Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra afhjúpaði sig með óvenjulega afgerandi hætti í sam- tali við fréttamenn síðdegis á laug- ardag. Hún gaf kost á stuttu viðtali eftir útbýtingu á skýrslu þing- mannanefndar og tillagna til þings- ályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum frá nokkrum þing- manna úr nefndinni.     Jóhanna varspurð að því hvort hún héldi að tillögurnar sem fyrir lægju myndu að ein- hverju leyti róa almenning.     Spurningin varút af fyrir sig sérkennileg, en svarið miklu verra: „Ég vona það, til þess var þetta nú sett á laggirnar.“     Forsætisráðherra upplýsti þannigað tilgangurinn með málshöfð- uninni væri sá að „róa almenning“. Ráðherrarnir fyrrverandi yrðu þess vegna að mati forsætisráð- herra ekki sóttir til saka vegna þess að þeir hefðu brotið lög, heldur vegna pólitísks mats á óróleika meðal almennings.     Og þetta er því miður ekki einavísbendingin um að forystu- menn Samfylkingarinnar líti á málshöfðunina sem pólískt útspil og þar með að réttarhöldin eigi að verða pólitísk fallist Alþingi á ákæru.     Það er hins vegar örugglega ekkirétt mat hjá forsætisráðherra að almenningur vilji láta fara í sakamál án þess að fyrir því sé traustur lagalegur grundvöllur. Ekkert bendir til þess að þjóðin vilji losa sig við réttarríkið og láta stjórna landinu með pólitískum duttlungum eða pólitískum réttar- höldum. Jóhanna Sigurðardóttir Tilgangurinn afhjúpaður Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 rigning Akureyri 12 rigning Egilsstaðir 13 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 12 skýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 súld Lúxemborg 13 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 16 skýjað London 20 léttskýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva 15 skýjað Algarve 27 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 17 skúrir New York 18 alskýjað Chicago 22 heiðskírt Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:46 20:03 ÍSAFJÖRÐUR 6:47 20:11 SIGLUFJÖRÐUR 6:30 19:54 DJÚPIVOGUR 6:14 19:33 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er gott að fá makrílinn inn en ekki má gleyma áföllum sem hafa orðið í öðrum tegundum. Við erum að fara inn í þriðja sýkingarárið í ís- lensku síldinni og höfum ekki fengið loðnuvertíð í nokkur ár,“ segir Að- alsteinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Skinney-Þinganes er að mestu búin með makrílkvótann og reynir að treina það sem eftir er til að nýta sem meðafla við veiðar á norsk-íslensku síldinni. Aðalsteinn segir að meira svigrúm þurfi að vera í stjórnun veið- anna til að fyrirtækin geti gert sem mest verðmæti úr aflanum. Hráefnið fer í gegnum fiskvinnsluna en hluti þess þarf alltaf að fara í bræðslu. Fiskimjölsverksmiðjan er gangsett annað slagið til að bræða afskurð og annað hráefni sem ekki nýtist við manneldisvinnsluna. „Fiskimjöl og lýsi eru líka verðmætar afurðir, ekki má gleyma því,“ segir Aðalsteinn. Ásgeir Gunnarsson útgerð- arstjóri segir að töluvert meira sé af makríl núna við landið en menn hafi talið en aftur á móti minna af norsk- íslenskri síld. Skipin eru í vandræð- um að sækja í hreina síld, þau sækja langt og þurfa stundum að fara af veiðisvæðum vegna þess að makríll er of stór hluti aflans. Skinney-Þinganes er vel útbúið til síldar- og makrílvinnslu og hefur vinnslan gengið vel í sumar. Makríll- inn kemur sér vel fyrir íbúana, eins og víðar í sjávarbyggðum og eykur atvinnutekjur. Fjölþætt starfsemi Skinney-Þinganes er með fjöl- breytta útgerð og vinnslu. „Það er stutt á miðin og alltaf einhver vertíð í gangi hjá okkur,“ segir Aðalsteinn. „Það eru sveiflur í öllum þessum greinum og við dreifum áhættunni með því að vera á mörgum sviðum.“ Auk vinnslu og bræðslu á öllum tegundum uppsjávarfisks er fyr- irtækið öflugt í humri og saltfiski. „Vertíðirnar sköruðust lítið, þar til fyrir nokkrum árum að við fórum að vinna norsk-íslensku síldina í miklum mæli og síðan bættist makríllinn við,“ segir Aðalsteinn. Óvissan er slæm „Óvissan hefur slæm áhrif,“ seg- ir Ásgeir þegar talið berst að stöð- unni almennt í sjávarútvegi. „Það fer öll orkan í að fylgjast með um- ræðunni og reyna að átta sig á stöð- unni frá degi til dags. Á meðan verið er að ræða um innköllun fjárfestir enginn í greininni, endurnýjun stöðv- ast og það hefur einnig áhrif á fyr- irtæki sem þjónusta útgerðina.“ Ás- geir nefnir sem dæmi að þessi spurning komi upp í hvert skipti sem hugað er að endurnýjun veiðarfæra. Aðalsteinn segir að þótt starfs- hópur um endurskoðun fisk- veiðilöggjafarinnar leggi til að farin verði svonefnd samningaleið hafi óvissunni ekki verið eytt. Ráðherra og ríkisstjórn eigi eftir að koma með sínar tillögur. Skinney-Þinganes hefur fjárfest mikið í útgerðinni og er búin að end- urnýja meginhluta fiskiskipa sinna. „Við erum ánægðir með að vera bún- ir að því. Ef hins vegar einhver út- færsla af fyrningarleið verður farin og aflaheimildir boðnar á markaði verða stór skref stigin aftur á bak. Þá verður best að vera með sem ódýrust skip til að geta notað pen- ingana til að bjóða sem mest í afla- heimildirnar. Slík öfugþróun hefur áhrif á vinnuaðstöðu sjómanna og dregur úr gæðum hráefnisins. Það er erfitt að gera áætlanir til framtíðar við þessar aðstæður,“ segir Aðal- steinn Ingólfsson. Alltaf einhver vertíð í gangi  Makríllinn bætir upp áföll í öðrum tegundum hjá Skinney-Þinganesi  Stjórn- endur segja að óvissan um sjávarútvegsstefnuna hafi slæm áhrif og hindri framþróun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stjórnendur Ásgeir Gunnarsson og Aðalsteinn Ingólfsson segja óvissu í rekstrarumhverfi slæma. Öll orkan fari í að fylgjast með umræðunni. Humarvertíðin í ár er heldur lak- ari en undanfarin þrjú ár sem raunar voru mjög góð. „Vertíðin fór vel af stað en upp úr sjó- mannadegi byrjaði að draga úr afla,“ segir Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri hjá Skinney- Þinganesi á Hornafirði. Ásgeir segir að sjómenn og vísindamenn séu nokkuð sam- mála um að humarstofninn sé sterkur. Það séu hins vegar ein- hverjar aðstæður í sjónum sem valdi því að humarinn dragi sig inn í holurnar í sumum djúp- anna. „Hann heldur áfram að vaxa og við fáum stóran humar þegar við komust aftur á þessi svæði,“ segir Ásgeir. Humarinn selst jafnóðum. Verðið lækkaði í erlendri mynt eftir bankahrun en hefur síðan verið að hækka smám saman. Vertíðinni er ekki lokið og Ás- geir segir að haldið verði áfram, fram eftir hausti, á meðan hag- kvæmt er að veiða humar. helgi@mbl.is Dregið hefur úr humarafla HUMARVERTÍÐIN Ljósmynd/Hlynur Pálmason Makrílvinnsla Makrílfrystingin hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði er tæknivædd og ekki þarf mikinn mannskap til að halda henni gangandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.