Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 32
Meistari Laura Fridfinnson er af ís- lenskum ættum í Manitoba. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íshokkístúlkan Laura Fridfinnson, sem er af íslenskum ættum frá „ís- lenska“ bænum Árborg í Manitoba í Kanada, er Bandaríkjameistari með liði Minnesota-háskóla í Duluth og hittir ásamt liðsfélögum sínum Bar- ack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. „Ég er mjög spennt,“ sagði hún við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC um helgina. „Allt liðið er mjög spennt og það er mjög sérstakt að fá tækifæri til þess að hitta hann, að fá tækifæri til þess að fara í Hvíta húsið.“ Lykilmaður Sú hefð hefur komist á að for- seti Bandaríkjanna býður Banda- ríkjameisturum í háskólakeppni í íþróttum í Hvíta húsið á hverju hausti. Laura er ekki ókunnug slíku boði, því hún var líka meistari með liði sínu skólaárið 2007-08, og í kjöl- farið var liðinu boðið að hitta George W. Bush, þáverandi Bandaríkja- forseta. „Það var mjög spennandi og það verður frábært að hitta annan forseta,“ sagði sóknarmaðurinn knái, sem er 22 ára. Laura er lykilmaður í liði sínu. Hún var næststigahæst (mörk og stoðsendingar) á liðnu keppn- istímabili eins og fyrir tveimur árum og hefur leikið með yngri landsliðum Kanada. Foreldrar hennar eru Bri- an og Heather Fridfinnson og Joel, bróðir hennar, stundaði íslenskunám fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands undanfarin tvö ár. Frá Árborg í Hvíta húsið  Laura Fridfinnson í boði Bandaríkjaforseta öðru sinni MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. KR-ingar lögðu Eyjamenn 4:2 2. Fundu barn í ruslakörfu 3. „Röng niðurstaða“ 4. Brjálaðist við morgunverðarborð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Það var Sofia Coppola sem tók gull- björninn heim af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem lauk nú á laugardag- inn. Mynd hennar, Somewhere, er að hluta til sjálfsævisöguleg en Sofia er dóttir Francis Ford Coppola. »28 Reuters Coppola fangaði gullbjörninn  Í lærðri grein hjá mektarblaðinu Gu- ardian er spáð og spekúlerað um það hver muni fylla í gat það sem Stieg Larsson og Henn- ing Mankell skilja nú eftir sig. Sögur Larsson eru að verða Hollywood-fæði og mikill áhugi virðist vera fyrir meiru. Höfundar eins og Jo Nesbö, Camilla Ceder og Arnaldur Indr- iðason eru því nefndir í þessu tilliti. Tekur Erlendur við af Wallander?  Tvær af bókum Kleópötru Krist- bjargar koma út í Bandaríkjunum í haust undir titlunum Copy Cat World og Drops of Dew. Það er Author- House sem gefur út. Tals- maður fyrirtækisins, Anthony W. Schrock, segir að Kleópatra hafi heillað starfsmenn fyrirtækisins upp úr skónum og hann hafi mikla trú á bók- unum. Kleópatra gefur út í Ameríku Á þriðjudag N 13-18 m/s og talsverð rigning norðanlands, en skýjað og þurrt að mestu sunnanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast syðst. Á miðvikudag N 8-15 m/s og rigning einkum norðaustan- og austanlands, en skýjað sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 m/s og víða skúrir, einkum suðvestan til, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 8 til 15 stig. VEÐUR Gríðarleg barátta er um Ís- landsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu. Þegar þrjár umferð- ir eru eftir er Breiðablik í efsta sæti með 37 stig eftir 1:0-sigur gegn Fylki. ÍBV kemur þar næst með 36 stig en liðið tapaði, 4:2, gegn KR í gær. FH og KR eiga einnig möguleika á að landa titlinum en liðin eru með 35 og 34 stig. »2-5 Breiðablik tyllti sér á toppinn Bandaríkjamenn fögnuðu sigri á heimsmeistaramóti karlaliða í körfuknattleik eftir 83:64 sigur gegn Tyrkjum sem voru á heima- velli. Þetta er fjórði heimsmeist- aratitill Bandaríkjanna en 14 ár eru frá því að Bandaríkin unnu HM síð- ast. »1 Fjórtán ára bið Banda- ríkjamanna á enda Það á ekki af handboltamanninum Einari Hólmgeirssyni, leikmanni þýska liðsins Ahlen-Hamm, að ganga. Hann er kominn á sjúkralistann eina ferðina enn en Einar gekkst undir að- gerð á hné um helgina og verður frá æfingum og keppni næstu þrjá mán- uðina. „Ég held að þetta sé mesta áfallið af öllum sem ég hef lent í á ferlinum,“ sagði Einar í gær. »1 „Ég held að þetta sé mesta áfallið af öllum“ ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt ævintýri,“ segir Baltasar Kormákur um tökur á nýjustu mynd sinni, Djúpinu, sem nú standa yfir. „Við höfum verið úti á sjó að sökkva bátum og í sjó- sundi í margar vikur, þannig að menn eru orðnir ansi framlágir, en þetta er allt að hafast,“ segir hann. Nú síðast fóru fram tökur í stórum vatns- tanki, þar sem tilraunir eru gerðar á hitaþoli. Myndin er byggð á sjóslysi sem varð undan Vest- mannaeyjum árið 1984, þegar Hellisey VE 503 sökk. Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk eina skipverjans sem komst lífs af, eftir fræki- legt sex kílómetra sund í ísköldum sjónum um miðja nótt. Fjórir félagar hans létu lífið. Baltasar segir það ekki sérstakt kappsmál að klára myndina fyrir jól, lögð sé áhersla á að vanda til verksins. Hann reiknar með því að myndin verði frumsýnd snemma á næsta ári. „Sökkva bátum og í sjósundi í margar vikur“ Morgunblaðið/Ómar Einbeittur Ólafur Darri Ólafsson sést hér við tökur á Djúpinu, nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, sem frumsýnd verður á næsta ári. Hann fer með hlut- verk skipverja sem kemst lífs af á sundi eftir sjóslys undan Vestmannaeyjum. Hér býr hann sig undir hitaþolsmælingar ásamt stæltum sérsveitarmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.