Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 27. nóvember á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með "öllu inniföldu" á Dunas Mirador. Þetta er gott hótel í Dunas hótelkeðjunni, sem er staðsett í Sonnenland í norðurhluta Maspalomas. Stór og fallegur hótelgarður með tveimur sundlaugarsvæðum og góðri sólbaðsaðstöðu. Aðeins örfá sæti í boði. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí frá kr. 139.800 með „öllu inniföldu“ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frá kr. 139.800 - með "öllu inniföldu" Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og eitt barn 2 -11 ára í herbergi í 14 nætur með "öllu inniföldu". Netverð á mann í tvíbýli 149.900 með allt innifalið í 14 nætur. Dunas Mirador - Ótrúlegt sértilboð! FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Þátttaka í kosningum til stjórnlaga- þings á laugardaginn var 36%. Þeg- ar rýnt er í tölulegar staðreyndir kemur í ljós að þátttakan er sú lak- asta í almennum kosningum frá stofnun lýðveldisins. Úrslit kosning- anna verða væntanlega kynnt síðar í dag en talning atkvæða fer fram með tölvuskanna. Notast er við breskan hugbúnað sem var aðlag- aður að íslenskri kosningalöggjöf og kröfum um greiningu og útreikn- inga vegna kosninga til stjórnlaga- þings. Öllum atkvæðum á landinu var safnað saman og þau talin í Laugardalshöll. Á kjörskrá voru 227.656 manns en greidd atkvæði voru 83.576 samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn. Að meðaltali hefur kjörsókn í öll- um kosningum á lýðveldistímanum verið tæp 85% ef frá eru taldar nýaf- staðnar stjórnlagaþingskosningar. Til samanburðar var þátttaka í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um Icesave- samninginn hinn 6. mars á þessu ári tæp 62%. Mest kjörsókn er vanalega í kosningum til Alþingis eða tæp 89% að meðaltali. Í alþingiskosning- unum 2009 var þátttakan rúm 85% og tæp 84% í alþingiskosningunum árið 2007. Óvirk mótmæli að sitja heima „Það verður ekki annað sagt en að kjörsóknin hafi verið dræm. Það vekur upp ýmsar spurningar um áhrif og ástæður þess,“ segir Guð- rún Pétursdóttir, formaður stjórn- laganefndar. Hún segir þó varhuga- vert að túlka kjörsóknina á einn veg. Venjulega mótmæli fólk kosningum með því að mæta á kjörstað og skila auðu enda séu það virk mótmæli. Guðrún segir að ef til vill finnist fólki stjórnarskráin fjarlæg og því skipti kosningarnar það litlu máli. Þær raddir hafi einnig heyrst að vinna stjórnlagaþingsins sé til- gangslaus þar sem Alþingi muni á endanum afgreiða stjórnarskrár- frumvarpið eftir eigin hentugleika. Guðrún vísar slíku á bug; enda þótt Alþingi þurfi að samþykkja tillögur stjórnlagaþings sé öll vinna þess mikilvægt innlegg. „Margir segjast einnig vera á móti kosningunum vegna mikils kostnaðar sem hefði mátt nýta í önn- ur mál.“ Guðrún segir að svo megi vel vera en ákvörðun um stjórnlaga- þing hafi þegar verið tekin svo það að sitja heima breyti því ekki hversu dýr framkvæmdin hafi verið. Munaðarlausar kosningar Sjaldgæft er að kosningar fari fram án aðkomu stjórnmálaflokk- anna og að mati Guðrúnar hafði það augljóslega áhrif. „Það má segja að kosningarnar hafi verið svolítið munaðarlausar þar sem þær áttu ekkert foreldri sem talaði fyrir þeim og hvatti fólk til að kjósa.“ Þar á Guðrún við að stjórnmálaflokkarnir hafi iðulega verið duglegir við að fá fólk á kjörstað með stemmingu og spennu. Guðrún segir að almennt hafi framkvæmd og undirbúningur stjórnlagaþingsins gengið vel. Sömu svör fengust frá landskjörstjórn en allt gekk vonum samkvæmt að und- anskilinni þátttökunni. Stjórnlaganefnd vinnur nú að hugmyndum sem verða notaðar sem rammi utan um vinnu stjórnlaga- þingsins. Stjórnlagaþingið kemur saman 15. febrúar nk. og hefur tíma- bundið og afmarkað hlutverk, sem er að undirbúa og samþykkja frum- varp til stjórnskipunarlaga með nið- urstöður Þjóðfundar 2010 til hlið- sjónar. Þingið verður til húsa að Ofanleiti 2 þar sem Háskólinn í Reykjavík var áður til húsa. Gert er ráð fyrir að 25 til 30 einstaklingar taki sæti á stjórnlagaþingi en í fram- boði voru 523 einstaklingar, þar af voru 364 karlar og 159 konur. Sögulega léleg þátttaka  Meirihluti landsmanna sat heima þegar kosningar til stjórnlagaþings fóru fram  Formaður stjórn- laganefndar segir varhugavert að túlka kjörsóknina á einn veg  Niðurstöður kosninganna birtar í dag Kjörsókn í íslenskum kosningum Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 % Alþingiskosningar Sveitarstjórnakosningar Forsetakosn. Þjóðaratkvæða- greiðsla um Icesave, 6. mars 2010 Stjórnlagaþings- kosning, 27. nóv. 2010 62,7% 36,8% 19 52 19 68 19 80 19 88 19 96 20 04 19 46 19 49 19 53 19 56 19 59 19 59 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 19 46 19 50 19 54 19 58 19 62 19 66 19 70 19 74 19 78 19 82 19 86 19 90 19 94 19 98 20 02 20 06 20 10 87 ,4 89 ,0 89 ,9 92 ,1 90 ,6 90 ,4 91 ,1 91 ,4 90 ,4 91 ,4 90 ,3 89 ,3 88 ,3 90 ,1 87 ,6 87 ,4 84 ,1 87 ,7 83 ,6 85 ,1 85 ,8 75 ,5 78 ,2 81 ,1 84 ,6 85 ,9 86 ,6 87 ,8 85 ,4 85 ,1 81 ,9 82 ,0 86 ,6 82 ,3 83 ,2 78 ,7 73 ,5 8 2, 0 9 2, 2 90 ,5 72 ,8 85 ,9 62 ,9 % % % „Lýðræðisskipulag eins og það sem við búum við krefst þess af borgurunum að þeir séu virkir þátttakendur í lýðræðinu og með fullri meðvitund um það sem fram fer í samfélaginu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar. Í ljósi þess að kraf- an um aukið lýðræði og aukna þátttöku almennings í ákvörðun stjórnvalda og stjórnmálanna þá sé kjörsóknin ákveðin vonbrigði. „Það eru vonbrigði að virkni almennings hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Á hinn bóginn er það þann- ig í kosningum sem þessum að þeir sem ekki taka þátt gefa í raun þeim sem taka þátt umboð sitt. Það gerði þorri manna í þessum kosningum.“ Þórunn segir að öllum hafi mátt vera ljóst að svona nýstárleg persónukosning myndi kannski vefjast fyrir ein- hverjum. „Eflaust hefði mátt kynna kosningarnar betur og þá til dæmis það að ekki var nauðsynlegt að kjósa 25 manns. Þetta hefur ef til vill vaxið einhverjum í augum.“ Hún segir að draga megi lærdóm af framkvæmdinni og auðvelt sé að vera vitur eftir á. hjaltigeir@mbl.is Hefði mátt kynna kosningarnar betur Þórunn Sveinbjarnardóttir „Forsætisráðherra hefur lagt gríðarlega mikið í söl- urnar fyrir þetta mál og nú er ljóst að hún stígur ekki í takt við þjóðina hvað varðar áhuga sinn á stjórnlaga- þinginu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Dræm þátttaka hljóti því að vera áfall fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Bjarni tekur þó fram að það sé ekki ágreiningur milli flokka á Alþingi um þörf- ina á endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ágreiningurinn hafi fyrst og fremst snúist um framkvæmd breyting- anna. „Áhugi á kosningunum var langt undir því sem við er að búast í almennum kosningum,“ segir Bjarni. Meðal annars megi draga lærdóm af því hvernig persónukjör sé í framkvæmd og hvernig það muni koma út að hafa landið sem eitt kjör- dæmi eins og reynt hafi verið nú um helgina. „Mér segir svo hugur að reynslan frá stjórnlagaþingskosningunum um þessi tvö atriði sé ekki góð.“ Dræm þátttaka þurfi þó ekki að hafa úrslitaáhrif því mestu máli skipti hve mikil sátt náist um niðurstöðu þingsins. Hafa verði í huga að á endanum sé það Alþingi sem fari með breytingar á stjórnarskránni. hjaltigeir@mbl.is Reynslan af persónukjörinu ekki góð Bjarni Benediktsson „Það verður að viðurkennast að þessi litla kosningaþátt- taka hefur áhrif á umboð kjörinna fulltrúa en það breyt- ir því þó ekki að vonandi veljast inn fulltrúar sem eru til þess fallnir að vinna verkefnið vel,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Þannig þurfi stjórnlagaþingið að byggjast á gæðum vinnunnar frekar en fylgi. „Komi fram góðar hugmyndir sem virka á fjölda fólks þá kannski skiptir kosningaþátttakan ekki öllu máli,“ segir Sigmundur. Öðru máli gildi um umdeildar breyt- ingar sem lítil sátt ríki um því þá muni hin litla þátttaka skipta sköpum. „Það eru ákveðin skilaboð í því fólgin þegar þátttakan er svona lítil og kannski áminning um það að ríkisstjórnin þurfi að taka af skarið í stað þess að láta aðra sjá um málin fyrir sig,“ segir Sigmundur. Hann segir rík- isstjórnina einkennast af pólitísku forystuleysi og að núverandi stefna, sem sé sambland af sósíalisma og aðgerðarleysi, hafi ekki virkað. hjaltigeir@mbl.is Þátttakan áminning til ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Dræm kjörsókn á laugardaginn staf- ar af reynsluleysi og litlum tengslum frambjóðenda við kjósendur. Þetta er mat Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðings. Þar að auki hafi almenningsálitið verið á þann veg að frambjóðendur mættu ekki auglýsa sig. Því hafi verið erfitt fyrir kjós- endur að gera upp hug sinn. Stefanía líkir kosningunum við stærsta próf- kjör Íslandssögunnar „Mjög takmarkaðar upplýsingar var að finna um frambjóðendur og þar að auki er óvíst að þessi róm- antíska hugmynd um stjórnlagaþing brenni á einstaklingum,“ segir Stef- anía. „Óréttmætt er að segja að fjöl- miðlar eða stofnanir á borð við Há- skóla Íslands hafi brugðist því það voru einstaklingar sem gáfu kost á sér og ábyrgðin er því þeirra að ná í gegn,“ segir Stefanía. Hún segir ávallt erfitt fyrir ein- staklinga að koma sér á framfæri og því hafi þekktir einstaklingar oft for- skot á aðra líkt og þekkist í próf- kjörum. Frambjóðendur þurfi að hafa samband við kjósendur sem verði að sjá einhvern ávinning í því að mæta á kjörstað. Mikilvægi stjórnmálaflokka „Mikið hefur verið talað niður til stjórnmálaflokka eftir hrun og þeir taldir einhver spillingarfyrirbæri. Það er þvert á það sem almennt er viðurkennt innan stjórnmálafræð- innar því staðreyndin er að stjórn- málaflokkar gegna mikilvægu hlut- verki við að setja fram valkosti fyrir fólk og hvetja það til að kjósa.“ Stefanía segir að það þurfi að vera einhver skipulagning eða maskína á bak við öll framboð og slíkt sé hvorki óeðlilegt, rotið né spillt. Hún segir jafnframt að það sé mikil einföldun að halda að það sé eitthvert lausn- arorð í því að gera landið að einu kjördæmi eins og gert hafi verið í kosningunum á laugardaginn. „Nándin við frambjóðendur er því minni sem stærra landsvæði er und- ir. Þannig er til dæmis erfitt fyrir Reykvíking að taka afstöðu til fram- bjóðenda af Norðurlandi sem þeir hafa aldrei heyrt um.“ hjaltigeir@mbl.is  Frambjóðendur bera ábyrgð á lélegri kosningaþátttöku Erfitt fyrir kjósendur að gera upp hug sinn 83.576 kosningabærra manna nýttu kosningarétt sinn sem samsvarar 36% þátttöku en á kjörskrá voru 227.656. ‹ DRÆM ÞÁTTTAKA › »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.