Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 6
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir nokkuð til í því, sem
gefið hafi verið í skyn í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis, að veikleik-
arnir í bankakerfinu hafi verið orðnir
slíkir þegar árið 2006 að erfitt hafi
verið að sjá að síðar hefði átt að vera
hægt að afstýra falli þeirra. „En það
leysir menn ekki undan skyldunni að
reyna og leysir menn ekki undan
skyldunni sem snýr að því að reyna
að lágmarka skaðann,“ sagði hann í
umræðum á Alþingi í gær. Hefði ver-
ið horfst í augu við aðstæður allt frá
árinu 2005 hefði verið hægt að draga
verulega úr tjóni þjóðarbúsins.
Einkavæðing bankanna rótin
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra hefur lagt á það þunga
áherslu í umræðum síðustu daga að
einkavæðing bankanna verði rann-
sökuð ofan í kjölinn. Hún segir að rót
ófaranna megi rekja til einkavæðing-
ar þeirra og þessa óhefta vaxtar sem
stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafi
látið viðgangast.
„Fjármálaeftirlitið og ekki síst
Seðlabanki Íslands fá algjöra fallein-
kunn í þessu samhengi,“ segir Jó-
hanna. Hún segir sér þykja miður að
meirihluti nefndarinnar skuli ekki
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
hefja skuli rannsókn. Steingrímur er
sammála því að betur þurfi að gera í
rannsókn á einkavæðingunni en
hingað til hafi verið gert. „Menn
seldu reynslulausum bröskurum tvo
af þremur stærstu bönkum þjóðar-
innar, með skelfilegum og dýrkeypt-
um afleiðingum,“ sagði hann. Vinnu-
brögð varðandi einkavæðingu hafi
verið mjög ámælisverð.
Eftirlitsstofnanir brugðust
Lagt er til í skýrslu þingmanna-
nefndarinnar að gerð verði stjórn-
sýsluúttekt á Fjármáleftirlitinu og
Seðlabankanum. Steingrímur styður
þessa tillögu heils hugar. „Það er al-
veg ljóst þegar maður les rannsókn-
arskýrsluna stóru, og það er aftur
staðfest hér í skýrslu þingmanna-
nefndarinnar, að þessar tvær meg-
ineftirlitsstofnanir fá algjöra fallein-
kunn, því miður, fyrir frammistöðu
sína á misserunum í aðdraganda
hrunsins,“ segir hann.
Steingrímur er þó ekki að öllu
leyti sammála forsætisráðherra því
hann segir Fjármálaeftirlitið fá
miklu harkalegri falleinkunn en
Seðlabankinn. „Það verður að segja
eins og er að það stendur ekki steinn
yfir steini í framgöngu Fjármálaeft-
irlitsins hvað varðar árin fyrir hrun-
ið. Það er mitt mat og mín niður-
staða,“ segir hann og bætir því við að
sér finnist Fjármálaeftirlitið, allt
fram í september 2008, hafa flutt
boðskap þeirra fjármálafyrirtækja
sem sem það átti að hafa eftirlit með.
Treystir sérstökum saksóknara
Jóhanna segir hinar raunverulegu
ástæður hrunsins hafa átt sér stað
fyrir árið 2007, þegar Samfylkingin
og Sjálfstæðisflokkur mynduðu rík-
isstjórn. „Meginástæðan fyrir
hruninu var auðvitað fyrst og fremst
rakin til framferðis og stjórnarhátta
stjórnenda og aðaleigenda bankanna
sjálfra. Um þau mál fáum við stöðug
ný sannindamerki og við hljótum að
treysta því að umfangsmiklar rann-
sóknir sérstaks saksóknara leiði síð-
an allan sannleikann í ljós áður en
langt um líður,“ sagði hún.
Oddvitar stjórnarinnar leggja áherslu á einkavæðinguna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einbeiting Þingmenn hlýða á umræður um skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Áttu að reyna að
lágmarka skaðann
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ekki er búist við að þingsálykt-
unartillögur þingmannanefndar-
innar um málshöfðun gegn fyrrver-
andi ráðherrum í ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
2007-2009 verði á dagskrá Alþingis
fyrr en á föstudagmorgun, 17.
september.
Atli Gíslason, formaður nefndar-
innar, mun mæla fyrir áliti meiri-
hluta nefndarinnar, en meirihlut-
ann skipa ásamt Atla þau Lilja
Rafney Magnúsdóttir, Sigurður
Ingi Jóhannsson, Eygló Harðar-
dóttir og Birgitta Jónsdóttir.
Þau leggja til að höfðuð verði
sakamál fyrir landsdómi gegn fjór-
um fyrrverandi ráðherrum, þeim
Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, Árna M. Mathie-
sen og Björgvini G. Sigurðssyni.
Hin tillagan til þingsályktunar
um málshöfðun gegn ráðherrum er
frá fulltrúum Samfylkingarinnar í
nefndinni, þeim Magnúsi Orra
Schram og Oddnýju G. Harðar-
dóttur, en þau leggja til að þrír
ofangreindra ráðherra verði
ákærðir af Alþingi, þ.e. allir ofan-
greindir ráðherrar nema Björgvin
G. Sigurðsson.
Sjálfstæðismenn meðmæltir
Ekki hefur verið ákveðið hvort
þingsályktunartillögunum verður
vísað til allsherjarnefndar, en um
það mun vera ágreiningur meðal
þingmanna. Þannig munu ákveðnir
þingmenn Samfylkingarinnar vilja
að málið fari til allsherjarnefndar
en aðrir vera því andvígir og þing-
menn VG munu einnig vera því
andvígir. Búast má við því að til-
laga komi fram í þinginu um að til-
lögurnar fari til allsherjarnefndar
og þá verður atkvæðagreiðsla um
þá tillögu í þinginu. Búist er við því
að allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins muni styðja slíka tillögu,
einhverjir þingmenn Framsóknar-
flokksins og einhverjir þingmenn
Samfylkingar.
Í gær var ekki vitað hvenær
þinginu lýkur, en í dag átti að vera
síðasti þingdagur septemberþings-
ins. Ljóst var talið að þinghald
myndi a.m.k. dragast eitthvað fram
eftir næstu viku.
Óvíst hvort málið fer í nefnd
Þingmenn VG og hluti þingflokks Samfylkingarinnar andvígir því að vísa
tillögunum til allsherjarnefndar Algjör óvissa um lok septemberþings
Morgunblaðið/Ómar
Umræða Atli Gíslason, Helgi Bern-
ódusson og Steingrímur J. Sigfússon.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
ódýrt og gott
Fiskibollur og fiskborgarar,
forsteikt
789kr.kg
Ódýrt!
„Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að við ljúkum ein-
hvern tímann þessum endalausu rannsóknum, komumst
að niðurstöðu og vitum hvað við ætlum að gera við nið-
urstöðurnar því það er ekki hægt, nú tveimur árum eftir
hrunið, að halda áfram að tala eingöngu um fortíðina,“
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, á Alþingi í gær. Sigmundur sagðist
ætla að leggja breytingartillögu við þingsályktunar-
tillögu þingmannanefndarinnar þess efnis að einkavæð-
ing bankanna verði rannsökuð. „Þá vonandi geta menn í
framhaldinu farið að ræða um pólitík og hvernig eigi að
bæta ástandið í landinu,“ sagði Sigmundur Davíð og
bætti við, að hann væri að hugsa um að láta fylgja með tillögu um að kann-
aðir verði styrkir frá sparisjóðunum til stjórnmálamanna. einarorn@mbl.is
Vill ljúka „endalausum rannsóknum“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
segir að leyfa eigi niðurstöðum rannsóknarnefndar Al-
þingis að standa. „Það er ekki hlutverk okkar á þinginu
að fara að taka þá niðurstöðu þessara sérfræðinga til
sérstakrar endurskoðunar,“ segir hann.
Bjarni gagnrýnir fulltrúa Samfylkingarinnar í nefnd-
inni, sem hann segir hafa komist að pólitískri niðurstöðu
um að „sýkna sinn fyrrverandi ráðherra af þeim ásök-
unum sem bornar eru á hann af rannsóknarnefnd Al-
þingi.“ Betur hefði farið á því að þau hefðu leyft nið-
urstöðu rannsóknarnefndarinnar að standa. „Það var sú
niðurstaða sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komust að
og var að mínu áliti skynsamleg,“ sagði Bjarni. einarorn@mbl.is
Endurskoðun utan verkahrings þingsins
Bjarni
Benediktsson
Ögmundur Jón-
asson, dóms- og
mannréttinda-
ráðherra, flutti
frumvarp árið
2002, þar sem
hann lagði til að
felldar yrðu nið-
ur takmarkanir
við því að sá sem
hefur verið sak-
felldur í opin-
beru máli geti áfrýjað niðurstöð-
unni til Hæstaréttar. Ögmundur
skrifaði grein á heimasíðu sína
sama ár, þar sem segir að rökin fyr-
ir óheftum áfrýjunarrétti séu öðr-
um rökum sterkari.
Morgunblaðið hafði samband við
Ögmund í gær og leitaði svara við
því hvort þetta ætti við um þá fyrr-
um ráðherra sem hugsanlega verða
dregnir fyrir landsdóm. Ögmundur
kvaðst ekki tilbúinn til að tjá sig um
efni greinar sinnar að svo stöddu.
annalilja@mbl.is
Ótakmarkaður
áfrýjunarréttur?
Ögmundur
Jónasson
Þau Magnús Orri Schram og Oddný
G. Harðardóttir, fulltrúar Samfylk-
ingarinnar í þingmannanefnd sem
fjallaði um skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis, hafna því sem
fram hefur komið í Morgunblaðinu,
að reynt hafi verið að beita þau
þrýstingi og hafa áhrif á störf
þeirra eða niðurstöður. Engin efn-
isleg umfjöllun um störf þeirra í
þingmannanefndinni hafi farið
fram á þingflokksfundum Samfylk-
ingarinnar fyrr en niðurstöðurnar
voru kynntar nú á laugardag.
Enginn reyndi að hafa áhrif á störfin
„Ég tek það skýrt fram fyrir
mína hönd, að ég efast ekki um
að það fólk sem í hlut á, þessir
fjórir ráðherrar, vilja vel og vildu
vel. Þetta snýst ekki um það,“
segir Steingrímur. Það þýði hins
vegar ekki að mönnum hafi ekki
orðið á eða gert mistök, og átt
að reyna að gera betur. „Það er
um það sem þetta snýst og við
verðum einfaldlega að horfast í
augu við þá hluti,“ segir hann.
Vildu vel
ÁBYRGÐ RÁÐHERRA