Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 www.noatun.is FLJÓTLEGT OG GOTT Hafðu það gott með Nóatúni FISKIBOLLUR KR./KG 858 1149 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI 25% afsláttur Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Fulltrúar Vinstri grænna, Fram- sóknarflokksins og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd um rannsóknar- skýrslu Alþingis standa að þings- ályktunartillögu um það að fjórir fyrrverandi ráðherrar, þau Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, verði sóttir til saka „vegna refsiverðrar háttsemi þeirra í embættisfærslu sinni.“ Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja það til að þrír fyrrverandi ráðherrar verði sóttir til saka, ofangreindir að Björg- vini undanskildum. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins telja ekki ástæðu til málshöfðunar. Ásetningur eða hirðuleysi Rökstuðningur þingsályktunartil- lagnanna tveggja er samhljóma hvað kæruatriðin varðar. Ráðherrarnir fyrrverandi eru sakaðir um margvís- leg brot, aðallega gegn lögum um ráðherraábyrgð, sem framin hafi verið „af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi.“ Ráðherrunum er meðal annars gefið það að sök að hafa ekki brugðist við aðsteðjandi hættu, sem þeim hafi átt eða mátt vera kunnugt um, ekki hafi verið unnin greining á þeirri hættu sem ríkinu stafaði af hugsanlegu fjármálaáfalli, ekkert þeirra hafi haft frumkvæði að því að draga úr stærð bankakerfisins eða fullvissað sig um að unnið væri að flutningi Icesave-reikninganna í breskt dótturfélag. Þá er ráðherrun- um gert að hafa litið fram hjá þeirri skyldu sinni að ræða mikilvæg stjórnmálaefni á ráðherrafundi. Útilokuðu Björgvin markvisst Fulltrúar Samfylkingarinnar telja að ekki beri að höfða mál gegn Björgvini, þar sem ekki hafi verið samræmi milli lögboðins valds og raunverulegs valds hans. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Geir og Ingi- björg, hafi farið inn á valdsvið ann- arra ráðherra, og samskipti um stöðu fjármálakerfisins takmörkuð við þrjá ráðherra, þau tvö auk Árna. Björgvin hafi markvisst verið útilok- aður við upplýsingagjöf og ákvarð- anatöku. Áhrifaleysi hans „kristall- ast í því að 12. ágúst lagði hann fram minnisblað fyrir ríkisstjórn sem innihélt tillögur um að efla stöðug- leika fjármálakerfisins. Tillaga þessi var ekki afgreidd í ríkisstjórn,“ segir í greinargerð samfylkingarfulltrú- anna. Mörkin á milli gáleysis og stór- fellds gáleysis séu mjög matskennd, og beri að túlka óvissu ráðherra í hag. Í ljósi þessa verði ekki séð að Björgvin hafi gerst sekur um refis- verða háttsemi í starfi sínu. Þríklofin í afstöðu til málshöfðunar  Samfylkingin vill hlífa Björgvini G. Sigurðssyni við ákæru Morgunblaðið/Ómar Landsdómur Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrslu Alþingis, er einn flutnings- manna þingsályktunartillögu um að höfða skuli mál gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum vegna afglapa í starfi. „Komi til þess að Alþingi samþykki tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháð- um og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra og oddviti Sjálfstæð- isflokks í ríkisstjórn flokksins og Samfylkingarinnar árin 2007-9, í yf- irlýsingu sem hann hefur sent frá sér. Hann segir það mikið áfall að sjá nafn sitt „nefnt í sömu andrá og landsdómur,“ og að vera sakaður um að vanrækja störf sín „þannig að varðaði við lög um ráðherraábyrgð“. Geir segir það munu verða mikinn áfellisdóm yfir þingmannanefndinni og Alþingi verði sakborningar sýkn- aðir. Ábyrgð þingmanna sé því mikil. Röng niðurstaða meirihlutans Geir segist telja að meirihluti þing- mannanefndarinnar hafi komist að rangri niðurstöðu. Allt árið 2008 hafi málefni viðskiptabankanna verði hans aðalviðfangsefni. Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því „hversu mjög bankarnir höfðu verið veiktir innan frá“ fyrr en eftir rannsókn rannsóknarnefndar Al- þingis. Það hafi verið honum „reið- arslag“ að allar ráðagerðir um að bjarga bönkunum skuli hafa mistek- ist. „Ég stend við þá sannfæringu mína að embættisfærsla mín sem for- sætisráðherra hafi ekki valdið bankahruninu og það hafi hvorki verið á mínu færi né annarra ráð- herra að koma í veg fyrir það á árinu 2008 eins og málum var háttað,“ seg- ir Geir í yfirlýsingu sinni. Hann segir það heldur ekki hafa verið á færi þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem sátu í ríkisstjórn hans, og „sitja í æðstu valdastólum í núverandi ríkisstjórn, en hafa af einhverjum ástæðum verið undanþegin umfjöllun þingmanna- nefndarinnar“. Segir niðurstöðu meirihlutans mikil vonbrigði Geir H. Haarde Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrver- andi við- skiptaráðherra, segist ekki ætla sér að tjá sig um niðurstöðu þing- mannanefnd- arinnar, eða um- fjöllun Alþingis um hana, fyrr en þeirri afgreiðslu sé lokið. „Málið er nú í höndum Al- þingis, sem kveður upp úr um loka- niðurstöðu. Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli,“ segir Björgvin í stuttri yf- irlýsingu sem hann sendi frá sér eft- ir að niðurstaðan lá fyrir. Fulltrúar Vinstri grænna, Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins mæla fyrir þingsályktunartillögu um að Björg- vin verði sóttur til saka vegna alvar- legrar vanrækslu í störfum sínum sem ráðherra bankamála í aðdrag- anda hrunsins árið 2008. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæð- isflokksins telja hins vegar ekki ástæðu til að höfða mál gegn honum. Tjáir sig ekki fyrr en þingið lýkur sér af Björgvin G. Sigurðsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanrík- isráðherra, segist hvorki hafa átt þátt í hruni fjár- málakerfisins né hafi hún getað komið í veg fyrir það. „Sem utan- ríkisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar hafði ég ekki forræði innan stjórnarráðsins á málum sem tengjast fjármálakerfinu eða hags- tjórninni,“ segir hún í skriflegu er- indi til þingmannanefndarinnar, en hún hefur ekki rætt við fjölmiðla eft- ir að niðurstaða vinnu nefndarinnar lá fyrir á laugardag. Ingibjörg segir að upplýsingum hafi verið haldið frá sér á mán- uðunum í aðdraganda hrunsins, þar á meðal gögnum unnum af eða að beiðni Seðlabankans. Upplýs- ingagjöf hennar sjálfrar hafi verið þeim annmörkum háð að hún hafði „takmarkaðar upplýsingar innan úr stjórnkerfinu.“ Ingibjörg lýsir sig ánægða með skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis, og vísar til þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að hún hafi ekki gerst brotleg í störfum sínum sem utanríkisráðherra. Segir upplýs- ingum hafa verið haldið frá sér Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Það er oft auð- velt að gagnrýna og vera vitur eft- ir á. Ég tel þó að þegar horft er til baka yfir árið 2008 […] sé ekki auðvelt að draga fram hluti sem frekar hefði átt að gera eða gera til viðbótar því sem þá var gert. Slík atriði þurfa að vera óyggjandi, nákvæmlega til- greind og með greindum afleið- ingum svo hægt sé að ákvarða mönnum vanrækslu eða mistök á grundvelli þeirra í svo flókinni at- burðarás,“ segir Árni M. Mathie- sen, fyrrverandi fjármálaráðherra, í skriflegu svari við fyrirspurn þingmannanefndarinnar um hugs- anlega vanrækslu sína í starfi. Árni hefur ekki rætt við fjölmiðla eftir að nefndin skilaði af sér tillögum sínum, en í skriflegu svari sínu seg- ist hann telja að ásakanir á hendur sér fái ekki staðist. Hann segir ásakanirnar byggjast á veikum grunni. Jafnframt leiki vafi á því að sú vanræksla sem hann er sakaður um hafi verið innan ábyrgðarsviðs embættis hans. Framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni hafi til að mynda ekki verið á könnu fjármálaráðu- neytis, heldur viðskiptaráðuneytis, og Seðlabankinn hafi heyrt undir forsætisráðuneytið. Ásakanir um van- rækslu byggðar á veikum grunni Árni M. Mathiesen Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, sagði eftir þingflokksfund á laugardag að það væri áfall að ekki hafi náðst samstaða í þing- mannanefndinni. „Auðvitað hefði verið betra að það hefði komið ein- róma niðurstaða frá þessari nefnd. Það styrkir málið í heild sinni. Það er hins vegar að verulegu leyti sam- staða um tillögur nefndarinnar.“ Hún gagnrýnir lögin um landsdóm, þingið hefði átt að vera búið að af- nema þau fyrir löngu sem hefði þýtt að ráðherrar væru ákærðir fyrir al- mennum dómstólum. Í svarbréfi til þingmannanefnd- arinnar segir hún að rannsókn- arskýrsla Alþingis feli í sér áfell- isdóm yfir stjórnsýslunni í aðdrag- anda hrunsins. Hún tekur þó á ekki afstöðu til þess hvort einhverjir ráð- herrar í ríkisstjórn þess tíma, sem hún sat í sem félagsmálaráðherra, kunni að hafa gerst sekir um afglöp. Áfall að ekki náðist samstaða nefndarinnar Morgunblaðið/Ómar Gagnrýni Jóhanna segir að afnema hefði átt lögin um landsdóm fyrir löngu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í þingmannanefndinni, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, styðja hvoruga þingsályktun- artillöguna um málshöfðun gegn fyrrverandi ráðherrum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér finn- ist tillaga meirihluta nefndarinnar ekki traustvekjandi. Alþingi megi ekki ákæra menn nema það hafi trú á að ákærurnar leiði til sakfellingar. „Til þess að ákæra þurfa menn að hafa sannfæringu um að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að hér hafi af ásetningi eða stórkost- legu hirðuleysi verið framinn refsiverður verknaður. Ég hef verið þeirrar skoðunar að viðkomandi ráðherrar hafi ekki framið saknæman verknað og ég styrkist í þeirri trú minni þegar ég sé ákæruskjalið,“ segir Bjarni. Styðja ekki málshöfðun „EKKI TRAUSTVEKJANDI“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.