Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 ✝ Eðvarð Krist-jánssson fæddist á Brekkuvelli, Barð- arstrandarhr. V- Barð. 20. júní 1928. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Kristján Ólafur Ólafsson, bóndi á Brekkuvelli, síðar verkamaður á Pat- reksfirði, f. 18. okt. 1899 í Miðhlíð, Barð- arstrandarhr., d. 2. jan. 1983, og k.h. (skildu) Guðrún Lilja Krist- ófersdóttir, f. 12. ágúst 1904 á Brekkuvelli. d. 16. mars 1987. Eðvarð kvæntist 30. des. 1955 Friðrúnu Þóru Fjólu Friðleifs- dóttur, f. 3. mars 1932 á Hellis- sandi, d. 20. mars 1963 í Reykja- vík, húsfreyju í Reykjavík. Þau dórsdóttur, f. 4. nóv. 1948 á Siglufirði. Þau skildu. Barn þeirra: f) Ósk Eðvarðsdóttir, f. 19. okt. 1993 í Reykjavík. Eðvarð var síðustu 11 árin í sambúð með Sigríði Jónsdóttur, f. 9. júlí 1938 í Sandgerði. Börn hennar: Örn Benedikt Sverrisson, Kristín Björgvinsdóttir, Guðbjörg Marta Björgvinsdóttir og Jón Sveinn Björgvinsson. Eðvarð tók hið meira fiski- mannapróf frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1955. Hann var stýrimaður á ýmsum skipum frá Akranesi, m.a. á Skipaskaga AK 102; var síðan skipstjóri á Ás- mundi AK 8, Heimaskaga AK 85 og síðan tvær vetrarvertíðir á Rán AK 304; var skipstjóri á Sæ- borgu BA 75 1964, á Dofra BA 50 1965 og á Þorra BA 1966-1967; var yfirstýrimaður og skipstjóri á Perlu RE 1984; skipstjóri á Sand- ey 1984–1987; reri einnig á eigin báti, Villa AK 50, 9 brl. eikarbáti 1976-1978. Eðvarð ók greiðabíl síðustu ár starfsævi sinnar. Útför Eðvarðs fer fram frá Digraneskirkju í dag, 1. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 15. skildu. Börn þeirra: a) Guðrún Lilja, f. 16. mars 1957 í Kópavogi. b) Ragn- heiður E. Jónsdóttir, f. 1. júlí 1961 í Kópa- vogi. Eðvarð kvænt- ist 28. sept. 1963, Sigrúnu Daníels- dóttur, f. 6. mars 1937 á Akranesi, d. 30. mars 2003 á Akranesi, hjúkr- unarfræðingi á Akranesi. Þau skildu. Barn þeirra c) Eðvarð Dan, f. 12. júní 1965 á Akranesi. Eðvarð var í sambúð með Svanborgu Kjartansdóttur, f. 29. des. 1949 á Kjartansstöðum. Þau slitu samvistir. Börn þeirra: d) Kristján Ólafur, f. 7. júní 1973 á Akranesi. e) Páll Valgarð, f. 10. apríl 1978 á Akranesi. Eðvarð kvæntist 4. nóv. 1988, Maríu Hall- Elsku pabbi minn, mig langar að minnast þín með þessum orðum. Ég var eina barnið þitt sem var alla tíð hjá þér og á þínu framfæri, vegna þess að móðir mín dó þegar ég var mjög ung, en þetta var oft erfitt, bæði fyrir mig og þig, vegna þess að þegar þú varst á sjónum þurftir þú oft að koma mér fyrir og ekki alltaf hjá sama fólkinu, þess vegna á lagið „Litla stúlkan við hliðið“ svo vel við og ég sendi þér það eitt sinn í þættinum Óskalög sjómanna. Þú varst alltaf hlýr og góður, en ég veit að þetta var þér erfitt. Þú varst svo handlaginn og góð- ur smiður. Manstu eftir skrifborð- inu sem þú smíðaðir handa mér til að læra við og þú skreyttir það með fallegum blómamyndum og svo man ég vel eftir kirkjunni sem þú smíðaðir fyrir ein jólin, hún var með ljósum í gluggunum og allt. Hún var alltaf sett upp á jólum og þótti einstaklega falleg. Eitt er mér mjög hugleikið en það er þegar ég missti mitt fyrsta barn og þú þitt fyrsta barnabarn. Þá grést þú sárt. Þú og Svanborg bjugguð svo fallega um hann í kist- unni með svo fallegu vöggusetti og það þykir mér afar vænt um. Þú varst alltaf kátur og hress og gott að leita til þín ef eitthvað bját- aði á og alltaf gast þú hresst mann ef eitthvað var að. Það var þitt yndi að semja lög og vísur og spila og syngja og þú kenndir mér mörg lög og sjórinn var þér alltaf hugleikinn. Maður gat setið tímunum saman og hlustað á þig segja sögur af sjónum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég fer oft með þessa bæn og hugsa mér að þú sért einn af engl- unum. Ég sakna þín, elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Þín dóttir, Lilja Eðvarðsdóttir. Mig langar að minnast Edda pabba eins og ég kallaði hann allt- af frá því við kynntumst. Þannig er að þegar ég fæddist voru aðstæður ekki þær að foreldrar mínir gætu séð mér farborða, móðir mín mikill sjúklingur og Eddi pabbi sjómaður svo það var tekin sú ákvörðun að ættleiða þetta litla kríli sem fædd- ist tveim mánuðum fyrir tímann. Það var Eddi pabbi sem hélt í mér lífinu nýfæddri með volgu sykur- vatni þar til ég komst undir lækn- ishendur. Síðar létu kjörforeldrar mínir svo skíra mig höfuðið á ljós- móðurinni og Edda pabba, sem var ósk móður minnar, og ber ég nafn- ið hans með stolti. Það var ekki erfið ákvörðun fyr- ir kjörforeldra mína að verða við þeirri ósk eftir að vera trúað fyrir þessu litla kríli. Þegar ég svo var 15 ára gömul hitti ég hann í fyrsta skipti sem og Lilju, alsystur mína. Lilja fór með mér upp á Skaga að hitta hann. Það er mér mjög minn- isstætt þegar við gengum á land og hann kom gangandi á móti okkur, fyrst svolítið feiminn en svo tóku tárin að leka af ánægju yfir að hitta loksins þetta barn. Eftir þessi fyrstu kynni þróaðist með okkur gott samband og fylgdist hann með mér upp frá því. Þegar ég var svo farin að búa í Kópavoginum kom hann oft í kaffi, sérstaklega þegar hann var í útkeyrslunni fyrir blómabúðirnar, þá fannst honum gott að koma í sopa og reykja píp- una sína. Svo seinna þegar hann kynntist Siggu sinni komu þau oft saman í heimsókn. Hann var hag- yrtur mjög og margar vísurnar eru til eftir hann. Ég hef stundum reynt að yrkja eitthvað svona til að athuga hvort hæfileikarnir séu þarna. Yfirleitt tekst vel með fyrri- partinn en sá seinni verður öllu erfiðari. Þá var leitað til Edda pabba og hann ekki lengi að laga þetta til. Hér kemur ein sem við sömdum saman í gestabók í sum- arhúsi. Þegar gest að garði ber, nafn sitt getur párað. Þá í þessa skræðu hér Þá kostinn hefur klárað (REJ/EK.) Hann hringdi líka oft í mig bara til að leita frétta. Þegar við vorum að kveðjast sagði hann oft: Jæja, elskan, þá er talið búið. Hann var glettinn og stríðinn og mikill húm- oristi og gerði líka óspart grín af sjálfum sér. Oft gerðum við krakk- arnir líka grín að honum og þá kannski sérstaklega þegar hann var að keyra, því okkur fannst hann fara frekar hægt yfir og aldr- ei sjá neitt ef maður mætti honum við aksturinn. Hann sagðist nú ekki geta verið að veifa fólki út um allan bæ heldur væri hann að ein- beita sér að akstrinum. Svo hló hann að öllu saman. Eftir að ég svo eignaðist börn fylgdist hann vel með uppvexti þeirra og Eddi afi átti stóran sess í hjörtum þeirra beggja. Elsku Eddi pabbi, nú er talið okkar búið í bili, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður Edda Jónsdóttir og fjölskylda. Það er sumar, ég er að leika mér í garðinum fyrir utan Fögruhlíð 13 á Eskifirði, Rauður Ford Falcon rennir í hlað, afi er kominn í heim- sókn. Þetta er fyrsta minningin mín um Edda afa minn. Afi var alla tíð mjög hress og skemmti- legur. Afi var mestalla sína ævi skip- stjóri bæði á Patreksfirði og Akra- nesi, svo var hann svolítið í trillu- útgerð með bátinn Villa AK. hann var alltaf farsæll skipstjóri og end- aði sinn sjómannsferil sem skip- stjóri á sanddæluskipunum Sandey og svo síðast Perlunni. Eftir það fór afi í land og keypti sér sendibíl, Toyota Liteace. Ég fór nokkur sumur til hans að hjálpa honum á sendibílnum við burð og annað til- fallandi, og ég man sérstaklega vel eftir því að hann gat látið alla sem hann þurfti að koma við hjá hlæja og alltaf lék afi á als oddi og var hrókur alls fagnaðar. Mér hlotn- aðist sá heiður að fá alltaf að fara til afa einn mánuð á sumrin og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst honum svona vel þessi sum- ur sem ég fór til hans og verð ég að minnast á ferðirnar sem við fór- um í Þjórsárdal um helgar. Afi átti hjólhýsi í „dalnum“ eins og hann kallaði það alltaf og var hann búinn að gera sér einstaklega fallegt og notalegt sumarhús þar sem hann gat dundað sér um helg- ar og haft það notalegt. Hann byggði fallegan pall í kringum hús- ið, salernisaðstöðu og gerði sér lít- ið afdrep á fallegum stað. Mér eru minnisstæð kvöldin í dalnum þegar fólk gekk á milli hjólhýsa og söng „Tondeleijo“, „Sestu hérna hjá mér ástin mín“, „Undir bláhimni“ svo eitthvað sé nefnt og lét afi vel í sér heyra og stjórn- aði oft söngnum af mikilli list enda mikill tónlistarunnandi og söngv- ari, enda vil ég meina að þetta höf- um við yngri bróðir minn erft frá honum að miklu leyti. Hann átti forláta skemmtara sem hann hafði mjög gaman af að setjast við og spila gamla valsa og í sérstöku uppáhaldi var hjá mér þegar hann settist við skemmtarann og spilaði „Undir bláhimni“ af mikilli snilld. Hann samdi líka mjög fallega valsa á þennan skemmtara sem hann lét svo hljóðrita. Afi minn, ég á svo margar minn- ingar um þig sem mig langar að skrifa niður þar sem ég sit í setu- stofunni á skipinu mínu og sigli norður í haf, en ég ætla að láta staðar numið hér, minningarnar lifa með okkur öllum þó svo að þú sért farinn frá okkur og mér fannst það svo dýrmætt að geta verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, því ég þurfti að fara til sjós daginn eftir. Ég veit að þér líður vel núna og við sjáumst aftur síðar og þá syngjum við „Undir bláhimni“ saman. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem eru mér svo kærar. Elsku Sigga (amma), mamma mín, Raggý, Palli, Kristján, Eddi og Ósk, Guð veri með ykkur í þessari sorg, en nú er Eddi afi kominn á góðan stað og passar upp á okkur öll. Farðu í friði, elsku afi minn, og ég sakna þín. Bless bless. Þinn dóttursonur, Eðvarð Þór. Eðvarð Kristjánsson MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON frá Bakkagerði, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 13.00. Sæunn Guðjónsdóttir, Birgir Guðjónsson, Björn Guðni Guðjónsson, Halldóra Sigurðardóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HEKLU ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Eir. Geir Guðmundsson, Margrét Geirsdóttir, Gestur Jónsson, Árni Jón Geirsson, Sigríður Þ. Valtýsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Jón Friðrik Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN STEFÁNSSON, Vallargerði 2c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 29. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Friðbjarnardóttir, Ólafur Ingi Hermannsson, Bjarnheiður Ragnarsdóttir, Elva Hermannsdóttir, Einar Jóhannsson, Atli Hermannsson, Ingibjörg Róbertsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN INGI KRISTINSSON, Háengi 3, Selfossi, lést á á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 30. nóvember. Þorbjörg Sigurðardóttir, Sigurður K. Kolbeinsson, Edda D. Sigurðardóttir, Eva Katrín Sigurðardóttir, Kristján Þór Gunnarsson, Andrea Þorbjörg Sigurðardóttir, Kristín Edda Sigurðardóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR HAFSTEINN GUÐMUNDSSON skipstjóri, sem lést sunnudaginn 21. nóvember, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. desem- ber kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofn- anir. Ása Lúðvíksdóttir, Magnús Einarsson, Salvör Jóhannesdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Gunnar Már Eðvarðsson, Guðrún Einarsdóttir, Árni Blandon Einarsson, Gísli Hafsteinn Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.