Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
Mikil er ábyrgð
embættismanna og
ráðgjafa í heilbrigð-
isráðuneytinu, svo og
ráðherra heilbrigð-
ismála á Íslandi nú
um stundir. Enn á ný
er vegið að einni af
elstu og virtustu heil-
brigðisstofnun lands-
ins og nú með
lymskulegum og ein-
strengingslegum hætti, þar sem
rök fyrir aðgerðum eru óskilj-
anleg, stefnan ómarkviss og afleið-
ingar aðgerða vanhugsaðar. En
þetta er ekki í fyrsta skipti sem
lagt er til atlögu við St Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði í þeim tilgangi að
leggja starfsemina niður eða flytja
hana annað. Í þau skipti sem það
hefur gerst, hefur ekki verið
mögulegt að koma með haldbær
rök sem réttlæta aðgerðirnar.
Stjórnendur hafa heyrt innantóm
orð eins og ofurþjónusta, óþarfa
þjónusta við sjúklinga og ofurlaun
lækna. Er hjúkrunin slæm? Er
læknisfræðin léleg? Kosta inn-
lagnir, rannsóknir og meðferð
meiri fjármuni á St. Jósefsspítala
en annars staðar? Hið gagnstæða
kemur í ljós þegar grannt er skoð-
að. En þessi umræða hljómar ekki
vel í eyrum starfsfólksins þar sem
faglegur metnaður, umhyggja fyr-
ir sjúklingum og framþróun í
hjúkrun og læknisfræði hefur ver-
ið í fyrirrúmi. Niðurstöður nýlegr-
ar könnunar landlæknis sýndi
reyndar að skjólstæðingar eru
mjög ánægðir með þjónustuna
sem þeim var veitt. Aðgerðirnar
gegn stofnuninni hafa hins vegar
einkennst af geðþóttaákvörðunum
embættismanna heilbrigðisráðu-
neytisins, ráðherra og annarra,
sem hafa þar áhrif.
Fagleg rök skortir
Ráðuneytið hefur lengst af
skort getu til að takast á við þenn-
an mikilvæga málaflokk, sem
skiptir okkur öll mjög miklu máli.
Fagleg nálgun og skynsamleg rök
sem falla að heildrænni stefnu í
heilbrigðismálum, ekki
síst skipulagi heil-
brigðismála hér á suð-
vesturhorninu, hefur
aldrei hljómað sann-
færandi í eyrum
þeirra sem eru að
sinna veikum ein-
staklingum. Þeir sem
ráða ferðinni nú
þekkja ekki eða eru
búnir að gleyma hug-
sjón, metnaði, elju og
fórnfýsi þeirra sem
hófu fyrst sjúkra-
húsþjónustu hér á landi, en það
voru ekki íslensk heilbrigðisyf-
irvöld.
Nú er afsökunin sú að ríkis-
sjóður er tómur og St. Jósefsspít-
ala-Sólvangi ber að taka á sig nið-
urskurð sem hljóðar upp á
36-37%, sem er meiri en flestar
heilbrigðisstofnanir í landinu
þurfa að takast á við. Þessi nið-
urskurður þýðir í raun að stofn-
uninni verður ómögulegt að sinna
heilbrigðisþjónustu og þeim sér-
hæfðu verkefnum sem þróuð hafa
verið þar af kostgæfni og hugsjón
árum saman. St. Jósefsspítali (síð-
ar St. Jósefsspítali-Sólvangur) hef-
ur nokkra sérstöðu og komið að
heilbrigðisþjónustunni þar sem
þörf er fyrir lækningar og nýj-
ungar á ýmsum sviðum. Stofnunin
hefur sjálf orðið að skapa svigrúm
til slíkra verka. Auðvitað hefur
skort fjármuni og farið hefur verið
fram úr fjárveitingum, en það get-
ur verið skiljanlegt þegar reynt er
að fylgjast með þróun í lækn-
isfræði og lækningum, landi og
þjóð til hagsældar. Ef til vill er
skýringuna að finna í algeru
áhugaleysi heilbrigðisyfirvalda. Að
ákveðin sérhæfing hefur átt sér
stað á stofnuninni á undanförnum
áratugum, er fyrst og fremst að
þakka einstaklingum og félaga-
samtökum sem stutt hafa stofn-
unina með ráðum og dáð í gegnum
tíðina.
Verjum góða
heilbrigðisþjónustu
Þröngsýni heilbrigðiyfirvalda
hefur verið áberandi. En við
hverju má búast? Sjaldan er ráð-
herra sérfróður um heilbrigðismál
og oft erfitt fyrir hann að skilja og
leggja raunhæft mat á það sem
fyrir hann er lagt. Þá má spyrja
hvort vilji hafi verið til samvinnu
við heilbrigðisstarfsfólk á breiðum
grunni á Íslandi? Við þekkjum öll
svarið við þessari spurningu sem
því miður er nei. En er ekki komið
nóg af slíkum vinnubrögðum?
Skortur á þekkingu og aðgerða-
leysi af hálfu stjórnmálamanna og
embættismanna á sannarlega sinn
þátt í hversu alvarleg fjármála-
kreppan er nú orðin á Íslandi.
Ætlum við að klúðra okkar frá-
bæru heilbrigðisþjónustu með
sama hætti? Það má ekki gerast
og ákallið er því að við gefum okk-
ur tíma og ræðum saman af skyn-
semi og ábyrgð um hvert við
stefnum og hvernig við viljum
hafa heilbrigðisþjónustuna á Ís-
landi núna og í framtíðinni. Neyt-
endur hennar verða að vera í fyr-
irrúmi. Við verðum að geta treyst
stjórnmálamönnum okkar til að
standa vörð um þau mannréttindi
að allir hafi aðgang að góðri heil-
brigðisþjónustu. Er einhver sem
efast um að þeir geri það þegar
umræður og afgreiðsla fjárlaga-
frumvarpsins fer fram á næstu
vikum á Alþingi okkar Íslendinga?
Áhugavert verður að fylgjast með
hversu vel alþingismönnum tekst
til í þessu máli.
St. Jósefsspítali-Sólvangur
– Náðarhöggið veitt
Eftir Ásgeir
Theódórs » Þeir sem ráða ferð-
inni nú þekkja ekki
eða eru búnir að gleyma
hugsjón, metnaði, elju
og fórnfýsi þeirra sem
hófu fyrst sjúkrahús-
þjónustu hér á landi, en
það voru ekki íslensk
heilbrigðisyfirvöld.
Ásgeir Theodórs
Höfundur er læknir og fram-
kvæmdastjóri lækninga á St. Jós-
efsspítala-Sólvangi í Hafnarfirði.
Laugardaginn 9.
október 2010 birtist í
Morgunblaðinu frétt
um efnahagsástand
okkar Íslendinga. Í
umræddri grein verð-
ur Önnu Lilju Þór-
isdóttur, blaðamanni,
tíðrætt um fjárhags-
vanda Menntaskólans
við Sund og þær af-
leiðingar sem hann
hefur fyrir nemendur skólans.
Fram kemur að sökum nið-
urskurðar er ekki hægt að halda
uppi samfelldri þýskukennslu
hluta af vetri fyrir nemendur á
lokaári. Þeir þurfa hér með að
stunda sjálfsnám.
Samkvæmt ritinu „Education at
a Glance 2010, OECD Indicators“
kemur skýrt fram að menntun er
einfaldlega fjárhagslega hagkvæm,
bæði fyrir einstaklinga og ekki
síður samfélagið. Ríkisstjórn Ís-
lands verður að skilja að opinber
framlög til menntamála skila sér
til baka í hærri skatttekjum. Við
það bætast jákvæð áhrif mennt-
unar á þjóðfélagið sem ekki mæl-
ast í auknum skatttekjum.
Það er vissulega kreppa á Ís-
landi sem allir þjóð-
félagsþegnar verða
að horfast í augu við
hvort sem þeim líkar
betur eða verr. En
hvernig er skyn-
samlegast að takast á
við kreppuna og með
hvaða hætti?
Ríkisstjórnin
mundar niðurskurð-
arhnífinn og sker nið-
ur útgjöld til mennta-
mála með þeim
afleiðingum að nem-
endur þessa lands sitja ekki leng-
ur við sama borð. Aðgerðir rík-
isstjórnarinnar miða að því að
mismuna nemendum með því að
skerða grunnþjónustu skólanna og
svelta þá fjárhagslega. Nú þegar
er búið að naga kjötið langt inn að
beini og enn er haldið áfram að
skera niður. Nemendur þurfa að
stunda sjálfsnám. Með aðgerðum
sínum er ríkisstjórnin að færa
menntunarstig þjóðarinnar niður á
óásættanlegt plan. Er ekki næsta
skrefið að senda kennarana heim
og láta nemendur sjá alfarið um
sjálfsmenntun sína? Allar vænt-
ingar manna til menntunar eru
brostnar. Nemendur eru áhyggju-
fullir enda ekki furða. Það að fjár-
málaráðaherra skuli geta sýnt
ungu fólki slíka lítilsvirðingu þykir
í hæsta máta löðurmannlegt.
Það liggur fyrir að ýmsar stofn-
anir þurfa að hagræða á mörgum
sviðum. Að láta slíka hagræðingu
sem birtist í formi fjársveltis bitna
á kennslu nemenda sem eru að
taka sín fyrstu skref út í atvinnu-
lífið er til skammar.
Það má velta því fyrir sér hvort
hægt sé að hagræða á öðrum svið-
um sem bitna síður á kennslu
nemenda. Að fella niður kennslu í
einstökum greinum svo vikum
skiptir er grafalvarlegt mál og tel
ég að þessi ákvörðun eigi eftir að
hafa alvarlegar afleiðingar í för
með sér. Ég tel bókað mál að
nemendur komi ekki til með að
standa sig eins vel og ef kennari
væri til staðar til að leiðbeina
þeim. Þannig stuðla minni pen-
ingar að lægri einkunnum. Það má
vera mönnum umhugsunarefni
hvort skólinn sé ekki að bregðast
frumskyldum sínum og þar með
að brjóta lög.
Menntaskólinn við Sund hefur
verið svikinn um þær fjárveitingar
síðastliðin ár sem búið var að lofa
honum og þá er ég að tala um
fyrirhugaða nýbyggingu við skól-
ann sem nú er hætt við. En þess
má geta að skólinn býr við mjög
þröngan húsakost í dag. Væri
ráðamönnum ekki nær að beina
sjónum sínum að bönkunum sem
eru undirrót þess vanda sem við
glímum við í dag og krefja þá um
endurgreiðslu á þeim kostnaði
sem þeir hafa valdið okkar þjóð-
félagi.
Fjármálaráðherra talar fjálg-
lega um endurreisn samfélagsins
en hugmyndir hans eru ekki að
stuðla að þeirri endurreisn sem
lofað var. Miklu frekar hinu gagn-
stæða. Hann virðist ekki átta sig á
að ein mikilvægasta auðlind sem
hægt er að fjárfesta í er sjálf
menntunin. Þegar hún er tekin í
burtu er lítið eftir af stoltri þjóð.
Ef þetta heldur svona áfram, hvar
verðum við þá eftir einn eða tvo
áratugi?
Síðasta vígið fallið
Eftir Árna Frey
Magnússon »Eiga nemendur að
stunda sjálfsnám í
menntaskólum landsins
vegna niðurskurðar
fjármálaráðherra?
Árni Freyr Magnússon
Höfundur er nemandi við
Menntaskólann við Sund.
Jakob Björnsson
hefur verið óþreyt-
andi að berjast fyrir
því að öll orka Ís-
lands, jarðvarmi og
vatnsafl, verði nýtt til
að útvega heiminum
þá „endurnýjanlegu
og hreinu“ orku sem
hann þarfnist. Mikil
alhæfing og hálfsann-
leikur eru fólgin í
orðunum „endurnýjanleg og hrein“
en látum það liggja milli hluta.
Hann hefur hamrað mjög á því að
þetta þurfi að vera hluti af heimsá-
taki fyrir mannkynið sem heild. Á
þessum forsendum hrópði Jakob
upp í grein á besta stað í Morg-
unblaðinuá dögunum: „Nýtum
jarðhitann við Torfajökul“. Í grein-
inni kemur fram að friðlýsingar
séu að hans mati marklaus plögg
og beri að aflétta þeim eftir þörf-
um. Sérkennilegt er að í allri sókn
sinni eftir virkjun vatnsafls og
jarðvarma með tilliti til ástands
orkumála á heimsvísu skuli Jakob
ekki hafa heiminn allan undir þeg-
ar skimað er eftir möguleikum á
því sviði, heldur er engu líkara en
að virkjanir á Íslandi eigi að hafa
forgang. Jakob er vel ritfær mað-
ur, býr yfir góðri þekkingu og er
öflugur í trúboði sínu.
Hvernig væri nú að hann hugaði
að virkjunarmöguleikum erlendis
sem ættu að liggja jafn beint við
og jafnvel betur en virkjanir á
Torfajökulsvæðinu, svo sem í
Yellowstone og á hálendi Noregs?
Í Yellowstone er eitt stærsta orku-
búnt heimsins í jarðvarma og
vatnsorku. Friðlýsing Yellowstone
og friðlýsing Greater-Yellowstone,
svæðis á stærð við Ísland, fyrir öll-
um borunum er að mati Jakobs
marklaus, hún er „afturkræf“ eins
og hann orðar það um Friðland að
Fjallabaki.
Bandarískur álrisi sækist nú
mjög eftir því að við Íslendingar
látum honum í té orku Íslands.
Hvernig væri nú að Jakob hæfi
greinaskrif í bandarískum blöðum
og beindi sjónum að óvirkjaðri
orku Yellowstone? Hann gæti í
leiðinni látið þeirrar staðreyndar
getið að hinn eldvirki
hluti Íslands sé á lista
yfir 40 undur veraldar
af því tagi, en Yellow-
stone væri hins vegar
þar ekki á blaði. Þess
vegna ættu Banda-
ríkjamenn auðvitað að
taka Yellowstone á
undan Torfajökli, enda
væru þeir þá að störf-
um í eigin landi. Raun-
ar hef ég eftir ferðir á
bæði þessi svæði fært
að því rök í áttblöðungnum „Ís-
lands þúsund ár“ að svæðið milli
Suðurjökla og Vatnajökuls taki
Yellowstone fram sem nátt-
úruundur. Hvernig væri að Jakob
hæfi blaðaskrif í Noregi þar sem
hann hvetti til að Norðmenn virkj-
uðu það sem óvirkjað væri af
vatnsafli þess lands, en það er að
magni til álíka mikið og óvirkjað
er á Íslandi? Hann gæti í leiðinni
látið þess getið að norska vatns-
aflið sé óumdeilanlega hreint –
tærar ár en ekki aurugar jökulsár
eins og á Íslandi þar sem miðl-
unarlón fyllast upp af auri og
virkjanirnar verða ónýtar með tím-
anum. Hann gæti líka látið þess
getið að norska hálendið sé ekki á
lista yfir 40 helstu náttúruundur
veraldar eins og hinn eldvirki hluti
Íslands er. Á sínum tíma var gerð
mikilfengleg áætlun í stíl við ís-
lensku LSD-áætlunina um risa
þakrennuvirkjun á norska hálend-
inu, en það var ekki fyrr en eftir
margar ferðir til Noregs sem ég
frétti af þessum áætlunum, sem
Norðmenn skammast sín aug-
ljóslega nú fyrir að hafa gert, ann-
ars væri hún í hávegum höfð og
norskur Jakob skrifandi með
reglulegum millibili um hana í þar-
lend blöð. En það er svo sem þarf-
laust fyrir mig að hvetja Jakob
Björnsson til að beita sér fyrir
hugðarefnum sínum í Bandaríkj-
unum og í Noregi. Í þeim löndum
er nefnilega svo hörð fyrirstaða
gegn svona áformum að þau eru
ekki og verða ekki til umræðu. Sú
umræða var tekin ítarlega á sínum
tíma og málið afgreitt. Hér á landi
er hins vegar von fyrir Jakob. Með
því að höfða til þess að allt sé rétt-
lætanlegt í kreppunni er allt leyfi-
legt og kjörorðin eru: „Ég, núna!“
eða „Take the money and run!“
„Skjótum fyrst og spyrjum svo!“
Tökum hliðstæðu. Ef skortur
væri í heiminum á eðalmálmunum
kopar, silfri og gulli til að nota í
iðnaði, hvað myndu menn þá fyrst
byrja að bræða? Hvolfþök merki-
legustu kirknanna? Frægustu
stytturnar? Auðvitað ekki. Þetta
yrði brætt síðast, ekki fyrst. Líkja
má náttúruundrum heimsins við
gull og gersemar. Við Íslendingar
varðveitum náttúrugersemar lands
okkar fyrir mannkynið allt. Þess
vegna ber að forgangsraða í þessu
efni. Hinn eldvirki hluti Íslands
yrði efstur á blaði, ofar en Yellow-
stone og norska hálendið. Þess
vegna ætti Jakob að hasla sér völl
í bandarískum og norskum blöðum
áður en hann heldur lengra í her-
ferð sinni gegn íslenskri náttúru.
Fyrirsagnirnar á greinum Jakobs í
bandarískum og norskum blöðum
ættu að liggja ljósar fyrir: Nýtum
jarðhitann í Yellowstone! Virkjum
vatnsaflið á norska hálendinu!
Nýtum jarðhitann
í Yellowstone
Eftir Ómar Ragn-
arsson
Ómar Ragnarsson
» Sótt er í að virkja á
hinum eldvirka hluta
Íslands sem er á lista yf-
ir 40 mestu náttúru-
undur heims. Yellow-
stone kemst ekki á blað
á þeim lista.
Höfundur er formaður Íslandshreyf-
ingarinnar – lifandi lands.