Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 ✝ Sverrir Að-albjörnsson fædd- ist á Siglufirði 11.3. 1937. Hann lést á líkn- ardeild Landakotsspít- ala sunnudaginn 21.11. 2010. Foreldrar Sverris voru hjónin Aðalbjörn Pétursson, f. 28.8. 1902, d. 13.1. 1955 og Ragnheiður Guðjóns- dóttir, f. 7.10. 1912, d. 11.2. 1988. Systir Sverris samfeðra er Vera Aðalbjörns- dóttir, f. 3.9. 1934. Ragnheiður og Aðalbjörn slitu samvistum. Seinni maður Ragnheiðar var Grímur Skúlason Norðdahl, f. 18.3. 1909, d. 8.8. 1997. Börn Gríms og Ragnheið- ar, hálfsystkini Sverris, eru: Skúli, f. 23.12. 1947, Ingibjörg, f. 9.10. 1948, Guðmundur, f. 17.9. 1950, og Guðjón Ágúst, f. 18.8. 1952. Hinn 26. ágúst 1956 kvæntist leiddi syni hennar, Ara Normandy og Jón Paul. Fransisca og Sverrir skildu. Sverrir var síðast kvæntur Magindu Bacolod; þau skildu. Sverrir ólst upp á Siglufirði til sex ára aldurs en þá slitu foreldrar hans samvistum og fluttu til Reykjavíkur. Hann var um tíma í Súgandafirði hjá móðurforeldrum sínum, Guðjóni Jóhannssyni, skó- og bátasmiði, og Ágústu Bjarna- dóttur. Þar kunni hann best við sig og átti þaðan sínar björtustu æsku- minningar. Sverrir stundaði nám við Garðyrkjuskólann í Hveragerði og Iðnskólann í Reykjavík. Hann átti hlut í Nýju sendibílastöðinni og rak um tíma sendiferðabíl. Sverrir og Freyja stofnuðu Áhaldaleiguna 2. júlí 1964 og rak Sverrir fyr- irtækið til ársins 1970, þar til hann flutti til Svíþjóðar. Sverrir fór síðan í matreiðslu- skóla og gerðist sjókokkur. Vann hann um árabil á millilandaskipum bæði hjá Eimskip og Skipafélaginu Víkur. Útför Sverris fer fram frá Nes- kirkju í dag, mánudaginn 29. nóv- ember 2010, kl. 15. Sverrir Freyju Jóns- dóttur, f. 5.10. 1932. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi og Jónína Guðbjörg Björns- dóttir saumakona og vefnaðarkennari. Börn Sverris og Freyju eru: Ragn- heiður Jónína, f. 11.2. 1957, Að- albjörn Jón, f. 3.7. 1958, Ágúst Borg- þór, f. 19.11. 1962, Sæmundur Pétur, f. 14.4. 1965, d. 3.4. 1974, og fóst- urdóttir, Þorbjörg Steinarsdóttir, f. 18.1. 1967. Sverrir og Freyja slitu samvistum 1970. Sverrir átti dótturina Heidi, f. 4.5. 1972, með Kitty Balle Jensen. Hann hóf sambúð með Kristínu Hagalínsdóttur árið 1974; þau slitu samvistum. Sverrir kvæntist Maríu Fransiscu Bicarra árið 1988 og ætt- Í einni af heimsóknum mínum til pabba á sjúkrahúsið sýndi ég honum tölvuskjámynd af 11 ára syni mínum. Pabbi sagði: „Hvað, ert þetta ekki þú?“ Það var ekki óeðlilegt svar frá fárveikum manni. Og það var að vissu leyti rétt. Ég horfði sjálfur á mynd- ina og sá allt í senn, mig, pabba og móðurfjölskyldu drengsins. Stuttu síðar ákvað ég að taka strákinn sjálf- an með í heimsókn til hans. Ég fann ekki jakkann minn, svartan jakka sem átti að vera innanundir ullar- frakkanum á herðatrénu. Þá minntist ég annarra jakka: Þegar ég var krakki gekk pabbi í stórum, svörtum og frekar óklæðilegum taujökkum. Löngu eftir að hann var fluttur burtu voru þessar flíkur enn heima og á menntaskólaárum mínum, um 1980, pössuðu jakkarnir allt í einu ágæt- lega inn í þann bræðing af pönk- og bóhematísku sem ég tileinkaði mér svo ég fór að ganga í þeim. Ég klæddi mig í aðra yfirhöfn og við strákurinn hjóluðum upp á Landakotsspítala. Veðrið var sól- bjart og yndislegt og umhverfið þrungið minningum: spítalinn, Landakotstúnið, kirkjan og skólinn; allt hluti af lífi þessarar fjölskyldu. Ég er hvorki fyrsta né síðasta skiln- aðarbarnið og hef ekki skaðast af því hlutskipti. Samband okkar pabba var gott en stopult. Ég held að við höfum ekki sagt eitt einasta styggðaryrði hvor við annan um ævina. Við áttum góðar stundir saman en þær voru fá- ar og á milli þeirra leiddum við ekki hugann hvor að öðrum svo mánuðum og jafnvel árum skipti. Fyrir löngu er ljóst að ég hef erft suma af kostum hans en ekki alla, suma af göllum hans, en ekki alla. Ég hef til dæmis farið varhluta af ævintýramennsk- unni sem auðgaði líf hans og annarra. Þegar ég var barn færði hann ná- grannalöndin heim í formi gjafavarn- ings og sagna. Ég var hins vegar orð- inn fullorðinn þegar hann sendi mér ljósmynd af sér ríðandi á úlfalda fyrir framan píramídana í Egyptalandi. Millilandasiglingar voru lifibrauð hans árum saman en segja má að líf hans allt hafi verið sigling um hafsjó af ævintýrum. Eirðarleysi og frið- leysi í sálinni voru síðan hin hliðin á þessari skapgerð. Við áttum góða stund á líknar- deildinni. Pabbi naut þess að hafa ungviðið nálægt sér (hann hýrgaðist mjög þó að sárþjáður væri þegar dóttir mín kvaddi hann elskulega skömmu síðar). Þegar við vorum að kveðja rak ég augun í svarta jakkann sem hafði verið týndur rétt áður. Hann hékk þarna á snaga í sjúkra- stofunni hjá pabba, ég hafði gleymt að fara í hann þegar ég kvaddi dag- inn áður. Í einhverjum galsa klæddi ég drenginn í jakkann svo hann hvíldi hólkvíður yfir mjóslegnum líkaman- um; það var afkáraleg sjón. Pabbi hafði ekki glatað kímnigáfunni í sjúk- dómslegunni og fór að skellihlæja. Ég horfði á drenginn og hugsaði um hvernig við lifum öll áfram í afkom- endum okkar sem klæðast eiginleik- um okkar og blanda þá öðru. Kannski var þetta síðasti hlátur pabba. Heils- unni hrakaði enn næstu daga og vik- ur en ég eftirlét öðrum að sitja yfir honum. Sem fyrr voru kynni okkar bara ánægjulegar skyndimyndir. Megi hann eiga góða siglingu um ei- lífðina. Ágúst Borgþór Sverrisson. Pabbi er dáinn, farinn fyrir fullt og allt, kíkir ekki lengur við á leiðinni í Bónus með hjólatöskuna. Það er skrýtin tilhugsun þótt við sem næst honum stóðu vissum hvert stefndi þegar hann greindist með illkynja sjúkdóm í haust. Hann hafði ekki gengið heill til skógar í allmörg ár, með erfiða líkamlega og andlega sjúkdóma. Hann var verulega sjón- dapur og heyrnarskertur. Hann kvartaði þó ekki en sagðist stundum vera latur. Pabbi var fullur af ævintýraþrá, en hann vann um alllangt skeið sem kokkur á millilandaskipum og kom því víða. Auk þess ferðaðist hann mikið og þá mest til Asíulanda. Þær eru ófáar myndirnar af honum með snáka um hálsinn, sitjandi á úlfalda og fleira í þeim dúr. Hann hafði mik- inn áhuga á tungumálum og var fljót- ur að læra. Þótt hann dveldi oft lang- dvölum í öðrum löndum héldum við oftast sambandi enda er ég elsta barnið. Var hann tæplega tvítugur þegar ég fæddist og kallaði hann mig Jonnu eftir dúkkunni sinni. Mér fannst þetta svolítið asnalegt þegar ég var yngri en kann vel að meta gælunafnið núna. Hann kom síðast heim frá Taílandi í júlí en þá svo máttfarinn að síðasti spölurinn var í hjólastól. Það má kalla það kjark að leggja í langt ferðalag svona á sig kominn og kom- ast aftur til baka. Rúmum mánuði eftir heimkomuna var hann fluttur á spítala þar sem hann greindist með krabbamein í brjósthimnu og lá því leiðin fljótt á krabbameinsdeild, varð fljótt ljóst að líknardeild væri næsta skref þar sem sjúkdómurinn var langt genginn. Pabbi braggaðist fljótt eftir komuna á Landakot enda umönnun þar eins og á lúxushóteli eins og hann orðaði það. En honum versnaði aftur og dró hratt af honum þar til hann lést á hádegi dánardags. Þetta var erfið en sérstök helgi, bæði fyrir hann og okkur mæðgur sem sátum yfir honum. Pabbi var samt æðrulaus í veikind- unum og þrátt fyrir þau var stutt í brosið og glettnina. Hann var tillits- samur og hafði áhyggjur af því að trufla mig frá náminu en ég reyndi og tókst vonandi að sannfæra hann um að hann hefði forgang, skólinn yrði á sínum stað þegar betur viðraði. Þeg- ar honum varð ljóst hvert stefndi vildi hann hafa okkur hjá sér og sagð- ist bara deyja einu sinni og var ég því sammála. Ég er þakklát fyrir þessa dýrmætu þrjá mánuði sem ég dvaldi hjá honum daglega mislengi, en allan sólarhringinn undir það síðasta, og vera við hlið hans til hinstu stundar. Pabbi átti erfitt með að tjá sig und- ir það síðasta en spurði hverjir væru inni á stofunni og hvað væri eiginlega í gangi. Ég átti erfitt með svör því ég sá enga, en það var sem undirbún- ingur undir flutning stæði yfir. Ég trúi að hann sé farinn á betri stað í faðm farinna ættingja og laus við þjáningar. Guð blessi minningu hans. Tíminn líður, líður fljótt. Lífs vors dagar kveðja ótt. Dauðinn nálgast, nálgast fljótt, nær oss á miðjum vegi. Hin góðu árin gefa oss þrótt, gleymum því markinu eigi. Og sóum ei sérhverjum degi. (Aðalbjörn Pétursson) Ég vil þakka því yndislega fólki sem annaðist hann á A7, 11E og síð- ast á L5 líknardeild. Ragnheiður J. Sverrisdóttir. Afi Sverrir er dáinn og var ég svo lánsöm að vera viðstödd þegar hann kvaddi. Það var dýrmæt reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég var mikið hjá afa á spítalanum en hann lá á líknardeild Landakots. Þar leið afa vel því honum fannst svo rólegt þar og starfsfólkið yndislegt. Afi Sverrir var ekki venjulegur afi, hann var litríkur persónuleiki og því dálítið sérstakur. Ég sakna hans mikið en ég er glöð að hann fékk hvíld frá erfiðum veikindum. Afi var líka nær blindur og með skerta heyrn og stundum var erfitt að láta hann skilja það sem ég sagði en þegar það gekk ekki þá brosti hann bara. Hon- um fannst gott að hafa okkur við hlið- ina á rúminu og skiptumst við mamma á að sitja hjá honum eins mikið og við gátum. Það gerði hann öruggari og rólegri þótt við værum bara að lesa, enda gat hann ekki mik- ið talað. Afi kom oft til okkar í heimsókn á Veghúsastíginn og sagði hann mér sögur frá fjarlægum löndum. Stund- um fórum við mamma með hann í bíl- túr. Eitt skiptið fórum við með hann út í Gróttu en gleymdum okkur við myndatökur og það flæddi svo yfir að við urðum að vaða sjó upp á mið læri. Afa fannst við ruglaðar en hann brosti og fyrirgaf okkur þótt hann væri rennvotur þegar hann komst loks yfir. Við eigum margar skondn- ar og skemmtilegar minningar frá ýmsum uppátækjum. Hann spurði mig stuttu fyrir and- látið hvert ætti að fara næst, hann var eitthvað ringlaður svona eins og einhverjar breytingar væru fram- undan og hann væri að búa sig undir ferð. Hann hélt í vonina allan tímann um að betri tími myndi koma. Guð geymi afa og nú er ég viss um að hon- um líður vel og er laus við veikindin. Ef vonina vantaði í heiminn, hann væri aðeins sorgir og tár og myrkur um gjörvallan geiminn, en geigvæn harmanna sár. Vonin er aflgjafi viljans. Vonin er gleðinnar sól. Vonin verndari lífsins. Vonin er kærleikans skjól. (Aðalbjörn Pétursson) Sara Bjarney Ólafsdóttir. Sverrir Aðalbjörnsson ✝ Margrét GuðrúnJónsdóttir Hansen fæddist á Ólafsfirði 24. febrúar 1922. Hún lést á Hellu 10. nóv- ember 2010. Margrét var komin af sterkum norðlenskum stofn- um; móðir hennar var Þorgerður Jörunds- dóttir, dóttir hins kunna Hákarla- Jörundar í Hrísey og síðari konu hans, Mar- grétar Guðmunds- dóttur frá Moldhaug- um í Lögmannshlíð. Faðir Margrétar var Jón Bergsson frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal, son- ur hjónanna Bergs Bergssonar og Guðrúnar Pálsdóttur og eru ættir þeirra raktar mann fram af manni í Svarfaðardal og nágrenni. Margrét Guðrún var því heitin eftir báðum ömmum sínum; þeim Margréti konu Hákarla-Jörundar og Guðrúnu konu Bergs Bergssonar. Margrét var yngst tíu systkina, sem kennd voru við æskuheimili þeirra, Kamb í Ólafsfirði. Þau eru nú öll látin, en þau voru þessi: Auð- ur, f. 1904, Hulda, f. 1905, Pálína, f. 1907, Jörundur, f. 1908, Torfi, f. 1911, Guðmundur, f. 1912, Cecilia, f. 1914, Þorsteinn, f. 1918, Sveinn Ce- cil, f. 1919, og loks Margrét Guðrún, f. 1922. Öll komust þau til fullorð- insára, nema Torfi sem dó 15 ára og Cecilia sem varð aðeins 4ra ára. Margrét var tvígift. Fyrri maður hennar var Björn Guðmundsson úr Vopnafirði, og eru synir þeirra 1) Bergur, f. 1941, hann var fyrr kvæntur Ingunni Jónsdóttur (skildu) og var sonur þeirra Jón Steinar, sem er látinn. Síðari kona hans var Gerður Kristjáns- dóttir (skildu) og eru börn þeirra Kristján Hreinn og Berglind, og 2) Hrafn, f. 1945. Barn hans og Viktor- íu Þóreyjar Ström er Halla Kristín. Kona Hrafns er Björg Gunnarsdóttir. Þeirra börn eru Gunnar Bjarki, Margrét, Björn Ingi og Jak- ob. Síðari maður Margrétar var Ja- cob Hansen frá Suður-Jótlandi. Börn þeirra eru 1) Anders, f. 1952, kvæntur Valgerði Kr. Brynjólfs- dóttur, börn þeirra eru Jakob, Anna og Fríða, 2) Agnes, f. 1954, var gift Þórði Kristjánssyni (skildu) og eru synir þeirra Kristján og Heiðar, sambýlismaður Agnesar er Halldór Friðgeirsson. 3) Lars, f. 1958, kvæntur Gerði Þórisdóttur, börn þeirra eru Sara, Aron og Jakob Þórir og 4) Þorsteinn, f. 1961, kvæntur Jennýju Hugrúnu Wiium og eru börn þeirra Erla Kristín, Jakob Fannar og Jan Hinrik. Margrét starfaði ásamt síðari manni sínum við búskap bæði á Kokkenborg á Suður-Jótlandi og síðar á Öxnalæk í Ölfusi, en bæði fyrir hjónaband og eftir að hún varð ekkja vann hún við símastörf hjá Landssímanum, Heilsuhæli NFLÍ og hjá Landspítalanum. Útför Margrétar fór fram í kyrr- þey. Tengdamóðir mín, Margrét Han- sen, hefur kvatt þessa jarðvist. Eftir sitjum við hnípin en minn- umst með þakklæti horfinna stunda. Hún var merkileg kona, glaðsinna og skemmtileg, vel gefin og vandvirk. Hún var líka stórlynd og skaprík, ævinlega hreinskilin og hikaði ekki við að segja skoðun sína á mönnum og málefnum, sama hver átti í hlut. Hún tilheyrði kyn- slóð sem lifði tímana tvenna og minntist þess oft með þakklæti hve heppin hún hefði verið að fá tæki- færi til að taka gagnfræðapróf, því það var engan veginn sjálfsagt að stúlkur sæktu sér menntun á kreppuárunum. Hún var alla tíð kvenréttindakona og hafði sterka réttlætiskennd. Ég kynntist Grétu ekki fyrr en hún var komin á sextugsaldur. Líf hennar hafði ekki verið dans á rós- um. Hún hafði gengið í gegnum hjónaskilnað á fimmta áratugnum, staðið uppi í Reykjavík einstæð móðir tveggja sona, Bergs og Hrafns. Á þeim tíma var fátt til ráða fyrir konu sem vildi sjá fyrir sér og börnum sínum sjálf, engin dagvist og ekkert stuðningskerfi. Þessi ár voru henni afar erfið og var henni mjög þungbært að þurfa að skilja drengina sína við sig um lengri og skemmri tíma til þess að geta sótt vinnu og verið sjálfstæð kona. En svo hitti hún danskan bóndason, Jacob Hansen, sem hafði komið til Íslands í ævintýra- leit og þau felldu hugi saman. Hún flutti með honum til Jótlands þar sem þau giftu sig. Gréta festi þó ekki yndi á Jótlandi því hún gat ekki haft syni sína hjá sér. Þau fluttu því aftur til Íslands. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, And- ers, Agnesi, Lars og Þorstein. Þau bjuggu fyrst á Álftanesi og í Hafn- arfirði en lengst af á bænum Öxna- læk í Ölfusi þar sem þau ráku ali- fuglabú og stunduðu einnig hefðbundinn búskap. Þar varð fjöl- skyldan fyrir því áfalli að missa all- ar eigur sínar í eldsvoða og fluttu þau þá upp í Hveragerði. Jacob lést í bílslysi sex dögum fyrir jól, árið 1976 og ári seinna varð Gréta fyrir alvarlegum meiðslum þegar ekið var á hana þar sem hún var á gangi í Hveragerði svo hún varð aldrei jafngóð eftir. Fjölskyldan varð enn fyrir þungbærum missi við lát sonarsonar hennar Jóns Steinars Bergssonar og var það mikið áfall fyrir Grétu enda hafði hann alltaf verið í miklu sambandi við ömmu sína. Þrátt fyrir þessi áföll bar hún harm sinn í hljóði. Stolt og teinrétt hélt hún reisn sinni hvað sem á gekk. Hún fann til samkenndar með öllum sem misst höfðu og lét einskis tækifær- is ófreistað að rétta fram hjálp- arhönd ef hún gat. Hún var blíð og eftirlát barna- börnum sínum sem vissu ekkert skemmtilegra en að heimsækja hana eða fá í heimsókn. Mér sýndi hún einstaka vináttu og hjálpsemi. Hún átti líka góðar vinkonur og kunni að gleðjast á góðri stund. Hún naut þess að sækja leikhús og bíó, ferðaðist til útlanda og talaði reiprennandi ensku og dönsku. Hún fylgdist vel með bókmenntum og listum samtímans. Hún var nú- tímakona. Nú er komið að leið- arlokum. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti fyrir vináttu sem aldrei féll skuggi á. Fari hún í friði. Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir. Frá því ég man eftir mér hefur fjölskyldan hlegið að stundunum sem ég og amma Gréta áttum í aft- ursæti bílaleigubíls á hraðbrautum Evrópu á langri og að mínu mati á þeim tíma leiðinlegri leið til Jót- lands í Danmörku. Til að stytta ferðina sat amma hjá mér með bunka af bókum og las fyrir mig. Ég vildi ekkert heyra nema Palla póst, aftur og aftur, og hún las með tilþrifum, aftur og aftur. Svona minnist ég hennar ömmu minnar. Áhugi hennar á okkur barnabörn- unum var svo mikill að við gátum ekki annað en laðast að þessari skemmtilegu og kraftmiklu konu. Áhugi hennar á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur var einlægur og virtist hún alltaf hafa jafngam- an af því að spjalla við okkur um heima og geima. Þar sem ég er stóri bróðir í fjölskyldunni fékk ég svo færi á að fylgjast með vænt- umþykju og athyglinni sem amma Margrét Guðrún Jónsdóttir Hansen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.