Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Í DANAVELDI Heimsókn viðskiptafulltrúa þriðjudaginn 14. september P IP A R P IP A R PA R PA R P I P AAAAAAAA \T B W A \T B W A \T B W \T B W • S Í S Í S Í S ÍÍ S Í • S Í S Í SSSSSSS ••••••• • 11 A • 11 • 11 A • 1 A • 1 • 11 A • 1 A • 1 A •• A • A • A • A • AAAAA 02 15 7 02 15 7 02 15 7 02 15 7 02 15 7 15 7 02 15 7 02 15 7 02 15 7 02 15 7 02 1 02 1 0202 1 0202 1 022022022022022022000 www.utn.stjr.is www.islandsstofa.is Viðar Ingason, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, verður til viðtals um markaði og markaðsaðstoð í umdæmislöndum sendiráðsins. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins. Auk Danmerkur eru umdæmislönd sendiráðsins: Búlgaría, Rúmenía og Tyrkland. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Borgartúni 35. Skráning í viðtöl fer fram í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Töluverður meirihluti kjósenda í Tyrklandi greiddi atkvæði með til- lögum ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarskrá lands- ins. Þegar 99 prósent atkvæða höfðu verið talin höfðu 58 prósent kjósenda greitt atkvæði með breytingunum. Ríkisstjórn Receps Erdogan segir breytingarnar styrkja lýð- ræði í landinu og að þær séu gerð- ar til að færa stjórnarskrá lands- ins nær því sem gengur og gerist í Evrópusambandinu. ESB hafði lagt blessun sína yfir flestar breyt- ingarnar, en gagnrýndi stjórn Er- dogans fyrir að hafa ekki haft meira samráð við stjórnarandstöð- una um stjórnarskrárbreytingarn- ar. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja nýju stjórnarskrána hins vegar færa stjórnarflokknum, sem á rætur í pólitískum samtökum múslima í Tyrklandi, of mikil völd yfir dómskerfinu. Víðtækar breytingar Réttlætis- og framfaraflokkur Erdogans (AKP) hefur oft þurft að kljást við æðri dómstig í landinu, en dómstólarnir líta meðal annars á það sem hlutverk sitt til að vernda veraldleg gildi í landinu. Stjórnarandstæðingar hafa lengi verið tortryggnir í garð AKP-flokksins og hafa Erdogan og flokksbræður hans grunaða um að vilja auka áhrif íslams í stjórn landsins. Með stjórnar- skrárbreytingunum á að fjölga dómurum í tveimur æðstu dóm- stólum landsins og óttast stjórn- arandstæðingar að með því að skipa nýja dómara geti AKP auk- ið um of ítök íslams í dómskerf- inu og þar með stjórnkerfinu öllu. Íbúar í stærri borgum Vestur- Tyrklands kusu frekar gegn til- lögum ríkisstjórnarinnar, en þeir eru almennt vestrænni og verald- legri í hugsun en þeir sem búa í sveitum og í austurhluta landsins. Aðrar breytingar á stjórnar- skránni fela í sér að borgaralegir dómstólar geti nú tekið á málum þar sem hermenn eru sakaðir um glæpi gegn ríkinu. Verkamenn munu geta gengið í fleiri en eitt verkalýðsfélag og bann við póli- tískum verkföllum hefur verið af- numið. Þá munu þingmenn á tyrk- neska þinginu áfram halda sætum sínum þótt dómstólar leysi upp stjórnmálaflokka þeirra. Tyrkir samþykkja umdeildar breytingar á stjórnarskrá Reuters Tyrkland Stuðningsmenn Erdogan, forsætisráðherra Tyrkland, fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.  Harðar deilur hafa staðið um áformaðar breytingar á dómskerfi landsins Stjórnarskráin » Stjórnarskránni var síðast breytt árið 1982 eftir valdarán hersins. » Deilur milli AKP-flokksins og stjórnarandstæðinga snúast um ákvæði um dómstóla. » Breytingarnar fela í sér að dómurum mun fjölga og með skipun nýrra dómara fær rík- isstjórnin umtalsverð völd. Þrír féllu á Gaza- ströndinni í gær eftir að ísra- elskur skriðdreki svaraði eld- flaugaárás frá þorpinu Bein Hanoun, sem er við landamærin við Ísrael. Ísraelski herinn segir hina föllnu hafa verið hryðjuverkamenn og sagði að minnsta kosti einn þeirra hafa verið vopnaðan. Í frétt BBC segir að eldflauga- árásum frá Gaza á Ísrael hafi farið fjölgandi síðustu viku. Hamas- samtökin, sem stjórna Gaza- ströndinni, vilja ekki taka þátt í friðarviðræðum Ísraels og palest- ínsku heimastjórnarinnar. Þrír falla í átökum milli Hamas og Ísraelshers Í sjötíu og níu ár hefur þýskum rútufyrirtækjum verið óheimilt að bjóða upp á lengri ferðir innan Þýska- lands, en það gæti breyst á næsta ári. Bannið var sett á árið 1931 til að vernda þýsk járnbrautarfyrirtæki fyrir sam- keppni, en ríkisstjórn Angelu Merkel er staðráðin í að ryðja þessum samkeppnishömlum úr vegi. Enn er þó óvíst hvort það tekst, en ríkisjárnbrautarfyrirtækið Deutsche Bahn er mjög áhrifaríkt í Þýskalandi. bjarni@mbl.is Mega fara í rútu milli borga Angela Merkel Sérstakur saksóknari í Serbíu hef- ur gefið út ákærur á hendur níu mönnum fyrir meinta stríðsglæpi í átökunum í Kosovo árið 1999. Mennirnir níu voru allir meðlimir í óformlegum serbneskum vígahóp sem gekk undir nafninu Sjak- alarnir og eru ákærðir fyrir morð, gripdeildir, nauðganir og aðra glæpi sem ætlað var að fæla alb- anska borgara frá heimilum sínum í þorpinu Cuska í Vestur-Kosovo. Ákærurnar eru partur af við- leitni serbneskra stjórnvalda til að takast á við fortíðina og auka líkur á að landið fái inngöngu í ESB. Alls er talið að um 10.000 manns, einkum óbreyttir borgarar, hafi fallið í átökunum í Kosovo. Kosovo Syrgjendur við útför tveggja manna sem hurfu í stríðinu í Kosovo. Níu ákærðir fyrir stríðsglæpi Reuters Ætla má að dýrasta beitarland í heimi sé í austurríska þorpinu Tre- besing. Það er að minnsta kosti mat þorpsbúa og hafa þeir haft sam- band við Guinness heimsmetabók- ina til að fá það staðfest. Stjórnvöld vörðu upphaflega um tveimur milljörðum króna til að byggja hraðbraut í gegnum þorpið. Íbúar mótmæltu hins vegar harka- lega og í kjölfarið var ákveðið að verja þremur milljörðum í viðbót í byggingu jarðganga undir þorpið. Upphaflega brautin hefur verið þökulögð og er nú beitarland. Dýrasta beitarland í heimi er í Austurríki Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Rússnesk lögregluyfirvöld hafa í auknum mæli ráðist gegn stjórn- málasamtökum og fjölmiðlum, sem eru ríkisstjórninni ekki þóknanleg, með því að saka þau um að hafa stolið hugbúnaði, að því er segir í frétt New York Times. Í fréttinni er ítarlega farið yfir mál umhverfisverndarsamtakanna Baikal Wave, sem berjast gegn mengun í Baikal-vatni, einkum mengun frá pappírsverksmiðju við vatnið. Í janúarlok kom hópur óein- kennisklæddra lögreglumanna í skrifstofur Baikal Wave og lagði hald á allar tölvur samtakanna. Talsmaður Baikal Wave segir að samtökin hafi greitt fyrir allar út- gáfur af Microsoft-hugbúnaði sem hafi verið í tölvunum og að þau hafi kvittanir sem sýni fram á það. Lög- reglan hafi hins vegar ekki viljað taka þessi gögn til greina, heldur hafi lýst því yfir að í tölvunum væri stolinn hugbúnaður. Í tölvunum var að finna upp- lýsingar um stuðningsmenn sam- takanna, fjármál og framtíðaráætl- anir. Í kjölfarið mun lögreglan hafa heimsótt einhverja þessara stuðn- ingsmanna og yfirheyrt þá. Þáttur Microsoft í Rússlandi í þessum aðgerðum hefur verið gagnrýndur en lögreglan hefur oft sagst hafa undir höndum kvartanir frá Microsoft áður en farið er í húsleit. Eru í frétt New York Tim- es nefnd dæmi um húsleitir í tveimur stjórnarandstöðu- dagblöðum í borginni Samara en þar naut lögreglan stuðnings lög- fræðings Microsoft. Í yfirlýsingu frá höfuðstöðvum Microsoft í Bandaríkjunum segir að fyrirtækið verði að geta varið höfundarrétt sinn í Rússlandi en það megi hins vegar ekki gerast á kostnað mannréttinda þar í landi. Mun fyrirtækið ætla að endur- skoða stefnu sína í Rússlandi og marka skýrari stefnu fyrir lög- fræðinga sína. Reuters Harka Lögreglumenn takast á við stjórnarandstæðinga í Moskvu í gær. Rússneska lögreglan hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár fyrir hörku. Rússnesk yfirvöld sögð beita Microsoft fyrir sig  Hugbúnaðarrisinn gagnrýndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.