Morgunblaðið - 13.09.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 13.09.2010, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar Prjónarokkstjarnan Ysolda Teague er 25 ára mynsturhönnuður. segist Ysolda nota mikið hefðbundna prjónatækni frá Skotlandi og víðar. „Ég reyni að gera það sem er ekki of flókið. Ég hef smá hefðbundið, smá nútímastæl og smá úr mínu lífi. Ég reyni að gera flíkur þannig að hægt sé að nota þær á hverjum degi.“ – Hvaðan færðu innblástur? „Það er ekki vandamálið,“ segir hún og hlær. „Að finna tíma til að gera allt sem ég er innblásin af er vanda- málið. Ég ferðast mikið og ég fyllist andagift af að koma á staði eins og Ís- land þar sem er mikil prjónahefð. Ég hef fengið margar hugmyndir hér sem ég bíð eftir að fá að vinna úr. Þegar ég kem heim þarf ég að klára bókina mína og svo fer ég að byrja á ein- hverju nýju. Ég er líka innblásin af þeim sem prjóna mynstrin mín, marg- ir senda mér myndir af því sem þeir gera og stundum gera þeir breytingar og þá finnst mér það betra en ég gerði.“ Skapandi og afslappandi Það hefur ekki farið framhjá Ysoldu hversu vinsælt það er víða um heim að prjóna um þessar mundir. Spurð hvers vegna hún haldi að prjón hafi komist í tísku stendur ekki á svari. „Mikið af fólki vinnur á skrifstofu við tölvu allan daginn og jafnvel fyrir mjög stór fyrirtæki, það hefur sín verkefni sem það sinnir en sér aldrei árangur, endanlegar niðurstöður. Þess vegna held ég að margir taki upp á því að prjóna, til að gera eitthvað skapandi og afslappandi og líka til að gera eitthvað sem er þeirra frá upp- hafi til enda. Prjónasamfélagið er líka orðið mjög stórt á netinu og fólk er því stanslaust innblásið, það getur sýnt öðrum peysuna sem það prjón- aði, talað um mynstur og fengið ráð- leggingar. Sagnfræðilega hafa hannyrðir líka orðið vinsælli þegar efnahags- lægðir eru í heiminum eða stríð. Hannyrðir eru huggandi, ódýrar og þurfa ekki vélar eða hóp af fólki. Þetta er gott og einfalt áhugamál,“ segir Ysolda. Að prjóna er mjög vinsælt í heimalandi hennar, Skotlandi. „Við erum með mikla prjónahefð eins og á Íslandi. Fólk prjónaði ekki um tíma en nú hafa margir tekið það upp aftur, það er mikið um prjónahópa og alltaf fleiri og fleiri sem byrja að prjóna.“ Ekki gefast upp Ysolda sér fram á að starfa áfram við mynsturgerð og prjóna- skap. „Ég er með margar hugmyndir og það á eftir að taka tíma að fram- kvæma þær allar. Ég eiginlega féll inn í þetta starf fyrir slysni og ég elska það. Það er ótrúlegt að fá tæki- færi til að ferðast, hitta fólk og halda námskeið og ég fæ að gera ólíka hluti sem heldur þessu lifandi. Ég er með fleiri bækur á teikniborðinu svo ég held að ég verði í prjónaheimi um tíma.“ Að lokum gefur hún þeim gott ráð sem hafa áhuga á að byrja að prjóna. „Ég held að mikið af fólki gefist upp á að læra að prjóna því það verð- ur pirrað, það heyrir að þetta eigi að vera slakandi en svo byrjar það að prjóna og það gengur ekki. Það þarf að muna að þetta er eins og að synda eða hjóla, þú þarft að skilja það í höfðinu en hendurnar þurfa að læra það líka. Það þarf að æfa sig og að lokum verður þetta slakandi. Málið er að gefast ekki upp.“ Þétt setið Það komust færri að en vildu á námskeiðin enda prjónaáhuginn mikill hér á landi. Heimasíða Ysoldu Teague er www.ysolda.com. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Daglegt líf 11 sem risu hægast upp af stólunum voru tvöfalt líklegri til að deyja fyrr en þeir sem voru fljótastir á fætur. Þó veikleikinn sem kemur með aldrinum geti útskýrt eitthvað af muninum þá, í tilviki styrkleika hand- gripsins, var munurinn áberandi og líka hjá fólki undir sextugsaldri sem sýndi ekki merki um hrakandi heilsu. Avan Aihie Sayer, prófessor í háskól- anum í Southampton, segir að það þurfi að athuga styrkleika grips bet- ur til að geta jafnvel notað þær rann- sóknir á sjúkrahúsum til að finna út sjúklinga með stærri vandamál. „Nýleg rannsókn á sjúklingum sem lágu inni á sjúkrahúsi sýndi að það eru tengsl á milli styrkleika hand- grips og lengd sjúkrahúsdvalarinnar, sem er mikilvæg uppgötvun. Sem stendur erum við að tala um eldra fólk, en með tímanum getur þetta náð yfir yngra fólk sem ráð til að koma í veg fyrir sjúkdóma,“ sagði prófessor Sayer um rannsóknarnið- urstöðuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Handaband Sterkt handartak getur verið merki langlífis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.