Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Kringlan s: 568 6244 Smáralind s: 544 4230 NÝJAR JÓLAVÖRUR Lady Di hipster 2.990,- Canada peysa 6.500,- Johnny kjóll 3.490,- Page toppur 2.990,- Lady Di push up 3.990,- Kjóll 5.990,- Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksókn- ari Alþingis, gerir ekki athugasemd- ir við að Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, verði formlega skipaður verjandi Geirs fyrir lands- dómi. Þetta kemur fram í umsögn hennar til forseta landsdóms í gær. Geir hefur krafist þess að honum verði án tafar skipaður verjandi. Forseti landsdóms bað saksóknara um afstöðu til þessarar kröfu Geirs. Geir gagnrýndi einnig þá ákvörðun þar sem saksóknari hefði ekkert með það að gera. Sigríður vísar í umsögn sinni m.a. til þess að þó að ákæruskjal hafi ekki verið gefið út, þá sé búið að bera Geir sökum um refsiverða háttsemi með ályktun Alþingis um málshöfðun gegn honum fyrir landsdómi. Sigríð- ur segir í samtali að þar með sé Geir líka nefndur ákærður skv. lands- dómslögunum. Hún nefnir einnig til hliðsjónar 3. málsgrein, 6. greinar Mannréttinda- sáttmála Evrópu um stöðu manna við þessar kringumstæður sem eigi þá rétt á skipun verjanda. Skv. lögunum um landsdóm fari Alþingi með ákæruvaldið. „Ég segi í umsögninni að það séu ekki efni til að ég hafi uppi athugasemdir við að Andri Árnason verði skipaður verj- andi Geirs.“ omfr@mbl.is Hefur ekkert á móti skipun verjanda strax  Þegar búið að bera Geir sökum um refsiverða háttsemi Geir H. Haarde Sigríður J. Friðjónsdóttir Forseti landsdóms hefur ekki tekið ákvörðun um kröfu Geirs H. Haarde um skipun verjanda en í gær barst umsögn saksókn- ara Alþingis, skv. upplýsingum Þorsteins A. Jónssonar, ritara landsdóms. „Landsdómur kem- ur væntanlega ekki saman fyrr en við þingfestingu máls, þegar saksóknari er tilbúinn með sína ákæru og búinn að fá útgefna stefnu hjá forseta dómsins,“ segir Þorsteinn. Mati á hæfi dómara sem sitja í landsdómi þarf að vera lokið í síðasta lagi þegar dómurinn kemur saman. Ekki ákveðið LANDSDÓMUR hreyfingarinnar á Akureyri. Sömu- leiðis að komið verði á fót íþróttasafni í bænum. Það var Þröst- ur Guðjónsson, formaður Íþrótta- bandalags Akureyrar, sem sendi íþróttaráði erindi þar að lútandi.    Johnny Cash verður minnst í kvöld á Græna hattinum þegar Sig- urður Ingimarsson og hljómsveit flytja lög kempunnar. Annað kvöld verður Memfismafían með tónleika á hattinum.    Bragi Valdimar Skúlason verður áberandi í menningarhúsinu Hofi um helgina. Fyrst eru Bragi og félagar hans í Baggalúti með tvenna að- ventutónleika á laugardagskvöldið og á sunnudag verður flutt fjöl- skylduævintýrið Diskóeyjan; lög og textar Braga Valdimars í flutningi Páls Óskars Hjálmtýssonar og fleiri þekktra tónlistarmanna.    Kveikt verður á jólatrénu á Ráð- hústorgi á laugardaginn. Dagskrá hefst þar kl. 14.50. Tréð er að vanda gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.    Gísli Sigurgeirssson, fv. fréttamaður, er húsbóndi á Sigur- hæðum og býður upp á fjölbreytta dagskrá. Í kvöld verður fjallað um Hjört heitinn Gíslason, hagyrðing og höfund bókanna um Salómon svarta og Garðar og Glóblesa.    Pétur Pétursson læknir fjallar um Hjört og Reynir, sonur Hjartar, segir frá „skáldaþingum“ sem oft fóru fram á heimili hans. Þangað komu m.a. Rósberg Snædal, Gísli Jónsson, Bjarni Jónsson og Kristján frá Djúpalæk. Reynir lumar á óbirt- um kvæðum frá þeim kvöldum. Diskó, bolti og jól KEA Styrkþegarnir ásamt menntamálaráðherra og forstjóra KEA. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Vinur minn fékk innilegar ham- ingjuóskir í pósti á dögunum, „með sjötugsafmælið“ eins og þar stóð skil- merkilega. Hann fagnaði nýverið tímamótum en brá samt, því skv. þjóðskrá varð hann bara fertugur.    Í ljós kom að maður með sama nafni varð sjötugur daginn sem skeyt- ið barst en sendandinn hafði óvart valið rangt heimilisfang. Ekki einu sinni hægt að kenna póstinum um …    Stemningin á heimaleikjum strákanna í Akureyri – handbolta- félagi er rómuð. Reikna má með að Höllin verði full og sungið sem aldrei fyrr í kvöld. Akureyri, sem hefur unn- ið fyrstu sjö leikina í deildinni, fær þá HK í heimsókn en Kópavogsliðið hef- ur aðeins tapað einum; steinlá fyrir norðanmönnum á heimavelli í fyrstu umferðinni.    Akureyri vann HK svo aftur í Kópavogi í bikarkeppninni í haust. Munurinn þá var naumur og fróðlegt verður að sjá hvort sunnanmenn ná að hefna í kvöld.    KEA úthlutaði í vikunni alls 8,1 milljón króna úr Menningar- og við- urkenningasjóði félagsins. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti styrkina ásamt framkvæmd- stjóra KEA, Halldóri Jóhannssyni, við athöfn í Ketilhúsinu. Ýmis fé- lagasamtök og einstaklingar fengu styrk, frá 125 til 300 þúsund kr.    Skorað hefur verið á bæjar- yfirvöld að láta skrá sögu íþrótta- Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í gær deildu stjórnarliðarnir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og for- maður viðskiptanefndar þingsins, og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk- ingarinnar og formaður efnahags- og skattanefndar, um áhrif Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á efnahagsmál hér á landi. Lilja sagði meðal annars í um- ræðunni, að hún hefði lengi varað við því, að efnahagsáætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins dýpkaði kreppuna hér á landi. Helgi sagði, að það væri þægi- legt að finna sökudólga fyrir efna- hagsstöðu sinni í einhverjum öðrum og einkanlega væri auðvelt að finna einhverjar vondar stofnanir í útlönd- um, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, til að bera ábyrgðina. „En auðvitað er það ekki þannig. Það mun hvorki skapa hagvöxt að halda áfram að safna skuldum og forðast erfiðar ákvarðanir um niður- skurð né að hækka skatta frekar, eins og formaður efnahags- og skatta- nefndar hefur lagt hér til. Það sem mun skapa hér hagvöxt og koma hjól- um efnahagslífsins af stað er fjárfest- ing, ekki síst erlend fjárfesting og samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn er lykilatriði í því að koma hér af stað þeim fjárfestingarverkefnum, sem okkur hefur ekki tekist að hrinda í framkvæmd,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannesson, þing- maður Framsóknarflokksins, sagði að áhugavert hefði verið að hlusta á öfluga þingmenn sinn úr hvorum stjórnarflokknum rífast um stefnu og skoðanir. Það væri ekki skrítið þótt ríkisstjórninni gengi erfiðlega að koma málum fram þegar ágreining- urinn væri svona mikill. Stjórnarliðar deildu um AGS á þingi Helgi Hjörvar Lilja Mósesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.