Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Í dag, miðviku- dag, munu nemar í húsgagnasmíði við Tækniskólann sýna skápa og borð sem þeir hafa smíðað sjálf- ir á haustönn í skólanum. Sýn- ingin er í Tækni- skólanum á Skólavörðuholti (gamla Iðnskólanum) og er opið milli kl. 9 og 17. Aðgangur er ókeypis. Vaxandi áhugi er fyrir hús- gagnasmíði því alls sóttu 22 nem- endur um að byrja í húsgagnasmíði á vorönn 2011 í Tækniskólanum en að jafnaði hafa nýnemar á hverri önn verið um 10 talsins. Húsgagnasýning Sýning Tækniskól- inn opinn í dag. Andrés Skúlason Djúpivogur | Háhyrningar eru þekktir af sérstökum veiðiaðferðum, en stundum getur þó verið erfitt að greina á milli þess hvort þeir ráðast að bráð vegna svengdar eða hvort um leik sé að ræða. Síðastliðinn mánudag mátti sjá þegar fjórir háhyrningar syntu um Berufjörð og var atgangur mikill þar sem þeir réðust að hverjum fugla- hópnum á fætur öðrum alveg uppi í landsteinum. Svo aðgangsharðir voru háhyrningar þessir að sjá mátti t.d. einn þeirra elta æðarblika fast upp að hafskipabryggjunni í Gleði- vík þar sem hann náði blikanum með miklum buslugangi. Frægasti háhyrningur Íslands- sögunnar er án efa sjálfur Keikó sem drapst við Noregsstrendur eftir stutt frelsi í norðurhöfum. Frændur hans sem komu inn í Berufjörðinn voru nokkuð „villtari“ í fasi og framkomu. Morgunblaðið/Þórir Stefánsson Sjaldgæf sjón skammt frá landi Háhyrningar á fugla- veiðum í Berufirði Nýja Hvítárbrúin verður opnuð fyr- ir umferð í dag og af því tilefni ætla íbúar í Hrunamannahreppi og Blá- skógabyggð að hittast við brúna og gera sér glaðan dag milli kl. 15 og 17, en vörubílar Sölufélags garð- yrkjumanna mætast á brúnni kl. 12:30. Tungnakonur búsettar í hreppnum og JÁ verk bjóða upp á kaffi og kleinur í vinnubúðunum vestan megin árinnar og öllum er frjálst að leggja eitthvað til að auki. Gestum og gangandi er annars bent á að þeir geti gert það sem þeim dettur í hug á þessum tímamótum. Formleg opnun verður síðan að loknum framkvæmdum næsta sum- ar. Nýja brúin tengir betur saman Biskupstungur og Hrunamanna- hrepp og þar á meðal Reykholt og Flúðir. Leiðin þar á milli styttist um 26 km og verður um 10 km. Brúin kemur í kjölfar nýs vegar á milli Þingvalla og Laugarvatns og er 270 metrar að lengd. Í frétt í gær gætti ónákvæmni. Að sjálfsögðu er ekki farið um Skeið eða Brúarhlöð, þeg- ar valið er að fara nýju leiðina. steinthor@mbl.is Íbúar hittast við Hvítárbrú í dag Ný brú Umferð verður hleypt á Hvítárbrú við Bræðratungu í dag. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af peysum og bolum St. 36-52 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Úrval af vönduðum fatnaði á góðu verði fyrir jólin Njótum aðventunnar saman peysudagar 20% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Kíktu á www.laxdal.is ÍS LE N SK A /S IA .I S VI T 52 58 5 11 /1 0 VITA er lífið Tenerife Flugsæti 4. janúar Verð frá66.700 kr.* og 15.000 Vildarpunktar fyrir flug fram og til baka með flugvallarsköttum. * Verð án Vildarpunkta: 76.700 kr. Vikulegt flug frá 1. feb til 5. apr. VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.