Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 36
„Töluvert er til af heimildum um dvöl Marlene hér á landi, en við viljum gjarnan fá fleiri myndir af henni hér á landi og komast í sam- band við fólk sem hitti hana eða var í einhverjum tengslum við fólk sem hún var með hér á landi. Núna, þessum áratugum frá stríðs- lokum, eru Þjóðverjar algerlega tilbúnir að lesa um það sem raun- verulega gerðist í stríðinu og ekki síður um Marlene Dietrich,“ segir Óttar. Óttar segir að Marlene hafi ver- ið hér á landi til að skemmta her- mönnum í Reykjavík í september 1944, á sama tíma og Goðafoss lagði úr höfn í Reykjavík í sína hinstu för til New York. Vilja vita meira um Marlene  Árásin á Goðafoss kemur út í Þýskalandi með nýju efni Ljósmynd/Samuel Kadorian Í Trípólíbíói Marlene Dietrich heilsar Sveini Björnssyni forseta eftir skemmtun sína í Trípólíbíói um miðjan sept- ember 1944. Um borð í Goðafossi þegar hann var skotinn niður við Garðskaga var nýr forsetabíll af Packard-gerð. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með árunum hafa viðhorf Þjóð- verja til Marlene Dietrich breyst og sömuleiðis til kvikmynda og frásagna um það sem raunverulega gerðist í seinni heimsstyrjöldinni. Bók Óttars Sveinssonar Útkall – árás á Goðafoss verður gefin út í Þýskalandi næsta sumar og þar verður hinni þýsk-bandarísku Hollywood-goðsögn Marlene Diet- rich gert hærra undir höfði en gert var í íslensku útgáfunni árið 2003. „Ég gerði samning um útgáfu sögunnar um síðustu ferð Goðafoss hinn 17. júní í sumar og bókin kemur út í Þýskalandi í ágústmán- uði,“ segir Óttar Sveinsson. „Þjóð- verjar hrífast af þessari sögu og ekki síst upplýsingum um dvöl Marlene Dietrich hér á landi. Þjóð- verjar beinlínis kalla eftir meiri upplýsingum um dvöl hennar hér.“ Skemmti hermönnum Í nýju útgáfunni verður lögð meiri áhersla á leik- og söngkon- una heimsfrægu, sem fæddist í Þýskalandi, en varð bandarískur ríkisborgari árið 1939. Útgefendur bókarinnar koma hingað til lands á næstunni og framundan er að taka fleiri viðtöl sem tengjast Goðafossi og Marlene Dietrich. Þýskur kafbátur gerði árás á Goðafoss 10. nóvember 1944 þegar hann átti eftir um tveggja klukkustunda siglingu til Reykjavíkur. Um borð voru 43 Íslendingar og 20 Bretar sem hálftíma áður hafði verið bjargað af logandi olíuflutningaskipi. Skipið sökk á sjö mínútum, 19 Íslendingar björg- uðust og tveir Bret- ar. Í Íslandsferðinni hitti leik- og söngkonan heimsfræga meðal annars Svein Björnsson forseta, var í viðtölum við blöðin og eitt kvöldið var henni boðið á heimili Þormar-hjónanna við Hringbraut þar sem hún þáði meðal annars rabarbaravín og þótti gott, samkvæmt því sem fram kemur í kvikmynd Jóns Ársæls Þórðarsonar og Björns Brynjúlfs Björnssonar sem sýnd var á RÚV um hátíðarnar í fyrra. Sigríður Þormar, dóttir hjónanna, fórst við Garðskaga þegar skipið var að koma heim frá New York og var skotið niður. Hún lærbrotnaði í árás Þjóðverja á Goðafoss, en komst á kjöl björgunarbáts. Björg- unarskip kom nokkru síðar á vettvang en rakst á björg- unarbátinn og féll Sigríður í sjóinn og drukknaði. Rabarbaravín á Hringbrautinni HITTI FJÖLDA FÓLKS Í ÍSLANDSFERÐINNI MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. 25 kjörin á stjórnlagaþing 2. Ætlaði að kaupa hús á Íslandi 3. Ólafur kominn af gjörgæsludeild 4. Lifði á kartöflum einum saman »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljóðalestur verður á nýja sviðinu á fimmtudag kl. 20. Hjalti Rögnvalds- son leikari les þýðingar Sölva Björns Sigurðssonar á ljóðum 19. aldar skáldanna Johns Keats og Arthurs Rimbauds. Morgunblaðið/Ómar Borgarleikhúsið með ljóðalestur  Í dag hefst um- fangsmikið tón- leikaferðalag Frostrósa um landið. Fram- undan eru 29 tón- leikar vítt og breitt um landið og verða þeir seinustu utan Reykjavíkur haldnir 18. desember á Akureyri. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í dag í Ólafsvík, í félagsheim- ilinu Klifi, kl. 20. Frostrósir halda í tónleikaferð  Píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson heldur tónleika annað kvöld kl. 21 í Þjóðmenningarhúsinu, ásamt Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Ómari Guðjónssyni gítarleikara, í tilefni af útkomu nýj- ustu hljómplötu sinn- ar, Gnótt. Gunnar hefur áð- ur sent frá sér hljómplöt- urnar Skálm, Stef, Des, Húm og Hrím. Útgáfutónleikar í Þjóðmenningarhúsi SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 5-13 m/s og dálítil rigning með köflum um vestanvert landið í kvöld, en þykknar upp austan til. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar Hauka fögnuðu níu marka sigri gegn erkifjendum sínum í uppgjöri Hafnarfjarðarlið- anna í N1-deildinni í handbolta í gærkvöldi. Vel á þriðja þúsund manns lögðu leið sína í Kapla- krika og sáu Haukana leika granna sína grátt. Liðin eru nú jöfn að stigum. »3 Haukar léku FH grátt í Krikanum Júlíus Jónasson, þjálfari kvenna- landsliðsins í handknattleik, tilkynnti í gær hvaða 16 leikmenn lékju fyrir hönd Íslands í úrslitakeppni Evrópu- mótsins sem hefst í Danmörku í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í stórmóti og er spennan mikil hjá leikmönnum íslenska liðsins. »2 Júlíus tilbúinn með hópinn sem leikur á EM West Ham, sem situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar, tók Manchester United heldur betur í karphúsið þegar liðin áttust við í ensku deildabik- arkeppninni. West Ham fagn- aði 4:0-sigri og varð þar með fyrst allra liða til að leggja Manchester-liðið að velli á þessari leiktíð. »3 United fékk skell gegn West Ham ÍÞRÓTTIR VEÐUR » 8 www.mbl.is Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri vestan til en dálítil él eystra og við suðausturströndina. Hiti 0 til 6 stig. Vægt frost eystra en fer kólnandi. Á föstudag Norðan 8-13 m/s og él við austurströndina, en annars hægari og yfir- leitt léttskýjað. Frost 1 til 10 stig, en um frostmark við suður- og vesturströndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.