Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 ✝ Ingvi Einar Guð-mundsson fædd- ist í Skálmardal í Austur-Barðastrand- arsýslu 23. desember 1926. Hann lést á heimili sínu 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Jóhanns- dóttir og Guð- mundur Einarsson. Ingvi átti þrjá bræð- ur sem allir eru látn- ir. Árið 1954 kvæntist Ingvi Einar Halldóru G. Jafets- dóttur, f. 1933, foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir og Jafet Egill Sigurðsson. Ingvi og Halldóra eignuðust fimm börn. Þau eru Sigríður Guðný, f. 1953, gift David L. Walters, þeirra synir eru G. Bragi, Aaron N. og Gabríel L. Einar, f. 1955, kvæntur Guðríði Sig- urðardóttur, þeirra börn eru Hildur, Heiða, Harpa og Sig- urður Daníel. Jafet Egill, f. 1957, kvænt- ur Hrönn Péturs- dóttur, þeirra börn eru Hrund og Egill. Baldur, f. 1960, ókvæntur. Inga Dóra, f. 1964, gift Gunnari Þór Hall- dórssyni, þeirra börn eru Nína Rún og Baldur Mikael, börn Ingu Dóru frá fyrra hjónabandi eru Dóra Björg og Ingvi Einar. Barna- barnabörnin eru sjö. Ingvi Einar verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 13. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Hann elsku pabbi er farinn frá okkur; hefur kvatt þetta jarðlíf. Það er skrítið til þess að hugsa þar sem nærvera hans er svo sterk ennþá. Eflaust mun líða góður tími þar til við fjölskyldan áttum okkur á því að hann er ekki lengur hér hjá okkur. Pabbi var yndislegur maður sem var alltaf til staðar fyrir okkur börnin sín hvort heldur að hann hjálpaði til við húsbyggingar eða að passa barnabörnin með mömmu. Hann var einnig mjög liðtækur sem „skutlari“ hingað og þangað eftir þörfum. Alltaf var hann boðinn og búinn og mjög svo ósérhlífinn í alla staði. Við andlátið var hann umvafinn fjölskyldu sinni og er það huggun fyrir okkur sem eftir stöndum að hafa fengið að upplifa sál hans einfaldlega svífa fallega á braut; engin átök, einungis frið- sæld. Elsku pabbi, við sjáumst síðar og hafðu þökk fyrir allt og allt. Kveðja, Inga Dóra Ingvadóttir. Elsku Ingvi, nú er baráttu veik- inda lokið og er ég þess fullviss að þér líður vel á nýjum stað þar sem vel er tekið á móti þér. Þú varst mikill fjölskyldumaður og hvergi leið þér betur en í hópnum þínum en það kallaðir þú þína nánustu fjölskyldu. Þar hefur nú stórt skarð myndast og þín sárt saknað. Ég kom inn í fjölskyldu ykkar Dóru fyrir 36 árum og þið hjónin tókuð mér sem ykkar eigin dóttur. Í minningu okkar lifa ófáar góðar stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina, betri tengdaföður hefði ég ekki getað hugsað mér. Barnabörnin og barnabarnabörnin þín hændust mjög að þér enda varst þú ein- stakt ljúfmenni og sérstaklega sporléttur þegar kom að börn- unum sem dvöldu ófáar stundir hjá ykkur Dóru. Þú varst góður afi og fylgdist vel með því sem barnabörnin þín tóku sér fyrir hendur. Ég, Jaffi og börnin okkar Hrund og Egill nutum góðra stunda í þeim utanlandsferðum sem við fórum með ykkur Dóru í og geymum við þær minningar hjá okkur, þær munu ylja okkur um ókomin ár. Það má segja að nærfjölskyldan og ferðalög hafi verið þín áhugamál. Þú hafðir líka gaman af að syngja og kom það best í ljós þegar þú varst að byggja heimilin fyrir fjölskyld- una, þá naustu þín við smíðar og söng svo mátti heyra í næsta ná- grenni. Þegar börnin fóru að byggja sín heimili varst þú aldrei langt und- an með hamarinn enda afbragðs húsasmiður. Þú varst ekki maður sem hallmæltir öðrum. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálamönnum og hafðir gaman af að ræða þau málefni. Elsku Ingvi það voru forréttindi að fá að kynnast þér, ég trúi því að þér líði vel í dag. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Hrönn. Elsku afi. Það er erfitt að koma orðum að því hvernig mér líður. Ég sakna þín svo ótrúlega mikið og trúi varla ennþá að þú sért búinn að kveðja okkur en þinn tími var víst kominn. Þú varst svo innilega þakklátur fyrir hvað lífið gaf þér. Þér fannst þú ríkasti maður í heimi að eiga alla þessa afkom- endur. Ég hef alltaf verið náin ykkur ömmu og verið mikið hjá ykkur í gegnum tíðina, nánast litið á ykk- ur sem mína aðra foreldra. Þú hafðir yndi af því að ferðast út fyrir landsteinana á síðari árum og var ég svo heppin að fá að njóta tveggja utanlandsferða með ykkur. Fyrir þessi tækifæri er ég þakklát enda voru ferðirnar alveg frábærar. Ég man vel eftir söngröddinni þinni en þú áttir það til að raula með óperum í útvarpinu eða koma með heilu aríurnar upp úr þurru. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér. Þú varst svo góður og hjartahlýr enda vildirðu allt fyrir mann gera. Alltaf varstu tilbúinn að skutlast með mann hingað og þangað og bíllinn heldur betur vel upphitaður þannig að okkur krökkunum yrði ekki kalt. Þor- láksmessukvöldin eru mér mjög minnisstæð. Þá áttir þú afmæli og frá því að ég man eftir mér hittist fjölskyldan alltaf og átti saman góðar stundir þar sem kunnugleg- ur ilmur fyllti loftið. Það verður ekki eins án þín. Þær virðast endalausar minn- ingarnar sem hrannast upp þegar í hugsa til þín. Mér þykir svo ótrú- lega vænt um að þú hafir getað notið útskriftardagsins með mér í sumar þrátt fyrir að heilsan hafi verið farin að segja til sín. Þetta var virkilega góð kvöldstund sem ég mun aldrei gleyma. Þín verður sárt saknað, elsku afi minn. Þú veist að við fjölskyld- an munum hugsa vel um ömmu og gefa henni þann styrk sem hún þarfnast til að halda áfram með lífið án þín við hlið sér. Þú verður alltaf nálægt í hjörtum okkar og huga. Dóra Björg. Elsku afi minn, ég kveð þig með trega en veit að þér líður betur núna. Þú ert besti afi og hefur alltaf verið. Ég hef alltaf verið mikið hjá þér og ömmu og ekki síst þegar ég var lítil stelpa þá fékk oft að gista hjá ykkur. Ég naut þess í hvert skipti sem ég kom til ykkar, alltaf kaffi og með því. Þú kenndir mér að drekka kaffi þegar ég var um fimm ára gömul, ég gleymi því aldrei; alltaf helmingur sykur, mjólk og örlítið kaffi í málið, ég hef drukkið kaffi meira og minna síðan en nota engan sykur í dag. Það var alltaf best að koma í heimsókn og fá klór á bakið, þú varst sérfræðingur í því. Þú varst alltaf svo góður og allir elskuðu návist þína, það er tóm- legt án þín. Ég mun alltaf sakna þín elsku afi minn. Ég veit að við hittumst aftur síð- ar. Þín Hrund. Látinn er heiðursmaðurinn Ingvi Einar Guðmundsson en hann var faðir vinar míns Baldurs. Hann lærði húsasmíðar og starf- aði við þá iðngrein mestan hluta starfsferils síns. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur varðandi smíðar, allt lék í hendi hans. Ingvi starfaði sem smiður á smíðaverkstæðinu í Þjóð- leikhúsinu í 18 ár og starfaði eftir það sem fangavörður á Skóla- vörðustíg 9. Með þessari föstu vinnu rak Ingvi um allmörg ár hænsnabú þar sem nú er virðulegt íbúðarhverfi í Hafnarfirði. Ingvi og Halldóra (Dóra) kona hans bjuggu alla sína hjúskapartíð í Hafnarfirði og eignuðust þau fimm börn. Dóra starfaði sem dag- mamma og eru það ófá börn í Hafnarfirði sem voru hjá Ingva og Dóru í pössun og ætli sum hver séu ekki komin vel á fertugsald- urinn. Ingvi var sístarfandi. Þegar hann var ekki á vakt á Skólavörðu- stígnum var hann að passa með Dóru, eða sinna smíðaverkum hér og þar. Þau hjónin ferðuðust um heim- inn; Spánn var vinsæll. Ég fór með þeim og Baldri í eina ferð og fór- um við að heimsækja Sigríði, dótt- ur þeirra, og hennar fjölskyldu í Ástralíu. Þetta er mjög minnis- stæð ferð þó að 22 ár séu liðin. Við Baldur fórum sem „túlkar og leið- sögumenn“ en Ingvi talaði ekki ensku en Dóra gat bjargað sér ef í harðbakkann sló. Í Sydney í Ástr- alíu gistum við í illræmdu glæpa- og gleðihverfi en þar vorum við sett niður fyrir þekkingarleysi ferðaskrifstofunnar hér heima. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur af flugvellinum á hótelið sagði að í þetta hverfi ættu túristar ekki að koma og alls ekki eftir myrkur. Við Baldur læddumst með veggj- um til að skjóta okkur á pitsustað en komumst að því seinna að gömlu hjónin fóru í labbitúr um kvöldið og fengu sér að borða og voru ekkert að láta okkur „leið- sögumennina“ vita. Síðan var hald- ið til Brisbane þar sem elsta dóttir þeirra hjóna býr ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Þar var dvalið í rúmar fjórar vikur í góðu yfirlæti og flakkað um nágrennið. Ingvi hafði einnig gaman af að ferðast innanlands og sérstaklega þótti honum gaman að fara vestur á Barðaströnd og tína ber. Verið var í nokkra daga og tínt í allar fötur sem til voru og síðan var sultað og saftað og að sjálfsögðu úr aðalblá- berjum. Ingvi var af þeirri kynslóð sem var sístarfandi; ef ekki fyrir sig þá fyrir aðra. Hann vildi vera sjálf- stæður og ekki upp á aðra kominn. Hann var hinn mesti ljúflingur sem hafði gaman af því að gantast. Ef maður rak inn nefið þá var tek- ið höfðinglega á móti manni og var Ingvi hrókur alls fagnaðar. Þegar aldurinn færðist yfir fór heilsunni hjá Ingva að hraka smátt og smátt og þrekið að minnka; stundum farið áfram á seiglunni. Ingvi var lagður á sjúkrahús í sumar vegna veikinda en var bú- inn að vera heima í tæpan hálfan mánuð þegar hann lést hinn 4. september sl. Mér þykir það leitt að geta ekki fylgt þér í þína síðustu ferð því að ég verð að heiman. Um leið og ég kveð þig, Ingvi, þá sendi ég að- standendum og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Sigurbjörn og fjölskylda. Ingvi Einar Guðmundsson ✝ Sigurður Rings-ted Ingimund- arson fæddist í Ólafs- firði 2.5. 1912, hann andaðist á dval- arheimilinu Horn- brekku á Ólafsfirði 5. 9. sl. Sigurður var sonur hjónanna Ingimundar G. Jónssonar, f. 21.4. 1875, d. 1966, og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, f. 2.4. 1880, d. 1934. Hann ólst upp á Kvíabekk hjá fóstur- foreldrum sínum þeim Guðlaugu R. Kristjánsdóttur, f. 20.9.1866, d. 1957 og Rögnvaldi K. Rögnvalds- syni f. 18.7. 1858, d. 1950. Sigurður átti átta systkini sem öll eru látin, þau voru Ingibjörg f. 8.11. 1901, d. 1957, Ólöf, f. 9.9. 1903, d. 1906, Jakob, f. 21.7. 1905, d. 1988, Ólöf, f. 28.9. 1907, d. 2000, Gísli, f. 2.12. 1909, d. 1993, Sigríður, f. 16.10. 1913 d. 2009, Halldóra, f. 3.11. 1914, d. 2009, og Þorvaldur, f. 15.1. 1918, d. 1974. Sigurður kvæntist Sumarrós Sig- urðardóttur, f. 5.12. 1918, d. 28.5 2007. Foreldrar hennar voru Þór- unn Jónsdóttir, f. 14.12. 1890, d. 1975, og Sigurður Gunnlaugur Jó- hannesson, f. 11.9. 1891, d. 1982. Sigurður og Sumarrós eignuðust átta börn. 1) Sólveig, f. 28.5. 1943, gift Matthíasi Ásgeirssyni, f. 14.4. 1938. 2) Bjarki, f. 6.5. 1944, hans kona er Elín Haraldsdóttir, f. 26.3. 1950. 3) Þráinn, f. 13.11. 1945, kvæntur Dröfn Gísladóttur, f. 28.3. 1946. 4) Lísbet, f. 15.11. 1948, sam- býlismaður hennar er Leó Sveins- son, f. 22.8. 1942. 5) Rögnvaldur K., f. 8.11. 1950, kvæntur Margréti Kjartansdóttur, f. 19.10. 1964. 6) Sigurður, f. 15. 1. 1952, kvæntur Hólmfríði Dóru Kristjánsdóttur, f. 29. 8. 1965. 7) Rík- harður Hólm, f. 19.5. 1954. 8) Hjörtur, f. 19.10. 1956, kvæntur Eygló Birgisdóttur, f. 3.1. 1964. Fyrir átti Sum- arrós 3 börn þau eru: Kristinn H. Gíslason, f. 19.11. 1936, kvænt- ur Sigríði Vilhjálms, f. 9.9. 1943. Halla Gísladóttir, f. 27.10. 1938, gift Guðlaugi Eyjólfssyni, f. 23.10. 1933, og Björk Gísla- dóttir, f. 5.6. 1941, eiginmaður hennar er Kristinn Traustason, f. 14.5. 1936. Afkomendur Sigurðar eru í dag orðnir 69. Sigurður starfaði alla tíð sjálf- stætt, ýmist sem vörubílstjóri eða sérleyfishafi með rútur. Sigurður var fyrstur til að fara á bifreið yfir Lágheiði árið 1934. Á þeim árum voru engar vegasamgöngur við Ólafsfjörð og barðist hann fyrir því að Ólafsfjörður kæmist í vega- samband. Sigurður barðst einnig mikið fyrir lagningu Múlavegar ásamt fleiri heimamönnum. Hann hélt uppi samgöngum milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar til margra ára og rak einnig steypustöð á Ólafsfirði um árabil. Sigurður var alla tíð virkur í félagsmálum og var lengi í forsvari fyrir Bygging- arfélag verkamanna og mikill al- þýðuflokksmaður. Sitt fyrsta heimili áttu Sigurður og Sumarrós á Siglufirði en eftir tveggja ára dvöl þar fluttust þau til Ólafsfjarðar. Þau bjuggu lengst af á Brekkugötu 21. Útför Sigurðar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju 13. september 2010 og hefst athöfnin kl 14. Jarð- sett verður á Kvíabekk. Í dag fylgi ég tengdaföður mínum Sigurði Ringsted til hinstu hvílu. Ég kom inn í fjölskylduna 1967 svo árin eru orðin mörg og margs að minnast. Sigurður var giftur Sum- arrós Sigurðardóttur og eignuðust þau átta börn saman auk þess sem Rósa átti þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. Sigurður var yngstur barna hjónanna Ingimundar og Guðrúnar; börnin voru mörg og fátækt mikil. Nokkurra vikna gömlum var honum komið í fóstur til Guðlaugar á Kvía- bekk er foreldrar hans fóru til að afla fjár í vinnu á Siglufirði. Þegar þau sneru aftur heim var örbirgðin enn svo mikil að úr varð að drengurinn varð áfram á Kvíabekk. Þar ólst Sig- urður upp við ástríki Guðlaugar og dætra hennar, Petru og Stínu, sem allar sáu vel um hann í uppvextinum. Sigurður var 23 ára er hann fór frá Kvíabekk og leit alltaf á þann stað sem heimili sitt. Sigurður var á margan hátt óvenjulegur maður, dagfarsprúður og yfirlætislaus; við hann var gott að lynda og hann hafði mikla útgeislun og hlýju að gefa. Það var alltaf laust hné þó að barnabörnin væru mörg enda sóttu þau mikið í hann. Sigurður var krati af lífi og sál og fjórða hvert ár, fyrir kosningar, sá maður hann skipta mjög skapi. Fór hann þá oft hamförum og mætti Jón Baldvin þakka fyrir ef hann hefði verið eins mikill krati og Sigurður var. Sigurður var mikill framfara- sinni og í litla bænum Ólafsfirði, þar sem Lágheiði var aðeins opin þrjá og í mesta lagi fjóra mánuði á ári, var einangrun mikil. Sem dæmi um elju Sigurðar má nefna að í júní árið 1934 neitaði Vegagerðin að opna Lág- heiði; þá tók hann sig til og hand- mokaði heiðina ásamt fleiri karl- mönnum á sjö dögum. Sigurður hóf malarvinnslu heima í Ólafsfirði við erfiðar aðstæður og peningaleysi. Hélt hann uppi ferðum á rútu milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á sumr- in ásamt því að gera út vörubíl sem mörgum þótti ógerningur á þeim tíma. En Sigurður átti sér annan stóran draum og það var vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla er margir töldu fráleita hugmgynd. Fyrir henni barðist hann með kjafti og klóm og gafst aldrei upp fyrr en því verki var lokið. Aðdragandinn var langur og verkið mjög erfitt. Múlavegurinn var ótrúleg samgöngubót á sínum tíma og rauf þá einangrun sem Ólafsfjörð- ur var í. Er þau hjón tóku að reskjast fluttu þau til Akureyrar, Rósa var þá kom- in með liðagigt á háu stigi og Sig- urður farinn að missa mjög sjón. Er Rósa lést fluttist Sigurður á dvalar- heimilið Hornbrekku í Ólafsfirði. Þar leið honum vel við umönnun af- bragðs starfsfólks. Á tímabili dvöldu þar saman systkinin Sigurður, Sigga og Dóra, auk Petru, uppeldissystur Sigurðar, sem allar eru nú látnar. Sigurður lést 5. september eftir mikið og sárt dauðastríð við manninn með ljáinn er hafði betur enda ekki orðið af miklu að taka. Sigurður var 98 ára og fór með reisn. Hann hafði ákveðið að láta jarðsetja sig á Kvía- bekk og nú er hann kominn heim aft- ur. Guð veri með þér, Siggi minn. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elín H. Haraldsdóttir. Sigurður Ringsted Ingimundarson Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.