Morgunblaðið - 25.11.2010, Side 32

Morgunblaðið - 25.11.2010, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Aðventudagar Sólheima í Grímsnesi hefjast um helgina. Á laugardaginn kl. 15 verða tónleikar á Grænu könnunni. Unnur Arndísardóttir (Uni) og Jón Tryggvi Unnarsson leika þá tónlist sem er þjóðlagaskot- in og draumkennd. Á aðventunni er annars opið sem hér segir: Vala, verslun og listhús er opin virka daga kl. 14.30-18.00 og um helgar kl. 14-17. Kaffihúsið Græna kannan er opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og Ingustofa, sam- sýning vinnustofu er opin virka daga kl. 9-17 og um helgar 14-17. Þá verður jólamarkaður Sól- heima í Kringlunni 4. og 5. des. Aðventan Tónleikar og sýn- ingar á Sólheimum Kirkjan á Sólheimum Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir í Neskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan 20, og á laugardag klukkan 17. Kórinn býður til fjöl- breyttrar tónlistarveislu. Á dagskrá eru hátíðleg verk, svo sem Ave Marie eftir Liszt og Salve Regina eftir Kocsár. Einnig er slegið á léttari strengi í Cool Yule og Santa Baby og fleiri verkum. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó, en hún er að ljúka fyrsta starfsári sínu með kórnum. Píanóleik- ari er Vilberg Viggósson. Að auki er leikið á flautu og slagverk. Tónlist Aðventutónleikar Kvennakórsins Kvennakór Reykjavíkur Bjarni Valtýr Guðjónsson hef- ur sent frá sér ljóðabókina Á sólnæturtíð. Er þetta önnur ljóðabók hans og ber þess glögg merki að hér heldur bóndi á penna. Bjarni Valtýr sækir yrk- isefni sín í umhverfið, fuglarnir eru vinir hans og hann skynjar vel síbreytileik náttúrunnar. Það er birta yfir ljóðum hans. „Til viðtals ég kalla með von- arblæ hvert vor í huga mér,“ segir í einu ljóða hans, og að sögn Halldórs Blöndal, sem ritar um- sögn um ljóð Bjarna á kápu, mega þessi orð vel vera einkunnarorð ljóða hans. Á sólnæturtíð er 50 bls., Sigurjón Þorbergsson gefur út. Bækur Á sólnæturtíð eftir Bjarna Valtý Bjarni Valtýr Guðjónsson Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er stór konsert, einn af þess- um stóru klassísku og það hefur tek- ið tíma að æfa hann, að móta hverja nótu og hugsa um verkið,“ segir Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlu- leikari. Hún leikur í kvöld einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í frægum fiðlukonsert Felix Mendels- sohns. Helga Þóra segir að ár sé síðan henni var boðið að leika verkið með hljómsveitinni og síðan hefur það verið henni ofarlega í huga. „Ég tók strax að kíkja á nóturnar og æfa en fór svo að æfa af alvöru í sumar. Síðustu tvo mánuði hef ég helgað mig þessu verkefni,“ segir hún. Hvernig skyldi hún hafa hagað æfingunum? „Það er mikilvægt að stúdera verkið á allan hátt, bæði partítúrinn og fiðlupartinn, en líka með því að hlusta á upptökur með leik annarra. Ég hlustaði á margar enda er til fjöldi upptaka af þessu verki; þetta er eitt af allra frægustu fiðluverk- unum. Svo komu líka tímabil þar sem ég hlustaði á ekkert nema sjálfa mig. Stundum þarf tónlistin að gerj- ast innra með manni, maður þarf að finna út hvernig nálgunin á að vera. Það kemur smám saman. Ég hef einnig farið í tíma hjá góð- um kennurum í París, þar sem ég bý, og fengið álit þeirra og góð ráð.“ Eftir að hafa hugsað um tónverk svona lengi, mikið ein, er þá ekki allt annað að mæta á æfingu með hljóm- sveitinni? „Jú, það er allt öðruvísi þegar öll hin hljóðfærin bætast við. Ég hef farið yfir verkið með píanista en það er líka annað. Maður lærir ótrúlega mikið á síðustu þremur dögunum, við að vinna með hljómsveitinni. Þá er líka ótrúlega gaman.“ En verður ekki tómarúm eftir flutninginn, eftir að hafa lifað svona lengi með verkinu? „Jú, ég held að ég kvíði meira fyrir því þegar þetta verður búið en fyr- ir tónleikunum sjálfum,“ segir hún og hlær. „Ég á eftir að sakna verkefnisins og verksins. Vonandi fæ ég þó að spila það aftur ein- hvers staðar seinna.“ Helga Þóra hefur síðustu þrjú ár sótt einkatíma í París og segir afar gefandi að búa og nema þar í borginni. „Þetta er stór konsert, einn af þessum stóru klassísku“  Helga Þóra Björgvinsdóttir leikur með Sin- fóníunni í kvöld Morgunblaðið/Eggert Fiðluleikarinn „Ég kvíði meira fyrir því þegar þetta verður búið en fyrir tónleikunum sjálfum,“ segir Helga Þóra Björgvinsdóttir. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld leikur Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari einleik í Fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn. Fyrir þremur árum lauk Helga Þóra framhaldsnámi í fiðluleik í Berlín, með hæstu einkunn, og undanfarin ár hefur hún stund- að nám í París. Hún lék einleik í fiðlukonsert eftir Martinu með Sinfóníuhljómsveitinni í janúar 2009 og fékk afar góða dóma fyrir leikinn. Önnur verk á efnisskrá hljóm- sveitarinnar í kvöld eru Elskhug- inn (Rakastava) eftir Jean Sibe- lius og Rómeó og Júlía eftir Sergei Prokofiev, tónlistin við ballettinn og eitt ást- sælasta verk tónskáldsins. Stjórnandi á tónleik- unum í kvöld er James Gaff- igan. Hann stjórnaði hljóm- sveitinni haustið 2008 og tekur senn við sem að- alstjórnandi Sinfón- íuhljómsveit- arinnar í Luzern í Sviss. Fiðlukonsert og ballett KUNN TÓNVERK Í KVÖLD Felix Mendelssohn Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bókaútgáfan Tindur er með ýmislegt á boð- stólum þessi jólin. Stúfur tröllastrákur er fyrsta bók Helgu Sigurðardóttur en hún er kennari að mennt og býr í Svíþjóð. Í Dagbók Kidda klaufa – Róbbi rokkar eftir Jeff Kinney halda ófarir Kidda áfram þar sem eldri bróðir hans fær of mikið rými. Fyrri bókin vakti mikla lukku í fyrra. Stelpurokk eftir Bryndísi Jónu Magnúsdóttur gerist á hippatímanum og fjallar um stelpu sem langar að stofna stelpna- band í Keflavík, en goð hennar eru Hljómar og Bítlarnir. Vetur í Rjúpuskógi eftir Atla Vigfús- son og Hólmfríði Bjartmarsdóttur er barna- bók þar sem dýrin og náttúra landsins eru í að- alhlutverkum. Litmyndir Hólmfríðar setja sérstakan svip á söguna. Gæsahúð 15 – Log- andi víti og Gæsahúð fyrir eldri – Fangi nr. 5 eru spennusögur fyrir krakka eftir Helga Jónsson. Ást fyrir lífið eftir Stephen og Alex Kend- rick er hjónabandsbók, ætluð fólki sem vill leggja í sjálfsnám og vinnu við eigið hjóna- band. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni við Glerárkirkju á Akureyri, þýddi. Bókin hentar jafnt hjónum sem einstaklingum. Íslensk knattspyrna 2010 er eftir Víði Sig- urðsson, blaðamann á Morgunblaðinu. U206 – ævintýri Ella P eftir Helga Jónsson er ævi- saga Elísar P. Sigurðssonar, bílstjóra á Breið- dalsvík, sem hefur ekki farið troðnar slóðir í lífinu. Stangveiði 2010 er dvd-diskur sem geymir veiðiþætti í umsjón Gunnars Bender. Þetta er úrval þátta sem sýndir voru á sjónvarpsstöinni ÍNN sumarið 2010. Og að lokum kemur út skáldsagan Enzo eftir Garth Stein í þýðingu Helga Jónssonar. Barnabækur, hjónaband og ævisaga  Barna- og unglingabækur eru áberandi á útgáfu- lista Tinds  Stangveiði Gunnars Bender á DVD Morgunblaðið/Jakob Fannar Helgi Jónsson Rithöfundur, þýðandi og eigandi Tinds. Út er kominn tvö- faldur hljóm- diskur með ein- leik Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í fjórum einleiks- konsertum. Auk fiðlukons- erta eftir Edward Elgar og Benjamin Britten leikur Guðný tvo konserta eftir íslensk tón- skáld með austurrískar rætur, þá Herbert H. Ágústsson og Pál P. Páls- son. Upptökurnar eru frá árunum 1992-2001, en öll verkin voru frum- flutt á Íslandi af Guðnýju og er hún sú eina sem hefur leikið íslensku verkin opinberlega. Guðný hefur um árabil verið einn kunnasti fiðluleikari þjóðarinnar og hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leik sinn hér heima og erlendis. Hún hefur sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf sem einleikari, kennari, kammerleikari og sem kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, en hún lét nýverið af því starfi eftir að hafa gegnt því frá árinu 1974. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Smekkleysa gefa diskinn út. Tvöfaldur diskur Guðnýjar Leikur fjóra einleiks- konserta með SÍ Guðný Guðmundsdóttir Ef maður getur smækkað hlutina niður og fundið þetta ein- falda, þá finnur maður feg- urðina34 » Haustþing AkureyrarAkademíunn- ar verður haldið á laugardaginn kemur, frá kl. 14-17, í Gamla hús- mæðraskólanum. Yfirskrift þess er „Menningin og monníngurinn“ og verður rætt um hagrænt og sam- félagslegt gildi menningarstarfs. Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL, flytur framsögu og auk henn- ar eru Sólveig H. Georgsdóttir, Að- alheiður S. Eysteinsdóttir og Vil- hjálmur Hjálmarsson með styttri erindi. Þau taka svo þátt í pall- borðsumræðum með þátttöku gesta. Þóra Pétursdóttir stýrir mál- þinginu. Um gildi menningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.