Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Ég er bóndi og hef tekið virkan
þátt í íslensku þjóðlífi um
árabil. Ég býð mig fram til
stjórnlagaþings vegna þess að
ég tel mig hafa öðlast reynslu og
þekkingu sem getur komið sér
vel. Þingið þarf að endurspegla
þjóðina hvað varðar aldur,
menntun og búsetu.
Taktu þátt í kosningunum.
Atkvæði þitt skiptir máli!
Nokkur áhersluatriði:
l Persónukjör til Alþingis verði byggt á kjördæmum.
l Þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri mál.
l Skýra þarf hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
l Setja þarf ákvæði um meðferð utanríkismála og framsal
ríkisvalds til alþjóðastofnana.
l Skýr ákvæði um eignarhald og nýtingarrétt
náttúruauðlinda.
l Sett verði ákvæði um umhverfisvernd í stjórnarskrána.
l Ný stjórnarskrá verður að stuðla að sanngjörnu og
öfgalausu þjóðfélagi.
Framboð til stjórnlagaþings 4085
Sími 892 2258 halldorsson@internet.is
Ágæti kjósandi
Tómatar og ólífur eru það sem ein-
kennir matarhefðir við Miðjarð-
arhafið og Provence í Frakklandi er
þar engin undantekning. Tomates á
la Provençal eru jafneinfaldir og þeir
eru góðir.
Það sem þarf er:
Tómatar
Brauðrasp, heimatilbúið. Ristið
brauðsneiðar í ofni og maukið í mat-
vinnsluvél
Steinselja, flatlaufa, söxuð
Hvítlaukur, fínt saxaður
Ólífuolía
Skerið tómatana í tvennt og
hreinsið innan úr þeim með skeið.
Blandið saman brauðmylsnu, sax-
aðri steinselju og hvítlauk. Hlutföllin
geta verið breytileg en ágætt er að
miða við nokkurn veginn jafnt hlutfall
á milli steinselju og brauðmylsnu og
svo hvítlauk eftir smekk.
Setjið tómatana í fat og fyllið með
brauðmylsnublöndunni. Hellið ólífu-
olíu yfir og setjið inn í 200° heitan
ofn. Bakið í um 15 mínútur.
Provence-tómatar eru góðir sem
meðlæti með margskonar kjöti, ekki
síst lambakjöti.
Steingrímur Sigurgeirsson
Uppskriftin
Tomates á la
Provençal
Fleiri uppskriftir má finna á Matur
og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/
matur og á www.vinotek.is.
Bónus
Gildir 25.-28. nóv. verð nú áður mælie. verð
Fjalla úrbeinað hangilæri ............ 1.998 2.798 1.998 kr. kg
KF reyktur grísabógur ................. 479 598 479 kr. kg
KF léttreyktur lambahryggur ........ 1.498 1.798 1.498 kr. kg
Myllu heimilisbrauð, 385 g ......... 129 159 340 kr. kg
OS jólasmjör, 500 g................... 215 265 430 kr. kg
ÍN ungnautahakk ....................... 1.259 1.398 1.259 kr. kg
ÍN ungnhamb., 4 stk. m/br. ........ 595 698 149 kr. stk.
Ferskt pítsudeig, 400 g .............. 259 298 650 kr. kg
KS skinkuálegg, 125 g ............... 98 129 780 kr. kg
ES batterí, 9 volt, 2 stk............... 98 298 49 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 25.-27. nóv. verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.458 998 kr. kg
Nautafile úr kjötborði ................. 2.498 3.198 2.498 kr. kg
Hamborg., 2x115 g m/brauði ..... 358 438 358 kr. pk.
Grillaður kjúklingur..................... 880 1.080 880 kr. stk.
Fk kindabjúgu ........................... 425 549 425 kr. kg
FK reykt folaldakjöt .................... 598 798 598 kr. kg
FK súkkulaðiís ........................... 398 498 199 kr. ltr
Ali lasagna, frosið, 900 g ........... 998 1.221 998 kr. pk.
Hagkaup
Gildir 25.-28. nóv. verð nú áður mælie. verð
Ísfugl kalkúnabringur ................. 2.236 3.194 2.236 kr. kg
Ísfugl ferskur kalkúnn ................. 1.348 1.498 1.348 kr. kg
Íslandslamb lambalæri ferskt ..... 1.379 2.098 1.379 kr. kg
SS grand orange lambafile ......... 3.126 4.168 3.126 kr. kg
Íslandsgrís kótilettur................... 979 1.398 979 kr. kg
Íslandsgrís hnakkasneiðar .......... 979 1.398 979 kr. kg
Nestlé Quality Street, 2 kg .......... 2.799 2.799 2.799 kr. stk.
Myllu kanillengja ....................... 339 604 339 kr. stk.
Myllu fjallabrauð........................ 249 530 249 kr. stk.
Myllu sjónvarpskaka................... 399 599 399 kr. stk.
Kostur
Gildir 25.-28. nóv. verð nú áður mælie. verð
Kostur ferskt lambalæri ókr. ........ 1.078 1.198 1.078 kr. kg
Goði Pork Roast ofnsteik ............ 1.494 2.298 1.494 kr. kg
Goði Gourmet kryddað file .......... 2.849 3.798 2.849 kr. kg
Bautabúrs grísakótilettur ............ 1.038 1.298 1.038 kr. kg
Vínber græn .............................. 229 395 229 kr. kg
Nóa kropp, 150 g ...................... 189 259 189 kr. stk.
Husets kaffi, 400 g .................... 279 359 279 kr. pk.
Doritos, 165 g........................... 198 265 198 kr. pk.
Krónan
Gildir 25.-28. nóv. verð nú áður mælie. verð
Folaldasnitsel............................ 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Folaldagúllas ............................ 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Folaldapiparsteik....................... 1.998 2.898 1.998 kr. kg
Folaldafile................................. 1.998 2.959 1.998 kr. kg
Folaldalundir............................. 2.999 3.389 2.999 kr. kg
Folaldahakk .............................. 299 598 299 kr. kg
Breiðholtsb. bláfjallabrauð ......... 199 247 199 kr. stk.
Breiðholtsb. pálmabrauð............ 199 247 199 kr. stk.
Gunnars mangó-karrísósa .......... 249 298 249 kr. stk.
C-11 þvottaduft, 2 kg................. 998 1.169 998 kr. pk.
Nóatún
Gildir 25.-28. nóv. verð nú áður mælie. verð
Nóatúns grísahamborgarhr. ........ 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ungnautahakk........................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Lambaprime ............................. 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Grísalundir ................................ 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Lambalæri heiðmerkurkryddað.... 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Gourmet saltfiskshnakkastykki.... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Plokkfiskur ................................ 998 1.359 998 kr. kg
Tandoori kjúklingur heill.............. 799 898 799 kr. kg
Pastella ravioli m. osti, 250 g ..... 398 589 398 kr. pk.
Pastella tagliolini, 250 g............. 198 298 198 kr. pk.
Þín verslun
Gildir 25.-28. nóv. verð nú áður mælie. verð
Nautahakk úr kjötborði............... 1.098 1.498 1.098 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.798 2.498 1.798 kr. kg
Kálfasnitsel úr kjötborði.............. 1.898 2.398 1.898 kr. kg
Toppur blár, 2 ltr ........................ 199 289 100 kr. ltr
MS jólajógúrt, 165 g .................. 125 139 758 kr. kg
Findus vínarbrauð 400 g ............ 589 729 1.473 kr. kg
Capri Sonne Apple, 330 ml ........ 189 229 573 kr. ltr
Chicago Town ostaflatb., 13 cm .. 669 845 669 kr. stk.
Merrild Senseo Dark R. púðakaffi 459 529 3.672 kr. kg
Milka karamellusúkkulaði, 100 g 215 279 2.150 kr. kg
Helgartilboðin
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
Tilgangurinn með því að hittaster að borða kótelettur í raspiþrisvar sinnum á ári en þetta
er þjóðlegur matur sem mætti vera
meira á borðum veitinga húsa.“ Þetta
segir Egill Hjartarson, vegagerð-
armaður í Reykjahverfi, sem nýlega
stofnaði, ásamt félögum sínum, Kóte-
lettufélag Íslands en hann er mat-
gæðingur og vill halda í gamlar hefð-
ir í matarhaldi.
„Ég nota uppskrift ömmu minn-
ar sem bjó í Víðikeri í Bárðardal, en
þaðan er ég ættaður. Um er að ræða
sérvaldar kótelettur sem eru keyptar
í kjötvinnslunni Viðbót á Húsavík og
tek ég þær úr frosti fjórum dögum
áður en ég elda þær fyrir félagana,“
segir Egill, en hann sér alfarið um
eldamennskuna á matarkvöldunum.
Kóteletturnar eru hafðar í ís-
skápnum en eru barðar a.m.k. tvisv-
ar sinnum með sérstöku lagi eins og
amma hans gerði. Þá er þeim velt
upp úr eggjum og raspi, brúnaðar á
pönnu, síðan settar í ofnskúffu og hit-
aðar í gegn í ofninum.
Á meðan þær eru í ofnskúffunni
eru þær teknar út og penslaðar með
sérsöltuðu smjöri, hver fyrir sig, á
báðum hliðum. Þetta er gert oftar en
einu sinni eftir smekk, en Egill tekur
vanalega langan tíma í að elda og
penslar kóteletturnar allt að fjórum
sinnum.
Hann er ævinlega með grænar
baunir, smjörsteiktar kartöflur,
rauðkál og rauðrófur með kótelett-
unum, en segir rabarbarasultuna al-
veg ómissandi. Þá hefur hann brætt
smjör með í sósukönnu ef einhverjir
vilja.
Á eftir er hann svo með kokteil-
ávexti úr dós og þeyttan rjóma eins
og sums staðar tíðkaðist að hafa í
sunnudagsmat þegar voru gestir á
bæjum.
Matarmenning og hefðir
skipta miklu máli
Kótelettufélagarnir eru sex
talsins en þeir segja að hugsanlegt
sé að fjölga félögum þegar fram í
sækir. Meiningin sé að fara í eitt
ferðalag á ári, borða kótelettur á
einu veitingahúsi og gefa því ein-
kunn fyrir utan þau þrjú kvöld sem
þeir hittast til þess að borða lamba-
kótelettur eins og tíðkaðist í Bárð-
ardal. Þeir segja að gamlar upp-
skriftir hafi mikið gildi í dag og
þetta sé ákveðið mótvægi við pítsu-
menningu þjóðarinnar.
„Ég elda alltaf mikið þegar við
hittumst,“ segir Egill og hefur u.þ.b.
tíu kótelettur á mann. „Við tökum
langan tíma í að borða en þó að eitt-
hvað verði eftir þá fá menn bara
kóteletturnar með sér heim því þær
eru herramannsmatur kaldar enda
voru þær mikið notaðar þannig sem
nesti á gangnadögum,“ segir Egill
og er ánægður með félagsskapinn.
Kótelettur í raspi eins og hjá ömmu
Hópurinn Félagarnir í sérsaumuðum svuntum. F.v. Egill Hjartarson, Helgi Þór Kárason, Birgir Þór Þórðarson,
Tryggvi Óskarsson, Þráinn Gunnarsson og Jón Helgi Jóhannson.
Matreiðslan Egill með kóteletturnar í ofnskúffunni.
Girnilegar Kótelettur eins og þær
voru eldaðar í Víðikeri.
Kótelettur í raspi
» Kótelettur í raspi voru
mjög algengur sunnudags-
matur á heimilum á seinni
hluta síðustu aldar.
» Það tekur langan tíma að
undirbúa veislu með kótelett-
um og þess vegna eru þær ekki
algengur matur á veitinga-
húsum.
Kótelettufélag Íslands var
stofnað nýlega í Þingeyj-
arsýslu. Félagsmenn hitt-
ast þrisvar á ári og borða
kótelettur í raspi.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon