Morgunblaðið - 15.09.2010, Page 27

Morgunblaðið - 15.09.2010, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Elsku Biggi afi er látinn. Í minningunni er afi alltaf sá sem var tilbúinn að leika með okkur. Hann sat og lá með okkur á gólfinu og kubbaði, púslaði eða gerði hvað- eina það sem við báðum um. Okk- ur er það líka minnisstætt þegar hann tók þátt í fimleikaæfingum okkar og vinkvenna okkar í garð- inum í Fífumýrinni, tók araba- stökk og kraftstökk af þvílíkum krafti að gleraugun og allt sem í vösunum var dreifðist um allan garð. Afi var gjarnan að vesenast í bílskúrnum í Arnarhrauninu þegar Birgir Guðmundsson ✝ Birgir Guðmunds-son fæddist á Siglufirði 22. janúar 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 1. september 2010. Birgir var jarð- settur frá Garða- kirkju 10. september 2010. við komum þangað, áður en afi og amma fóru á Hrafnistu. Í skúrnum, sem var sá þriðji sem afi byggði, kenndi margra grasa og munum við vel eftir töflunni á veggnum, þar sem búið var að teikna utan um verkfærin sem þar áttu að hanga, en aldrei voru verkfærin á sínum stað. Við fórum líka ófáar ferðirnar með afa og ömmu í sumarbústaði í gegnum tíðina, m.a. í Húsafell, og eigum þaðan margar góðar minn- ingar. Allar minningar um Bigga afa eru á þennan veg, hann var skemmtilegur og góður við okkur og við munum ávallt minnast hans með hlýju. Biggi afi, við kveðjum þig með söknuði. Marý Björk og Þyrí Halla Steingrímsdætur. Á þessum sólskins- degi vil ég minnast Ástríðar Tómasdótt- ur, þessarar yndis- legu stúlku sem brosti svo fallega í sólinni. Það var alltaf sólskin í kringum hana. Fyrst hitti ég hana á Mokkakaffi fyrir mörgum árum ásamt vinkonu hennar. Þær voru að útbúa bók sem ýmsir ætl- uðu að leggja hönd að með því að skrifa og teikna og skreyta á ýmsa vegu. Mér til ánægju var síðan sem ég skreytti notuð sem kápumynd á bókina. Síðan hitti ég Ástríði marg- oft í hópi vinkvenna sinna og vina. Alltaf var hún að framkvæma ein- hverja listviðburði, og fyrir svo sem tveimur árum tók ég þátt í einni skemmtun þeirra á Tólf tónum þar sem ég flautaði á pennana mína og önglaði eitthvað líka, en þetta litla framlag mitt var hluti þess sem þær vinkonurnar höfðu fram að færa. Síðan hitti ég hana oft á milli Ástríður Tómasdóttir ✝ Ástríður Tóm-asdóttir fæddist í Reykjavík 6. október 1989. Hún lést af slys- förum 11. júlí síðast- liðinn. Útför Ástríðar var gerð frá Neskirkju miðvikudaginn 21. júlí 2010. blómanna þar sem hún vann með ýms- um jafnöldrum sínum við garðyrkjustörf á Austurvelli og í ná- grenni hans. Þar að auki hittumst við oft í mötuneytinu, þar sem jákvæðnin ræð- ur ríkjum. Síðast er við kvöddumst fór hún svolítið fyrr frá matborðinu. Kvaðst hún ætla að hætta að- eins fyrr í vinnunni ásamt vinkonu sinni þar sem þær ætluðu í ferðalag að hlusta á áhugaverða tónleika á Austurlandi. Ætluðu þær að vera við eitthvert af beðum sínum á Austurvelli, en þegar ég kom þang- að voru þær farnar. Annaðhvort gæti ég hafa komið of seint eða þær verið farnar fyrr en ég reiknaði með. Að öðru leyti átti það þó ekki að koma að sök með því að engin áríðandi efni höfðu þá verið til um- ræðu. Það er mikil synd að stúlka með jafn mikla hæfileika skuli hverfa svo skjótt á braut. Ástríður var ein- staklega ljúf og hæg, jákvæð og hlýleg í viðmóti. Heimkoma hennar verður björt og fögur, og ég bið góðan Guð að blessa hana. Ketill Larsen. Kæri Haukur. Nú er vorir vegir skilja, vinarkveðju send eg hljóður. Allir þeir sem vita vilja, vissu að þú varst drengur góður. Ei þú hafðir lifað lengi, er lífið reyndist strangur skóli. Margra bættir mæðugengi, og margir stóðu í þínu skjóli. Hvar sem lágu þínar leiðir, löngum bættir góðan sið. Féleg hjörð og fákar góðir fóru löngum þér við hlið. Haukur Haraldsson ✝ Haukur Haralds-son mjólkurfræð- ingur fæddist á Húsa- vík 17. september 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyrar 4. september 2010. Útför Hauks var gerð frá Akureyr- arkirkju 14. sept- ember 2010. Gleðimál þú gjarnan kunnir og góðum málum lagðir lið. Gleðinni þú einnig unnir, öllum söng og kætiklið. Minningarnar, mætar, gildar, margar koma nú til mín. Þú átt margar þakkir skildar, það ég finn er minnist þín. Nú liggja að baki göngur gengnar og grafarþögnin hryggir mig. Ég bið að Drottins alheimsenglar í eilífðinni annist þig. (Vigfús B. Jónsson.) Um leið og við þökkum þér sam- fylgdina, sendum við öllum þínum aðstandendum hugheilar samúðar- kveðjur. Sigríður Atladóttir, Vigfús Bjarni Jónsson. Elsku amma, það er frekar skrýtið að skrifa til þín núna í stað þess að sitja hjá þér í eldhúsinu á Ás- brautinni að spjalla. Þrátt fyrir að þú hafir verið orðin dálítið lúin og þreytt var maður ekki búinn undir að þú færir, sérstaklega ekki svona snöggt – og skarðið sem þú skildir eftir er stórt. Það var orðið svo fast- Eva María Lange Þórarinsson ✝ Eva María LangeÞórarinsson fæddist 15. september 1929 í Neisse í Slesíu. Hún lést á Landspít- alanum 10. ágúst síð- astliðinn. Jarðarför Evu Mar- íu fór fram á Húsavík hinn 20. ágúst 2010. ur punktur í tilverunni að koma í heimsókn til þín um helgar með mömmu, og fylgjast með ykkur mæðgum leysa krossgátuna góðu. Þær voru líka marg- ar sögurnar sem þú sagðir okkur, bæði úr sveitinni og eins frá Þýskalandi og sumar var maður búinn að heyra oft og mörgum sinnum – en aldrei þreyttist maður á að hlusta á þær. Þú mundir líka svo vel eftir smáatriðum, þrátt fyrir að sum- ir atburðir hefðu gerst þegar þú varst aðeins barn að aldri. Sérstak- lega fannst mér gaman að heyra þig tala um afa, og maður heyrði að þér þótti einstaklega vænt um þær sög- ur. Þú sagðir mér oft að þig hefði langað til að fara í háskóla að læra, og að hugurinn hefði stefnt á sagn- fræði. Ég erfði fróðleiksfýsn mína frá þér, og upphaflega stefndi ég á nám í sagnfræði. Þér fannst erfitt oft að tala um Þýskaland, bæði skortinn og aðrar hörmungar sem þú upplifð- ir og einnig fólkið sem þú hafðir misst. Þú tókst íslenskum hefðum og siðum með opnum örmum, en maður fann að innst inni varstu alltaf Þjóð- verji. Við afkomendur þínir berum arfleifð þína innra með okkur, og ég er stolt af að bera nöfn þín. Þú varst svo góð kona sem aldrei talaðir illa um aðra, og barst æðruleysi og jafn- aðargeð utan á þér. Ég mun ávallt minnast þín fyrir þessa eiginleika, sem og hversu vel mér leið alltaf í kringum þig. Ég hugsa til þín með söknuði í hjarta, en ég veit að þér líður vel og að þið afi eruð loksins saman aftur. Ástarkveðja, þín, María Barbara. Ég (Kristinn) hef trúlega verið um það bil fimm ára þegar ég fór í Hafnarbíó og sá Chaplin í fyrsta sinn. Það var Valdi sem bauð mér með sér og í beinu fram- haldi opnaðist fyrir mér nýr töfra- heimur kvikmyndanna. Eftir að ég varð eldri fór ég í nám í kvik- myndagerð og hef unnið við fagið síðan. Eftir þessa fyrstu bíóferð okkar fylgdu fleiri í kjölfarið, hvort heldur það var Looney Tu- nes sem við sáum eða einhverjar aðrar gersemar. Það sem allar þessar bíómyndir áttu þó sameig- inlegt var að þær voru fyndnar og ég skemmti mér alltaf konunglega, Valdimar Loftur Lúðvíksson ✝ Valdimar LofturLúðvíksson fædd- ist í Reykjavík 9. nóv- ember 1946. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 2. september sl. Útför Valdimars var gerð frá Háteigs- kirkju 9. september 2010. ekki síst þegar ég smitaðist oft og inni- lega af hlátrinum í Valda. Og þannig hugsum við systkinin nú um Valda kalda, eins og við oft kölluðum hann sem börn, því að létt- leiki og hláturmildi einkenndi persónu hans og líf. Hann var örugglega sá fyrsti sem fann upp síma- hrekkinn því að fram í það síðasta gabbaði hann vini sína stanslaust þegar hann hringdi í þá. Og svo, eftir að hafa ruglað í þeim í dágóða stund skellti hann upp úr því hann gat ekki hamið hláturinn lengur. Heimurinn er því ögn fátækari nú eftir að Valda nýtur ekki leng- ur við, hláturinn hans hefur því miður þagnað en eftir situr minn- ingin um góðan mann og vinskap sem við vorum öll mjög lánsöm að fá að njóta. Af öðrum minningum úr æsk- unni var fátt skemmtilegra sem barn en að heimsækja Valda á slökkvistöðina, þar sem hann vann alla sína starfsævi og fá að sitja í framsæti slökkvibílsins. Að ég tali nú ekki um að fá að kveikja á sír- enunum! Á þeim tíma var ég ákveðinn í að vinna hjá slökkvilið- inu, ekkert annað kom til greina! En að öllu gamni slepptu, þá eru menn eins og Valdi afar sjaldgæfir kvistir í okkar ágæta heimi og það var mikil gæfa að fá að kynnast honum. Vertu því sæll að sinni, Valdi minn, og hristu nú vel upp í himnaríki. Við systkinin viljum senda okkar innilegustur samúðarkveðjur til Helgu, Svenna, Huldu, Eddu og Möggu Pálu. Þið eruð í huga okkar og bæn. Kristinn, Guðfinna, Sig- urgeir og Edda Björg. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar Þann 18. ágúst sl. kvaddi amma Hrefna og mig langar að minnast hennar og afa Freysteins með nokkrum orðum þó rúm 20 ár séu síðan afi dó. Ég tel mig vera heppna að hafa, frá 6 ára aldri, alist upp í næstu götu við þau en ég var alla tíð mikið hjá þeim. Ég man eftir þeim úti í garði að huga að uppskerunni, amma að binda inn bækur, leggja kapal eða sauma út. Búa til slátur sem var í uppáhaldi hjá mér. Hjá mér hanga þrjár myndir sem hún saumaði og svo á ég sængurver með milliverki en þegar ég fékk það voru 40 ár síð- an hún hafði gert það. Afi kenndi mér að hjóla án hjálpardekkja, en hann ýtti mér af stað út götuna og til baka, ég man eftir afa sitjandi í stólnum sínum með neftóbakið og Hrefna Valdemarsdóttir ✝ Hrefna Valde-marsdóttir (Magnúsdóttir) var fædd á Leirubakka í Landsveit 26. apríl 1926. Hún lést á Borgarspítalanum 18. ágúst 2010. Útför Hrefnu fór fram í kyrrþey 27. ágúst 2010. vasaklútinn sinn. Afi smíðaði handa mér dúkkuhús og rúm sem ég svaf í hjá þeim og hann skrifaði í botninn á því ljóð sem hann samdi um mig. Ég man að þegar hún var að vinna niðri á Síma þá átti ég til að segja við afa að ég mætti baka, amma hefði leyft mér, en það var ekki rétt. Þegar ég var yngri var plata heima hjá þeim með lagi sem var í uppáhaldi hjá mér og amma gaf mér þessa plötu seinna. Ég minnist líka jólanna þar mjög vel, eins og þegar fór að snjóa á aðfangadags- kvöld, snjó sem festist við trén. Ég man að fyrir einhver jólin fer ég með ömmu í búðarferð, hún bað mig að hjálpa sér að velja sængurverasett fyrir mömmu. Á aðfangadagskvöld þegar ég er að opna gjöfina frá þeim koma í ljós ný sængurföt og sæng- urverasettið sem ég hafði haldið að væri fyrir mömmu og svo þegar ég fór með ömmu að kaupa ný gleraugu en ég og konan í búðinni þurftum að tala ömmu til svo hún mundi leggja stóru, gömlu gleraugunum. Eftir að afi dó flutti amma í Ljós- heimana og daginn sem hún flutti var rafmagnslaust þannig að ekki var hægt að byrja að flytja strax. Ég kom í bæinn til að mæta í tannrétt- ingar og gisti stundum hjá ömmu. Þegar amma varð 70 ára fórum við fjölskyldan á Hótel Örk yfir helgi sem var mjög fínt og amma kom svo með okkur upp á Skaga. Mér er mjög minnisstætt fyrsta og eina skiptið sem ég fór með ömmu í bíó en við fórum í Háskóla- bíó á mynd sem hét Jerúsalem en ömmu langaði mikið að sjá. Amer- íkuferðin sem ég fór í ásamt ömmu, mömmu og Betu frænku 1988. Það var svo um mitt ár 1999 að við flutt- um saman í hús í Mosfellsbæ, en það var mjög notalegt að hafa ömmu niðri. Amma ferðaðist mikið vestur en þegar aldurinn fór að segja til sín hætti hún að fara og var þá hjá okk- ur um jól og í fyrra gáfum við henni armbandsúr og ég á alltaf eftir að muna hvað hún varð ánægð því hún talaði mikið um að við hefðum ekki átt að eyða svona miklu í hana. Það verður skrýtið að hafa hana ekki hjá okkur næstu jól. Ég er mjög fegin að hafa fengið að vera hjá henni þegar hún dó. Það er með söknuði í hjarta sem ég kveð ömmu Hrefnu, ég held samt að það hafi verið léttir fyrir hana að hafa fengið hvíldina enda orðin þreytt og södd lífdaga. Ég hugsa til þeirra sem voru í kring um hana og minn- ast hennar eins og við fjölskylda hennar. Eva Hrönn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.