Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 MARKAÐSSETNING Á UPPLIFUN Morgunverðarfundur ÍMARK og Íslandsstofu 3. desember kl. 8.15-11.30 á Grand Hótel Reykjavík B. Joseph Pine II B. Joseph Pine II, meðhöfundur metsölubókarinnar „The Experience Economy: Work Is Theatre & Every Business a Stage“, sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta nýtt sér upplifun sem markaðstæki til að ná forskoti á keppinautana. Pine segir fyrirtæki geta nýtt sér allt umhverfi sitt til að láta viðskiptavini sína verða fyrir upplifun sem sé svo sterk að athygli þeirra fylgi kaup á hverju því sem þau kjósa að bjóða upp á. Meðal fyrirtækja sem hann hefur unnið með eru Nike, AT&T, P&G, Shell, Kraft Foods, 3M, Adidas o.fl. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP og Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair flytja erindi um upplifun í markaðssetningu. Marina Candi, dósent við Viðskiptadeild HR, segir frá rannsókn á því hvernig þjónustufyrirtæki geta nýtt sér upplifun til að skapa sér samkeppnisforskot, en hún fékk nýverið styrk frá ESB til þeirrar rannsóknar. Fundarstjóri er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu Verð 5.000 kr. fyrir félagsmenn ÍMARK Almennt verð 7.500 kr. Athugið að greitt er við innganginn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 13:00, fimmtudaginn 2. desember. Skráning á imark@imark.is Nánari upplýsingar veita: Hermann Ottósson, Íslandsstofa, hermann@islandsstofa.is og Ninja Ómarsdóttir, ÍMARK, imark@imark.is. Egill Ólafsson og Guðmundur Sv. Hermannsson Svokallaður bandormur um skatta og gjöld, sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær, gerir ráð fyrir að lífeyrissjóðunum verði heimilað að vera með allt að 15% mun á eign- um og framtíðarskuldbindingum. Þetta er þriðja árið í röð sem gerð er sú breyting á lögum að heimila líf- eyrissjóðunum að reka sig með allt að 15% halla. Samkvæmt nýrri skýrslu Fjár- málaeftirlitsins voru 25 deildir líf- eyrissjóða án ábyrgðar með nei- kvæða tryggingafræðilega stöðu í árslok 2009, þar af 3 deildir með meiri halla en 15% og verða því að skerða réttindi. 15 lífeyrissjóðir voru með halla á bilinu 10-15%. 10,2 milljarðar til sveitarfélaga Í frumvarpi fjármálaráðherra er m.a. lagt til að tekjuskatthlutfall verði lækkað um 1,2% og útsvar hækki um 1,2%. Með þessu móti verði færðir 10,2 milljarðar frá ríki til sveitarfélaga vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga. Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um skattaleg úrræði fyrir fyrirtæki, annars vegar vegna skattalegrar meðferðar á eftirgjöf skulda og hins vegar vegna heimildar til greiðslu- uppgjörs á gjaldföllnum skatta- skuldum frá fyrri árum. Þá eru lagðar til breytingar á lög- um um nýsköpunarfyrirtæki til frek- ari eflingar þeirri starfsemi, auk nið- urfellingar hlutabréfaafsláttar. Skattrannsóknarstjóri fær heimild til að einfalda og hraða málsmeðferð gagnvart aðilum sem eru til rann- sóknar. Fyrirhugað var að mælt yrði fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, en þegar í ljós kom að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafði fal- ið umhverfisráðherra að gera það lagðist stjórnar- andstaðan gegn því. Málið var þá tekið út af dagskrá fundarins. Reka má lífeyrissjóði með allt að 15% halla Morgunblaðið/Golli Þing Ekki var mælt fyrir bandormi. 10,2 milljarðar fara til sveitarfélaga vegna fatlaðra Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að meðal þess sem verið sé að skoða, við lausn á fjárhags- vanda heim- ilanna, sé að auka vaxtabætur um sex milljarða króna. „Það er hafið yfir allan vafa í mínum huga að einfaldasta og skilvirkasta aðferðin er að gera þetta í gegnum vaxtabóta- kerfið; að lækka þannig vaxtakostnað hjá öllum þorra fólks,“ sagði Stein- grímur á opnum stjórnmálafundi hjá VG á Akureyri í gærkvöldi. Ráðherra segir heimilin í landinu greiða um 60 milljarða króna á ári í afborganir og vexti af íbúðalánum og það myndi skipta umtalsverðu máli ef hægt yrði að auka vaxtabætur um 10% af þeirri upphæð. „Nú er ég lík- lega búinn að segja fullmikið hér með tilliti til viðveru fjölmiðla, en við skul- um sjá til. Þetta er leyndarmál þar til botn fæst í málið!“ Ráðherra sagði að niðurstaða yrði að liggja fyrir í þessum efnum sem fyrst. „Helst á næstu klukkutímum eða sólarhringum,“ sagði hann við Morgunblaðið á fundinum nyrðra. Steingrímur vildi ekki svara því hvort lífeyrissjóðirnir hefðu alfarið verið á móti því að lækka veðsetn- ingu íbúðarhúsnæðis niður í 100- 110%. „Við erum að reyna að ná þessu saman og vinnum með því hugarfari að allir verði með og von- andi tekst það. En málið er ekki í höfn; það hefur reynst erfiðara að ná þessu endanlega saman en ég von- aði.“ Spurður hvort til stæði að skatt- leggja fjármálafyrirtæki sér- staklega, eins og heyrst hefur, vegna mögulegrar hækkunar vaxtabóta, sagðist Steingrímur ekki vilja tjá sig efnislega um það. „Við eigum eftir að ræða þetta fram og til baka. Það eru engar nið- urstöður komnar varðandi vaxta- bótahugmyndirnar og ég get engu svarað um það hvernig, ef til kemur, þær hækkanir yrðu fjármagnaðar.“ Bæta sex milljörð- um í vaxtabætur?  Einfaldasta og skilvirkasta aðferðin Steingrímur J. Sigfússon. „Þetta er ágæt blanda, sýnist mér, en ég leyni því ekki að ég hefði viljað sjá hlut landsbyggð- arinnar betri,“ sagði Stein- grímur J. spurður um kjörið til Stjórnlagaþings. „Ég er ánægð- ur með þá fulltrúa sem við norð- anmenn sendum á þingið; það gleður hjarta mitt að sjá Erling Sigurðarson og Ara Teitsson þarna inni.“ Hlutur lands- byggðar lítill STJÓRNLAGAÞINGIÐ Garðar Pálsson, sem var skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var borinn til grafar í gær og samkvæmt venju fylgdi honum heiðursvörður landhelg- isgæslumanna. Garðar hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1948 og varð skipherra árið 1952. Hann lést í Reykjavík 21. nóvember sl., 88 ára að aldri. Útförin fór fram í Neskirkju í Reykjavík. Sr. Örn Bárður Jónsson jarðsöng. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Garðars Pálssonar Egill Ólafsson og Agnes Bragadóttir Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og fulltrúar banka og lífeyrissjóða funduðu á tveimur fundum í gær um skuldir heimilanna. Hrafn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Lands- sambands lífeyrissjóða, telur líklegt að það dragi til tíðinda í dag. Hann segir að málið sé að skýrast en enn sé talsverð vinna eftir. Haldið verð- ur áfram að funda í dag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur ríkisstjórnin lagt fast að lífeyrissjóðunum að sætta sig við að veðsetningarhlutfall á fast- eignum yrði lækkað niður í 100- 110%. Viðbrögð lífeyrissjóðanna við þessari tillögu hafa verið alfarið nei- kvæð. Sjóðirnir hafa ekki verið til- búnir til að fallast á þessa tillögu og telja sig raunar ekki hafa heimild umbjóðenda sinna til slíks enda myndi það rýra mjög eignir sjóð- anna. Einnig hefur ríkisstjórnin kynnt fyrir samráðshópnum og stjórn- arandstöðunni áform um að skatt- leggja bankana aukreitis til að fjár- magna hærri vaxtabætur. Hugmyndir um hærri bankaskatt Fundað áfram í dag um skuldamálin Morgunblaðið/Eggert Á fund Þórarinn V. Þórarinsson sat fundinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Þingmenn og formenn bæði Framsóknarflokks og Hreyf- ingarinnar, og tveir þingmenn Vinstri grænna, hafa lagt fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um að fela efnahags- og við- skiptaráðherra að láta vinna efnahagsáætlun sem tryggir velferð og stöðugleika án að- stoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Í frumvarpinu segir að í efnahagsáætluninni verði skil- greindar nauðsynlegar að- gerðir til að gera íslenskt hag- kerfi óháð aðstoð sjóðsins og forðast frekari skuldsetningu ríkissjóðs, aðgerðaáætlun útbúin og henni fylgt eftir. „Leitað verði liðsinnis færustu erlendra sérfræðinga á sviði hagvísinda við mótun og framkvæmd áætlunarinnar til að tryggja efnahagsstjórn landsins nauðsynlegan trúverðugleika.“ Verði tillagan samþykkt á áætl- unin að liggja fyrir 1. mars 2011 og koma þá til fram- kvæmda. Vilja losna við AGS HREYFING OG FRAMSÓKN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.