Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. • Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Ársvelta 150 mkr. • Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. • Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu. • Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. • Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn. • Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. • Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. • Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. • Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. Tælenskur matsölustaður og sér skemmtistaður á besta stað miðsvæðis í Reykjavík til sölu - saman eða sitt í hvoru lagi. Öll leyfi og langtíma leigusamningar. Góður rekstur og tækifæri, upplýsingar í síma 660 3770 eða 6976333. Skemmtistaður/ matsölustaður Nýlega birtist pist- ilinn „Úlfar í presta- hjörð“ eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur hér í blaðinu. Úlfarnir sem Kolbrún vitnar til eru framgjarnir prestar, sem reyna að klekkja á biskupi vegna óánægju með stöðu- veitingar og rækta hvorki sannleika, sam- heldni né samstöðu. Mér vitandi hefur aðeins einn starfandi prestur lýst því yfir að biskup Íslands eigi að stíga til hlið- ar. Sami prestur höfðaði mál gegn þjóðkirkjunni vegna stöðuveitingar fyrir sex árum. Ég er sá prestur og álykta því að úlfarnir ónafn- greindu rúmist flestir í minni per- sónu. Ég tel að biskup Íslands eigi að víkja úr embætti vegna þess að hann hefur verið borinn þungum sökum um þöggun. Kirkjuþing mun innan tíðar skipa rannsókn- arnefnd til að skoða viðbrögð kirkj- unnar þegar Ólafur Skúlason var sakaður um kynferð- isbrot. Nefndin þarf svigrúm til þessarar vandasömu rann- sóknar og því óheppi- legt ef einn af þeim sem sæta rannsókn gegnir valdamesta embætti kirkjunnar á meðan. Ég tel einnig að biskup eigi að víkja vegna óheppilegra ummæla hans í fjöl- miðlum þegar ásak- anir á hendur fyrrver- andi biskupi komu fram á nýjan leik. Ég hef ekki kall- að eftir afsögn biskups, heldur beð- ið um að hann víki úr embætti. Því veldur ekki persónuleg óvild, eða þörf fyrir að ýlfra í fjölmenni, held- ur vilji til þess að rannsóknarnefnd Kirkjuþings geti starfað með trú- verðugum hætti. Dómsmálið vegna stöðuveitingar sendiráðsprests í Lundúnum virð- ist í pistlinum haft til marks um hefnigirni úlfsins. Mál mín unnust á báðum dómstigum og má lesa dómana á heimasíðum Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Þjóð- kirkjan var dæmd fyrir að brjóta jafnréttislög og gert að borga skaðabætur, en upphæð var ekki tilgreind í dómnum. Dómkvaddur matsmaður var því kallaður til og Biskupsstofa kallaði eftir yfirmati. Bótakrafa mín var byggð á mats- gerðunum og vannst málið á vara- kröfunni. Hvorugur deiluaðila áfrýjaði seinni dómnum og voru mér greiddar skaðabætur í sam- ræmi við hann. Dómurinn hefur þegar haft fordæmisgildi og áhrif á gang jafnréttismála innan kirkj- unnar. Ég á ekki harma að hefna vegna stöðuveitingar í London, enda hefur tjón mitt verið við- urkennt af dómstólum og skaði minn greiddur. Málareksturinn kostaði mig andvökunætur á sínum tíma, en hann gaf mér einnig sterkari rödd og mál til að berjast fyrir því sem ég tel í anda sann- leikans. Kolbrún telur að úlfarnir í prestahjörðinni elski ekki sannleik- ann og virði ekki samstöðu og sam- heldni. Ég hygg að samstaða stétt- ar minnar sé mikil, en hinum prestvígðu ber ekki aðeins skv. siðareglum að virða kollega sína, heldur ala önn fyrir þeim sem eru ung og órétti beitt. Til að mæta því skylduboði þarf stundum að taka sannleikshag alls úlfaflokksins fram yfir samheldni hinna ráðandi úlfa. Ég var ein ellefu presta sem rituðu Ólafi Skúlasyni bréf 1996 og báðu hann að fara í leyfi meðan mál hans yrði rannsakað og und- irbjó með fleirum tillögu á Presta- stefnu sama ár um að hann viki úr embætti. Ég vildi að ég hefði gert meira og sinnt konunum sem hann braut gegn. Ég hef síðustu fjórtán ár barist fyrir rétti samkyn- hneigðra til kirkjulegrar vígslu og tók þátt í baráttu 111 presta, djákna og guðfræðinga fyrir einum hjúskaparlögum í sumar. Ég hef talað fyrir umhverfisvernd- aráherslum og barist fyrir jafnrétti kvenna og karla á vettvangi kirkj- unnar. Ég lýsti yfir stuðningi við biskup Íslands þegar hann vék Sel- fossklerki úr embætti síðastliðið haust vegna ósæmilegrar hegðunar þess síðarnefnda gagnvart ungum sóknarbörnum sínum. Ég vil að yf- irstjórn kirkjunnar geri upp skuld sína við konurnar sem hún brást árið 1996. Eitt megineinkenni úlfsins er tryggð og umhyggja fyrir öllum meðlimum flokksins, stórum jafnt sem smáum. Úlfur er tvíbent tákn í Biblíunni. Það vísar að sönnu til vargsins sem leggst á lambið (sem í líkingu Kolbrúnar virðist einkum vera biskup Karl). Úlfurinn er líka spámannlegt tákn fyrirmyndarrík- isins og friðarins. Þegar úlfurinn liggur hjá lambinu kemur saman hin villta mergð og hin tamda hjörð í frelsi og friði. Í hinni messí- önsku von er því ekki alvont að heyra til úlfynjum. Að heyra til úlfynjum Eftir Sigríði Guðmarsdóttur » Prestum ber að ala önn fyrir þeim sem eru ung og órétti beitt og taka þannig hag hinna mörgu fram yfir hagsmuni hinna ráð- andi. Sigríður Guðmarsdóttir Höfundur er sóknarprestur í Graf- arholti, doktor í guðfræði og stunda- kennari við Háskóla Íslands. Nú, þegar samn- ingamenn eru á fullu í viðræðum við ESB um aðild, gleymist margt. Össur er upptekinn af sínu draumaverkefni sem er Ísland í ESB, aðrir kostir eru ekki skoðaðir. Ég hef áður ritað í greinum mínum um þá möguleika sem við höfum eftir að Ís- land hefur verið sett á hausinn af fjárglæframönnum sem hafa komið sér úr landi og sleikja þar sólina, með stolna peninga þjóðarinnar, sem þeir fengu með dyggri aðstoð yfirvalda sem þeir höfðu styrkt rækilega og um leið gerðu skuldbundna sér. Ég hef áð- ur sagt að Drekasvæðið er okkur einskis virði til eigin nýtingar, Norðmenn gætu notað það og myndu eflaust kaupa það fyrir drjúgan skilding ef við byðum það til sölu á alþjóðlegum markaði, við getum aldrei hvorki fjárhags- lega né tæknilega nýtt það, en ríkið gæti orð- ið þannig skuldlítið á ný við sölu á svæðinu. Ég hef oft velt upp þeirri hugmynd að við, lítil þjóð við norð- urheimskautsbaug, höfum ýmsa möguleika sem gætu falist í því að Norðurlöndin, Ís- land, Noregur, Dan- mörk, Svíþjóð, Finn- land, Færeyjar og Grænland mynduðu ríkjabandalag með einni yfirstjórn, og hvert ríki innan þess bandalags hefði sína fylkisstjórn og gæti gert viðskiptasamninga við ESB og önnur bandalög um við- skipti, án beinnar aðildar. Með þessu yrði þetta norræna ríkja- bandalag sterkur efnahagslegur að- ili, sennilega eitt af 10 stærstu efnahagsbandalögum heims, með miklar orkuauðlindir í hafi og á landi, með algjör yfirráð yfir haf- svæði sem oft er nefnt GIUK- svæðið. Það myndi þar með ná yfir allt svæðið sem er frá vesturströnd Grænlands, til norðursvæða Nor- egs, (Nord cap) og inn í Barentshaf, til norðurpólsins, þar með er talinn Svalbarði og þau hafsvæði. Yrði svæðið um leið ein efnahagslögsaga og samnýting svæðanna yrði marg- falt öflugri. Með þessu er kominn möguleiki þessa þjóðabandalags til að hafa yf- irráð og umsjón með siglingum og annarri umferð um svæðin frá Hvarfi til Nord Cap, sem teljast verður mikilvægt þegar til lengri tíma er litið, einnig sameiginleg nýting fiskstofna og annarra auð- linda. Þessar þjóðir s.s. Norðmenn, Íslendingar, Færeyingar, Danir og Finnar eru með svipaða menningu, Grænlendingar eru með sína menn- ingu en hana er hægt að samrýma menningu annarra þjóða sem í þessu bandalagi væru, þó svo að allar þessar þjóðir myndu hver um sig halda sínum sérkennum eins og hver önnur fylki í stærra bandalagi. Með þessu væru þessar þjóðir sterkt afl innan Evrópu með afar sterk áhrif í öllum samningum við hin stærri bandalög, s.s. ESB og Bandalag Norður-Ameríku í tví- hliða samningum sem tryggir betur sérkenni og hagsmuni þessara þjóða sem einnar heildar út á við. Það hlýtur öllum að vera ljóst að ESB er ekki besti kostur sem völ er á enda er ESB byrjunarstefna á bandaríki Evrópu, sem líklega verður fyrir komandi kynslóðir við- unandi kostur, en smærri sterkari eining, Norðurlandabandalag, myndi verða afar öflug, sem stærri bandalög myndu virða. Það er brýnt að ráðamenn þjóð- arinnar snúi sér að því að kanna alla möguleika á þessu sviði. Er fýsilegt að semja við aðila sem hafa hótað okkur viðskipta- og hafn- banni ef við ekki göngum að þeirra skilyrðum um veiðar í okkar land- helgi og greiðum skuldir óreiðu- manna. ESB og aðrir kostir Eftir Guðjón Jónsson »Með þessu yrði þettanorræna ríkja- bandalag sterkur efna- hagslegur aðili, senni- lega eitt af 10 stærstu efnahagsbandalögum heims … Guðjón Jónsson Höfundur er fyrrverandi skipstjórnarmaður. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs- ins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.