Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 11
Einbeiting í listakrók Í íslensku heilsustefnunni er ekki unnið markvisst með listsköpun til jafns við mataræði og hreyfingu. Hér fylgist Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri með listsköpun barnanna á Króki. plan við að hreyfa sig. Á milli ár- anna 2003 og 2004 fækkaði veik- indadögum svo um munaði og hefur fækkað jafnt og þétt síðan þá. Í dag býður fyrirtækið starfsfólki að fara í líkamsræktarstöð og til að koma á móts við sem flesta fengum við jógakennara til að koma tvisvar í viku í sal leikskólans sem við greiðum sjálfar.“ Framúrskarandi stundvísi Hulda sagði ekki síður mikil- vægt að gera vel við starfsfólk og sagði í því sambandi að kraftmikil stjórnun skapi verðmæti sem í þeirra tilfelli liggur bæði í fram- úrskarandi stundvísi starfsfólks og fagmennsku. „Ég hef lagt á það áherslu að styðja við mitt starfs- fólk, t.d. þegar það þarf að koma með börn sín í vinnuna eða fá leyfi til að sinna foreldrasamstarfi við skóla þeirra. Við höfum ávallt verið með hollt kaffimeðlæti og boðið starfsfólki upp á ávexti. Allt þetta tel ég skipta sköpum um líðan starfsfólks sem skilar sér í stund- vísi og sterkri ábyrgðartilfinningu. Ég hef einnig hvatt ófaglært starfs- fólk til að afla sér frekari mennt- unar. Faglærðu starfsfólki hefur fjölgað um átta á þessum 10 árum, þar af hafa sex farið í fjarnám með vinnu hér og lokið leikskólakenn- aranámi. Leiðbeinendur sem starfa við skólann hafa rúmlega 6 ára starfsreynslu að meðaltali og hafa á þessum tíma sótt ýmis námskeið um starfshætti í leikskóla og hafa víðtæka reynslu,“ sagði Hulda að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 » Hulda sagðist trúa því að sá skólabragur sem skapaður hefði verið á Króki væri verðmæti sem ekki hefðu komið af sjálfu sér. Hún sagðist vona að ráðamenn horfðu til þess að velferð barna er mikilvæg og að krafmikil stjórnun gæti skapað verðmæti. » Fyrir 2 árum hófst á Króki þróunarvinna varðandi umhyggju og vin- samlega snertingu en hugmyndin að verkefninu kom frá leiðbeinendum innan skólans. Vinsamleg snerting er bæði notuð í samskiptum og sem agastjórnunartæki. » Í heilsuleikskólanum Króki er stundað öflugt þróunar- og nýbreytn- istarf sem hefur skilað sér í fjölbreytni í leik og námi barnanna svo og góðum vinnuanda, fagmennsku og samheldni meðal starfsfólks. » Hulda sagðist telja leikskólana hafa unnið gott starf meðan góðærið gekk yfir. Víða voru erfiðleikar í starfsmannahaldi þar sem fólk áttaði sig á að enginn græddi peninga á því að vinna með börnum. Vinsamleg snerting KRÓKUR Undanfarið hafa farið fram miklar umræður um transfitusýrur bæði hér og erlendis. Í nokkrum lönd- um, t.d. Danmörku, hafa verið settar reglur um hámarksmagn transfitusýra í matvælum og þar er talið að reynslan þar sýni að takmörkun transfitusýra var mik- ilvægt skref til bættrar lýðheilsu þar í landi. Það hefur lengi verið ljóst og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að transfitusýrur eru skað- legar heilsu manna. Neysla á transfitusýrum eykur umtalsvert líkurnar á hjarta- og æða- sjúkdómum og því er mælst til að fólk neyti matvæla sem innihalda transfitusýrur í eins litlum mæli og kostur er. Transfitusýrur eru ákveðin gerð harðrar/hertrar fitu sem getur bæði verið í matvælum frá náttúr- unnar hendi, þó að algengara sé að þær myndist við meðhöndlun eða vinnslu matvæla, t.d. þegar olía er hert að hluta. Hlutfall trans- fitusýra í slíkri hertri fitu getur verið hátt en hægt er að framleiða harða fitu án transfitusýra. En hvernig er ástandið hér á landi? Árið 1995 var framkvæmd stór rannsókn á þessu sem leiddi í ljós að hlutfall transfitusýra á Ís- landi var það hæsta í Evrópu. En hver hefur þróunin verið síðan þessar niðurstöður komu fram? Síðan þá hefur matvælaiðnaður- inn á Íslandi fundið leiðir til að minnka magn transfitusýra í mat- vælum þónokkuð. Þetta kom ber- lega í ljós í rannsókn sem gerð var árið 2009 sem sýndi að hlutfall transfitusýra hafði lækkað umtals- vert. Engu að síður eru hérlendis enn fæðutegundir sem innihalda óþarflega mikið af transfitusýrum. Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur nú kosið að fara að fordæmi Dana með setn- ingu reglugerðar sem heftir notk- un transfitusýra í matvælum um- talsvert. Setning reglugerðar um tak- markanir á transfitusýrum er hörð aðgerð sem líklegt er að skili ár- angri mjög skjótt. Auk þess að stuðla að bættri lýðheilsu mun reglugerðin stuðla að bættum framleiðsluháttum, sem reynslan sýnir að matvælaframleiðendur eiga auðvelt með að laga sig að. Nú er Ísland að stíga það skref til fullnustu að takmarka notkun transfitusýra í matvælum með lög- um líkt og hefur verið gert í Dan- mörku, Austurríki og Sviss. Mat- vælastofnun heldur af þessu tilefni opinn fræðslufund um trans- fitusýrur þriðjudaginn 30. nóv- ember 2010 kl. 15-16 í umdæm- isskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík á Stórhöfða 23. Á fund- inum verður fjallað nánar um áhrif transfitusýra á lýðheilsu, greiningu transfitusýra í íslenskum mat- vælum og væntanlega reglugerð um takmörkun transfitusýra í mat- vörum hérlendis. Sjá www.mast.is. Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun. Örugg matvæli – allra hagur! Tími transfitu liðinn Morgunblaðið/Kristinn Matvæli „Setning reglugerðar um takmarkanir á transfitusýrum er hörð aðgerð sem líklegt er að skili árangri mjög skjótt.“ Það er áhugavert að kynna sér fuglana og á morgun, þriðjudag, kl. 20.30 mun Fuglavernd standa fyrir fundi í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19. Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur mun fjalla um tengsl atferlis og fuglastofna. Atferli hefur mikil áhrif á lífslíkur og varpárangur einstaklinga og getur þannig stýrt stofnum. Ýmsum brennandi spurningum í vistfræði og nátt- úruvernd verður ekki svarað nema með því að kanna hvernig atferli tengist stofnvistfræði. Hvað gera fuglar ef búsvæðum þeirra er spillt? Hvaða áhrif hafa truflun og veiðar á stofna? Í erindinu verður leitast við að varpa ljósi á fræðin á bak við slíka spádóma og tekin verða dæmi um rannsóknir og viðfangsefni á þessu sviði. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra. Frekari upplýsingar: www.fuglavernd.is. Erindi á vegum Fuglaverndar Fuglalíf Heiðagæsapar með unga. Hvaða áhrif hafa truflun og veiðar á fuglastofna? Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson. Norðurljósin eru einmitt út- gangspunktur listaverkefnisins en hverjum og einum listamanni er frjálst að fara með þemað að vild. Það verk sem markaði upphafið var verk Mireyu Samper og Víðis Árnasonar „Í faðmi vindanna“ sem Dorrit Mo- ussiaeff afhjúpaði á Garðskaga á sól- seturshátíðinni í júní sl. en hún er verdari verkefnisins Verkið er 36 tonn að þyngd og þegar blaðamaður spurði Mireyu hvort von væri á fleiri listaverkum af þessari stærðargráðu sagði hún að svo þungir steinar sem þyrfti til lægju ekki á víð og dreif. „Ég lofaði hins vegar Ása [Ásmundi Friðrikssyni] bæjarstjóra að gera listaverk sem ekki myndi fjúka.“ Ásamt því að auðga andann og læra hvert af öðru er markmið lista- veislunnar að mynda tengslanet milli innlendra og erlendra listamanna. „Ég hef tekið þátt í sambærilegum verkefnum í 11 ár og unnið með öll- um þessum listamönnum. Ég veit því nákvæmlega við hverju má búast af hverjum og einum og það skiptir máli þegar halda á listaveislu sem þessa. Aðkoma að svona verkefni er auk þess skemmtileg leið til að kynnast fólki og góð aðferð við að dreifa ávöxtum lista um samfélagið,“ sagði Mireya að lokum. Aukin aðsókn að nýju bókasafni Bókasafnið í Garði hefur búið samfélagið undir listaveisluna með útstillingu listaverkabóka en safnið var nýverið opnað í nýjum og glæsi- legum húsakynnum í Gerðaskóla. Að sögn Kolbrúnar Þórlindsdóttur starfsmanns hefur samfélagið tekið vel í bætta aðstöðu og þjónustu en af- greiðslutími safnsins jókst úr þremur klukkustundum á viku í 27 klukku- stundir. „Ég er að sjá fullt af nýjum andlitum og mér sýnist margir ekki hafa vitað að hér væri bókasafn. Um það leyti sem bókasafnið var opnað á nýjum stað dreifðum við kynning- arbæklingi í öll hús hér í Garði og lét- um þannig vita af okkur. Í kjölfarið jukust útlánin til muna,“ sagði Kol- brún í samtali við blaðamann. Kolbrún nefndi sérstaklega að fólk væri hrifið af barnakróknum en þar er appelsínugulur sófi sem auð- veldar börnum og foreldrum að láta fara vel um sig við lestur bóka. „Námsmenn nýta sér einnig náms- aðstöðuna á efri hæðinni en upp á slíkt gátum við ekki boðið í fyrra hús- næði.“ Kolbrún sagðist þó vilja fá fleiri unglinga inn á safnið, fyrri við- skiptavini sem allir virðast hafa horf- ið af safninu. Einnig að almenningur nýti sér betur fjölbreytt úrval blaða og tímarita. Jan Antoni las af kappi þegar blaðamaður leit inn á safnið fyrir skömmu og fannst hann ótrúlega heppinn að hafa bókasafn í næsta ná- grenni við heimili sitt. „Ég kem oft hingað til að lesa í ró og næði,“ sagði Jan sem fagnaði því sérstaklega að bók á hans móðurmáli, pólsku, var komin á safnið, en það er íslensk- pólska bókin Þankaganga Myslobieg sem nýlega var gefin út. Ferskir vindar í Garði » Ýmis fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar styrkja lista- veisluna í formi húsnæðis, ferða, matar og annars efn- iskostnaðar og enn er hægt að leggja verkefninu lið. » Íbúafundur verður í Flösinni 4. desember kl. 16.00 til þess að kynna íbú- um sveitarfélagsins verk- efnið og með hvaða hætti þeir geti aðstoðað við fram- kvæmd þess. » Forsýning og listaverka- sala verður í salnum við bæj- arskrifstofur Garðs 10. des- ember og verða á boðstólum smærri listaverk eftir þátt- takendur listaveislunnar. Opnun sýninganna verður 6. janúar með þátttöku allra listamanna og ókeypis fyrir alla. » Samkomuhúsið er mið- stöð verkefnisins og þar verður kynning á listamönn- unum ásamt opnum vinnu- stofum allan desem- bermánuð. Hægt er að nálgast dagskrárupplýsingar á heimasíðunni http://fresh- winds.com.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.