Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010
Sýnd kl. 8 og 10:15
HHHH
„...Fyrsta flokks afþreying“
-S.V., MBL
Sýnd kl. 6Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 8 og 10:15 - Ótextuð
SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ
HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR!
HHH
-T.V. - kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6Sýnd kl. 8 og 10:30
HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA
FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR?
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
5%
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
THE NEXT THREE DAYS kl. 8 - 10.15
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
ARTÚR 3 KL. 6
JACKASS 3D KL. 8
SKYLINE KL. 10
12
L
L
12
12
Nánar á Miði.is
THE NEXT THREE DAYS kl. 5.20 - 8 - 10.40
THE NEXT THREE DAYS LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.40
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.40 - 6
SKYLINE KL. 8 - 10.10
JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10
UNSTOPPABLE KL. 10.10
EASY A KL. 5.50 - 8
ARTHÚR 3 KL. 3.40
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.40
AULINN ÉG 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
12
12
L
12
12
L
L
L
L
L
AGORA kl. 6 - 9
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
DRAUMURINN UM VEGINN KL. 6
SKYLINE KL. 8 - 10.10
UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10
BRIM KL. 6
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 - 10.15
14
L
L
12
L
12
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
ÍSL. TAL
ÍSL. TAL
"MYND SEM HITTIR Í MARK!"
-H.H, MBL
EPÍSK STÓRMYND EFTIR
LEIKSTJÓRA THE OTHERS
FRÁBÆR TEIKNIMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI
MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA
VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ!
DRAUMURINN
UM VEGINN
Nú eru jólin á næsta leiti ogundirbúningur fyrir há-tíð ljóss og friðar víðahafinn. Því er vel til fund-
ið að frumsýna fjölskylduvæna jóla-
teiknimynd í kvikmyndahúsum á
fyrstu helgi aðventunnar.
Myndin fjallar um litla hreindýrs-
kálfinn Niko sem stundar flug-
æfingar af miklu kappi. Sagan herm-
ir nefnilega að faðir hans sé í
flugsveit jólasveinsins, einn þeirra
fræknu tarfa sem draga sleða jóla-
sveinsins um himinhvolfin á jólanótt.
Niko dreymir um að komast til
Sveinkafells, þar sem flugsveitin
heldur sig, og kynnast pabba sínum.
Þegar ógn steðjar að hrein-
dýrahjörðinni verður það úr að Niko
leggur upp í langþráða ferðina með
flug-íkornann Júlíus sér til fulltingis.
Í pílagrímsför af þessu tagi kemur
auðvitað ýmislegt upp á og afar ill-
úðlegir úlfar aðalógnin, enda þeirra
markmið að éta flugsveitina og sjálf-
an jólasveininn. Um endalokin skal
svo ekki fjölyrt á þessum vettvangi.
Eitthvað á þessa leið er söguþráð-
ur finnsku teiknimyndarinnar Niko
og leiðin til stjarnanna.
Myndin er falleg og hugljúf og í
henni eru kunnugleg minni úr fjöl-
mörgum barnamyndum; söguper-
sónan sem á sér leynda drauma en er
misskilin af sínum nánustu, skondna
aukapersónan sem fylgir aðalhetj-
unni eftir og ferðalag uppá líf og
dauða.
Myndin er haganlega teiknuð og
vel tekst til við að gera fallegt sögu-
svið þó svo að snjór og ís sé þunga-
miðjan í umhverfinu. Það er hægt að
hugsa sér að erfitt geti verið fyrir
teiknara að moða mikið úr eingöngu
hvítum og glærum litum, en það
tekst með ágætum.
Fígúrurnar eru flottar, en þar ber
þó af illþýðið, úlfarnir. Sérstaklega
þó forsprakkinn sem er illskan sjálf
uppmáluð, með gulan og og hárbeitt-
ann kjaftinn í stíl við gul stingandi
augun á kolsvörtum feldi. Illskan
verður svo enn áþreifanlegri með
hljóði myndarinnar en hnífaglamur
heyrist þegar vondi kallinn þeysist
áfram á ísnum á flugbeittum klónum.
Sagan sjálf er falleg og hugljúf,
ungviðið eltir drauma sína og fær þá
flesta uppfyllta með hjálp góðra vina.
Það eina sem mætti kannski setja útá
söguna er vöntun á húmor, það hefði
mátt gera aðeins meiri mat úr
spaugilegum aðstæðum og karakter-
um. Það eru helst tarfarnir í flug-
sveitinni sem koma manni til að
hlæja, afar broslegir montrassar
sannfærðir um eigið ágæti.
Talsetningin er vönduð, enda
næstum orðið undantekning ef tal-
setning hér á landi er ekki til fyr-
irmyndar. Drengurinn sem ljær
Niko rödd sína gerir það til dæmis
með miklum ágætum. Þó fannst mér
ég heyra sömu leikarana fara með
fleiri en eitt hlutverk, sem ætti að
vera óþarfi þó það sé auðvitað smáat-
riði.
Hér er á ferðinni prýðisskemmtun
fyrir alla fjölskylduna, falleg saga til
að njóta í aðdraganda jólanna.
Éta úlfarnir jólasveininn?
Smárabíó, Háskólabíó, Laug-
arásbíó og Borgarbíó Akureyri.
Niko og leiðin til stjarnanna (Lentäj-
än poika) bbbmn
Leikstjóri: Michael Hegner & Kari
Juusonen. Íslensk talsetning: Ingi Þór
Þórhallsson, Steinn Ármann Magn-
ússon, Margrét Eir Hjartardóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Sigurður Sig-
urjónsson, Björgvin Franz Gíslason, Örn
Árnason og Hjálmar Hjálmarsson. Finn-
land, 2008. 80 mínútur.
BIRTA
BJÖRNSDÓTTIR
KVIKMYND
Niko á flugi „Hér er á ferðinni prýðis skemmtun fyrir alla fjölskylduna, falleg saga til að njóta í aðdraganda
jólanna,“ segir m.a. um teiknimyndina Niko og leiðin til stjarnanna sem er með vandaðri talsetningu.
Leikkonan Anne Hathaway og leik-
arinn James Franco verða kynnar á
næstu Óskarsverðlaunum, þeim 83. í
röðinni en þau verða veitt í febrúar á
næsta ári. Afar fáar konur hafa
gegnt hlutverki kynnis á Ósk-
arsverðlaununum til þessa og segist
Hathaway kvíða verkefninu.
Kvíðin Hathaway verður kynnir
með James Franco á Óskarnum.
Kona kynnir
á Óskarnum
Breski tónlistarmaðurinn Elton
John verður í dag gestaritstjóri
breska dagblaðsins Independent og
mun hann sjá um hluta blaðsins sem
helgaður verður baráttunni gegn út-
breiðslu alnæmis í heiminum. For-
síðu blaðsins hannar myndlist-
armaðurinn Gary Hume.
Stjórinn Elton John, gestaritstjóri
Independent í einn dag.
Elton
gestaritstjóri