Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 Jafnvægi Ekki er öllum gefið að halda jafnvægi eða vera í jafnvægi, hvað þá á einhjóli, en þessi ungi maður sýndi listir sínar á Klapparstígnum og virtist alvanur að mæta hverju sem er. Árni Sæberg Margir velta því fyr- ir sér hvaða áhrif úr- sögn úr Þjóðkirkjunni hefur bæði á þann sem segir sig úr og á kirkju- söfnuðinn sem hann segir sig frá. Sá sem segir sig úr Þjóðkirkj- unni hefur þar ekki lengur skyldur og nýt- ur þar engra réttinda nema þeirra sem verða til ef maki hans eða fjölskylda tilheyrir Þjóðkirkjunni. Hann getur hins vegar eftir sem áð- ur notið allrar þeirrar almennu þjón- ustu sem prestar og söfnuðir veita enda er hún ætíð veitt öllum sem hennar leita óháð trúfélagsaðild. Hins vegar hlýtur sú þjónusta við- komandi sóknar óhjákvæmilega að skerðast við úrsagnir, vegna þess tekjumissis sem af hlýst. Næstum þrjú þúsund hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni það sem af er árinu 2010. Sérhver meðlimur greiðir nú kr. 787 á mánuði, eða kr. 9.444 á ári til síns heimasafnaðar. Þessi upphæð er ákveðin af því ráðuneyti sem fer með kirkjumál og er hin sama fyrir öll trúfélög. Þjóðkirkjusöfnuðirnir verða því af tæplega 29 milljónum króna vegna úrsagnanna á þessu ári. Víðast hvar er stærstur hluti rekstr- argjalda safnaðanna launakostn- aður. Úrsagnirnar merkja að starfs- fólki í fullu starfi hjá Þjóðkirkjunni eða í söfnuðum hennar, hefur fækk- að a.m.k. um sex til tíu heil stöðu- gildi. Flestir starfsmenn sóknanna eru ekki í fullu starfi og því er í raun um að ræða mun meiri fækkun starfsfólks. Áhrif úrsagnanna eru eðli málsins samkvæmt mjög mis- munandi alvarleg eftir stærð þess safnaðar sem einstaklingarnir segja sig frá. Þjóðkirkjan verður að horf- ast í augu við að sú þjónusta sem hún telur sér skylt að inna af hendi vegna sérstöðu sinnar sem þjóðkirkja get- ur orðið fátækleg eða fallið niður með öllu þegar miklar úrsagnir bæt- ast ofan á þann niðurskurð sem Þjóðkirkjan hefur þegar tekið á sig vegna fjárhagsstöðu ríkisins. Í ljósi þessa er eðlilegt að margir spyrji hvaða beinu áhrif úrsögn úr Þjóðkirkjunni hafi, bæði á líf þess einstaklings sem segir sig úr kirkjunni og á starfsemi safnaðanna sem byggja allt sitt á sóknargjöldum hvers og eins sem tilheyrir því trúfélagi. Þegar stjórnarskráin 1874 tók gildi tilheyrðu allir Íslendingar hinni Evangelisk-lútersku kirkju sem með stjórn- arskránni varð þjóð- kirkja. Allt til þess tíma var enginn Íslendingur utan trúfélags. Þó að trúfrelsi væri heimilað með stjórn- arskránni 1874 liðu nokkur ár þang- að til sett voru lög nr. 4/1886 um ut- anþjóðkirkjutrúfélög. Lengi framan af var fátítt að nokkur væri utan trú- félaga í landinu, eða segði sig úr Þjóðkirkjunni. Nokkur ný kristin trúfélög festu rætur eða urðu til ná- lægt aldamótunum 1900 en það var ekki fyrr en um 1930 að fór að gæta úrsagna úr kirkjunni án þess að um væri að ræða tilfærslu milli trúfélaga og var þó í mjög litlum mæli lengst af. Nokkur óvissa ríkti um það fram- anaf innan kirkjunnar hvernig ætti að bregðast við ef sá sem sagt hefði sig úr kirkjunni leitaði samt sem áð- ur þjónustu hennar. Snemma varð til sú óskráða regla að þjóðkirkjuprest- ar sinntu þeim sem þeirra leituðu án þess að spyrja um trúfélagsaðild, sérstaklega þegar börn voru borin til skírnar, óskað var eftir hjónavígslu eða greftra þurfti látinn mann. Prestum var skylt að færa til kirkju- bókar öll fædd börn í sókninni, og þar með einnig börn utan þjóð- kirkjufólks, og færa inn nafn þeirra þegar þeim hafði verið gefið nafn, og einnig þegar þau voru ekki skírð. Prestur gat sem löggiltur vígslumað- ur í undantekningartilfellum einnig gefið saman hjón þótt hvorugt væri í kirkjunni, ef brúðhjónin óskuðu þess. Prestum var skylt að jarðsetja látna þótt ekkert væri vitað um trú- félagsaðild þeirra í lifanda lífi, til dæmis þegar skip fórust og lík rak að landi. Enn fremur var talið sjálf- sagt að þegar einstaklingar utan kirkju féllu frá mætti gera útför þeirra frá kirkju þó að enginn prest- ur kæmi þar að. Allt þar til Foss- vogskapella var reist fóru til dæmis útfarir þeirra Reykvíkinga sem ekki tilheyrðu trúfélagi fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Enn er það svo að ef óskað er aðkomu kirkju, sóknar eða prests að útför utan- kirkjufólks utan Reykjavíkur er venja að bregðast jákvætt við því, enda ekki í annað hús að venda. Flest þau atriði sem hér voru nefnd að framan þar sem þjóðkirkjuprest- ar komu að athöfnum á eyktamörk- um í ævi fólks sem ekki er í Þjóð- kirkjunni voru til komin vegna þess að ekki var á öðru völ en þeim emb- ættismönnum og kirkjunum sem op- inberu húsnæði. Nú eru breyttir tímar og þessi þörf ekki lengur fyrir hendi með sama hætti. Um sóknargjöld og trúfélagsaðild Sá sem skráður er í Þjóðkirkjuna er eftir búsetu sinni skráður í ákveð- inn söfnuð kirkjunnar þar sem hann hefur kjörgengi og kosningarétt í málefnum safnaðarins og getur haft áhrif á rekstur hans og sóknarkirkj- unnar, sem og starfsáherslur henn- ar. Til þeirrar kirkju og þess safn- aðar renna líka sóknargjöld hans, sem ríkið annast innheimtu á sam- kvæmt lögum þar um. Önnur skráð trúfélög fá líka greidd sóknargjöld vegna sinna félagsmanna, með sama hætti og Þjóðkirkjan. Þetta gjald stendur undir allri starfsemi sókn- arinnar og rekstri húsnæðis hennar, kirkjunnar. Við úrsögn gerist tvennt: Heimasöfnuðurinn verður að skera niður starfsemi sína sem tekjumissinum nemur og sá sem segir sig úr Þjóðkirkjunni missir réttindi sín innan kirkjunnar og á þar með engan kost á að hafa af- skipti af því hvernig sóknargjöldum hans er varið. Hins vegar nýtur hann áfram tiltekinna réttinda eins og allir aðrir, sem hér greinir: Hjónavígsla Hjónavígsluskýrsla, eða könnun á hjónavígsluskilyrðum, sem löggiltur könnunarmaður (vígslumaður) fyllir út í aðdraganda hjónavígslu gerir kröfu um að hjónaefni tilgreini trú- félagsaðild sína. Þegar hjónaefni óska eftir kirkjulegri hjónavígslu hjá þjóðkirkjupresti nægir að annað þeirra tilheyri Þjóðkirkjunni. Sá sem segir sig úr Þjóðkirkjunni á því ekki rétt á kirkjulegri hjónavígslu nema verðandi maki hans sé skráður í kirkjuna. Sé hvorugur aðili skráður í Þjóðkirkjuna getur hjónavígsla ekki verið kirkjuleg. Verður þá að leita til borgaralegra vígslumanna, sem eru sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra. Í því tilfelli að um sé að ræða einstaklinga sem ekki eru í þjóð- kirkjunni vegna þess að þau tilheyra öðru kristnu trúfélagi, er eðlilegt að hjónavígsla þeirra fari fram á vegum þess trúfélags, þótt ekkert banni þjóðkirkjupresti að annast hjóna- vígslu fólks frá systurkirkjum Þjóð- kirkjunnar ef um það er sam- komulag milli kirknanna. Skírn og ferming Sá sem segir sig úr Þjóðkirkjunni getur eftir sem áður látið skíra börn sín, að því tilskildu að hann sé sam- þykkur því að barnið sé alið upp í kristinni trú og að skírnarvottar, minnst tveir, séu skráðir í Þjóðkirkj- una. Þau bera þá ábyrgð á hinu trúarlega uppeldi barnsins. For- eldrar og forráðamenn barnanna geta skráð barn sitt í ferming- arfræðslu þó að það sé ekki skírt. Það verður hinsvegar af eðlilegum ástæðum ekki fermt nema það sé áð- ur skírt og skrásett og þar með með- limur í Þjóðkirkjunni. Ef foreldrar sem eiga barn í fermingarfræðslu segja sig úr Þjóðkirkjunni breytir það ekki stöðu barnsins sjálfs nema þau segi það líka úr kirkjunni. Sé ekki svo getur barnið eftir sem áður sótt sína fræðslu og fermst. Greftrun Sérhver sá sem andast á rétt á því að vera jarðsettur samkvæmt þeirri trú sem hann aðhylltist. Hafi hann sagt sig frá kirkju og trú og fyrir liggi ósk hans um að útförin verði borgaraleg ber að virða það. Sá sem sagt hefur sig úr kirkjunni er því undir þeim kringumstæðum ekki greftraður að sið kirkjunnar og að öllu venjulegu ekki heldur í vígðri mold. Í öllum stærri kirkjugörðum eiga utanþjóðkirkjufólk og trúleys- ingjar víst leg. Ef hinn látni kýs að liggja í vígðri mold þrátt fyrir að hafa sagt sig frá Þjóðkirkjunni og trúnni, hefur hins vegar verið venja að virða þá ósk. Ef engin ósk hins látna liggur fyrir um borgaralega greftran fer útförin fram samkvæmt óskum aðstandenda og gæti því verið kirkjuleg þótt hinn látni hafi ekki verið í kirkjunni, þó að meginreglan eigi að vera sú að prestar fari í þessu efni frekar að óskum hins látna en aðstandenda hans. Ef fjölskylda lát- ins utanþjóðkirkjumanns er í Þjóð- kirkjunni fer útförin sjálf fram að sið hins látna, en haldin er sérstök krist- in minningarathöfn með aðstandend- unum. Sálgæsla Þegar fólk leitar til prests vegna vandamála sinna og er í þörf fyrir leiðbeiningu, huggun og sálgæslu er ekki venja að spyrja um trúfélags- aðild. Sá sem segir sig úr kirkjunni getur því leitað þessarar þjónustu prests eftir sem áður. Hið sama gild- ir í raun einnig þegar leitað er eftir þjónustu prests vegna hjúskap- arstofnunar, skírnar eða útfarar. Löngun þess sem um það biður að athöfnin fari fram í kirkju, fyrir aug- liti Guðs og undir blessun hans, er þá metin meira en trúfélagsaðildin. Ekki er heldur spurt um trúfélags- aðild þegar leitað er eftir þjónustu safnaðanna, eins og til dæmis barna- starfs, foreldramorgna, kórastarfs, félagsstarfs fyrir aldraða, eða sorg- arhópa. Ekki frekar en þegar fólk kemur saman til guðsþjónustu og annars helgihalds og bænastunda eða þegar leitað er aðstoðar Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Á þessu verður engin breyting þótt viðkomandi hafi sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Í þessu samhengi er rétt að minna á að úr- sögn úr Þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum sparar þeim sem segir sig frá trúfélagsaðild ekki neitt. Skattar hans og gjöld eru eftir sem áður hin sömu, en renna í heild til ríkisins í staðinn fyrir að rúmar níu þúsund krónur þar af renni til trú- félagsins. Eftir Kristján Val Ingólfsson » Sá sem segir sig úr Þjóðkirkjunni hefur þar ekki lengur skyldur og nýtur þar engra rétt- inda nema þeirra sem verða til ef maki hans eða fjölskylda tilheyrir Þjóðkirkjunni. Kristján Valur Ingólfsson Höfundur er prestur. Hvaða áhrif hefur úrsögn úr Þjóðkirkjunni ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.