Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 8 7 7 Farsíminn hluti af Símavist FYRIRTÆKI Í Símavist eru farsímar hluti af IP símkerfinu og er greitt fast mánaðargjald á hvern notanda. Við erum sérfræðingar í rekstri símkerfa Öll símtö l innan fyr irtækis á 0kr. Það er 800 4000 • siminn.is FEIMNISMÁL Hver talaði vel um framsóknar- dindlana? Og hvernig fór svo með hvolpinn sem Vilhjálmur neitaði að flytja suður? Þetta og margt fleira fróðlegt og kímilegt í þessari tuttugustu bók Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku. holabok.is/holar@holabok.is FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Algengar tegundir bíla munu hækka talsvert í verði og sumar mikið verði frumvarp til laga um breytingu á vörugjöldum af öku- tækjum að lögum. Frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi í fyrradag. Pallbílar og algengir jeppar munu hækka mikið. Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, telur að frumvarpið sé ekki far- ið að hafa áhrif á sölu notaðra bíla. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því sem er í vændum,“ sagði Özur. Hann segir að Bílgreinasamband- ið sé í grundvallaratriðum sátt við að færa viðmið gjaldtöku af bílum frá vélarstærð yfir í losun þeirra á CO2. En sú gjaldtaka sem kynnt er í frumvarpinu sé allt of brött. „Lang- flestir meðalstórir bílar munu hækka í verði, þrátt fyrir orð fjár- málaráðherra í ræðustóli á Alþingi um annað,“ sagði Özur. Hann sagði rangt að flestir jepplingar og meðal- stórir fólksbílar muni lækka í verði. „Jepplingar, það eru bílar sem helst hafa sótt í sig veðrið á síðustu árum og gagnast langflestum án til- lits til búsetu, munu hækka. Okkur líst mjög illa á það,“ sagði Özur. Jepplingar voru flestir í 30% vöru- gjaldsflokki en fá á sig 45-55% vörugjald. Özur segir að það geti skipt sköpum um verðið hvort jepplingurinn er beinskiptur eða sjálfskiptur. Langflestir vilji sjálf- skipta bíla og flestir bílar komi þannig búnir. Atvinnubílar á borð við pallbíla munu einnig hækka mikið í verði. Özur sagði ljóst að margir aðrir en bændur, stofnanir og verktakar hefðu keypt sér pallbíla, en þeir báru lægra vörugjald en t.d. jeppar í sama stærðarflokki. Nú stendur til að hækka vörugjaldið. Özur telur að gera þurfi ráðstafanir til að þeir sem nota þessa bíla í atvinnuskyni geti áfram fengið þá á viðráðanlegu verði. Líklegt má telja að fyrirhuguð breyting taki fyrir innflutning á öll- um algengustu bílum frá Bandaríkj- unum, að mati Özurar. Þá munu al- gengir jeppar á borð við Mitsubishi Pajero, Toyota Land Cruiser, Niss- an Patrol og Nissan Pathfinder hækka verulega í verði. Özur segir það alrangt að Íslend- ingar aki flestir um á einhverjum „lúxusbílum“. Hann segir að á vel- megunarárunum fyrir hrun hafi innflutningur réttnefndra „lúxus- bíla“ hingað verið 4,5% af öllum inn- fluttum bílum. Hann nefnir til dæmis að í Þýskalandi teljist 12-14% bíla til gæðamerkja, og eru þá ein- ungis gerðirnar Mercedes Benz, Audi og BMW taldar með. „Við stöndum Þjóð- verjum langt að baki í lúxusbílaeign,“ sagði Özur. Verð jeppa og pall- bíla hækkar mikið  Frumvarp um mikla breytingu á vörugjöldum af bílum Morgunblaðið/RAX Bílaflotinn Viðbúið er að samsetning bílaflotans breytist mikið verði frumvarp um breytingu á vörugjöldum af bíl- um samþykkt óbreytt. Stærri bílar á borð við aflmikla jeppa munu hækka mikið í verði frá því sem verið hefur. Bílgreinasambandið (BGS) óttast að fyrirhugaðar breyt- ingar á vörugjöldum af bílum, sem lagðar eru til í frumvarp- inu um vörugjöld af bílum, muni koma þyngra niður á fólki úti á landi en þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Stærri bílar og vel búnir munu bera mun þyngri gjöld en smábílar. BGS bendir á að meira en 40% bílaflota landsbyggðar- fólks séu jeppar, jepplingar og pallbílar en 35% bíla á höfuð- borgarsvæðinu. Af fólksbílum á höfuðborgarsvæðinu eru 9% með fjórhjóladrif en um 18% fólksbíla á landsbyggð- inni. Þá bendir sambandið á að dreifðar byggðir, takmark- aðar almenningssam- göngur, rysjótt veður og vegakerfið kalli á öðruvísi bíla hér en algengastir eru í þéttbýli á megin- landi Evrópu. Íþyngir dreif- býlisfólki BÍLGREINASAMBANDIÐ GAGNRÝNIR FRUMVARPIÐ Özur Lárusson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 53 ára karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 24 milljónir króna í sekt fyrir að standa ekki skil á virðis- aukaskatti í rekstri fyrirtækis sem maðurinn átti. Brotin stóðu yfir á tímabilinu frá 2003 til 2008 en upphæðin sem maðurinn stóð ekki skil á nam rúmum átta milljónum króna. Fram kemur í dómnum að maðurinn játaði brotin. Hann var árið 2001 dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sömu brot og hann var sakfelldur fyrir nú. Maður dæmdur til að greiða 24 millj- ónir króna í sekt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.