Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Ætli þessi ljóð séu ekki tilraun mín til að sjá heiminn í eins skemmti- legu ljósi og ég get,“ seg- ir Sverrir Norland um nýútkomna ljóðabók sína Með mínum grænu aug- um sem Nykur gefur út. Bókin var BA-verkefni Sverris í ritlistarnámi við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar ljóðskálds. Bókin er jafnframt fyrsta útgefna bók ritlistarnema við Háskólann. „Mér finnst erfitt að lýsa ljóðunum mínum, text- inn talar fyrir sig og þau fjalla um allt milli himins og jarðar. Ljóðin eru bæði rímuð og stuðluð og þarna eru myndasöguljóð, sem ég hef áhuga á að gera meira af, og líka stuttar sögur,“ segir Sverrir sem auk þess að hafa lokið BA-námi í ritlist er með BA-gráðu í lögfræði, en viðurkennir reyndar fús- lega að ritstörfin hugnist honum betur. Ljóðlist er meitluð hugsun Um íslenska nútímaljóðagerð segir Sverrir: „Það er margt gott í íslenskri ljóðlist en í hugum almennings er ímynd hennar ekki nógu góð, hún er talin tilgerðarleg og uppstríluð og sagt er að hún sé ekki um neitt, bara stælar. Ljóðlist má vissulega vera djúp og á að hræra við fólki, en hún má líka vera skemmtileg. Í mínum huga er ljóðlist meitluð hugsun sett í skýran og skemmtilegan búning, sem allir geta haft gaman af. Þess vegna skil ég ekki af hverju fólk er ekki sílesandi ljóð alla daga. Eitt ljóð í bókinni minni heitir Aukin ljóða- lestur í Reykjavík. Í því ljóði leggst öll vinna niður í borginni vegna þess að allir loka sig af og sökkva sér niður í ljóðalestur. Þegar allir eru búnir að lesa breytist heimurinn aðeins til hins betra. Hug- myndin er fyndin vegna þess hversu fjar- stæðukennd hún er, þó satt best að segja finnist mér stundum enn fáránlegra að þetta skuli ekki gerast reglulega.“ Í bókinni er einnig að finna þýðingar á ljóðum eftir Robert Bolaño, Richard Brautigan, Charles Bukowski, Wislöwu Szymborska, Allen Ginsberg, Paul Éluard, Langston Hughes og Carl Sandburg. „Mér finnst gaman að þýða,“ segir Sverrir, „á litlu málsvæði eins og okkar finnst mér að skáld eigi að víkka út bókmenntirnar. Svo er náttúrlega synd og skömm hvað það kemur út lítið af almennileg- um þýðingum og mikið af reyfaraþýðingum.“ Til London í meistaranám Með mínum grænum augum er önnur ljóðabók Sverris. Hann hefur áður gefið út ljóðabókina Suss! Andagyðjan sefur og hljómplötuna Sverrir Norland. Hann mun innan skamms halda til Lond- on í meistaranám í ritlist og segist ætla nýta þann tíma vel til skrifta. Ljóðabók hans fæst í helstu bókabúðum höf- uðborgarsvæðisins en einnig má panta hana á snorland@gmail.com eða nykurforlag.@gmail. com. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Norland „Í mínum huga er ljóðlist meitluð hugsun sett í skýran og skemmtilegan búning, sem allir geta haft gaman af. Þess vegna skil ég ekki af hverju fólk er ekki sílesandi ljóð alla daga.“ Sverrir var að gefa út bókina Með mínum grænu augum, fyrstu útgefna bók ritlistarnema við Háskólann. Tilraun til að skoða heim- inn í skemmtilegu ljósi  Ljóðabók eftir Sverri Norland  Bókin var BA-verkefni hans í ritlistarnámi „Erlingur minn, hvað ertu nú að gera?“ Svo er nefnd sýning á verkum Erlings Jónssonar mynd- höggvara sem frú Vigdís Finn- bogadóttir opnar í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar næstkomandi fimmtudagskvöld og er opin laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 út nóvembermánuð. Sunnudaginn 19. september klukkan 15 mun Er- lingur veita leiðsögn um sýn- inguna í safninu. Erlingur Jónsson var vinur Sigurjóns og aðstoð- armaður hans um áraraðir, en hef- ur síðastliðna þrjá áratugi búið í Noregi. Með þessari hversdags- legu setningu, sem Erlingur valdi sem heiti á sýninguna, er lýst ein- stöku sambandi og vináttu milli þessara tveggja listamanna. Eng- um hefur verið betur treyst til að endurgera eða stækka verk Sig- urjóns og í viðtali sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur á við Er- ling og birt er í sýningarskrá er fjallað um þennan þátt í ævistarfi Erlings. Erlingur Jónsson er fæddur 30. mars 1930 í Móakoti á Vatnsleysu- strönd. Hann lauk kennaraprófi í mynd- og handmennt frá Kenn- araskóla Íslands 1953 og starfaði við ýmsa skóla í Reykjavík og á Suðurnesjum næstu áratugi. Á áttunda áratugnum var hann nem- andi og aðstoðarmaður Sigurjóns Ólafssonar en fór svo í framhalds- nám til Noregs árið 1976. Erlingur minn …  Erlingur Jónsson sýnir í Sigurjónssafni Listamaður Erlingur Jónsson við verk sitt Stjörnuþokusmiður. Þessa tónleika hafði hann ákveðið að hefja líkt og feril sinn, með látlausu „búski“27 » Franski kvik- myndaleikstjór- inn Claude Cha- brol er látinn, áttræður að aldri. Chabrol var í hópi leikstjóra sem áttu þátt í frönsku nýbylgj- unni í kvik- myndagerð á sjötta áratugn- um. Í þessum hópi voru Jean-Luc Godard, Francois Tuffaut, Éric Roh- mer og Jaques Rivette. Árið 1958 gerði Chabrol kvik- myndina Le Beau Serge sem er talin ein af fyrstu myndunum sem flokk- ast undir frönsku nýbylgjuna. Chabrol leikstýrði meira en 50 kvikmyndum á ferli sínum. Síðasta myndin, Bellamy, með Gerard Dep- ardieu í aðalhlutverki var frumsýnd í fyrra. Claude Chabrol látinn Far í friði Claude Chabrol. í rúm þrjú ár hef ég safnað saman bréfum, sem bankarnir senda mér næstum daglega, án þess að opna þau ég ætla að kanna hversu lengi ég kemst upp með þetta, áður en þeir senda einhvern að tuska mig til þá verð ég viðbúinn: ég er búinn að raða reikningunum upp í virki „gagnárás“ Trúbadorarnir og söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi spila í Galleríi Dungu við Reykja- víkurhöfn miðvikudagskvöldið 15 september kl. 20. Gallerí Dunga er nýtt gallerí á Geirsgöt- unni í Reykjavík. Þar verður langur mið- vikudagur hinn 15. september og verður op- ið til kl 22. Uni og Jón Tryggvi munu taka lagið en einnig mun Uni, eða Unnur Arndís- ardóttir eins og hún heitir réttu nafni, spá í Tarot-spil og rúnir fyrir gesti og gangandi. Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sínar fyrstu sólóplötur í fyrra. Og munu þau leika lög af þeim, en einnig verða plöturnar til sölu á staðnum. Þetta verður notalegt og skemmtilegt haustkvöld við Reykjavíkurhöfnina. Um að gera að láta sjá sig, njóta fallegrar tónlistar og listar, og fá spá inn í veturinn. Uni og Jón Tryggvi spila í Galleríi Dungu Músíkalskt par Trúbadorarnir og söngvaskáldin Jón Tryggvi og Uni taka lagið á löngum miðvikudegi. www.uni.is www.jontryggvi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.