Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þátttaka íkosningutil stjórn- lagaþings er áfall fyrir ríkisstjórn- ina og mikill ósig- ur. Enn eitt áfallið og enn einn ósigurinn í langri röð rangra ákvarðana og mis- lukkaðra tilrauna til að veita þá forystu sem þarf til að leiða þjóðina út úr erfiðleik- unum. Hugmyndin um stjórnlaga- þing var enn ein ómarkvissa og vitlausa tilraunin til að tak- ast á við bankahrunið sem hér varð fyrir rúmum tveimur ár- um. Eins og landsmenn sýndu í verki á laugardag eru þeir alfarið ósammála ríkisstjórn- inni um að stjórnarskráin hafi átt einhvern þátt í hruninu. Áfallið fyrir ríkisstjórnina er sérstaklega mikið þar sem stjórnlagaþing hefur verið mikið áhugamál forsætisráð- herra um árabil. Sem þing- maður flutti hún fyrst frum- varp um slíkt þing árið 1994, „fyrir daufum eyrum“, eins og ráðherrann orðaði það í grein í liðinni viku. Í greininni sagði hún viðhorfin í þessu efni hafa breyst haustið 2008, en um helgina kom í ljós að þessari hugmynd Jóhönnu Sigurðar- dóttur er enn dauflega tekið. Fyrir kjördag ræddu álits- gjafar og áhugamenn um stjórnlagaþingið um mik- ilvægi þess að þátttaka yrði sem mest og forsætisráð- herra hvatti einnig mjög til þátttöku. Því var haldið fram þá að umboð stjórnlagaþings- ins yrði metið í hlutfalli við þátttöku í kosningunni, sem ekki er fráleitt þar sem form- legt vald stjórnlagaþingsins er ekkert. Kosningaþátttaka upp á 37% er sú langminnsta sem sést hefur í kosningum á landsvísu hér á landi og um- boð stjórnlaga- þingsins er í sam- ræmi við það. Nú þegar kosn- ingu til stjórn- lagaþings er lokið situr eftir kostn- aður upp á hundruð milljóna króna sem eru fjármunir sem sárvantar víða í þjóðfélaginu. Annað sem eftir situr er hve algerlega stjórnvöld eru úr takti við almenning í landinu og hve illa þau skilja hvaða mál eru mikilvægust og hvernig á að forgangsraða við núverandi aðstæður. Í stað þess að vinna að því að endurreisa atvinnulíf landsins og gera því kleift að skapa störf er unnið að ýms- um aukaatriðum og óþurft- arverkum á borð við stjórn- lagaþing og aðlögunar- viðræður að Evrópusambandinu. Í stað þess að leita leiða til að lækka skuldabyrðar heimilanna keppast ráðherrar ríkis- stjórnarinnar við að hengja Icesave-skuldir Landsbank- ans á íslenskan almenning. Í stað þess að auka stöðugleika í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar er unnið að því að kippa undan henni fótunum og í stað þess að lækka skatta til að fólk geti mætt vaxandi útgjöldum er stöðugt verið að hækka skatta og leita að nýj- um skattstofnum. Íslendingar eiga betra skil- ið en núverandi ríkisstjórn. Þeir sýndu um helgina að þeim ofbýður röng forgangs- röðunin og ef einhver jarð- tenging er eftir í ríkisstjórn- inni hlýtur hún að taka þessi skilaboð til sín og endurmeta stefnuna í helstu málum. Því miður sýnir reynslan að lítil von er til að svo fari. Miklu líklegra er að stjórnvöld berji höfðinu áfram við steininn. Ríkisstjórnin er úr takti við almenning sem hafnar rangri forgangsröðun} Áfall og ósigur ríkisstjórnarinnar Séra SigurðurSigurðarson vígslubiskup í Skálholti er látinn um aldur fram. Sigurður var fjöl- menntaður guðfræðingur og um hríð var hann kennari í fiðluleik. Hann var áhrifamik- ill kennimaður, áheyrilegur prédikari og afgerandi og vafningalaus en laus við dilka- drátt og fordóma. Sigurður vígslubiskup var ritfær vel og nutu lesendur Morgunblaðs- ins meðal annarra góðs af því. Hann var sóknarprestur Selfyssinga í nærri aldarfjórð- ung þar til hann tók við vígslubiskupsembætti. Má segja að hann hafi á marga lund fetað slóð hins merka föð- ur síns, sr. Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, oft kenndur við Hraungerði. Hann var ham- ingjumaður í einkalífi, en eft- irlifandi kona hans er Arndís Jónsdóttir skólastjóri. Sigurður vígslu- biskup var áhrifa- mikill kennimaður} Sigurður vígslubiskup L ífið þýtur hjá ansi hratt. Ef mað- ur stoppar ekki endrum og eins, þá getur maður misst af því.“ Þetta er ekki tilvitnun í Auð- legð þjóðanna eftir Adam Smith eða Kommúnistaávarp Marx. En miklar bók- menntir engu að síður og einföld heimspekin á erindi við okkur öll. Tilvitnunin er í hugsuðinn Ferris Bueller úr samnefndri gamanmynd – menntaskóla- pilt sem tilkynnir veikindi einn sólskins- bjartan dag og ákveður að „lifa lífinu“ með Cameron vini sínum og kærustunni Sloane. „Ég átti að fara í próf í dag – það var ekki lygi,“ segir hann í upphafi myndarinnar. „Það er um evrópskan sósíalisma. Ég meina, í alvöru, til hvers? Ég er ekki evrópskur. Ég hef ekki í hyggju að verða evrópskur. Svo hverjum er ekki sama hvort þeir eru sósíalistar. Þeir gætu verið fasískir anarkistar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég á ekki bíl.“ Hugmyndafræði Buellers er ekki flókin. En hún lýsir því vel hvernig fólk hugsar. Og það var einmitt það sem sósíalisminn hnaut um. „Ekki það að ég mæli með fasisma, eða nokkrum isma ef út í það er farið – ismar eru ekki af hinu góða að mínum dómi,“ segir Bueller. „Fólk á ekki að trúa á isma; það á að hafa trú á sjálfu sér. Svo ég vitni í John Lennon: „Ég trúi ekki á Bítlana. Ég trúi bara á mig.“ Góður punktur hjá honum. Þegar allt kom til alls, þá var hann rostungurinn [„walrus“ sbr. lagið]. Ég gæti líka verið rostungur. En ég þyrfti samt að sníkja far hjá fólki.“ Í stað þess að trúa blint á hugmyndakerfi, sem lýsa fremur útópíum en veruleikanum, eigum við að treysta eigin dómgreind. Það er boðskapur mynd- arinnar – og að gleyma ekki að njóta lífsins. Óborganlegum hagfræðikennara bregður fyrir í kennslustund. Ef hlustað er á það sem hann segir, þá er nokkur glóra í því, þó að framsetningin sé sérviskuleg og hann fái engin viðbrögð frá nemendunum: „Árið 1930 stýrðu repúblikanar neðri deild þingsins og reyndu að draga úr áhrifum... Ein- hver? Einhver? ... kreppunnar miklu og settu... Einhver? Einhver? ... Hawley Smoot tollalögin sem ... Einhver? Hækkuðu eða lækkuðu? ... hækkuðu skatta í viðleitni til þess að afla rík- inu meiri tekna. Virkaði það? Einhver? Þekk- ir einhver afleiðingarnar? Það virkaði ekki og Bandaríkin sukku dýpra í kreppuna miklu.“ Síðan fer hann að ræða um Laffer-bogann, sem felur í sér að skattahækkanir afli ríkissjóði ekki endilega meiri tekna og ennfremur að skattalækkanir geti aukið tekjur ríkissjóðs. Taka má dæmi af hækkun skatta á áfengi, sem leiðir til þess að fólk fer að brugga, leiðist út í neyslu ann- arra vímugjafa eða minnkar drykkjuna. Jón Þorláksson skýrði þetta ágætlega í þingræðu árið 1925: „Það er almenn regla, viðurkennd af sérfræðingum í skattamálum í meira en 100 ár, að takmörk eru fyrir því, hve mikið má hækka einstaka skatta; þegar komið er að þessu takmarki, leiðir frekari hækkun ekki til aukningar á skatttekjum, heldur til lækkunar á þeim.“ Þetta vita þeir sem hafa horft á Ferris Bueller. Og á þeim brennur áleitin spurning, sem hagfræðikennarinn varpar fram: „Fjárlagahalli. Hver greiðir hann að lokum? Einhver? Veit það einhver?“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Einhver? Veit það einhver? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Enginn á móti því að fækka banaslysum FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Á kveða þarf hvort núllsýn verður hluti af sam- gönguáætlun. Það er sú leið sem vilji er til að feta en hún mun kosta fjármagn, og það á niðurskurð- artímum. Engu að síður telur sam- gönguráðherra að undirbúning eigi að hefja þegar í stað. Núllsýnin var til umræðu á umferðarþingi sem haldið var fyrir helgi. Núllsýnin gengur út á það, að ekki sé við það unandi að banaslys verði í umferðinni. Einn höfunda sýn- arinnar, umferðaröryggisfræðing- urinn Claes Tingvall, kynnti hana á þinginu. Í erindi hans kom m.a. fram arðsemin fyrir samfélagið geti verið mjög mikil, þó svo það kosti að sjálf- sögðu eitthvað að koma núllsýn á. Vegfarendur eigi rétt á því að fara um án þess að eiga á hættu að lenda í alvarlegum slysum eða jafnvel bana- slysum. Til að tryggja það, verði m.a. að hafa í forgangi umferðaröryggi þegar kemur að vegaframkvæmdum, bílaflotann þarf að endurnýja reglu- lega, s.s. vegna þróunar á örygg- isbúnaði, auk þess sem gæði vegfar- enda skipta máli, hvernig sem svo þeir ferðast. Skilyrðislaus gæði Auk Tingvall tók Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, til máls. Hann sagðist að undanförnu hafa fengið til sín ýmsa sérfræðinga sem kynntu núllsýnina, og eftir þá fundi sé hann á þeirri skoðun að mik- ilvægt sé að núllsýnin verði ekki að- eins í orði heldur einnig í verki. „Núll- sýnin er áhugaverð og metnaðarfull sýn, að stefna að því marki að útrýma banaslysum í umferðinni. Auðvitað eigum við að stefna að þessu. Það á enginn að týna lífinu í umferðarslysi,“ sagði Ögmundur og einnig að allt eigi að gera til að ná því takmarki. Siðfræðingurinn Jón Ásgeir Kalmannsson fór einnig yfir málið út frá því hvað þurfi að breytast til að framfylgja núllsýn. Jón sagði vega- kerfið verða að vera hannað þannig að tekið sé mið af mannlegum mis- tökum. Þó svo að vegfarendur verði að bera ábyrgð á því að fylgja umferðarreglum verði að taka tillit til mannlegs breyskleika. Hönnunin þurfi því að taka mið af því hvað mannslíkaminn þoli. Einnig sagði Jón Ásgeir að ör- yggi eigi að vera skilyrðislaus gæði, sem ekki sé réttlætanlegt að fórna fyrir önnur. Því þurfi hraði og hreyf- anleiki að lúta öryggiskröfunni. Af því leiði að ekki eigi að nálgast sam- göngur sem tilgang í sjálfu sér heldur í ljósi þess sem við fáum út úr sam- göngum. „Myndi ekki vera ókeypis“ Samgönguráðherra kom ekkert inn á þann kostnað sem fylgir. Hann var þó aðeins ræddur við pallborð þar sem sátu ásamt Tingvell þingmenn- irnir Róbert Marshall, Einar K. Guð- finnsson og Ólafur Þór Gunnarsson. Róbert Marshall tók fram að það eigi eftir að kosta fjármagn að fram- fylgja stefnunni en að hans viti ætti að feta þá braut. Það sé mikilvægt og skynsamlegt. „Við höfum umferðar- öryggisáætlun til 2016, og hún er eitt- hvað sem þarf að endurskoða ef við ætlum að fara í þessa átt, þ.e. núllsýn- ina. Frumkvæðið þyrfti að koma frá Umferðarstofu og umferðarráði. En ef okkur er alvara, þá myndi það ekki vera ókeypis. Það myndi kosta okkur eitthvað, og á niðurskurðartímum er það eitthvað sem við þurfum að íhuga, hvert viljum við setja okkar fjár- magn.“ Hann sagðist einnig styðja til- löguna ef hún yrði lögð fram á Alþingi. Morgunblaðið/Eggert Þing Umferðaröryggissérfræðingurinn Claes Tingvall kynnti núllsýnina á umferðarþingi sem haldið var á Grand hótel fyrir liðna helgi. Ögmundur Jónasson, sam- gönguráðherra, sagði í ræðu sinni á umferðarþinginu að skoða þyrfti hvort núllsýnin verði hluti af samgönguáætlun eins og hjá Norðmönnum eða hluti af umferðarlöggjöf eins og er í tilviki Svía. Þetta taki tíma en hann hafi verið upplýstur um það, að það gæti tekið allt að tveimur árum að koma á núllsýn hér á landi. „Þankagangur minn hefur breyst við það að fá sérfræð- ingana í heimsókn og ég ítreka að við hrindum þessu raunveru- lega í framkvæmd.“ Tekur tvö ár að koma á BREYTTUR ÞANKAGANGUR Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.