Morgunblaðið - 15.09.2010, Síða 34
34 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Sudoku
Frumstig
2 5 7 3
7
7 3 2 5 4 6
1 6
9 5 4
3 2 9
6 7
6 9 3
4 1
9
2 8
4 7 5
2 6 3 8
9 6 5
8 4 7
4 5
8 4
6 3 2 7
8 6 7
5
6 2 4
2 5 1
8 1
7 3 2
2 5
2 1
9 6 3 7
3 5 9 7 1 2 8 6 4
8 1 7 4 6 3 5 2 9
6 2 4 5 9 8 1 3 7
5 9 3 2 7 6 4 1 8
4 7 2 1 8 9 3 5 6
1 8 6 3 5 4 9 7 2
2 3 1 8 4 7 6 9 5
9 4 5 6 2 1 7 8 3
7 6 8 9 3 5 2 4 1
9 2 6 1 4 7 8 3 5
5 4 3 2 8 9 7 6 1
1 7 8 3 5 6 4 2 9
6 5 7 4 1 3 9 8 2
8 9 2 6 7 5 3 1 4
3 1 4 8 9 2 6 5 7
2 8 9 5 6 4 1 7 3
7 6 5 9 3 1 2 4 8
4 3 1 7 2 8 5 9 6
2 9 6 1 5 8 4 7 3
3 5 7 4 2 6 8 9 1
1 4 8 9 3 7 6 5 2
9 1 4 6 7 2 5 3 8
7 2 5 3 8 1 9 4 6
8 6 3 5 9 4 1 2 7
4 8 2 7 1 5 3 6 9
5 7 9 8 6 3 2 1 4
6 3 1 2 4 9 7 8 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 15. september,
258. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Í sjónvarpsfréttum var nýlega sagtum stjórnmálamann að hann
hefði verið myrkur í máli. Víkverji á
því reyndar að venjast að talað sé
um að menn séu ómyrkir í máli og þá
sé átt við að kveikt sé á flóðljósunum
og ekkert dregið undan. Samkvæmt
því ættu menn, sem eru myrkir í
máli, að tala í gátum og hálfkveðnum
vísum. Fréttamaðurinn hafði hins
vegar ekkert slíkt í huga, heldur
taldi hann að stjórnmálamaðurinn
hefði verið svo hreinskilinn og boð-
skapurinn ógnvekjandi að allt varð
dimmt.
x x x
Orðið Etappenschwein varð ávegi Víkverja í gær og komst
hann að því að það væri notað um
hermann, sem ávallt gætti sín á því
að vera það langt frá víglínunni að
ekkert illt gæti hent hann. Orð þetta
notuðu liðsfélagar Adolfs Hitlers í
þýska hernum í fyrri heimsstyrjöld
til að lýsa honum. Þetta kemur fram
í nýrri bók, Hitler’s First War, eftir
sagnfræðinginn Thomas Weber,
sem starfar við Aberdeen-háskóla á
Skotlandi.
x x x
Samkvæmt áróðri nasista var Hit-ler stríðshetja, sem var í stöð-
ugri lífshættu í skotgröfum heims-
styrjaldarinnar fyrri, hinn hugrakki
hermaður, sem stóð þétt við hlið fé-
laga sinna. Weber segir að ofinn hafi
verið slunginn vefur lyga um
frammistöðu Hitlers í fyrra stríði og
sagnfræðingar hafi látið sér nægja
lýsingar hans sjálfs og áróðursvélar
hans í stað þess að grafa dýpra.
Samkvæmt Weber var Hitler fram-
takslaus einfari, sem ekki batt trúss
sitt við neinn. Aðeins fáir af þeim,
sem gegndu herþjónustu með hon-
um, fylgdu nasistum að málum, ekki
síst vegna þess að margir þeirra
voru gyðingar. Samkvæmt gögnum,
sem Weber hefur grafið upp, bendir
allt til þess að Hitler hafi aðeins ör-
sjaldan komið nær víglínunni en
fimm til tíu kílómetra. Yfirleitt hafi
hann verið í ferðum á milli bæki-
stöðva langt að baki víglínunni. Sem
sé dæmigert Etappenschwein.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 munaður, 8 lag-
hent, 9 guðlega veru, 10
greinir, 11 úrgangs, 13
móka, 15 mas, 18 marklaus,
21 hátíð, 22 sætta sig við, 23
undirstöðu, 24 ringulreið.
Lóðrétt | 2 úlfynja, 3 land, 4
er á fótunum, 5 rýr, 6 ókjör,
7 sjóða, 12 blása, 14 snák, 15
alur, 16 hlupu, 17 gnæfir yf-
ir umhverfið, 18 gerjunin,
19 voru í vafa, 20 þekkt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tjald, 4 dögun, 7 árans, 8 nætur, 9 and, 11 iðan, 13
grói, 14 elnar, 15 römm, 17 ósar, 20 hak, 22 kjána, 23 rafal, 24
gamla, 25 komma.
Lóðrétt: 1 tjáði, 2 afana, 3 dæsa, 4 dund, 5 getur, 6 nærri, 10
nenna, 12 nem, 13 gró, 15 rykug, 16 mjálm, 18 sófum, 19 rulla,
20 haka, 21 krók.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O
Rxe4 5. d4 Rd6 6. dxe5 Rxb5 7. a4
Rbd4 8. Rxd4 Rxd4 9. Dxd4 d5 10. exd6
Dxd6 11. De4+ De6 12. Df3 Bd6 13.
Bf4 O-O 14. Bxd6 Dxd6 15. Rc3 c6 16.
Hfe1 Dg6 17. He7 Dxc2 18. Hae1 Dxb2
19. h4 Db4 20. Dg3 Bf5 21. H1e3 Had8
22. H7e5 Be6 23. Hg5 Dd4 24. Hee5 g6
25. h5 Dd3 26. He3 Dd6 27. hxg6 Dxg3
28. gxh7+ Kh8 29. Hexg3 f6 30. Hg6
Hd7 31. Re4 Hxh7 32. Rxf6 Hh4 33.
H3g5 Bf7 34. Hg7 Hh6
Staðan kom upp á franska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Belfort. Hicham Hamdouchi (2600)
hafði hvítt gegn Vladislav Tkachiev
(2639). 35. Hxf7! Hxf6 36. Hxb7 Hxf2
37. Hh5+ Kg8 38. Hg5+ Kh8 39. Hxa7
H8f7 40. Hxf7 Hxf7 41. Hg3! c5 42.
Ha3 og hvítur innbyrti vinninginn
skömmu síðar.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Óvægin lega.
Norður
♠K
♥Á652
♦G84
♣ÁG862
Vestur Austur
♠98754 ♠DG6
♥DG103 ♥974
♦ÁD6 ♦97532
♣4 ♣93
Suður
♠Á1032
♥K8
♦K10
♣KD1075
Suður spilar 6♣.
Sögnum er lokið og ♥D vesturs ligg-
ur miðju borðinu. Norður afhjúpar
dýrðina: fyrst ♠K, svo ásinn fjórða í
hjarta, gosann þriðja í tígli og … laufin
eru vart fallin þegar sagnhafi er kom-
inn á fulla ferð: „Ásinn, takk, “ segir
hann við þræl sinn í norður og heldur
áfram í skipunartóni: „Spilaðu svo tíg-
ulgosa.“
Allt er þetta gert til að setja pressu á
austur strax. Suður hefur á örskots-
stund reiknað út að slemman velti á
tígulhittingi og best sé að koma austri í
opna skjöldu. En austur lætur sér
hvergi bregða og fylgir hiklaust með
smáum tígli. Skýringin á því kemur
fljótt í ljós.
„Miskunnarlaus lega,“ kvartar sagn-
hafi, en makker hans er ekki sammála:
„Minni spámenn hefðu verið sáttir við
litlu hjónin þriðju í spaða.“
15. september 1947
Þórunn S. Jóhannsdóttir hélt
sína fyrstu píanótónleika hér á
landi, en hún var þá aðeins átta
ára. Í Morgunblaðinu var sagt:
„Þórunn er undrabarn; á því
leikur enginn vafi.“ Hún varð
síðar eiginkona Vladimir
Ashkenazy.
15. september 1961
Innflutningur á nýjum bifreið-
um var gefinn frjáls. „Hverfur
þannig úr sögunni braskið með
leyfin,“ sagði Morgunblaðið
„og er hér stórum áfanga náð í
þá átt að gefa allan innflutning
til landsins frjálsan“.
15. september 1967
Útsendingar sjónvarpsstöðvar
Varnarliðsins voru takmark-
aðar við Keflavíkurflugvöll og
næsta nágrenni hans. Stöðin
hafði fengið starfsleyfi í mars
1955.
15. september 1972
Ásgeir Ásgeirsson lést, 78 ára
að aldri. Hann var alþing-
ismaður í nær þrjá áratugi,
ráðherra um skeið, bankastjóri
í fjórtán ár og forseti Íslands
frá 1952 til 1968.
15. september 2004
Halldór Ásgrímsson tók við
embætti forsætisráðherra af
Davíð Oddssyni. Hann gegndi
því í tæp tvö ár.
15. september 2007
Fyrsta sendiskrifstofa Færeyja
var opnuð við Austurstræti í
Reykjavík. Flaggað var með
færeyska fánanum í tilefni
dagsins.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Áætlunin var að halda stóra afmælisveislu en svo
eiginlega nennti ég því ekki þar sem ég er nýbúin
að halda stórveislu,“ segir Katrín Atladóttir forrit-
ari hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP en hún
fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Stórveislan sem
hún vísar til var hvorki meira né minna en brúð-
kaup, en hún gekk að eiga Svein Friðrik Eydal
Sveinsson í síðasta mánuði.
En þó svo afmælisveislan verði ekki stór þetta ár-
ið verður ekki af Katrínu tekið að hún er afmæl-
isbarn mikið. „Ójá! Þetta er eitthvað það skemmti-
legasta sem ég veit.“ Og þegar hún er beðinn um að
skýra hvers vegna stendur ekki á svari: „Þetta er dagur sem maður á
sjálfur og fær fyrir vikið svo mikla skemmtilega athygli.“
Spurð út í eftirminnilega afmælisdaga minnist Katrín á 27 ára afmæl-
ið sem jafnframt var það fyrsta sem hún hélt upp á í sambandi með
Sveini. „Þá fór hann með mig í óvissuferð upp á jökul og eldaði fyrir
mig pönnukökur á prímus.“ En þó svo ekki komi til rómantík á jökli
þykir Katrínu ekki verra þó afmælisdagurinn komi upp á venjulegum
vinnudegi, enda segist hún vera í skemmtilegasta starfi í heimi, hún fái
að hitta vinnufélaga sína auk þess sem boðið verði upp á súkkulaði.
Katrín Atladóttir forritari er þrítug í dag
Skemmtilegasta sem ég veit
Söfnun
Benjamín Pálsson og Valdimar
Torfason gengu í hús í Vestur-
bænum og söfnuðu 5.327 kr. til
styrktar ABC barnahjálp.
Flóðogfjara
15. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.58 1,2 11.34 3,2 17.54 1,4 6.51 19.56
Ísafjörður 0.48 1,7 7.02 0,7 13.41 1,8 20.15 0,8 6.53 20.03
Siglufjörður 3.38 1,1 9.22 0,6 15.46 1,2 22.11 0,5 6.36 19.46
Djúpivogur 1.48 0,7 8.22 1,9 14.51 0,9 20.30 1,6 6.20 19.26
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þótt gott sé að setja markið hátt
máttu ekki vera svo kröfuhörð/harður að
ekkert verði af neinu. Fólk er einstaklega
móttækilegt fyrir þér núna.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hefur mikla þörf fyrir að bregða út
af vananum. Skelltu þér í spinning eða lærðu
júdó – og reyndu að kynnast fólki með aðra
sýn á lífið en þú hefur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Jafnvel mestu íþróttakappar þurfa
að hlaða batteríin annað veifið. Bankareikn-
ingurinn bólgnar út. Þú séð ekki sólina fyrir
einhverjum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Gerðu langtímaáætlanir í fjármálum.
Gerðu samt ekki of mikið úr hlutunum því þá
verður öll ráðgjöf erfiðari.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú hefur góðan byr í seglin en þarft að
gæta þess að kollsigla þig ekki. Illu er best af-
lokið – svo brettu upp ermarnar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hljóð vekja tilfinningar og ef þú hlust-
ar opnast hjarta þitt. Notaðu tækifærið til að
koma sjónarmiðum þínum á framfæri.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það getur reynst mikil kúnst að segja
nei, þegar það á við. Gefðu þér því tíma til
þess að kynnast lífinu af eigin raun.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að huga að
ástamálunum. Annað hvort verður þú að
leggja meira á þig í vissu sambandi eða
hreinlega sleppa því.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Afstaða þín til peningamála þinna
getur verið frökk en árangursrík. Samskipti
við ástvini, fjölskyldu og börn ganga einnig
vel. Best er að gæta þess að lofa ekki upp í
ermina á sér.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Himintunglin ýta undir hugsanir
um breytingar. Allir vita að fólk sem hegðar
sér vel kemst sjaldnast á spjöld sögunnar.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ættir að setjast niður og fara
yfir sviðið og athuga hvort þú getur ekki fært
eitthvað til betri vegar. Hvort börnin hlusta á
foreldrana eða ekki kemur fljótlega í ljós.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Einhver er tilbúinn til að aðstoða þig í
málefnum er varða ferðalög. Viðskipti dags-
ins munu færa þér hagnað og mikla ánægju.
Stjörnuspá
Árni Jökull
opnaði ísbúð í
garðinum hjá
langömmu
sinni á góð-
viðrisdegi í
júní og færði
Rauða kross-
inum ágóð-
ann af söl-
unni, 3.753
krónur.