Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.09.2010, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið/Júlíus Í gangi Eldurinn var slökktur fljótlega eftir að fjölmennt slökkvilið kom á vettvang. Andri Karl andri@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 53 ára karlmann, Auðun Þorgrím Þorgrímsson, í tveggja ára fangelsi fyrir íkveikju í janúar á síð- asta ári. Hann játaði sök frá upphafi málsins en bar við að hafa aðgætt hvort fólk væri í húsinu áður en hann bar eld að því. Dómurinn hafnaði þeim framburði hins vegar alfarið. Auðuni var einnig gert að greiða verjanda sínum 250 þús- und króna þóknun og tæpar 174 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Húsið sem Auðunn kveikti í er númer 10 við Tryggvagötu í Reykjavík. Það var mannlaust þegar í því kviknaði en sautján ára stúlka mætti honum í anddyri hússins og varð vitni að því þegar hann kveikti í. Hún hljóp inn á matstofu í næsta húsi og lét vita. Vildi svo til að inni á mat- stofunni voru staddir tveir lögreglumenn sem gengu beint í málið. Langt fyllirí að baki ákvörðuninni Líkt og áður segir játaði Auðunn sök í málinu en tók fram að hann hafi aðgætt hvort einhver væri í húsinu. Í því var um að ræða svonefndar óleyfisíbúðir og bjuggu þar m.a. starfsmenn áð- urnefndrar matstofu. Þar á meðal var fyrrver- andi eiginkona Auðuns. Fyrir dómi sagði Auðunn að eiginkonan fyrr- verandi hefði verið í tygjum við tvo aðra karl- menn. Þennan morgun hefði hún hringt í hann og vakið, en þá hafði Auðunn verið á „nokkurra daga fylliríi,“ eins og segir í dómnum og haldið áfram að drekka eftir símtalið. Hann hafi þá í reiði tekið þá ákvörðun „að loka þessu greni,“ líkt og hann sjálfur orðaði það, með því að kveikja í því. Fyrir utan íbúðir starfsfólks mat- stofunnar sagði Auðunn að í húsinu hefði við- gengist ýmis starfsemi, s.s. vændi, kjötiðnaður fyrir matstofuna, fíkniefnasala, dreifing stinn- ingarlyfja og inn- og útflutningsverslun. Auðunn vissi af bensínbrúsa í húsnæðinu, hellti úr hon- um og kveikti í með vindlingi. Varð fyrir framheilaskaða árið 2007 Í niðurstöðukafla dómsins segir að á þeim skamma tíma sem Auðunn var í húsinu hafi ekki verið unnt fyrir hann að ganga út skugga um að húsið væri mannlaust. Framburðurinn sé einnig í andstöðu við frásögn stúlkunnar sem mætti honum í anddyrinu. Einnig segir að hann hafi orðið að gera ráð fyrir að húsið myndi allt brenna að innan og loks að eldurinn gæti borist úr því í næstu hús. Vottorð sérfræðings í heila- og taugalækn- ingum var á meðal gagna málsins. Í því kemur fram að Auðunn varð fyrir höggi framan á andlit og enni í ágúst 2007. Líkur séu á því að hann hafi orðið fyrir framheilaskaða við það, en einkenni um slíkan áverka geti verið lélegt innsæi, hvat- vísi og dómgreindarskerðing. Engu að síður var Auðunn metinn fyllilega sakhæfur. Kveikti í til „að loka þessu greni“  Karlmaður á sextugsaldri dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir íkveikju í janúar á síðasta ári Kristján Jónsson kjon@mbl.is Vel gekk að fjarlægja kjöt af beina- grind steypireyðarinnar sem fannst rekin við eyðibýlið Ásbúð á Skaga í sumar, að sögn Þorvalds Þórs Björnssonar, hamskera hjá Nátt- úrufræðistofnun. Beinin eru nú í geymslu en stefnt er að því að hreinsa þau vel, setja beingrindina upp og hafa hana til sýnis. En það kostar peninga og finna þarf heppi- legt húsnæði, beinagrindin verður nær 24 metrar að lengd. Því gætu liðið nokkur ár áður en hægt verður að sýna hana. „Við erum búnir með fyrsta áfangann, búnir að skera allt utan af hvalnum og flytja beinin í öruggt skjól,“ segir Þorvaldur. „Nú treyst- um við á að Kristján Loftsson hjá Hval hf. verði okkar bjargvættur, að hann hjálpi okkur við að sjóða bein- in. Það er næsta skrefið og hann ræður yfir réttu tækjunum. Bændur og verktakar þarna á Skaga hjálpuðu mér við þetta og unnu þarna þrekvirki, notuðu belta- gröfur, stóra vörubíla og fleiri tæki. Við þurftum að hluta skepnuna í sundur og taka af henni allt rengi og kjöt. Þetta voru m.a. Steinn og Jó- hann Rögnvaldssynir á Hrauni á Skaga, einnig Skafti Vignisson í Höfnum en fleiri komu við sögu. “ Brýnt er að fjarlægja með suðu vandlega allt hold og fitu af bein- unum og vökva úr hryggjarsúlunni, ella er hætt við að lyktin yrði óþægi- leg á sýningarstað einhvern tíma í framtíðinni. En þetta er vandaverk sem getur tekið nokkur ár. Hvalurinn á Skaga hefur líklega vegið 70-100 tonn og reyndist vera nákvæmlega 24.96 metrar að lengd. Beinagrindin er líklega um 30 senti- metrum styttri að sögn Þorvalds en lengd dýrsins var mæld nákvæm- lega eftir að búið var að draga hræið um 630 metra vegalengd af strand- stað þannig að hægt væri að komast að því til að ná beinagrindinni. Þorvaldur segir að holdið hafi verið urðað á svæðinu á stað sem Umhverfisstofnun hafi samþykkt. Þess hafi verið gætt vandlega að fylgja öllum settum reglum. Þar sem um lífrænt efni er að ræða breytist úrgangurinn smám saman í mold. „Við viljum ekki segja frá því núna hvar nákvæmlega við geymum beinin sem við urðum að hluta í sundur vegna flutninganna,“ segir Þorvaldur. „Ástæðan er að við lent- um í því að það var stöðugur straum- ur fólks þegar vitað var um staðsetn- inguna. Menn fóru yfir tún og annað og sumarbústaðaeigendur voru orðnir hræddir við áganginn. Núna er þetta enn viðkvæmara. Vonandi verður beinagrindin, sem verður líklega 10-12 tonn með öllu, sett upp síðar og maður vill ekki missa neitt úr þessu, skíði og þess háttar, vill ekki að neinn komist í þetta. Hún er komin suður yfir heið- ar og meira segi ég ekki! Steypireyður flutt suður  Búið að urða kjöt og rengi hvalsins sem rak á land á Skaga í sumar  Tekið gæti nokkur ár að hreinsa beinin og þá væri hægt að setja grindina upp Ljósmynd/Valur Þorvaldsson Sterk bein Beinagrind steypireyðarinnar á Skaga þegar búið var að fjarlægja megnið af holdinu. Ljósmynd/Valur Þorvaldsson Mikið af kjöti Sporðurinn á stærstu skepnu jarðar er engin smásmíði, nota þurfti stórvirkar vinnuvélar við að draga hvalinn úr fjörunni lengra inn á land. Kjötið og rengið vó nokkra tugi tonna og var það urðað. Óviss framtíð » Steypireyðurin er stærsta dýr jarðar en talið er að aðeins séu nokkur þúsund dýr til í heiminum. Tegundin er nú alfrið- uð en minnstu munaði að henni væri eytt með ofveiði. » Beinagrindin af hvalnum verður í fyrstu varðveitt í hlutum í geymsluhúsnæði í Urriðaholti þar sem nýtt Náttúrugripasafn Íslands verður til húsa. Óljóst er hvar hún verður sett upp. Aðalmeðferð fór fram í fjórum meintum vændiskaupamálum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Upphaflega var um ellefu mál að ræða en sjö þeirra lauk með sekt- argreiðslum. Í umræddum fjórum málum neituðu karlmennirnir sök. Tvö málanna voru dómtekin í gær en aðalmeðferð var frestað í tveimur þeirra sökum þess að verið er að hafa uppi á vitnum. Dóms er því að vænta innan fjögurra vikna í tveim- ur málanna. Um er að ræða vændiskaup karl- manna af vændisþjónustu Catalinu Mikue Ncogo eða konum í hennar þjónustu á síðasta ári. Hávær um- ræða var um það í sumar hvers vegna dómarnir yfir vændiskaup- endunum væru ekki birtir á vef Hér- aðsdóms Reykjavíkur líkt og í öðr- um sakamálum. Birtingaleysið var þá skýrt með því að málin hefðu ver- ið útivistarmál en slík mál séu und- anþegin netbirtingu samkvæmt k-lið 2. gr. tilkynningar dómstólaráðs nr. 2/2009. Útivistarmál eru mál þar sem sakborningur mætir ekki fyrir dóm. Í málunum fjórum sem tekin voru fyrir í gær er engin slík undanþága og verða dómarnir birtir á eðlilegan hátt á netinu. andri@mbl.is Neituðu að hafa keypt vændi Nýr fiskvegur var opnaður um miðjan ágúst um svokallaðan Efri- foss í Selá í Vopnafirði. Í stað þess að sprengja rás og steypa þrep eins og gert hefur verið hingað til var notaður stór meitill á vinnuvél og þrepin höggvin í klöppina. Fyrir fjórum áratugum var gerður laxastigi í Selárfoss, sem er um 7 kílómetra frá sjó og opn- aðist við það um 21 km af nýjum búsvæðum fyrir lax. Sú aðgerð margfaldaði stofnstærð laxins í Selá. Með tilkomu hins nýja fiskvegar í Efri-fossi Selár opnast fyrir 15- 20 km ný svæði fyrir göngufisk í aðalánni og einnig langa kafla í hliðará Selár sem heitir Selsá, að því er fram kemur á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Nýr fiskveg- ur í Selá Rangur aldur Villa slæddist inn í dánarfregn um Baldur Pálmason í blaðinu í gær. Baldur var 90 ára þegar hann lést, en ekki 88 ára. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.