Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Hinn 1. janúar sl. tóku í gildi lög nr. 129/ 2009, um umhverfis- og auðlindaskatta. Lögunum er mark- aður skammur líftími eða þrjú ár. Áætlað er að skatturinn skili 2,2 milljörðum króna ár- lega í ríkissjóð og leiði til 0,04% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Um síðustu áramót hófu orkufyrirtækin að innheimta skattinn af áætlaðri notkun. Um setningu skattalaga Í stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands nr. 33/1944 (stjskr.) eru lagð- ar ákveðnar skyldur á herðar lög- gjafanum um framsetningu og efnislegt innihald skattalaga ætli hann sér að íþyngja þegnum sínum með auknum skattbyrðum. Form- skilyrðin koma fram í 40. og 77. gr. og eru þau annars vegar að skýrt sé kveðið á um í settum lögum hvaða skatt skuli greiða. Með því er komið í veg fyrir að skattlagningarvaldið sé framselt frá löggjafanum. Hins vegar verða lögin að miða skatt- heimtu við atvik sem eiga sér stað eftir að þau tóku gildi. Er þetta nefnt bann við afturvirkni skatta- laga. Auk formskilyrðanna eru ákveðnar efnislegar kröfur leiddar af 72. gr. um friðhelgi eignarrétt- arins og jafnræðisreglunni í 65. gr., að í lögunum sé gætt viss jafnræðis að því leyti að skatturinn komi sem jafnast niður á þeim sem eins er ástatt um í efnahagslegu tilliti. Séu vanhöld á að ofangreind skilyrði séu uppfyllt við setningu íþyngjandi skattalaga má búast við því að dóm- stólar dæmi þau ógild. Lög nr. 129/2009, um um- hverfis- og auðlindaskatta Í 5. gr. laganna segir að greiða skuli í ríkissjóð sérstakan skatt af seldri raforku og heitu vatni og skv. 10. gr. er söluaðilum á síðasta stigi viðskipta ætlað að innheimta gjald- ið og skila í ríkissjóð. Þá segir í 3. mgr. 5. gr. laganna að heimilt sé að miða innheimtu skatts af raforku og heitu vatni við áætlaða sölu. Í at- hugasemdum um ákvæðið í frum- varpi til laganna segir að heimilt verði að miða innheimtu við áætlaða notkun þar sem álestur af raforku- og heitavatnsmælum fari að jafnaði ekki fram nema einu sinni á ári. Skilja ber ofan- greint ákvæði með þeim formerkjum að uppgjör milli áætlunar og álestrar fari fram innan ákveðins tíma þannig að skatturinn reiknist að lokum af raunverulegri notkun. Væri annar skilningur lagður til grundvallar væri um brot að ræða á 1. mgr. 77. gr. stjskr. um bann við framsali skattlagningarvalds. Sú forsenda að mælingar fari ein- ungis fram einu sinni á ári vekur spurningu um innheimtu skattsins frá gildistöku laganna um áramótin 2010 með tilliti til 2. mgr. 77. gr. stjskr. um bann við afturvirkni skattlagningar. Skatturinn miðast við áætlaða notkun frá áramótum en jafnframt við uppgjör vegna tímabilsins frá síðustu mælingum á árinu 2009 ef áætlun hefur verið lægri en mælingar segja til um. Áætlunin segir hins vegar ekkert til um raunverulega notkun og vel get- ur verið að einhver hluti notkunar hafi farið fram á árinu 2009 þegar lögin voru ekki í gildi. Eftir að mæl- ing hefur farið fram á árinu 2010 kemur skatturinn fyrst til með að reiknast eingöngu af raunverulegri notkun eftir gildistöku laganna. Um bann við afturvirkni skattalaga. Í 2. mgr. 77. gr. stjskr. segir: „Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir hon- um í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.“ Í at- hugasemdum í greinargerð að baki ákvæðinu segir m.a. að í orðalaginu felist „[…] að löggjöf um skatta mundi teljast afturvirk ef hún er sett eftir það tímamark sem skatt- skyldan eða skatthæðin á að taka mið af.“ Ákvæðið var tekið upp í stjórn- arskrána með 15. gr. stjórnskip- unarlaga nr. 97/1995, um breytingu á stjskr. Fram að þeim tíma var ekki til staðar almennt bann við aft- urvirkum skattalögum og eru dæmi þess að löggjafinn hafi gripið til þess ráðs að setja slík lög í gegnum tíðina. Þegar á lögin reyndi fyrir Hæstarétti taldi hann þau ekki skerða svo mjög réttaröryggi manna að ógildingu varðaði. Þess- ari framkvæmd var 15. gr. stjórn- skipunarlaga nr. 97/1995 ætlað að breyta eins og kemur skýrt fram í athugasemdum í greinargerð að baki ákvæðinu. Þar segir m.a. að afturvirk skattalög séu óviðunandi gagnvart skattgreiðendum en með því geti skattgreiðandi „[…] ekki treyst fyllilega á að reglur, sem gilda á meðan skatttímabil stendur enn yfir og hann kann að byggja einhverja ákvörðun sína á, verði lagðar til grundvallar þegar kemur að álagningu skatta.“ Ennfremur segir að „[…] um leið [geti] þetta stuðlað að því að staðið verði á markvissari hátt að lagasetningu á þessu sviði.“ Lokaorð Af orðalagi 2. mgr. 77. gr. stjskr. og skýringargögnum sem liggja að baki ákvæðinu verður einna helst ráðið að bann við afturvirkni skatt- laga sé fortakslaust. Ekki skiptir máli þótt skatturinn kunni ein- göngu að falla til að hluta, eða jafn- vel engu leyti, á árinu 2009. Telja verður að löggjafinn verði að bera hallann af þeirri óvissu enda er það undir honum komið, ætli hann sér á annað borð að íþyngja borgurunum með sköttum, að haga lagasetningu með þeim hætti að kröfur stjórn- arskrárinnar séu virtar. Verði sú niðurstaðan mun skattur sem inn- heimtur hefur verið áður en álestur fer fram á árinu 2010 verða talinn ógildur og ber að endurgreiða hann. Auðlindaskatturinn og afturvirk skattalög Eftir Vilmar Frey Sævarsson » Verði sú niðurstaðan mun skattur sem innheimtur hefur verið áður en álestur fer fram á árinu 2010 verða tal- inn ógildur og ber að endurgreiða hann. Vilmar Freyr Sævarsson Höfundur er laganemi og starfar á skattasviði KPMG. Kínverskar sendi- nefndir hafa verið áberandi á Íslandi und- anfarið. Sendiráð Kína á Íslandi er með þeim stærstu í Evrópu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra var í ferð um Kína í vor og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra einnig á sömu slóðum. Stór sendinefnd æðstu embættismanna Kína kom í heim- sókn og undirritaður var gjaldeyr- isskiptasamningur milli þjóðanna um aukin samskipti á mörgum sviðum. En hvað hangir á spýtunni? Heyrst hefur að Kínverjar séu að byggja stór gámaflutningaskip sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Kínverska rík- isolíufélagið hefur sýnt áhuga á vinnslu á olíu á Drekasvæðinu og jafnvel að þeir komi að uppbyggingu álvers á Íslandi. Hvað meina þeir með þessu? Jú, vesturleiðin svokallaða er að opnast, ís á svæðinu hefur minnkað þannig að sérútbúin skip til siglinga í ís fara létt með að komast þessa leið sem er verulega styttri en sú leið sem farin er í dag. Vesturleiðin svokallaða mun bjóða upp á siglingar á mun stærri skipum en komast í gegnum Súesskurðinn. Sparnaður Kínverja og annarra Asíuríkja við að koma vörum á markað í Evrópu og Am- eríku yrði gríðarlegur. Uppskipunar- aðstaða á Íslandi yrði Kínverjum feikilega mikilvæg svo ekki sé meira sagt. Forsjálni Kínverja í þessum efnum er þekkt um allan heim. Alda- gömul viðskiptahefð og nú í seinni tíð nánara pólitískt samband ásamt sterkri stöðu á peningamörkuðum gerir Kína að álitlegum samherja. Ekki má gleyma þeim drengskap sem Kínverjar sýndu Íslendingum í baráttunni við Alþjóða gjaldeyr- isvarasjóðinn þar sem þeirra þrýst- ingur á stjórn sjóðsins varð til þess að við fengum þá lánafyrirgreiðslu sem okkur hafði verið lofað en ekki hafði verið staðið við. Ef Kínverjar hefðu ekki beitt sér í þessu máli væri illa komið fyrir Íslendingum. Am- eríka og Evrópa stóðu með hendur í skauti á meðan hryðjuverkalögum var beitt á Íslendinga eins og ótínda glæpamenn. Þarna sýndu Kínverjar Íslend- ingum vinargreiða sem ekki má gleymast. En er ástæða til að óttast nánara samstarf við Kínverja? Þeir eru þekktir fyrir að standa við gerða samninga við þá aðila sem þeir eiga viðskipti við. Í frétt á RÚV var nýlega skýrt frá því að Nató hygðist koma á fót sérstakri flugsveit með aðstöðu á Keflavíkurflugvelli sem skyldi hafa eftirlit með Norður-Atlantshafi og þá sérstaklega vesturhluta þess. Í kjöl- farið komu Bandaríkjamenn með 10 þotur og 200 manna lið til landsins til að sinna flugeftirliti í nágrenni Ís- lands. Þarna kveður við nýjan tón. Það skyldi þó aldrei vera að með þessum aðgerðum sé Nató að senda Kínverjum skýr skilaboð um að hafa hægt um sig á Íslandi. Þetta ástand geta Íslendingar nýtt sér ef þeir halda rétt á spilunum. Nú er Icesave-deilan aftur komin á kreik og sumir tala um að dóm- stólaleiðin sé besti kosturinn til að skera úr um þessi mál. Margir eru á þeirri skoðun að viðskiptasamband við Kína sé álitlegt og eitt er víst að áhugi þeirra er til staðar. Íslendingar standa nú með pálmann í höndunum en það er svo annað mál hvernig þeir spila best úr þeim trompum sem þeir hafa á hendi. Miklar olíulindir á Norðurslóðum gera þetta svæði áhugaverðara með hverjum deg- inum. Ameríka og Evrópa hafa sýnt hug sinn í verki og stórskaðað Ís- lendinga með aðgerðum sínum vegna Icesave-deilunnar. Synjum Nató um aðstöðu á Keflavíkurflugvelli með sitt hernaðarbrambolt því að á Ís- landi er enginn her. Með pálmann í höndunum Eftir Sigurjón Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson »Uppskipunaraðstaða á Íslandi yrði Kín- verjum feikilega mik- ilvæg svo ekki sé meira sagt. Forsjálni Kínverja í þessum efnum er þekkt um allan heim. Höfundur er matreiðslumeistari. Stjórnmálaumræða á Íslandi hefur oft verið skrýtin, stundum skemmtileg og stöku sinnum jafnvel upp- byggileg og málefnaleg. Að undanförnu hefur umræðan þó einkum verið dapurleg. Hér er ekki átt við furður í bloggheimum eða nafn- lausan rógburð í net- miðlum. Hér er átt við orðræðu vanstilltra stjórnmálamanna hvort heldur sem er úr ræðustóli Al- þingis eða í viðtölum við fréttamenn. Oft má því miður sjá þreytu og stund- um reiði og heift en rökstuddur mál- flutningur, skýr framtíðarsýn og mál- efnaleg skoðanaskipti eru sjaldséð. Þótt skiljanlegt sé að álag hafi áhrif á dómgreind og valdi ójafnvægi verður að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir fari fram með sæmilegu for- dæmi. Hins vegar ætti fólk að geta treyst því að umræða um þjóðmál í há- skólasamfélaginu hvíli á traustum grunni. Ég gerði mér því vonir um vandaða og upplýsandi umræðu þegar ég sá auglýsta fyrirlestrarröð sem Þjóð- málastofnun Háskóla Ís- lands og EDDA öndveg- issetur, sem einnig er sjálfstæð rannsókn- armiðstöð innan Há- skóla Íslands, standa fyrir þessar vikurnar og fjallar um frjálshyggju. Tilefni fyrirlestranna er útgáfa bókarinnar „Ei- lífðarvélin: Uppgjör við nýfrjálshyggjuna“ sem Þjóðmálastofnun gefur út undir ritstjórn Kol- beins Stefánssonar, sér- fræðings Þjóðmálastofn- unar og doktorsnema í félagsfræði, sem jafnframt reið á vaðið með fyrsta fyrirlesturinn. Væntingarnar voru að vísu hóf- stilltar í ljósi vonbrigða síðastliðið vor með framlag Háskóla Íslands til um- ræðunnar um lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og urðu mér tilefni til greinar sem bar heitið „Háskóli Íslands í fallhættu“. Þar gerði ég m.a. athugasemd við áróð- urskenndan málflutning Stefáns Ólafssonar, prófessors, sem átti ekk- ert skylt við vísindalega hlutlægni. Það er skemmst frá því að segja að fyrirlestur Kolbeins Stefánssonar, sem samkvæmt auglýsingu fjallaði um „samfélagssýn frjálshyggjunnar og þær hugmyndir um einstaklinginn sem hún hvílir á“, var afleitur. Efn- istök sýndu engin merki um vís- indalega hlutlægni enda fór fyrirles- arinn ekki leynt með óbeit sína á viðfangsefninu. Hugtakanotkun var ruglingsleg og ónákvæm enda lagði fyrirlesari sig í þeim efnum fremur fram um hótfyndni en vandaða og yf- irvegaða umfjöllun. Þannig kynnti fyr- irlesarinn til sögunnar nýtt hugtak, „dólgafrjálshyggju“, sem ætla mætti að upprunnin væri hjá nafnlausum rógsmönnum í bloggheimum fremur en í rannsóknarstofnun innan Háskóla Íslands. Fyrirlesarinn staðhæfði að dólgafrjálshyggja væri sú tegund frjálshyggju sem ríkti á Íslandi og væri dólgafrjálshyggjan orsök efna- hagshrunsins. Ekki var gerð nein til- raun til að renna stoðum undir þá staðhæfingu. Áheyrendur gátu þó skilið að hér væri á ferðinni enn hræði- legri útgáfa af frjálshyggju en hin ill- ræmda nýfrjálshyggja sem vinstri- sinnaðir stjórnmálamenn og meintir fræðimenn hafa gjarnan dregið fram þegar eftirspurn hefur verið eftir ein- földum og órökstuddum skýringum á orsökum efnahagshrunsins. Svo nálægt en þó svo fjarri Eins og í erindi Stefáns Ólafssonar er var tilefni greinarskrifa minna síð- astliðið vor, komst boðskapur Kol- beins Stefánssonar á köflum glettilega nálægt rót vandans. Þannig fjallaði Kolbeinn undir lok fyrirlestrarins um „nýfrjálshyggjuna í framkvæmd“ þar sem þrjú fyrirbæri – 1) ríkisábyrgðir, 2) þrautavaralán Seðlabanka og 3) inn- stæðutryggingar – komu fyrir á sömu glærunni en síðasti punktur glær- unnar var eftirfarandi staðhæfing: „Pilsfaldakapítalismi er nýfrjáls- hyggjan í framkvæmd“. Ef litið er burt frá því að hugtakið „pils- faldakapítalismi“ hafi ekki verið skil- greint til fullnustu er staðhæfingin bersýnilega í andstöðu við málflutning um að nýfrjálshyggja sé afbrigði frjálshyggju enda hlýtur öllum að vera ljóst að frjálshyggjumenn hafa lengi barist gegn hvers kyns ríkisábyrgð, miðstýrðum peningakerfum og þrau- tavaralánum Seðlabanka og inni- stæðutryggingum. Þessu til stuðnings mætti nefna skrif Ludwig von Mises, Friedrich Hayek og Murray N. Roth- bard sem eru til vitnis um andstöðu frjálshyggjumanna við „pils- faldakapítalisma“ og „nýfrjálshyggju“. Þess ber þó að geta að Milton Friedman, meðal annarra hagfræð- inga af hinum svokallaða Chicago- skóla, sem í ýmsu tilliti mætti kalla frjálshyggjumann var fylgjandi mið- stýringu seðlabanka á peningamagni (e. monetarism) sem á mikið skylt við keynesíska hagfræði en er algjörri í andstöðu við skoðanir Ludwig von Mi- ses og annarra hagfræðinga af aust- urríska skólanum sem aðhyllast frjáls- hyggju á sviði peningamála. En hvað sem slíkum litbrigðum líð- ur er ljóst að einhæfur, ómálefnalegur og mótsagnakenndur fyrirlestur Kol- beins Stefánssonar um frjálshyggju var slæm byrjun og ekki góð bók- arkynning. Þótt málatilbúnaður af því tagi sem ritstjóri Eilífðarvélarinnar hafði uppi í nafni Þjóðmálastofnunar kunni að vera óhjákvæmilegur fylgi- kvilli í dægurmálaumræðu er hann al- gerlega óboðlegur sem framlag Há- skóla Íslands til uppbyggilegrar stjórnmálaumræðu. Ég vil því endurtaka hvatningu mína frá í vor um að rektor Háskóla Íslands og annað forystufólk íslenska fræðasamfélagsins geri betur. „Dólgafrjálshyggja“ í Háskóla Íslands Eftir Svein Tryggvason » Þrátt fyrir hófstilltar væntingar var fram- lag HÍ til þjóðmála- umræðunnar enn og aft- ur vonbrigði. Sveinn Tryggvason Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.