Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. LAXÁ Á REFASVEIT Eigum laus holl eftir 19. september. Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440. Það hljóp heldur betur á snærið hjá páfagaukn- um Kókó, sem er 10 ára gamall kakadú-páfa- gaukur, þegar hann fékk Heiðdísi Hörpu í heim- sókn til sín á sýningu Dýraríkisins í Blómavali. Heiðdís Harpa, sem er 9 ára, er greinilega mikill dýravinur og kann á þeim lagið. Kókó kunni enda vel að meta klapp hennar og strokur og gerði henni verkið auðveldara með því að snúa sér eftir hreyfingum hennar. Dýravinurinn Heiðdís Harpa og Kókó Morgunblaðið/Ómar Vonast er til að hægt verði að halda áfram að dýpka Landeyjahöfn í dag eða kvöld að sögn Óttars Jónssonar, skipstjóra dýpkunarskipsins Perlu. Hætta varð vinnu við dýpkunina í gær vegna veðurs. Óttar segir að verkið muni taka um fjóra til fimm sólarhringa þegar hægt sé að vera við það. Herjólfur mun því halda áfram að sigla til Þorlákshafnar næstu daga, að því er segir í til- kynningu frá Eimskipi frá því í gær- kvöldi. Að sögn Sigurðar Áss Grétars- sonar, forstöðumanns Siglingastofn- unar, er kostnaðurinn við dýpk- unina nú um tíu milljónir króna en alls er gert ráð fyrir 25 milljónum króna í viðhaldsdýpkun hafnarinnar á ári í samgönguáætlun. Sigurður segir að gert hafi verið ráð fyrir erf- iðleikum fyrsta árið eftir opnun en þeir verði ekki til þess að farið verði fram úr kostnaðaráætlun enda hafi kostnaður við gerð Landeyjahafnar verið langt undir áætlun. „Það versta við þetta eru óþægindin fyrir Vestmannaeyinga enda er þjónustu- stigið lakara eins og ástandið er í dag,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort sífelld dýpkun- arvinna sé það sem koma skal í vet- ur segir Sigurður að ef engin hressi- leg lægð gangi yfir landið geti veturinn orðið erfiður. „Það hafa verið ríkjandi suðaustlægar áttir undanfarið sem hafa flutt efni sem kemur niður Markarfljótið vestur en hluti þess er nú fyrir framan höfnina og veldur okkur erfiðleik- um. Við þurfum brjálað veður til þess að hreinsa efnið burt.“ kjart- an@mbl.is Áfram siglt til Þorlákshafnar á meðan Landeyjahöfn er dýpkuð Morgunblaðið/RAX Aðstoð Hressilega lægð þarf til þess að hreinsa gosefni frá höfninni.  „Þurfum brjálað veður til þess að hreinsa efnið burt“ Skáksveit Salaskóla hafnaði í öðru sæti á Norðurlandamóti grunnskóla í skák. Sveitin vann Norðurlandameistaratitilinn í fyrra en réð ekki við geysi- öfluga sveit Norðmanna að þessu sinni. Strákarnir í Salaskóla sigr- uðu Dani í lokaumferðinni, 3:1, og enduðu með 11,5 vinninga. Norska sveitin fékk 19 vinn- inga. Í skáksveit Salaskóla eru Páll Snædal Andrason, Eiríkur Örn Brynjarsson, Guðmundur Kristinn Lee, Birkir Karl Sig- urðsson og Ómar Yamak. Í öðru sæti á stórmóti Fyrirkomulagið með landsdóm er fullkomlega úrelt og á ekki að vera við lýði, segir Brynjar Níelsson, hæstaréttar- lögmaður og for- maður Lög- mannafélagsins. Hann segir það koma á óvart að þingmenn hafi lagt til að kæra fyrr- verandi ráðherra til landsdóms. „Þessi gömlu lög um ráðherra- ábyrgð samræmast illa nútímasjón- armiðum um skýrleika réttarheim- ilda sem snúa að refsingum og réttindum sakborninga. Það gengur ekki að þeir sem eru ásakaðir skuli ekki njóta hefðbundinna réttinda sakborninga eins og að mál séu rannsökuð og þeir fái að koma að andmælum. Það er réttur manna áð- ur en ákvörðun er tekin um ákæru gegn þeim. Ef menn hafa brotið refsilagaákvæði ætti að sækja þá til saka fyrir almennum dómstólum,“ segir Brynjar. kjartan@mbl.is Úreltur lands- dómur Brynjar Níelsson Margrét Frí- mannsdóttir, fyrrverandi for- maður þingflokks Samfylking- arinnar, segir frá- leitt að leggja það til að sækja fjóra fyrrverandi ráð- herra til saka fyr- ir landsdómi. „Ég hef kynnt mér mannréttindasáttmála Evrópu og meðferð sakamála og ég sé ekkert sem styður það að þingnefnd geti lagt fram ákærur á hendur ein- staklingum. Það er fráleitt,“ segir Margrét. Hver maður sem sé ákærður eigi rétt á ákveðinni máls- meðferð. „Ég trúi því að réttarríkið eigi að tryggja hagsmuni sakborn- inga. Í þessu máli er það á engan hátt tryggt. Lögin um landsdóm eru úrelt gagnvart mannréttinda- sjónarmiðum og geta ekki gilt,“ seg- ir Margrét. kjartan@mbl.is Fráleitar tillögur Margrét Frímannsdóttir Mikil leit var gerð að gangnamanni á Skaga, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, í gærkvöldi. Kallað var eftir aðstoð björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar og var hans leitað á fjórhjólum og með leitar- hundum. Mannsins var leitað frá því í gærmorgun en hann skilaði sér til byggða sjálfur í kringum 22:00 í gærkvöldi. Kom hann gangandi niður að bænum Ketu á Skaga og var hann ómeiddur en nokkuð hrakinn og kaldur eftir langa göngu í slæmu veðri. Rigning var á svæðinu og þokusuddi. Talið er að hann hafi gengið um tuttugu kíló- metra. Maðurinn var við fjárleitir þegar hann missti frá sér hestinn þannig að hann þurfti að fara á eftir hon- um. Um klukkan 10 náðist sam- band við hann í talstöð og hafði hann þá náð hesti sínum og var sagt að hitta félaga sína í Kamba- dal. Spurðist síðan ekki til hans þar til hann kom sjálfur gangandi til byggða. Mikil leit gerð að gangnamanni Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-GNA Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út við leitina.  Skilaði sér sjálfur til byggða gangandi Bilun í háspennu- búnaði Norðuráls olli skammhlaupi í rafmagnsflutn- ingskerfi Lands- nets fimmtudags- morguninn 9. september að því er segir í frétta- tilkynningu frá Landsneti. Var þetta önnur bilunin sem kom upp í flutningskerfinu á rúmri viku og var hún sambærileg við þá fyrri. Olli hún fyrirvaralausu skammhlaupi í raforkukerfinu og varð vart við skammhlaupið um mest land örstutta stund en ekkert straumleysi varð hjá almennum not- endum. Töluverðar spennusveiflur urðu þó á Norður- og Austurlandi. Í fréttatilkynningunni segir að varnarbúnaður hafi brugðist við með eðlilegum hætti og hafi aftengt ál- verið frá raforkukerfinu þegar bil- unin varð. Landsnet hafi þegar grip- ið til bráðabirgðaráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkar truflanir endurtaki sig og jafnframt sé var- anlegra lausna leitað. kjartan@mbl.is Háspennu- búnaður bilaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.