Morgunblaðið - 29.11.2010, Side 12

Morgunblaðið - 29.11.2010, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Viðtöl við leikmenn Íslenska liðsins og þjálfara Kynning á liðunum Dagskrá mótsins Ásamt öðru spennandi efni Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað 6. desember 2010 um Evrópumót kvennalandsliða í handbolta þar sem 16 bestu liðin leika til úrslita, þar á meðal íslenska landsliðið. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 30.nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 EM KVENNA sérblað Í HANDBOLTA Blaðið er góður kostur fyrir þá sem vilja vekja athygi á vörum sínum og þjónustu. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is DaGeek er nokkuð óvenjulegur samskiptavefur sem hefur það að markmiði að bera saman smekk ein- staklinga og þannig auðvelda not- endum leitina að kvikmyndum, tón- list, bókum, sjónvarpsefni eða tölvuleikjum. Hugmyndin kviknaði hjá Einari Sigvaldasyni þegar hann rak sig á að eiga erfitt með að stóla á ráð annarra um afþreyingarefni: „Ég hafði t.d. komist að því að ég var ekki með sama smekk á kvik- myndum og gagnrýnendur Morg- unblaðsins. Það var helst að við Sæ- björn Valdimarsson værum með líkastan smekk, en meðmæli eða viðvaranir annarra gagnrýnenda reyndust ekki eiga við mig – ég sá að við hugsuðum hreinlega ekki eins,“ útskýrir Einar sem stofnaði fyrirtækið árið 2007. Einar lýsir DaGeek sem enn á beta-stigi, en notendum fjölgar með hverjum deginum og koma frá nán- ast öllum löndum. Að nota DaGeek.com er ókeypis. Skráðir notendur geta gefið afþrey- ingar- og menningarefni einkunn með einföldum hætti og fljótlega byrjað að nýta sér meðmæli síð- unnar. „Um leið hefur vefsíðan það markmið að leyfa sérvisku fólks að njóta sín. Nafn vefsins vísar í að þarna geta nördarnir og sérvitring- arnir átt sinn samastað,“ segir Ein- ar, en í sérviskunni liggja líka tekju- möguleikarnir: Tekjur með hnöppum „Viðskiptamódelið byggist á að gera notendum kleift að opna n.k. upplýsingasíður um sín tilteknu áhugamál. Þetta geta verið síður helgaðar ákveðnum kvikmyndum, leikurum, hljómsveitum eða þess vegna sögupersónum í tölvuleikjum eða bókum,“ útskýrir Einar. „Við þessar upplýsingasíður tengir not- andinn söluhlekki í vörur á netversl- unum eins og Amazon sem hafa með efni síðunnar að gera. Tekj- urnar sem verða til þegar smellt er á hlekkina skiptast síðan til helm- inga á milli höfundar textans og Da- Geek. Allt frá því vefurinn fór fyrst í loftið haustið 2008, þá undir nafn- inu Tellmetwin, höfum við fengið ávísanir í pósti frá t.d. Amazon og Google.“ Vonast Einar til að DaGeek geti orðið sterkur vettvangur fyrir aug- lýsingar. „Ég verð a.m.k. var við það hjá sjálfum mér að smella frek- ar á svona hlekki þegar þeir fylgja greinum sem skrifaðar hafa verið af innsæi um eitthvert efni sem ég hef áhuga á. Maður einfaldlega treystir höfundinum meira og um leið því sem hann kemur á framfæri í aug- lýsingunni.“ Frumkvöðlastarfið auðveldað Einar segir aðbúnað og stuðning við frumkvöðla hafa tekið miklum breytingum eftir hrun: „Fyrir hrun var þetta allt erfiðara, en í dag er umhverfið allt annað. Við hjá Da- Geek njótum m.a. góðs af mjög veg- legum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en þeir styrkir geta numið allt að 10 milljónum árlega í þrjú ár. Sá styrkur, ásamt ívilnunum frá Starfsorku, gerir okkur kleift að hafa á bilinu 5 til 6 manns í vinnu og þar með fleiri snillinga á bak við verkefnið,“ útskýrir hann. „Svo er- um við með aðstöðu í Nýsköpunar- miðstöðinni í Kvosinni og greiðum þar leigu á mjög niðursettu verði.“ Einar kveðst um þessar mundir vera að ganga frá formsatriðum sem lúta að skráningu DaGeek sem nýsköpunarfyrirtækis, sem mun gefa möguleika á að fá 15% þróun- ar- og rannsóknarkostnaðar endur- greiddan frá hinu opinbera. „Um leið föllum við undir lög sem tóku gildi í byrjun árs og heimila þeim sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtæki að draga upphæð fjárfestingarinn- ar, allt að 300.000 kr., frá tekju- skattstofni sínum. Hjón geta því t.d. fjárfest fyrir 600.000 kr., og átt von á að fá endurgreiðslu á tekjuskatti upp að um 240.000 kr.“ Skapar samastað á vefnum fyrir sérvitringa  Unnið að uppbyggingu nýstárlegs samskiptavefs  Stofnandinn ánægður með stuðning við frumkvöðlastarfið en vill sjá fjárfestaumhverfi í anda Kísildals Morgunblaðið/Árni Sæberg Smekkur „Ég hafði komist að því að ég var ekki með sama smekk fyrir kvikmyndum og gagnrýnendur Morgunblaðsins,“ segir Einar Sigvaldason um hvernig hugmyndin að DaGeek.com fæddist. Einar er mjög jákvæður þegar hann lýsir því umhverfi sem frum- kvöðlar búa við á Íslandi í dag. Ekki er þó ómögulegt að finna eitt- hvað sem betur mætti gera. „Það er óneitanlega veruleg fyrirhöfn að sækja um suma styrkina. Í tilviki stærstu styrkjanna borgar fyrir- höfnin sig tvímælalaust, en fyrir minni upphæðir þarf að meta tím- ann sem fer í þetta,“ segir hann. „Einnig finnst mér almennt að styrkja- og stuðningsumhverfið sé að miklu leyti, a.m.k. hvað upp- hæðir varðar, miðað við þarfir tæknigeirans og væri gott að sjá fleiri úrræði eða meiri peninga fara í annars konar nýsköpun líka.“ Eins myndi Einar vilja sjá meiri aðkomu áhættufjárfesta úr einka- geiranum. „Stuðningsaðgerðir hins opinbera eru fínar, en best væri að hafa bæði,“ segir hann og lýsir framboði á áhættufjármagni á Ís- landi sem takmörkuðu, og hafi ver- ið um langt skeið. „Það væri náttúrlega frábært ef hér myndi þróast umhverfi fyrir áhættufjárfestingar í takt við það sem þekkist til dæmis í Silicon Vall- ey þar sem gríðarlegt framboð er af einkareiknum áhættusjóðum,“ segir Einar sem sjálfur lærði áhættufjárfestinga- og frum- kvöðlafræði sem hluta af MBA- námi í Berkeley í Silicon Valley á árunum þegar netbólan stóð sem hæst. „Fólk hér heima hreinlega af- skrifaði Internetið í mörg ár eftir að bólan sprakk. Svo kom Google og Facebook og fólk fór að trúa á þetta aftur, en það er ekki svo langt síðan það var, líklega ekki fyrr en 2007, sem fólk fór að sjá ljósið aftur hvað Internetið varð- ar.“ Eru styrkirnir fyrirhafnar- innar virði? Jim O’Neill, hagfræðingur og yfir- maður eignastýringarsviðs banda- ríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, segir að aðildarríki evru- svæðisins þurfi að stíga afgerandi skref í átt að sameiginlegri stefnu í ríkisfjármálum eigi evran að geta staðið af sér skuldakreppuna sem nú plagar myntbandalagið. Í viðtali sem birtist í breska blaðinu The Daily Telegraph í gær segir O’Neill að annaðhvort muni evrusvæðið leysast upp á næstu fimm til áru árum eða að það muni einkennast af enn frekari samruna á stjórn efnahagsmála innan bandalagsins. Hann hefur hinsvegar trú á því að þegar fram í sækir munu skref verði stigin í átt að frekari sam- þættingu og vísar meðal annars til hugmynda um stofnun evrópsks gjaldeyrissjóðs sem myndi þurfa að samþykkja fjárlög aðildarríkjanna sem dæmi um slík skref. O’Neill segir ennfremur í viðtal- inu að gengi evrunnar sé of sterkt um þessar mundir og að það þyrfti að lækka að minnsta kosti um 10% til þess að vera í jafnvægi gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hinsvegar seg- ir hann að eina ástæðan fyrir að gengi evrunnar veikist ekki sé sú að veikleikar bandaríska hagkerf- isins yfirskyggi þau vandamál sem nú stafa af evrusvæðinu. ornarnar@mbl.is Reuters Sterk mynt Hagfræðingur hjá Goldman Sachs telur að aðildarríki evr- unnar þurfi að stíga skref í átt að aukinni samþættingu á ríkisfjármálum. Evran þarf að veikjast um 10%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.