Morgunblaðið - 25.11.2010, Side 31
DAGBÓK 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Vananir
Hvernig er það, eru
dýralæknasamtökin og
dýraverndarfélögin
hér alveg sofandi þessa
dagana? Ófaglærðir
menn og án nokkurra
réttinda fást við van-
anir. Í annan stað þá
eiga bankarnir flest
búin og einhverjir,
bara einhverjir, eru
valdir þar til starfa, út-
lendingar þar á meðal,
sem sýna dýrunum
litla eða alls enga með-
líðan. Hrottaskapur
látinn óátalinn. Síðan
eru seld hér tæki til vönunar til hvers
er hafa vill og þetta er látið viðgang-
ast. Stöðvið þetta strax, rekið áróður
og látið í ykkur heyra. Mér er misboð-
ið.
Margrét Sig.
Um málfar og stóla
Mikið lifandis ósköp er maður orðinn
þreyttur á að heyra fólk sífellt tala um
stóla þegar það treystir einhverju eða
treystir því ekki. Stóla
ekki á ríkisstjórnina,
stólar ekki á almenn-
ing. Allir þessir stólar
myndu fylla stóran
íþróttavöll. Íslendingar
sem hafa unnið heima-
verkefni sín í grunn-
skóla hljóta að vita að
„stole på“ er hrein
danska. Okkur þessum
eldri finnst nánast grát-
broslegt að aftur skuli
vera orðið fínt að sletta
dönsku. Svona ganga
viðhorfin í hring. Þessi
stólaást Íslendinga er
næstum eins hvimleið
og þegar þeir fara að
taka yfir – embætti, húseignir eða
hvað sem vera skal í stað þess að taka
við því eins og lög gera ráð fyrir. Þið
þarna með stólana, reynið að stóla á
ykkar eigið tungumál. Þá munuð þið
komast að því að íslenskunni er vel
treystandi fyrir hugsunum ykkar.
Steinunn Eyjólfsdóttir.
Ást er…
… þegar augnaráðið
segir allt sem þarf.
Velvakandi
Aflagrandi 40 | Vinnu. kl. 9, gönguh. II kl.
10.30, vatnsleikf. kl. 10.45, myndl./
prjónak. kl. 13, bókmkl. kl. 13.15, jóga kl.
18.
Árskógar 4 | Handav./smíðar/útsk. kl. 9,
botsía kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, mynd-
list kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndl., leikfimi, bók-
band. Jólafagn. 2. des. Uppl. í s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Stóladans kl.10.30,
bókabíll kl. 11.15, samvera með sr. Bjarna
Karls. kl. 15.15.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8.16.
Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í
Gjábakka kl. 13.30. Gleðigjafarnir í Gull-
smára syngja 26. nóv. kl. 14. Hákon Sig-
urgrímsson les úr bók sinni.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl.
13.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9,
handavinna kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammav. kl.
9.05, leikf.kl. 9.15, málm- og silfursm. kl.
9.30, bókb. kl. 13, bingó kl. 13.30, myndl.
kl. 16.10. Laufabrauðsd. Gjábakka 27. nóv.
kl. 13, handverksmark. og kórar koma.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10, handav. og brids
kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur kl. 11, handav., karlaleikf. kl.
13, botsía kl. 14, skrán. á jólahátíð 4. des.,
verð 6.000 kr. Garðakórinn æf. kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
| Sala á munum 27. nóv. kl. 12-15 í Listasal
Bókasafns Mos. í Kjarna, Þverholti 2. Vor-
boðar syngja frá kl. 13.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl.
10.30. Vinnust. e. hád., myndl./búta/
perlus.. Mán. 29. nóv. kl. 14.30 les Guðrún
Ögmundsd. úr bók sinni. Hinn 1. des. bíó-
ferð á Með hangandi hendi og kaffiveit.,
brottf. frá Gerðubergi kl. 13.30, sýning
hefst kl. 14, skrán. á staðnum og s. 577-
7720.
Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Fé-
lagsvist kl. 13.30.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 13.30
basar í nýja salnum. Kaffi og rjómavöfflur á
vægu verði.
Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong kl. 10, leik-
fimi kl. 11.20, glersk. kl. 13, félagsv.kl.
13.30. Tilboð á Orð skulu standa, kr. 1.800.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hann-
yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Hæðargarður 31 | Hringb. kl. 8.50. Stef-
ánsganga kl. 9. Listas. kl. 9, spænska kl.
12, leikfimi kl. 10. Þegar amma var ung kl.
10.50. Söngh. Hjördísar Geirs kl. 13.30. Lí-
nud. kl. 15.
Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.:
Ganga kl. 16.30, hringd. í Kópavogsskóla
kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleik. á morg-
un kl. 9.30, listasm. kl. 13, gleriðnaður og
trésk..
Laugarneskirkja | Sigurður A. Magn-
ússon rithöf. segir frá sporum sínum um
Laugarneshverfið kl. 14, Níels Árni Lund
kemur líka
Norðurbrún 1 | Handav. og leirlist kl. 9/
13, útskurður kl. 9. Botsía kl. 10.
Vesturgata 7 | Handav. kl. 9 15, glersk.
(Tiffanys), ganga kl. 11.30. Kertaskreyt-
ingar kl. 13 og kóræfing, leikfimi kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band og postulín kl. 9, morgunst.kl. 9.30,
botsía kl. 10, framhss. kl. 12.30, handav. e.
hádegi, spil og stóladans kl. 13. Jólafagn.
10. des kl. 18. Jólahlaðb., skemmtiatr.
Uppl. og skráning í s. 411-9450.
Eiríkur Einarsson alþingismaðurfrá Hæli var gott skáld og
margar af vísum hans urðu fleygar.
Sumar áttu við á einum stað og einu
sinni. Aðrar hafa víðari skírskotun.
Ég veit t.d. ekki, hvern Eiríkur
hafði í huga þegar hann orti þessa
vísu, en ég staldra við oftar en einu
sinni, þegar ég renni augunum yfir
þingbekkina núna. Vísuna kallar
hann Heybrækur:
Man ég svona brækur best
blásnar í rjáfri hanga;
nú hafa þær á þingi sést,
þóst vera menn – og ganga!
Þá eins og nú skiptu samgöngu-
málin miklu. Einhverju sinni svar-
aði hann, þegar pexað var um vega-
mál í þingveislu:
Held ég enn í Austurveg
æsku minnar gestur,
þó að ellin þreytuleg
þokist öll í vestur.
Enn svaraði hann, en því miður
veit ég ekki hver fékk skeytið:
Hjólin eru stór og sterk,
stæltar rær og hausar,
samt er þetta sigurverk
sagt með skrúfur lausar.
Eiríkur var mjög ánægður með
úrslit kosninganna árið 1933 og þá
varð til þessi vísa
Stofnræturnar standa djúpt
streymir að gamall varmi.
Enn er mér svo létt og ljúft
lyft að móðurbarmi.
Eiríkur þótti ekki dyggur flokks-
maður, var þó vinsæll á Alþingi og
fyrirgefið, þótt hann léti fjúka í
kviðlingum. Þessa vísa ber yf-
irskriftina Nýr ráðherra:
Hvernig var það veikstu ekki,
virðing þingsins eykst ekki.
Sértu heill þá heykstu ekki,
– en hvernig var það, sveikstu ekki?
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Man ég svona brækur best
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ ERT
ÓGEÐSLEGUR!
SVO ER
LÍKA ALLT
GOSIÐ BÚIÐ
ÞAÐ ER GOTT
AÐ EIGA
STÓRAN
BRÓÐUR
STÓRIR BRÆÐUR ERU
STERKIR OG VEITA LITLU
SYSTRUM SÍNUM ÖRYGGI
...FLESTIR
EF ÞIÐ ÆTLIÐ
AÐ KOMA INN
FYRIR...
...VERÐIÐ
ÞIÐ AÐ...
...FARA ÚR
SKÓNUM OG GANGA
VEL UM!
ÉG KANN
ROSALEGA VEL VIÐ
ÞIG GUÐRÚN GPS
OG ÉG KANN
SVO VEL VIÐ ÞIG
RUNÓLFUR
EN ÉG MYNDI
VILJA AÐ VIÐ
FÆRUM OKKUR
HÆGT
ÞAÐ ER
GÓÐ
HUGMYND
HRAÐA
TAKMÖRKIN Í
ÞESSARI GÖTU ERU
30 KM/KLST
HVERNIG
GEKK?
ÉG
HAFÐI RÉTT
FYRIR MÉR, ÞRJÓT-
URINN GAT BARA
EKKI LIFAÐ ÁN
ÞESS AÐ FÁ
STEIKUR
SLÁTRARINN Á
HORNINU HEFUR
SENT HONUM
STEIKUR
REGLULEGA
LÉSTU
LÖGREGLUNA
VITA?
JÁ,
NÆSTA SENDING
VERÐUR HANS
SÍÐASTA!
ÞÝÐIR ÞETTA AÐ
ÉG FÁ EKKI
STEIKINA MÍNA?
ÉG
MAN EKKI
HVERNIG ÉG
KOMST HINGAÐ
EFTIR AÐ ÞAÐ
LEIÐ YFIR MIG
EKKI HAFA
NEINAR ÁHYGGJUR
AF ÞVÍ
ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ
MUNIR EFTIR ÞVÍ AÐ
KÓNGULÓARMAÐURINN FÓR
MEÐ ÞIG Á SPÍTALANN
ÞAÐ
ER KOMINN
MORGUN!
OG
ÉG ÆTLA AÐ
FARA MEÐ ÞIG
HEIM!