Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Andri Karl andri@mbl.is „Flestir myndu samþykkja þá skoð- un mína að keppnin í ár sé ein sú erf- iðasta frá upphafi. Gríðarlega öfl- ugir strákar eru mættir til leiks og slást um titilinn,“ segir Stefán Sölvi Pétursson, sterkasti maður Íslands, sem staddur er í Suður-Afríku og hefur á morgun leik í keppninni Sterkasti maður heims. Stefán Sölvi hefur verið við stífar æfingar undanfarnar átta til tíu vik- ur og segist aldrei hafa verið í betra formi. Keppnin leggst því vel í hann og sjálfur segist hann „ekki geta beðið eftir að byrja“. Keppt er í fimm riðlum og eru sex keppendur í hverjum riðli. Tveir efstu eftir sex greinar komast svo áfram í úrslitin. Og þangað stefnir Stefán Sölvi. „Allir riðlarnir eru af- skaplega erfiðir en ég er mjög bjart- sýnn á að komast í úrslit. Svo er að leggja sig allan fram ef maður kemst þangað og stefna á sigur í keppninni.“ Sú var tíðin að Íslendingar sigr- uðu í hverri kraftakeppninni á fætur annarri, og er keppnin Sterkasti maður heims þar ekki undanskilin. Á undanförnum árum hefur þó stað- ið á árangrinum. Stefán Sölvi segir þó ekki langt að bíða þar til Íslend- ingur verði krýndur sterkasti mað- ur heims að nýju. „Ég stefni á að það gerist innan tveggja, þriggja ára. Svona ef ég á að vera raunsær.“ Meðal keppanda í ár er sigurveg- ari keppninnar í fyrra, Litháinn Zydrunas Savickas. Fylgjast má með framgöngu Stef- áns Sölva á vefsvæðinu www.the- worldsstrongestman.com. Leggur sig fram og stefnir á sigur  Stefán Sölvi Pétursson keppir fyrir hönd Íslands í Sterkasta manni heims Morgunblaðið/Jakob Fannar Sterkur Stefán Sölvi Pétursson er sterkasti maður Íslands árið 2010. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við Blo- omberg-fréttastofuna, að deilur Íslendinga við Breta og Hol- lendinga um Icesave veki spurningar um aðildarumsókn Íslend- inga að Evrópusambandinu. „Aðgerðir Breta og Hollendinga, sem nutu lengi stuðnings Evrópusambandsins, hafa vakið spurningar í hugum margra Ís- lendinga: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?“ hefur Blo- omberg eftir Ólafi Ragnari. Viðtalið var tekið í Tianjin í Kína, þar sem Ólafur Ragnar sit- ur fund Alþjóðaefnahagsráðsins. Ólafur segir í viðtalinu að Íslendingar séu reiðubúnir að ræða um endurgreiðslu á Icesave-ábyrgðum. Hins vegar verði bresk og hollensk stjórnvöld að gera sér grein fyrir því, að Lands- bankinn og netbankinn Icesave hafi ekki notið ríkisábyrgðar. „Enginn getur haldið því fram, að íslenska þjóðin eða póli- tíska lýðræðislega kerfið á Íslandi hafi ekki brugðist með ábyrgum hætti við fjármálakreppunni. Það þýðir þó ekki, að við ættum að láta undan svívirðilegum kröfum Breta og Hollend- inga,“ hefur Bloomberg eftir Ólafi. Ólafur Ragnar hefur dvalið í Kína undanfarna daga, þar sem hann heimsótti m.a. Heimssýn- inguna í Sjanghæ. Hann átti á mánudag fund með forsætisráð- herra Kína, Wen Jiabao. Fundurinn fór fram í Tianjin, þar sem forseti og forsætisráðherrann sækja þing Alþjóðaefnahagsráðs- ins, World Economic Forum, en það er auk þingsins í Davos veigamesti atburðurinn í starfsemi þess. Fram kemur í frétt frá forsetaembættinu að á fundinum með forseta Íslands hafi kín- verski forsætisráðherrann ítrekað að kínversk stjórnvöld hefðu ákveðið að styðja Ísland sérstaklega á tímum efnahagslegra erf- iðleika og væri gjaldeyrisskiptasamningurinn milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands sem undirritaður var í sumar mik- ilvægur hornsteinn slíks samstarfs. Kínverjar myndu innan þess ramma leggja kapp á aukinn innflutning á íslenskum vörum og víðtækt samstarf við íslensk verkfræðifyrirtæki og orkufyrirtæki sem stuðla myndi að aukinni þátttöku þeirra í jarðhitavæðingu Kína. Það væri einlæg von kínverskra stjórn- valda að slíkt fjölþætt samstarf, bæði á sviði peningamála, við- skipta og framkvæmda, myndi auðvelda endurreisn íslensks efnahaghagslífs. gummi@mbl.is Hvers konar klúbbur er þetta?  Ólafur Ragnar Grímsson segir að deilurnar um Icesave veki spurningar um aðildarumsókn Íslend- inga að Evrópusambandinu  Segir kröfur Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi svívirðilegar Bókin skoðuð Forseti Íslands færði Wen Jiabao bók um Eyja- fjallajökul að gjöf, sem hann skoðaði af miklum áhuga. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umgengni hefur stundum verið slæm á hverasvæðinu við Geysi í Haukadal og komið fyrir að ruslatunnur hafi fyllst og sorp fokið um. Sóðalegt var þar sl. sunnudag þegar fjöldi gesta var á ferð. Hverasvæðið við Geysi er í eigu ríkisins og fjölda einstaklinga. Það er ekki friðlýst. Ólafur Arn- ar Jónsson, deildarstjóri náttúru- verndar hjá Umhverfisstofnun, segir að þó hafi stofnunin verið með landverði að störfum á sumr- in og verktaka til að tæma rusla- tunnur og annast lágmarks- viðhald. Gestur, sem kom þarna við síðastliðinn sunnudag, vakti athygli Morgunblaðs- ins á því að þá hafi rusla- tunna verið full og sorp dreifst í kringum hana. Fjöldi ferðafólks var á svæðinu á þessum tíma. Viðkomandi kemur oft að Geysi og segir að þetta sé ekki einsdæmi, umgengni þar sé til skammar. Ólafur Arnar segir nauðsynlegt að hafa starfsfólk við Geysi allt árið, til að hafa umsjón með svæðinu og eftirlit með gestum þess. Engin ein stofnun beri ábyrgð á Geysissvæðinu á meðan það er ekki friðlýst. Hann segir unnið að friðlýsingu þess hluta hverasvæðisins sem ríkið á, það er að segja í kringum Geysi, Strokk og Blesa. Umhverfisstofnun kom upp sorpílátum á svæðinu, samkvæmt ábendingu heilbrigðiseftirlits, og verktakar sjá um að tæma þau. Þeir koma þó ekki alla daga vik- unnar. Ólafur segir að það hafi komið fyrir að tunnur fyllist fljótt þegar fólk hafi sett í þær sorppoka úr bílum sínum eða jafnvel rútum. Gestir haldi eigi að síður áfram að troða drykkjar- ílátum og sígarettustubbum í tunnurnar eða skilja eftir við þær, í stað þess að taka með sér, og þá verði umhverfið sóðalegt, ekki síst þegar hvessir og sorpið fýkur um. Ólafur telur þó að um- gengnin hafi verið tiltölulega góð í sumar. Umgengni Sóðalegt var við sorpílát við Geysi í Haukadal, einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Umgengni ábótavant á hverasvæðinu við Geysi  Yfirfullar ruslatunnur þegar margt er um manninn Umhverfisstofnun, Ferðamálastofa, Bláskógabyggð og landeigendur vinna að úrbótum á öryggismálum á Geysissvæðinu. Nýjar kaðalgirð- ingar hafa verið hannaðar og viðvörunarmerki. Oft hefur gosið upp umræða um öryggi ferðafólks á hverasvæðinu. Ólafur Arnar Jónsson segir að málið sé nú komið í góðan farveg með samvinnu þessara aðila. Vonast hann til að hægt verði að ráðast í um- bætur á næstu vikum. Nýjar kaðalgirðingar verða settar upp með gangstígum. Þá verður viðvörunarskiltum fjölgað. Tilgangurinn er að leiða ferðafólkið ákveðnar um svæðið og draga úr líkum þess að það fari út á hættu- svæði. Þá er verið að athuga möguleika á hálkuvörn að vetr- inum. Nýjar girðingar og skilti ÚRBÆTUR Í ÖRYGGISMÁLUM www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.