Morgunblaðið - 15.09.2010, Side 33
Öxi. Þá veit ég að mikið af hrein-
dýrum hefur sést að undanförnu á
svæðinu þar suður af og allt suður
að Lóni.“
Gripið í gikkinn
Sævar hefur nú í haust og síð-
sumars farið með um 70 veiðileyf-
ishafa á hreindýraslóðir. Gjarnan
eru þá fleiri en einn um sama leyf-
ið; vinahópar nokkurra manna sem
allir eru áhugasamir um veiðiskap.
„Og oft eru þetta sömu menn-
irnir og hóparnir sem koma ár eft-
ir ár,“ segir Sævar sem bætir við
að veiðiferðirnar geti oft verið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjörð Hreindýr
sjást um allt
Austurland, allt
frá Vopnafirði
suður á Nesjar.
Þessi mynd er
tekin í Eiða-
þinghá.
mikið slark enda þarf að ganga á
stundum tugi kílómetra og þá er
eftir að koma bráðinni til baka;
dýri sem jafnvel vegur á annað
hundrað kíló.
„Stundum eru menn orðnir svo
þreyttir að þegar komið er í færi
þarf maður nánast að grípa í gikk-
inn fyrir þá. Þetta og svo margt
annað staðfestir gildi þess að stað-
kunnugir fylgi skyttum eftir og
séu þeim til halds og trausts
bregði eitthvað út af og einnig til
að safna upplýsingum um hrein-
dýrastofninn: stærð hans og hegð-
an.“ sbs@mbl.is
„Veðráttan hefur haft þau áhrif að Fljótsdalsheiðin hefur að
nokkru leyti brugðist væntingum manna. Dýrin halda sig ekki
þar sem þeirra hefur helst verið að vænta; hjarðirnar eru
austar og sunnar, svo sem á Múlunum sem svo eru kallaðir og
á Hraunum við Öxi.“
33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Skotveiði
Allt árið – Svartbakur,
sílamávur, silfurmávur,
hrafn, refur og minkur.
20. ágúst til 15. mars –
Grágæs.
Frá 1. september til 15.
mars – Fýll, toppönd,
stokkönd, duggönd og
fleiri.
1. september til 10. maí
– Álka, langvía, stutnefja,
teista og lundi.
29. október til 5. desem-
ber – Rjúpa (þó einungis á
föstudögum, laugardögum
og sunnudögum).
Skotveiði-
tímabilin
Morgunblaðið/Eggert
Góðar og almennar umgengn-
isreglur við skotveiðar, hvort heldur
er á gæs eða rjúpu er að geyma byssu
og skot á læstum stöðum, aka ekki á
veiðistað með byssuna hlaðna og
hafa öryggið ávallt á þegar gengið er
með byssu. Um rjúpnaveiðar gilda
eftirfarandi ferðareglur sem Slysa-
varnafélagið Landsbjörg hefur gefið
út.
Fylgist með veðurspá
Gerið ferðaáætlun og skiljið hana
eftir hjá aðstandendum
Kynnið ykkur vel það svæði sem
ferðast á um
Hafið með góðan hlífðarfatnað
Takið með sjúkragögn og neyð-
arfæði
Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps,
kort, áttaviti og talstöð/sími og
kunnátta verður að vera til staðar til
að nota þau
Verið viss um að bíllinn sé í góðu
ásigkomulagi áður en lagt er af stað
Ferðist ekki einbíla
Takið með grunnviðgerðardót fyrir
farartækið og festið allan farangur
Ef ferðast er í bíl spennið beltin og
notið hjálma, brynjur og annan hlífð-
arfatnað ef farið er um á vélsleða
Betra er að snúa við í tíma heldur
en að koma sér í ógöngur
Nauðsynjavörur GPS-tæki er meðal þess sem gott er að hafa við höndina.
Nokkrar góðar ferðareglur
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
R
50
81
0
07
/1
0
NÝTT OG BETRA
MYNDASAFN Á MBL.IS
Vantar þig frábæra hugmynd að gjöf
sem hittir í mark
eða bara fallega mynd á vegginn?
Skoðaðu nýjan, glæsilegan og skilvirkari myndasafnsvef á mbl.is.
Þú getur fest kaup á sérvöldum úrvalsljósmyndum og skoðað myndir
sem aðrir hafa keypt. En sjón er sögu ríkari.
Farðu inn á mbl.is/myndasafn og njóttu þess að virða fyrir þér veröldina með
augum margra bestu ljósmyndara landsins.
–– Meira fyrir lesendur