Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Prag 30. September í 3 nætur frá kr. 49.900 Kr. 49.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Frábær þriggja nátta helgarferð - síðustu sætin! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kr. 64.980 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Top **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000 Kr. 69.980 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Clarion Congress **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 18.200 Landsdómi er ætlað að fara með og dæma þau mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af emb- ættisrekstri þeirra í samræmi við ákvæði 1. gr. laga nr. 3/1963 um landsdóm. Í landsdómi eiga sæti 15 dóm- endur og eru þeir þessir sbr. 2. gr. laga um landsdóm. Þeir fimm dóm- arar við Hæstarétt sem hafa átt þar lengst sæti en það eru: Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Dómstjórinn í Reykjavík sem er Helgi I. Jónsson og prófessorinn í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands sem er Björg Thorarensen. Þá eru átta menn kosnir af Alþingi með hlutfallskosn- ingu til 6 ára í senn. Síðast var kosið 11. maí 2005 og þá hlutu kosningu: Linda Rós Michaelsdóttir kenn- ari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hæstaréttarlögmaður, Fannar Jónasson viðskiptafræð- ingur, Hlöðver Kjartansson lögmað- ur, Dögg Pálsdóttir hæstarétt- arlögmaður, Brynhildur Flóvenz lögfræðingur. Þar sem Markús Sigurbjörnsson og Björg Thorarensen eru hjón er ljóst að annaðhvort þeirra verður að víkja sæti úr landsdómi og kalla inn varamann en í lögum um dóminn segir að hjón megi ekki sitja saman í landsdómi sbr. eftirfarandi: 4. mgr. 3. gr. „Skyldir menn eða mægðir að feðgatali eða niðja eða hjón, kjörforeldri og kjörbarn, fóst- urforeldri og fósturbarn eða skyldir eða mægðir að fyrsta eða öðrum lið til hliðar mega ekki sitja samtímis í landsdómi.“ Víki Markús, sem er hæstarétt- ardómari, kveður Hæstiréttur til varadómara úr hópi annarra hæsta- réttardómara en víki Björg kýs laga- deild Háskóla Íslands varamann hennar sem prófessors í stjórnskip- unarrétti skv. 2. gr. laganna. sigrunrosa@mbl.is Dögg Pálsdóttir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Helgi I. Jónsson Gunnlaugur Claessen Ingibjörg Benediktsdóttir Árni Kolbeinsson Linda Rós Michaelsdóttir Hlöðver Kjartansson Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Garðar Gíslason Fimmtán í landsdómi sem hefur aldrei komið saman Brynhildur Flóvenz Fannar Jónasson Markús Sigurbjörnsson Sigrún Magnúsdóttir Björg Thorarensen FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Meiri líkur en minni virðast til þess að Alþingi samþykki þingsályktun- artillögu þess efnis að mál þriggja fyrrverandi ráðherra, Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur og Árna M. Mathiesen fari fyr- ir landsdóm vegna brots á lögum um ráðherraábyrgð samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Að sama skapi virðist af ummælum margra viðmæl- enda Morgunblaðsins líklegt að fjórði fyrrverandi ráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, verði ekki ákærður. Greiða atkvæði eins og fulltrúar Meirihluti þingmannanefndar sem falið var að fjalla um rannsókn- arskýrslu Alþingis tilkynnti á laug- ardag þá niðurstöðu sína að ákæra bæri fyrrverandi ráðherrana. Þegar farið er inn í þingflokkana og viðbrögð hleruð þar virðist sem margir ætli að taka mið af því hvernig nefndarmaður flokksins greiði atkvæði og greiða at- kvæði samkvæmt því. Fari svo er ljóst að ákæra á hendur Björgvini G. Sig- urðssyni verður ekki samþykkt þar sem sjálfstæðismenn og samfylking- armenn fara samtals með 36 atkvæði af þeim 63 sem eru á Alþingi. Ágreiningur vegna Ingibjargar Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins virðist sem helsti ágrein- ingurinn sé innan Samfylking- arinnar. Þar er stóra spurningarmerkið hvort vilji sé fyrir því að Ingibjörg Sólrún verði ákærð. Einnig er mikið deilt um hvort ákæra beri Björgvin fyrrverandi viðskiptaráðherra. Einn af þeim þingmönnum sem Morg- unblaðið ræddi við benti á að stjórn- skipulega séð hefði mesta ábyrgðin legið hjá viðskiptaráðherra þar sem hann bar ábyrgð á þeim málaflokkum sem ákært er í. Í raun hefði frekar átt að ákæra hann en hin þrjú. Einhugur innan Sjálfstæðisflokks Innan Sjálfstæðisflokksins virðist vera einhugur um þá afstöðu sem fulltrúar flokksins í nefndinni tóku og þá afstöðu sem formaður flokksins lýsti yfir í fjölmiðlum um að hafna beri ákærum á hendur fjórmenning- unum. Birgir Ármannsson segir afar veikan grunn í tillögum nefndarinnar um ákæru. Einnig skorti verulega á að fyrir hendi séu lögfræðilegar for- sendur til að fara í mál af þessu tagi. Heimildir benda til þess að innan Vinstri grænna og Hreyfingarinnar séu þingmenn á því að fara að nið- urstöðu sinna nefndarmanna komi ekkert nýtt fram við umræður á Al- þingi. Eftir þingflokksfund Fram- sóknar á laugardag var ákveðið að hver og einn læsi sér til um málið og tæki afstöðu út frá eigin samvisku. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknar, segir fulltrúa flokksins hafa farið mjög vel yfir niðurstöður nefnd- arinnar og þær röksemdir sem lágu að baki ákæruliðum. Manndómur að greiða atkvæði Enginn sem talað var við ætlaði að sitja hjá en margir viðmælendur Morgunblaðsins voru hins vegar á því að hjáseta væri raunhæfur val- kostur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, sagði ákveðna yfirlýs- ingu í því að vilja ekki segja að ein- hver væri saklaus eða sekur með öllu. Í sama streng tók Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu. Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokki sagði það hins vegar felast í skyldu alþing- smanna að sýna þann manndóm að taka afstöðu með og á móti. Hve margir fyrir Landsdóm?  Mikill ágreiningur virðist vera innan Samfylkingar um hvort samþykkja eigi þingsályktunartillögu um að Ingibjörg Sólrún fari fyrir landsdóm  Einhugur sagður vera innan Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Ómar Ábyrgð Aðspurð um hvort þessar tillögur myndu róa almenning sagðist Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vona það. Þetta væri áfellisdómur. Skýrsla og ákærur » Skýrsla þingmannanefndar, sem fjallaði um skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis var kynnt þingflokkum kl. 15 á laugardag. » Skýrslunni var dreift á Al- þingi kl. 17 sama dag. » Þingmannanefndin lagði með henni tvær þingsályktun- artillögur fram á Alþingi um málshöfðun gegn ráðherrum og hvort ástæða væri til að kalla saman landsdóm. Skýrsla þingmannanefndarinnar verður tekin til umræðu á Alþingi fyrir hádegi í dag. Ein umræða fer fram um sjálfa skýrsluna en tvær um þingsályktunartillögurnar um máls- höfðun gegn ráðherrum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekki gera ráð fyrir því að fleiri en nefndarfull- trúarnir komist að í umræðum dags- ins þar sem þingmenn hafa rýmri tíma nú en segir um skýrsluumræð- ur í þingsköpum. Skýrslan verði aft- ur á dagskrá á morgun. Samkvæmt starfsáætlun þingsins ætti haustþingi að ljúka nú á mið- vikudag. Spurð um það hvort haust- þingið verði lengt segir Ásta Ragn- heiður: „Ég geri ekki ráð fyrir að menn klári umræður á þeim tveimur dögum sem eftir standa af haust- þingi samkvæmt starfsáætlun, þann- ig að það mun lengjast eitthvað.“ Hún stefnir að því að umræðum ljúki á yfirstandandi þingi. Haustþingið mun lengjast  Þingumræðan hefst fyrir hádegi í dag Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.