Morgunblaðið - 29.11.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.11.2010, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Leikskólinn Krókur íGrindavík verður tíu ára ífebrúar næstkomandi.Hann flaggar bæði heilsufána og grænfána og sagði Hulda, sem hefur verið leikskóla- stjóri frá upphafi, að strax eftir stofnun skólans hefði áhuginn beinst að hreyfingu og hollu mat- aræði. „Við settum okkur það markmið í upphafi að leggja áherslu á hreyfingu og að vita hvað væri í fæðunni sem hér var verið að bjóða. Árið 2002 kynntumst við svo heilsustefnu Urðarhóls í Kópavogi, sem varð fyrsti heilsuleikskólinn á Íslandi, en heilsustefnan er íslensk. Okkur leist það vel á að Krókur varð annar heilsuleikskóli landsins, fleiri fylgdu í kjölfarið og nú eru þeir 17 talsins,“ sagði Hulda. Í bæði heilsustefnu og græn- fánaverkefni er fjallað um mik- ilvægi kennarans sem fyrirmyndar. Hulda sagði að í fyrstu hefði skól- inn strítt við vandamál í starfsmannahaldi, mikið hafi verið um mannabreytingar og veikindi, sem hafði áhrif á starfsandann. Hún ákvað að svona vildi hún ekki hafa þetta. „Ég og aðstoðarleik- skólastjórinn settumst yfir þetta og byrjuðum á því að einblína á já- kvæð samskipti. Við fengum til okkar fyrirlesara til að fjalla um já- kvæð samskipti og vinnusiðferði og við höfum fylgt þessu sjálfar eftir með fyrirlestrum reglulega síðan.“ Farið var reglulega yfir starfs- mannahandbók á fundum þar sem eru stuttar og hnitmiðaðar lýsingar, t.d. um samskipti, fjölskyldustefnu skólans, reglur, umgengni og starfslýsingar. Hulda sagði þetta lið í góðu upplýsingaflæði til starfs- fólks. Það skiptir máli að starfsfólk viti hvernig á að haga sér í vinnunni. Hún segir það mikilvægt að talað sé tæpitungulaust um ábyrgð starfsmanna og að hrósa því sem vel er gert. „Í þessari vinnu settum við okkur markmið um að líta á vandamál sem verkefni til að leysa og að gagnrýni væri tækifæri til að rýna til gagns og breyttum með því neikvæðum viðhorfum í já- kvæð.“ Starfsandinn á hærra plan Leikskólinn Krókur er samn- ingsrekinn leikskóli sem rekinn er af einkafyrirtækinu Skólum ehf. Hulda sagðist hafa fengið fyr- irtækið til liðs við starfsfólk með þeim hætti að bjóða því 8 vikna líkamsræktarnámskeið á hverjum vetri. Fyrir þann tíma höfðu þær sjálfar búið til hreyfiprógramm þar sem starfsfólk fór saman í göngu- túra, hittist í húsakynnum leikskól- ans með hreyfingu á myndbands- spólum og tók þátt í heilsuátaki Lýðheilsustöðvar á landsvísu. „Við vorum ekki lengi að finna það að starfsandinn lyftist á hærra „Starfsandinn lyftist upp á hærra plan við að hreyfa sig“ „Það skiptir miklu máli hvernig okkur líður saman. Við höfum hist eftir vinnu, farið í göngu saman og á hverjum vetri förum við saman í leikfimi, sem fyrirtækið styrkir okkur til. Þróunarverkefnið okkar með umhyggju og snertingu meðal barnanna hefur líka smitast til starfsfólks,“ sagði Hulda Jó- hannsdóttir, skólastjóri leikskólans Króks í Grindavík, en hún hefur náð þeim einstaka árangri að byggja upp samábyrgð sem hefur orðið til þess að minnka verulega veikindatíðni meðal starfsfólks. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vandvirkur Þessi ungi maður lagði allt sitt í listsköpunina og vandaði sig sem mest hann mátti. Fyrsti sunnudagur í aðventu var í gær. Margir miða við fyrsta í aðventu í jólaundi- búningi og um helgina hefur mátt sjá jólaljósum fjölga í gluggum, smákökubakstur aukast og jólaandann eflast. Aðventan, eða jólafastan eins og hún er stundum köll- uð, hefst alltaf fjórða sunnu- dag fyrir jól, þetta árið 28. nóvember. Orðið aðventa kemur af latneska orðinu adventus sem merkir tilkoma. Enda er aðventan að kristnum sið hugsuð sem undirbúnings- tími fyrir fæðingarhátíð Frelsarans, jólin, sem nálgast nú óðfluga. Endilega … … fagnið aðventunni Morgunblaðið/Kristinn Aðventukrans Kveikt var á fyrsta kertinu í gær í aðventukransinum. Á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, ni.is, er hægt að grúska í mörgu og gaman að lesa sér til um náttúrunnar fyrirbæri hvort sem það er grasafræði, jarðfræði eða dýra- fræði. Undir flipanum dýrafræði er til dæmis hægt að nálgast ýmsan fróð- leik um spendýr, fugla, fiska, sjáv- arhryggleysingja og landhryggleys- ingja. Að fræðast um dýrin er sannarlega auðgandi fyrir fólk á öll- um aldri og mjög skemmtilegt fyrir börn. Full ástæða er til að hvetja for- eldra til að skoða þennan vef með börnum sínum og jafnvel sækja þang- að upplýsingar þegar þau eru að vinna skólaverkefni. Til dæmis má lesa á vefnum eftirfarandi um hinn stórkostlega fugl fálka sem ekki verður oft á vegi fólks: „Talið er að allt að fjórðungur af Evrópustofni fálka, Falco rusticolus, verpi á Íslandi. Íslenski fálkastofninn er talinn vera um 400 pör í bestu ár- um. Þessi stofn er því lítill og við- kvæmur og m.a. þess vegna nýtur fálkinn sérstakrar verndar sam- kvæmt lögum.“ Vefsíðan www.ni.is/dyralif Morgunblaðið/Ómar Fallegur Fálkinn er tignarlegur, fagur fugl og sjaldséður. Dýrin í íslenskri náttúru Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Ég hef tekið þátt í svip-uðum verkefnum víða umheim og hef lengi haftáhuga á því að fram- kvæma það hér á landi. Ég hafði hins vegar ekki dottið niður á hentugan stað. Svo þegar ég var í Japan í fyrra í samskonar listaveislu vaknaði ég eina nóttina og sagði: Reykjanesið,“ sagði listakonan Mireya Samper í samtali við blaðamann en hún er hug- myndasmiðurinn og listrænn stjórn- andi listaverkefnisins „Ferskir vind- ar í Garði“ sem nú er að hefjast. Til sveitarfélagsins Garðs streymir nú fjöldi listamanna hvað- anæva úr heiminum sem ætla næstu tvo mánuði að vinna að listsköpun í sveitarfélaginu og bjóða upp á tveggja mánaða listaveislu víðsvegar um það. Listamennirnir munu koma inn í grunnskólann, tónlistarskólann og leikskólann með kennslu og inn- legg, hægt verður að fylgjast með listamönnunum vinna og fjöldi sýn- inga og listviðburða verður í desem- ber og janúar, almenningi að kostn- aðarlausu. Mireya Samper sagði hópinn ætla að virkja allt samfélagið til þátttöku en öllum sem vettlingi geta valdið er velkomið að leggja verkefninu lið. Þegar menning- arveislunni lýkur verður samfélagið ríkara af listaverkum, því listamenn- irnir munu skilja listaverk sín eftir. „Þetta er mjög fjölbreyttur hóp- ur sem vinnur að mörgum ólíkum listformum. Auk þess er fjölbreyti- leikinn innan hvers ramma mikill,“ sagði Mireya en sýningar og uppá- komur verða á um 15 stöðum í bæn- um en einnig á víðavangi, sem og gjörningar, innsetningar, ráðstefnur, kynningar, tónlistaviðburðir og kvik- myndir. „Ég er búin að sjá handritið að einni stuttmynd sem mér líst mjög vel á. Hún heitir „Norðurljósum hef- ur rignt á diskinn minn“ og er eftir franska listamanninn Damien Pey- ret. Lofaði bæjarstjór- anum verki sem ekki myndi fjúka Listaverkefnið „Ferskir vindar í Garði“ er að hefjast í Sveitarfélaginu Garði með þátttöku 50 listamanna, íslenskra og erlendra. Íbúar sveit- arfélagsins eru forvitnir og spenntir. Hugmyndasmiðurinn og stjórnandinn Mireya Samper ásamt listamönn- unum fjórum sem bar að garði þegar blaðamaður leit við í Samkomuhúsinu. Frá vinstri: Mikio Kawasaki, Piotr Zamojski, Norbert Mauk, Amanullah So- obhany/Manou. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Upphafsverkið Í faðmi vindanna sem afhjúpað var á Garðskaga á sólseturshátíð í júní síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.