Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Það voru víst tann-
læknarnir sem
tengdu tannskemmdir
mataræðinu fyrir
meira en 80 árum.
Sumar rannsóknanna
sem þeir þá gerðu
gera okkur kleift að
sjá hvað er helst að
nútímamataræði.
Mataræði þeirra sem
búa í þéttbýli í dag er
gjörólíkt því mat-
aræði sem var fyrir rúmum 100
árum er flestir bjuggu í sveit. Sér-
fæðingum flestum hefur orðið of
starsýnt á orkuþörfina, líklega
vegna hungurvofunnar frá fyrri
tíð, en ekki gert sér grein fyrir að
maturinn þróaðist í að verða
vítamínsnauðari, steinefnasnauð-
ari, með minna af lífsnauðsyn-
legum fjölómettuðum fitusýrum og
svo innihaldandi minna af trefjum.
Nokkuð sem veldur hungurtilfinn-
ingu hjá okkar og ofáti í dag.
Sumir virðast halda að hreyfing sé
allra meina bót en án réttrar fæðu
gagnar hún lítið.
Í Morgunblaðinu 27. ágúst síð-
astliðinn var greint frá því að
tannskemmdir skólabarna á Ís-
landi væru tvöfalt meiri en annars
staðar á Norðurlöndunum. Tann-
hirða er ekki nóg ein og sér. Við
áttum víst Evrópumet í hvítasyk-
ursáti, sem var orðið um helm-
ingur þeirrar orku sem við eigum
að fá úr sykrum (grænmeti) sam-
kvæmt manneldisráði. Sætindi og
oft kolsýrðir sykurdrykkir eru oft
fæða skólabarna í dag auk annars
ruslmatar. Ruslmatur er með mik-
ið af fitu og/eða sykri. Ég hef
stundum sagt frá því hvernig
tossabekkurinn varð hæstur á
prófi eftir veturinn í Drammen í
Noregi bara við það að börnunum
var gefinn hollur morgunverður í
skólanum í tilraunaskyni allan vet-
urinn. En það er orðið langt síðan
við fengum lýsi í skólanum sem lyf
til að koma í veg fyrir beinkröm
vegna einhæfs fæðis. Sé matur í
dag borinn saman við
mat fyrir 100 árum
kemur í ljós að okkur
vantar tilfinnanlega
vítamín, steinefni, lífs-
nauðsynlegar fitusýr-
ur og meiri trefjar.
Eina steinefnið sem
við fáum ríkulega af,
eða þrisvar til fjórum
sinnum of mikið, er
matarsalt og hefur of
mikil áhrif á heilsuna
til hins verra.
Ýmsar vörur til
matargerðar má
flokka sem vávörur frá næring-
arsjónarmiði en það eru t.d. hvíti
sykurinn, hvíta hveitið, hert fita
eða transfita, verksmiðjuhreins-
aðar matarolíur, póleruð (hvít)
hrísgrjón og sá matur sem gerður
er úr þessu. Í vávörum er yfirleitt
búið að fjarlægja flest aukaefnin,
vítamín og steinefni sem eru í t.d.
hýðinu, til þess að auka geymslu-
þolið. Þá eru allar unnar vörur og
langtíma geymdar með mun
minna af steinefnum og vítamínum
en ferskar. Þá er það sjálf mat-
seldin en hver hefur séð önnur
spendýr sjóða, grilla, baka eða
steikja matinn sinn?
Þá er mjög auðvelt að skemma
vítamínin, fitu og skola burt stein-
efnunum í matseldinni. Við þurf-
um að borða fæðu sem fullnægir
orkuþörfinni og hefur rétt hlutföll
vítamína, steinefna og amínósýra,
fitusýra og nóg af trefjum til að
geta þrifist án þess að fá króníska
sjúkdóma vegna skorts á lífs-
nauðsynlegum efnum. Það má því
skipta matnum í lifandi og dauðan
mat. Lifandi eða hrár matur ætti
að vera bara 24-36 klst. í gegnum
líkamann og meltist afgangurinn
af sýrugerlum, en eldaður matur
er tvisvar til þrisvar sinnum leng-
ur á leiðinni. Skýringin er að
dauður matur meltist að miklu
leyti í ristlinum af rotnunargerlum
sem mynda líka ýmis eiturefni eða
óæskileg efni sem fara út í líkam-
ann.
Líkaminn á erfitt með að losa
sig við úrgangsefni eldaðs matar.
Ónæmiskerfið, sem lætur niður-
brotsefni lifandi matar í friði, eyk-
ur margfalt framleiðslu hvítra
blóðkorna er við borðum dauðan
mat. Hvítu blóðkornin gera óæski-
leg efni í blóðinu óskaðleg. Þetta
væri í lagi ef ónæmiskerfið yrði
ekki smátt og smátt óvirkara
vegna álags og smitsjúkdómar og
aðrir sjúkdómar ættu ekki þar
með auðveldara með að þróast í
okkur þess vegna. Þá er með aldr-
inum mun minna af lífhvötum í
okkur til að brjóta niður hluta
dauðs matar en lifandi matur þarf
þeirra síður við og notar sína eigin
og myndast jafnvel ný gagnleg
efni. Þetta þarf orku og getur haft
áhrif á starfsemi frumnanna við að
viðhalda og gera við skemmdir í
líkamanum og kemur fram í þrek-
leysi. Það hefur myndast gíf-
urlegur matvælaiðnaður á vest-
rænum löndum sem stjórnar
þróuninni. En auðvitað eru menn
meðvitaðir um þetta, því að
ógrynni fæðubótarefna er líka á
boðstólum sem á að bæta úr van-
köntum nútímafæðis eða losa fólk
við kvilla þess. En þetta gengur
víst misjafnlega eftir hjá fólki
flestu og er jafnvel hættulegt og
er þá ekki ráðlegast að treysta
meira á lifandi mat til að halda
góðri heilsu á efri árum? Þetta
virðist enn sem komið er ætla að
verða eins konar Darwinskenning
með öfugum formerkjum þar sem
reynslan er látin víkja fyrir órök-
studdum eða illa rökstuddum full-
yrðingum hagsmunaaðila.
Nútímamataræði
og vankantar þess
Eftir Pálma
Stefánsson »Mataræði í dag inni-
heldur iðulega of lít-
ið af vítamínum, lífs-
nauðsynlegum stein-
efnum og fjölómett-
uðum fitusýrum auk
þess sem of lítið er af
trefjum.
Pálmi
Stefánsson
Höfundur er verkfræðingur.
Mikilvægt er að
sem flestir Íslend-
ingar geti notið fóst-
urjarðarinnar í fram-
tíðinni bæði í starfi
og leik. Til þess að
svo megi verða þarf
að stefna að miklum
samgöngubótum.
Landið er stórt og
strjálbýlt en á höf-
uðborgarsvæðinu búa
næstum 63% þjóð-
arinnar, sem af ýmsum ástæðum
er of mikið. Vísbendingar eru um
að fólk myndi dreifast meira um
byggðir og bæi ef störf og þjón-
usta yrðu auðsóttari víða. Fækk-
un og stækkun sveitarfélaga
myndi stuðla að hinu sama. Á síð-
ari tímum hefur orðið bylting í
vegagerð á landinu þótt fátt sé í
gangi um þessar mundir. Ým-
islegt er þó á teikniborðinu og
mun flest af því tengjast suðvest-
urhorninu með fjögurra akreina
vegum. Tvöföldun Hvalfjarð-
arganga svo og framtíðarvegur að
Borgarnesi hljóta síðan að bætast
við. Þegar víðar verður farið í
endurbyggingu munu þriggja
(1+2) akreina vegir væntanlega
taka við að mestu og þurfa þeir
að vera hannaðir þannig að
breikkun verði sem auðveldust,
enda er takmarkið að eftir ára-
tugi verði kominn fjögurra ak-
reina vegur allan hringinn ásamt
tengslum við nærliggjandi þétt-
býli. Hringvegur um Vestfirði
yrði þó varla breikkaður en fleiri
jarðgöng myndu skipta sköpum
þar.
Þrátt fyrir stórbætt vegakerfi
er rétt að stuðla að strandsigl-
ingum til vöruflutninga fyrir vest-
an og norðan eins og talað hefur
verið um til að létta viðhald þjóð-
veganna og auka öryggi á þeim.
Talandi um öryggismál má minna
á að vegrið vantar víða í vega-
kerfinu.
Hálendisvegirnir koma vænt-
anlega einnig við sögu. Kjalvegur
má ekki yfirfyllast af ferðamönn-
um og því er ekki ástæða til að
gera leiðina of greiðfæra. Þar
tróna Kerlingarfjöll og ekki spill-
ir Blöndulónið fyrir. Um Sprengi-
sand gildir annað. Bent hefur
verið á (Ól. R., Mbl. 20.9. ’09) að
þar mætti leggja veg í jarð-
vegshæð og þá væntanlega fyrir
hófleg farartæki, einkum að sum-
arlagi.
Þá eru það jarðgöngin. Fyrir
Vestfirðinga er grundvallaratriði
að ekki dragist lengi að grafa
Dýrafjarðargöng. Vaðlaheið-
argöngum er ætlað að efla Norð-
austurland og þar hefur lengi
verið beðið framkvæmda, en
gjaldið má ekki vera svo hátt að
göngin verði aðeins vinsæl í
verstu vetrarveðrum. Er þá kom-
ið að stóra kerfinu fyrir austan.
Þar er Neskaupstaður efstur á
blaði með göng til Eskifjarðar.
En þarna er mikið í farvatninu. Á
Austurlandi munu vera uppi ráða-
gerðir um að allt svæðið frá
Djúpavogi til Vopnafjarðar verði
eitt sveitarfélag (Mbl.
1.10. ’09). Samkvæmt
þessu passar ekki að
grafa löng göng undir
Fjarðarheiði heldur að
samstilla byggðirnar
sem mest. Þannig
ættu að koma göng
milli Norðfjarðar og
Mjóafjarðar og önnur
á móti frá Seyðisfirði.
Sameiginleg leið yrði
síðan um göng undir
Miðfjarðarheiði að
Eyvindardal sunnan
Egilsstaða, enda ber Fagridalur
ekki nafn með rentu í þoku og
vetrarveðrum og getur því ekki
verið aðalleið til frambúðar. Á
þessu svæði öllu myndi myndast
eins konar borgarmynd með ein-
stakri ásýnd og aðkomu, þjóð-
félaginu til eflingar og gestum til
gleði.
En eitt hefur gleymst og það er
að minna á umræðurnar um
Sundabraut, sem hafa legið niðri
að undanförnu. Ekki vegna þess
að dregið hafi úr mikilvægi sam-
gangna við sjóinn heldur ekki síst
vegna kostnaðar við þverun El-
liðavogs og erfiðleika við skipulag-
ið vestan til.
Og þá er að lokum tekið á loft
frá nýjum flugvelli. Þjóðin skiptist
mjög í afstöðunni til Reykjavík-
urflugvallar. Flugvallarsvæðið
sker óneitanlega væna sneið af
eðlilegri uppbyggingu borg-
arinnar, enda eru nú til skipulags-
drög sem mun ætlað að nýta
svæðið í áföngum. En hvað þá
með alla aðstöðuna sem flugið
skapar? Ýmist er sagt að Kefla-
víkurflugvöllur taki við eða að frá-
leitt sé að hann bjargi málum. Lít-
ið gerist sjálfsagt í bráð, en lausn
er í sjónmáli þótt lítið hafi verið
rædd á síðari árum. Bessa-
staðanes ásamt Seilunni handan
Skerjafjarðar ættu að rúma all-
stóran tveggja flugbrauta flugvöll
um leið og tekið væri tillit til ná-
grannabyggða. En brú þyrfti yfir
Skerjafjörð og síðan örstutt göng
undir aðra flugbrautina, auk þess
sem eitthvað sneiddist af Gálga-
hrauni eða Garðahrauni vegna
veglagningar. Hvort tveggja þetta
myndi reyndar nýtast miklu fleir-
um heldur en flugfarþegum. Þann-
ig myndi nýja leiðin stytta dag-
legan aksturstíma margra í
Hafnarfirði, Garðabæ og á Álfta-
nesi og jafnframt minnka umferð-
ina hjá mörgum Kópavogsbúum.
Lagning nýju flugbrautanna og
annað sem þeim mun fylgja ætti
að tengjast ákvörðunum um veru-
lega uppbyggingu á núverandi
flugvallarsvæði. Ekki segja að
fuglarnir á Bessastaðanesi séu
meira virði en heilsufar og öryggi
íbúanna víða um land.
Litið til framtíðar
Eftir Valdimar
Kristinsson
Valdimar
Kristinsson
» Takmarkið er að
eftir áratugi
verði komin fjögurra
akreina vegur allan
hringinn.
Höfundur er viðsk.- og landfr.
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les-
endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs-
ins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam-
taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.
Móttaka aðsendra greina
Íslendingar lifa nú á
miklum umbrotatím-
um. Á sama tíma og
alltof margir þurfa að
súpa seyðið af afleið-
ingum efnahagshruns-
ins hafa skapast tæki-
færi sem felast í
auknum áhuga al-
mennings á þjóðfélags-
málum. Átakalínur
stjórnmálanna hafa
skerpst og hliðrast og í
því umróti er færi á að fá fólk til að
hugsa hluti upp á nýtt og tileinka sér
nýjan hugsunarhátt. Heimdallur,
sem stærsta stjórnmálafélag lands-
ins með hátt í sex þús-
und félagsmönnum, er í
einstakri stöðu til að
vera í fararbroddi bar-
áttunnar fyrir frelsi
einstaklingsins.
Framtíðin er for-
gangsverkefni
Forgangsverkefni
stjórnmálamanna núna
er að tryggja að sem
flest ungt fólk geti
skapað sér sem best
lífskjör til framtíðar.
Alþjóðavæðing og aðild
að evrópska efnahagssvæðinu hafa
leitt til þess að Ísland er í harðri
samkeppni um fólk við önnur lönd.
Nú er raunveruleg hætta á atgerv-
isflótta, þar sem heil kynslóð af hæfu
fólki lætur sig hverfa til annarra
landa einkum þegar við völd er rík-
isstjórn sem gerir nær allt til að fæla
fólk úr landi. Skattahækkanir
skerða ekki bara lífskjör almennings
með beinum hætti heldur tefja þær
fyrir endurreisn atvinnulífsins.
Veikt atvinnulíf veldur því að færri
tækifæri eru fyrir vinnufúsar hend-
ur til að fá viðfang krafta sinna.
Látum til okkar taka
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér
til formennsku í Heimdalli, félagi
ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík,
til að leggja framangreindum mál-
efnum lið. Með mér er fimmtíu
manna hópur sem vill taka að sér
ábyrgðarstörf fyrir félagið auk
hundraða manna sem hafa skráð sig
í félagið síðustu mánuði til að veita
okkur brautargengi. Ég skora á
unga sjálfstæðismenn í Reykjavík að
láta til sín taka og mæta á aðalfund
Heimdallar í Valhöll klukkan 19 í
kvöld og styðja framboð okkar.
Ungt fólk á umbrotatímum
Eftir Hlyn
Jónsson » Forgangsverkefni
stjórnmálamanna
núna er að tryggja að
sem flest ungt fólk geti
skapað sér sem best lífs-
kjör til framtíðar.
Hlynur
Jónsson
Höfundur er laganemi.
Einbýlis- og raðhús í Fossvogi óskast
Höfum fjársterka kaupendur
að góðum einbýlis- og
raðhúsum í Fossvogi
Allar nánari upplýsingar veita
Kjartan Hallgeirsson í síma 824 9093
eða Sverrir Kristinsson
í síma 861 8514.
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasaliReykjavík
Sverrir Kristinsson
861 8514
Kjartan Hallgeirsson
824 9093