Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Athyglisvert er að bera samanorð fyrrum eigenda og stjórn- enda Baugsfélaga árin fyrir hrun og þær staðreyndir sem síðar hafa komið fram.    Þeir snúningarsem teknir voru hjá FL Group, Fons og fleiri félögum vegna Iceland Ex- press og Sterling virtust á sínum tíma fjarstæðukenndir. Stjórnendur og helstu eigendur töluðu þó um þá op- inberlega sem „mikið tækifæri“ og „mikla möguleika“.    Nú er komið í ljós að þeir gættuþess vandlega á sama tíma að ekki færi fram áreiðanleikakönnun á viðskiptunum og vissu vel af því að um mikið ofmat eigna var að ræða.    Snemma árs 2008 héldu forsvars-menn Baugs því fram að félagið stæði vel og gengu svo langt að segja að staðan hefði „aldrei verið sterkari“. Sama saga var sögð fram eftir ári og jafnvel látið opinberlega sem félagið hefði stöðu til að kaupa stórar erlendar verslanakeðjur.    Nú er komið í ljós að allt varþetta gert til að slá ryki í augu fólks því að staða Baugs var ekki sterk heldur skuldaði félagið langt umfram eignir og var því í raun gjaldþrota.    Eftir hrun halda sömu menn þvífram að þeir eigi litlar sem engar eignir sem kröfuhafar geti gengið að. Erlendum dómurum þyk- ir málflutningurinn með eindæmum ótrúverðugur.    Þegar horft er til þess hvernigorðin hafa staðist í gegnum tíð- ina kemur afstaða dómaranna ekki á óvart. Jón Ásgeir Jóhannesson Er líklegt að sagt sé satt nú? STAKSTEINAR Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Hann heitir Alexander og hún heitir Anna. Þau bera mjög líklega tvö nöfn, hugsanlega heitir stúlkan Anna María og drengurinn Alexander Þór. Í það minnsta voru millinöfnin María og Þór þau vinsælustu meðal barna sem fengu nafn á síðasta ári. Alexander tók við sem vin- sælasta nafngift sveinbarna af Viktori sem féll alla leið í fimmta sæti vinsældalistans sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Anna hélt stöðu sinni, var einnig vinsælasta nafnið árið á undan. Þetta breytir þó engu um það að flestir íslensk- ir karlar bera nafnið Jón, þá Sigurður og loks Guðmundur. Flestar konur heita Guðrún að fyrra nafni, þá Anna og loks Sigríður. Tískustraumar, sem lengi hafa þekkst að einhverju leyti í nafngiftum, hafa samkvæmt þessu enn ekki breytt því að Jón og Gunna eru hin dæmigerðu, klassísku, íslensku mannanöfn. Tæplega 5.500 karlar svara nafninu Jón og um 5.000 konur nafninu Guðrún. Þó vinsælla sé að skíra nýbura Alexander, Daníel, Önnu eða Rak- el er Jón engu að síður þriðja algengasta eig- innafnið sem gefið var barni árið 2009 og Guð- rún það fimmta algengasta. Þau Jón og Gunna, Siggi, Sigga og Gummi virðast því lítið láta tískusveiflurnar á sig fá þó vissulega hafi þeim hlutfallslega fækkað. Hlutur tvínefna eykst enn Flestir sem fengu nafn á árinu 2009 fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vin- sælustu millinöfn. Á eftir þeim kom stúlk- unafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Áberandi er hve hlutur tvínefna hef- ur vaxið á síðustu áratugum. Á 19. öld heyrði til undantekninga að íslensk börn væru skírð tveimur nöfnum en nú ber meirihluti þjóðarinnar tvö nöfn eða fleiri. Tvínefni eru munu algengari með- al barna en fullorðinna og árið 2005 báru t.d. 82% barna á aldrinum 0–4 ára tvö nöfn eða fleiri. Hið sama átti einungis við um 19% þeirra sem náð höfðu 85 ára aldri 1. janúar 2005. Þrjár vinsælustu samsetningar nafna hjá körlum í fyrra voru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vin- sælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka al- gengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefn- um. Anna er fyrri liður í sex tvínefnum af 10 al- gengustu. Í ársbyrjun 2010 báru rúmlega 7.600 ein- staklingar fleiri en 3 nöfn eða nafnliði, eða 2,4% mannfjöldans. Saga nafnanna Á undanförnum áratugum hefur dregið mjög úr notkun gamalgróinna mannanafna. Nöfnin Jón og Guðrún voru um aldir lang- algengustu mannanöfnin á Íslandi og sam- kvæmt manntalinu 1703 hétu 23,5% allra karla Jón og 19,7% allra kvenna báru nafnið Guðrún. Talsvert dró úr tíðni þessara nafna á 18. og 19. öld og í manntalinu 1901 hétu 9,6% karla Jón og 10,5% kvenna Guðrún. Á 20. öldinni dró áfram úr vinsældum þessara nafna og 1. janúar 2005 báru 3,8% landsmanna nafnið Jón og 3,6% kvenna hétu Guðrún. Litlum Gunnum og Jónum fækkaði í gegnum árin  Alexander og Anna voru algengustu nöfn sem gefin voru börnum á síðasta ári Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upp- hafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 ein- staklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næst- fæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveislna. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar. 666 manns áttu afmæli á jóladag FÆSTIR EIGA AFMÆLI YFIR JÓLIN Einnefni og fyrsta nafn meybarna fæddra 2009 Einnefni og fyrsta nafn sveinbarna fæddra 2009 Fjöldi 1 Alexander 49 2 Daníel 41 3 Jón 40 4 Sigurður 36 5 Viktor/Victor 35 6 Arnar 34 7 Kristján/Kristian/Christian 33 8 Gunnar 31 9 Kristófer 31 10 Stefán/Stefan 30 11 Guðmundur 29 12 Aron 26 13 Gabríel 24 14 Einar 23 15 Matthías/Mattías/Mathías 23 Fjöldi 1 Anna 36 2 Rakel 34 3 Emilía/Emelía 32 4 Katrín 30 5 Kristín 29 6 Viktoría 29 7 Aníta/Anita 28 8 Ísabella/Ísabel/Isabella/Isabel 28 9 Margrét/Margrjet/Margret 27 10 Eva 26 11 Sara 26 12 Elísabet/Elísabeth 25 13 Embla 25 14 Íris 25 15 Guðrún 24 Veður víða um heim 14.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 6 alskýjað Egilsstaðir 9 rigning Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 13 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 skýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 13 skýjað London 17 skúrir París 22 heiðskírt Amsterdam 17 alskýjað Hamborg 16 súld Berlín 15 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 13 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 17 skýjað New York 22 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:51 19:56 ÍSAFJÖRÐUR 6:53 20:03 SIGLUFJÖRÐUR 6:36 19:46 DJÚPIVOGUR 6:20 19:26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.