirlýsingunni. Jafnframt segir hann að oft hafi Lárus skipt um skoðanir á málum yfir helgi, sem af- greidd höfðu verið innan bankans vikuna áður. Alexander nefnir að hann hafi talið Lárus of tengdan eig- endum bankans og að bankinn hafi undir hans stjórn lánað of mikið til tengdra aðila – Baugs, FL Group og annarra fjárfestingafélaga. Alexand- er segist hafa rætt þessar lánveit- ingar ítrekað við Lárus. Meðal þeirra skjala sem finna má á vef- svæði dómstólsins í New York er samkomulag milli Alexanders og slitastjórnarinnar, þess efnis að slitastjórnin muni ekki standa að eða höfða einkamál á hendur Alexander, í skiptum fyrir þær upplýsingar sem hann hefur veitt . thg@mbl.is Segir eigendur hafa beitt Lárus þrýstingi  Lánveitingar til tengdra aðila óeðlilegar geirs má ráða að hann hafi séð fyrir sér að sameina þær eignir sem Baugur átti ennþá, og þær sem bankinn hafði keypt af fyrirtækinu, í nýtt félag. Það gekk hins vegar ekki eftir, sem kunnugt er. Í febrúar 2009 fór Baugur í greiðslustöðvun og í næsta mánuði var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Neitar að hafa stýrt Glitni Í júní 2007 varð Jón Ásgeir stjórn- arformaður FL Group, og Pálmi Haraldsson varaformaður stjórnar. Jón hafnar því að sú breyting hafi markað endanlega valdatöku í Glitni, eins og Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, hefur orðað það. „Þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég sat ekki stjórnarfundi [innsk.: Glitnis], fundi fjárfestinga- eða áhættunefndar bankans. Al- mennt ræddi ég ekki við bankann fyrir hönd Baugs Group eða dóttur- fyrirtækja. Starfsmenn þeirra fyrir- tækja sáu um slíkt. Ég þekkti hr. Welding ágætlega, og var í aðstöðu til að senda honum tölvupóstskeyti með ábendingum um viðskiptatæki- færi. Ég stýrði hins vegar aldrei rekstri bankans,“ segir í vitnisburð- inum. Máli sínu til stuðnings bendir Jón Ásgeir á að snemma árs 2008 hafi Glitnir neitað Baugi Group um lán til að fjármagna yfirtökuna á Wo- olworths, breskri verslanakeðju. Sakar aðra um öfund Jón Ásgeir ræðir tilurð Baugs- málsins frá árinu 2005 í vitnisburði sínum. Þar segir að hann að ákær- urnar hafi átt rætur sínar í annarleg- um og pólitískum hagsmunum, og að þeim hafi verið ætlað að eyðileggja mannorð hans og Baugs. „Þar sem ég hafði áorkað meira en nokkur annar athafnamaður eða stjórnmála- maður á Íslandi voru margir, sem valdið höfðu, öfundsjúkir vegna þess árangurs sem ég hafði náð.“ Skuldir Baugs voru langt umfram eignir  Jón Ásgeir neitar því að hafa haft áhrif á rekstur Glitnis Glitnir Jón Ásgeir segir að hann hafi ekki reynt að stýra rekstri bankans, en hafi þó sent bankastjóranum tölvupóstskeyti með viðskiptahugmyndum. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Um það leyti þegar Glitnir, Kaup- þing og Landsbankinn lentu í fangi ríkisins í október 2008 námu heild- arskuldir Baugs Group 1,4 milljörð- um punda. Eignir fyrirtækisins voru hins vegar metnar á aðeins 536,5 milljónir punda. Þetta kemur fram í vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar fyrir dómstóli í Bretlandi, vegna málsóknar slitastjórnar Glitn- is á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans. Jón bendir á í vitnisburði sínum að skuldir Baugs Group hjá hinum nýríkisvæddu bönkum hafi samtals verið 1,1 millj- arður punda, en skuldir hjá öðrum bönkum en þeim hafi numið 280 milljónum punda. Eignastaða Baugs var því neikvæð um 920 milljónir punda við hrunið. Af þessu má ráða að félagið hafi verið ógjaldfært nokkru fyrir hrunið, þó svo að eigna- hlutur fyrirtækisins í Stoðum, áður FL Group, hafi höggvið stórt skarð í efnahagsreikning félagsins, en sem kunnugt er var FL Group kjölfestu- fjárfestir í Glitni, en sú eign strok- aðist vitanlega út þegar FME tók bankann yfir. Raunar hefur komið fram að skiptastjóri Baugs hyggist sýna fram á að fyrirtækið hafi verið ógjaldfært snemma á árinu 2008, ákveðnum riftunarmálum sem þrotabúið hefur höfðað til stuðnings. Project Sunrise sett af stað Jón Ásgeir segir að strax eftir hrun hafi Baugur Group sent teymi manna til Íslands til að reyna að semja við kröfuhafa fyrirtækisins, í því augnamiði að vinna úr erfiðri stöðu fyrirtækisins með því að breyta skuldum í hlutafé. Morgun- blaðið hefur greint frá því að Baugur hafi smám saman selt Iceland-versl- anakeðjuna inn í íslensku bankana á árinu 2008. Af vitnisburði Jóns Ás- Úrskurðarorð dómarans sem ákvað að fram- lengja skyldi frystingu eigna Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar um allan heim hafa verið birt á vef- svæði dómstóls- ins í New York. Dómarinn sagði meðal annars að flókið fyrirtækjanet Jóns Ásgeirs kallaði á framlengingu frystingarinnar, enda gæfi það ástæðu til að, í það minnsta, hafa fyr- irvara á því að Jón Ásgeir hefði skil- að inn tæmandi eignalista. „Vel má vera að þessi háttur hafi verið hafður á vegna ráðlegginga sérfræðinga, eins og hr. Jóhannesson hefur haldið fram. Engu að síður veldur þetta ein- staklega flókna fyrirtækjanet, sem inniheldur meðal annars félög stað- sett á Kýpur, Panama og svo fram- vegis, nokkrum áhyggjum að mínu mati,“ sagði dómarinn í úrskurð- arorðum sínum. Dómarinn sagði að rökin fyrir frystingu eigna Jóns væru meira en fullnægjandi, og vísaði þar meðal annars í íslensk dómsmál sem Jón tengist. Flókið net fyrirtækja Jón Ásgeir Jóhannesson Enski dómarinn var ómyrkur í máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.