Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Steingrímur J.Sigfússon telur ástæðu til að efast um að þingræð- isreglan gildi enn á Íslandi. Ástæðan er sú að forsetinn hafi gefið til kynna að geri Steingrímur nýjan Icesave- samning þvert ofan í afgerandi úrslit í þjóðaratkvæði hljóti sú gjörð einnig að verða borin undir þjóðina. Með öðrum orðum að það hljóti að vera sam- hengi í samkvæmnisleiknum.    Og því verður ekki neitað að rök-semdafærsla forsetans gengur upp. Auðvitað hefur aldrei hvarflað að honum né öðrum að Steingrímur reyndi að hafa þjóðaratkvæða- greiðsluna að engu, eins og hann virðist nú vera að leggja drög að. En svo er það þingræðið.    Þegar forsetinn beitti umdeilduneitunarvaldi fyrstur forseta þá fögnuðu baugsmenn og baugsmiðlar ógurlega. Það var von. En það gerðu fleiri. Það gerði dótturfélagið, Sam- fylkingin, nema hvað. Það gerði RÚV og það gerði „fræðasam- félagið“. Og þá er ekki allt upp talið. Því það gerði Steingrímur J. Sigfús- son. Og þetta var upphafið. Og það sannaðist að skamma stund verður hönd höggi fegin. Og ekki verður auðveldlega aftur snúið. Því eins og Haldeman, handlangari Nixons, sagði: Eftir að tannkremið er komið úr túpunni er ekki hægðarleikur að koma því í hana aftur.    Steingrímur tók þátt í að skrúfalokuna af tannkremstúpunni á Bessastöðum og hann kreisti hana ákaft með Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri, svo hvergi glitti í þingræði fyrir kremi. Þá helgaði tilgangurinn meðulin og Steingrímur verður nú að bryðja þá ólyfjan sjálfur. Steingrímur J. Sigfússon Upphafsmaður engist STAKSTEINAR Ólafur Ragnar Grímsson Veður víða um heim 30.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 súld Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 2 léttskýjað Egilsstaðir -5 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 4 léttskýjað Nuuk 2 skúrir Þórshöfn 2 skúrir Ósló -15 heiðskírt Kaupmannahöfn -5 heiðskírt Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -13 heiðskírt Lúxemborg -2 skýjað Brussel -2 snjókoma Dublin 2 snjóél Glasgow -1 léttskýjað London 0 snjókoma París -1 skýjað Amsterdam -2 skýjað Hamborg -2 skýjað Berlín -3 skýjað Vín -2 léttskýjað Moskva -16 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 6 skýjað Barcelona 10 skýjað Mallorca 13 skýjað Róm 8 súld Aþena 17 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal 6 alskýjað New York 12 alskýjað Chicago 1 alskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:46 15:49 ÍSAFJÖRÐUR 11:21 15:23 SIGLUFJÖRÐUR 11:05 15:05 DJÚPIVOGUR 10:23 15:11 Mývatnssveit | Fyrsta sunnudag í aðventu var markaðsdagur í hús- næði Jarðbaðanna við Mývatn þar sem allir sem vildu gátu kynnt vörur sem þeir bjóða til sölu fyrir jólin. Þarna kenndi margra grasa í fæði og klæði, gjafavöru og nytja- hlutum. hverabrauði og kökum, reyktum silungi, hamsatólg og sperðlum. Prjónavöru, leirmunum og tré- hlutum. Skartgripum og mynd- verkum. Sýnendur sem voru um 20 talsins og komu víða að. Karlakórinn Hreimur söng og trúbadúr kynnti lög við ljóð Há- konar Aðalsteinssonar. Mikill fjöldi fólks kom til að skoða, versla og njóta skemmtunarinnar þannig að fullt var út úr dyrum í húsi Jarðbaðanna. Dagurinn var vel heppnaður og verður end- urtekinn síðar í desember að sögn Þorgeirs Gunnarssonar hjá Mý- vatnsstofu. Margt er í boði fyrir gesti við Mývatn fram til jóla. Þar ber hæst jólasveinana í Dimmuborgum, en þeir halda þar til alla daga til jóla. Einnig verða allskyns uppá- komur, ekki síst á veitingastöðum sveitarinnar sem eru með tilboð bæði í veitingum og gistingu. Jólalegt Vörukynningar voru á um 20 borðum og úrvalið mikið. Hamsatólg, sperðl- ar og hverabrauð Morgunblaðið/Birkir Fanndal Skemmtiatriði Karlakórinn Hreimur skemmti gestum í Jarðböðunum. Fyrstu kaflar úr jóladagatali Sprot- anna voru frumfluttir í Tjarnarbíói í gær að viðstöddum heyrnarlausum börnum og heyrandi samnemendum þeirra úr Hlíðaskóla og leikskól- anum Sólborg. Börn úr leikskól- unum Hamraborg og Múlaborg komu einnig í heimsókn og hlustuðu á sögumanninn Felix Bergsson. Jóladagatal Sprotanna hefst í dag og fram að jólum er flutt saga á hverj- um degi á vefnum sproti.is. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum er í fyrsta sinn bryddað upp á þeirri nýbreytni að birta dagatalið á táknmáli. Er það gert í tilefni af stuðningi bankans við Félag heyrnarlausra, sem fagnaði 50 ára afmæli sínu í ár. Sagan og laga- textar eru eftir Felix en Kári Gunn- arsson myndskreytir. Lagahöfundur er Jón Ólafsson. Jóladagatal á tákn- máli í fyrsta sinn Jólasaga Felix Bergsson frumflutti sögur um Sprotana í Tjarnarbíói. Jólahlaðborð að hætti Nóatúns www.noatun.is eða í Austurveri, Hringbraut og Grafarholti Pantaðu veisluna þína á www.noatun.is RÍKULEGA ÚTILÁTIN JÓLAVEISL A 1990 Á MANN AÐEINS Ve rð fr á NÝTTfyrir jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.