Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MIG DREYMDI LÍSU Í NÓTT MIG LÍKA HÚN SAGÐIST ELSKA MIG HÚN SAGÐIST LÍKA ELSKA MIG ÞAÐ VAR MJÖG RÓMANTÍSKT SVO BORÐAÐI ÉG HEILAN MAMMÚT VIÐ VILJUM KVARTA! SUMIR STRÁKANNA KASTA ALLT OF FAST! SEGÐU ÞEIM AÐ ÞEIR ÞURFI EKKI AÐ ÞRUMA SVONA JÁ, SEGÐU ÞEIM AÐ HÆTTA ÞESSUM ÞRUMURUM! „ÞRUMURUM”!? HELGA ÞÚ ERT MEÐ HITA... ...ÞÚ ÆTTIR AÐ HVÍLA ÞIG! ÉG VEIT... ...EN FYRST ÞARF ÉG AÐ ELDA KVÖLDMAT ÉG HELD AÐ GUÐRÚN GPS SÉ SVOLÍTIÐ KLIKKUÐ, HÚN ELTIR MIG HVERT SEM ÉG FER HVER- NIG FER HÚN AÐ ÞVÍ? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, EN HÚN VAR AÐ SENDA MÉR MYND AF MÉR AÐ TALA VIÐ EINHVERN ÚTI Í GARÐI VEIFAÐU! HÚN ER MEÐ OKKUR Á „GOOGLE EARTH” Í HVERT SKIPTI SEM ÉG SEGI ÞÉR AÐ ÉG HAFI ÁHYGGJUR, ÞÁ GERIRU LÍTIÐ ÚR ÞVÍ SEM ÉG HEF ÁHYGGJUR AF ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ ÞÉR VÆRI SAMA UM MÍN VANDAMÁL ÞAÐ ER EKKI MÁLIÐ EN Í SAMANBURÐI VIÐ ALVÖRU VANDAMÁL EINS OG SLÆMAN EFNAHAG, ÞÁ VIRÐAST ÞAU FREKAR ÓMERKILEG SJÁÐU! ÞÚ GERÐIR ÞAÐ AFTUR!!! GERÐI HVAÐ? ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ ÞEKKTIR KÓNGULÓAR- MANNINN ÉG ÞEKKI HANN EKKI. HANN VAR BARA Í NÁ- GRENNINU EÐA SVO SAGÐI HANN HVAÐ ÁTTU VIÐ? ÆTLI HANA GRUNI EITT- HVAÐ? ÉG ER BARA AÐ GRÍNAST PETER. HANN HEFUR MARGT ÞARF- ARA AÐ GERA EN AÐ HANGA HÉR HJÚKK! Spurning til Ríkisútvarpsins Þjóðsöngur Íslend- inga hefur alltaf verið fluttur eftir miðnæt- urfréttir á sunnudög- um, þar til hinn 28. nóvember síðastlið- inn. Hvað veldur? Spurning til Stöðvar 2: Þátturinn 60 mín- útur var ekki heldur á dagskrá sl. sunnudag? Hvað er að? Guðrún Jacobsen. Stjórnlagaþings- kosningar Lýst hefur verið undrun á áhuga- leysi fólks fyrir nýafstöðnum kosn- ingum til stjórnlagaþings. Ég held að það sem fólk hafi áhuga á sé að dregið verði úr skattlagningu, niðurskurði og at- vinnuleysi. Einnig fyr- ir því að láglaunafólk fái sanngjörn laun fyr- ir vinnu sína og þurfi ekki að standa í bið- röðum eftir gjafamat. X. Hvernig er með Leiðarljós? Var öllum peningunum eytt í boltann sl. sum- ar? Engin Spaugstofa og ekkert Leiðarljós? Kristín. Ást er… … þar sem þú vilt vera. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, postulínsmálun. Lesið úr nýjum bókum kl. 12.15, útskurður/postulínsmálun og Grandabíó kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Söngstund kl. 11. Bústaðakirkja | Spilað verður og föndrað kl. 13, félagar úr kór Bústaða- kirkju mæta og syngja við undirleik Jónasar Þóris. Sóknarprestur annast ritningarlestur og bæn. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar frá Ásgarði kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30/10.30, glerlistarhópar kl. 9.30/ 13, félagsvist kl. 13, viðtalstími kl. 15- 16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10, postulín og kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15/12.10, kvenna- leikfimi kl. 9.15/10 í Sjálandi, kl. 11 í Ásgarði, bútasaumur og brids kl. 13, miðasala á jólahátíð 4. des. á skrif- stofu félagsins kl. 13-15, 6.000 kr., ekki tekið við greiðslukortum. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Skemmtun í Hlégarði 2. des. kl. 19, söngur Vorboða, jólahlaðborð, ferðakynning Jónasar Þór. Sönghóp- urinn Hafmeyjar syngur og leiðir fjöldasöng, dans. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, tréútskurður og handavinna. Leikfimi kl. 10, sungið og dansað. Spilasalur opinn. Bíóferð kl. 13.30, Með hangandi hendi, sýning hefst kl. 14. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Kaffi kl. 10, bænaguðsþjónusta kl. 11, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt kl. 10-11.30, línudans kl. 11, boltaleikfimi kl. 12, glerbræðsla/ handavinna og tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40, kór kl. 16. Bókmenntaklúbbur fellur niður í desember, byrjar 2. miðvikudag í jan- úar. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Prjónakaffi kl. 13.30, kaffisala kl. 14.30. Hæðargarður 31 | Bútasaumssýning listasmiðju og myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur. Opnað fyrir hádegisverð kl. 12 föstudag 3. des. og 6. des. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópa- vogsskóla kl. 14.40. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun 2. des. listasmiðja kl. 13, áður auglýst pútt fellur niður, verður 8. des. Heilsuakademían með kynningartíma í Egilshöll kl. 9-10 á morgun, fimmtu- dag. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Aðventu- gleði. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor segir frá bók sem hún gefur út á þessu ári. Lilja Sólveig Kristjáns- dóttir minnist bernskujóla í Svarf- aðardal fyrir áttatíu árum. Sigurvin Jónsson segir frá Panov afa. Veitingar á Torginu. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl. 13, myndmennt kl. 11.30, versl- unarferð í Bónus kl. 13, tréskurður kl. 14.30. Eftir að hafa lesið fimmtíu limr-ur í röð í bókinni „Heitar lummur“, sá Bjarni Stefán Konráðs- son sér til skelfingar á bókarkápu að ráðlagður skammtur væri ein limra tvisvar á dag. Því spurði hann Hjálmar, bókarhöfund og lækni: Ég innbyrti í fádæma fáti fimmtíu limrur og gráti liggur mér við svo um læknis-svar bið: drepst ég úr oflimruáti? Sem hann ætlaði að senda þetta ímyndaði hann sér hið versta og orti eftirmæli um sjálfan sig: Við allsnægtir yfirleitt bjó hann, um sig þó sjaldnast neitt sló hann. En var fyrir flas og í fáti hann las fimmtíu limrur, svo dó hann. Friðrik Steingrímsson kastaði á hann kveðju í stöku: Af tómri græðgi kýldi kvið karlinn vísna svangi, og leita þurfti læknis við limruniðurgangi. Hjálmar Freysteinsson svaraði og sagði eina limru tvisvar á dag kannski hugsaða meira sem fyr- irbyggjandi meðferð: Með litlum skammti af limrum má lyndisröskun varna, en fimmtíu í það fóru að ná fýlunni úr Bjarna. Friðrik Steingrímsson sló á létta strengi er hann heyrði brag Péturs Stefánssonar um vikudag- ana sem birtist í vísnahorninu í gær: Ég held að nú sé karlinn klikk, klárt sitt hefur slegið metið, yrkir sjö í einum rykk, og uppáferða hvergi getið. Í fyrradag birtist vísa eftir Egil Jónasson um Karl Kristjánsson þingmann sem er rétt svona: Karl í bronsi kominn er, krýndur geisla baugum, það á ekki að hengj’ann hér, heldur frammi á Laugum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af limrum og eftirmælum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.