Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 13
13Stjórnlagaþing FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Nokkuð fjölbreyttur hópur fólks var kjörinn til að sitja á stjórnlagaþingi, en sláandi er að að- eins 3 af 25 fulltrúum eru búsettir utan höf- uðborgarsvæðisins. Fulltrúar á þinginu eru á aldrinum 24-70 ára, en stærsti aldurshópurinn er á aldrinum 60-70 ára. Á kjörskrá voru samtals 232.374, en 83.531 greiddi atkvæði eða 35,95%. Heildarfjöldi ógildra atkvæða var 1.196 eða 1,4%. Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing má kynjamunur ekki vera meiri en 40%, en nið- urstaðan varð sú að konur eru 40% þingfull- trúa og karlar 60%. Ekki kemur því til þess að þingfulltrúum verði fjölgað til að jafna kynja- hlutfallið. Ef hægt er að tala um einhvern einn sig- urvegara í kosningunum þá er það Þorvaldur Gylfason prófessor en 7.192 settu hann í fyrsta sæti sem er meira en helmingi meira en næsti maður fékk, en það var Salvör Nordal, for- stöðumaður Siðfræðistofnunar. Þorvaldur og Salvör eru bæði starfsmenn Háskóla Íslands, en samtals náðu fimm há- skólakennarar kjöri. Mikill meirihluti fulltrúa er með háskólamenntun af einhverju tagi. Aðeins þrír fulltrúar búa á landsbyggðinni, þ.e. Akureyringarnir Dögg Harðardóttir og Erlingur Sigurðarson og Þingeyingurinn Ari Teitsson. Hugsanlega má flokka Lýð Árnason lækni sem landsbyggðarmann, en hann bjó til skamms tíma á Vestfjörðum. Íris Lind næst því að ná kjöri Yngsti fulltrúinn á stjórnlagaþinginu er Ást- rós Gunnlaugsdóttir sem varð 24 ára í haust. Freyja Haraldsdóttir er jafngömul. Elstur er hins vegar Ómar Ragnarson, en hann varð sjö- tugur á árinu. Íris Lind Sæmundsdóttir lögfræðingur var næst því að ná kjöri á stjórnlagaþingið, en síð- astur inn var Lýður Árnason. Lögin um stjórn- lagaþing gera ekki ráð fyrir neinum varamönn- um. Ef einhver forfallast verða þingfulltrúar einfaldlega færri. Landskjörstjórn kemur saman á morgun þar sem gengið verður frá kjörbréfum til þingfulltrúa og er þeim sem náðu kjöri boðið að vera viðstaddir. Eins og kunnugt er tók talsvert langan tíma að telja, m.a. vegna þess að seðlar sem voru ógildir að hluta voru um 10 þúsund. Það var ekki bara landskjörstjórn sem sá um að tryggja að rétt væri talið því sérstakir menn gerðu sjálfstæða athugun á gæðum talningar. Jóhann Malmquist sagðist vera mjög ánægður með útkomuna. Hann sagði engan vafa leika á því að talningarvélarnar hefðu aukið ná- kvæmni talningarinnar. Útkoman hefði ekki orðið eins nákvæm ef talið hefði verið í hönd- unum, en hætta á mistökum við talningu eykst þegar frambjóðendur eru svona margir. Þeir voru 522. Frambjóðendur máttu fylgjast með talningu, en mjög fáir nýttu sér það. Stjórnlagaþingið kemur saman í febrúar og reiknað er með að það starfi í tvo mánuði. Verkefni þess er að endurskoða stjórnar- skrána. Samkvæmt lögunum á þingið sérstak- lega að taka til umfjöllunar eftirfarandi: Und- irstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar, skipan löggjafarvalds og framkvæmdavalds og valdmörk þeirra, hlut- verk og stöðu forseta, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkis- valds, ákvæði um kosningar og kjördæmaskip- an, lýðræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utan- ríkismála og umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Aðeins þrír koma af landsbyggðinni  15 karlar og 10 konur kjörin á stjórnlagaþing  Yngsti fulltrúinn er 24 ára en elsti er sjötugur Fulltrúar á stjórnlagaþingi Karlar: 15 Konur: 10 Af höfuð- borgarsvæðinu: 22 Af landsbyggðinni: 3 Meðalaldur: 48,12ára 21-30 ára 31-40 ára 41-50 ára 51-60 ára 61-70 ára 3 3 2 8 9 Flest atkvæði í 1. sæti Þorvaldur Gylfason 7.192 Salvör Nordal 2.482 Ómar Ragnarsson 2.440 Andrés Magnússon 2.175 Pétur Gunnlaugsson 1.989 Þorkell Helgson 1.930 Ari Teitsson 1.686 Illugi Jökulsson 1.593 Freyja Haraldsdóttir 1.089 Silja Bára Ómarsdóttir 1.054 Næstir inn Íris Lind Sæmundsdóttir Stefán Gíslason Þorgeir Tryggvason Jón Ólafsson Magnús Thoroddssen Birna Þórðardóttir Gunnar Hersveinn Guðrún Högnadóttir Þorsteinn Arnalds Árni Indriðason Læknar Lögmenn Stjórnmálafræðingar Fjölmiðlamenn Stærðfræðingar Guðfræðingar Bændur Nemar Háskólamenn Framhaldsskólakennarar Deildarstjórar Verkalýðsleiðtogar Atvinnurekendur Embættismenn Leikstjórar Hver fulltrúi getur tilheyrt fleiri en einum flokk Atkvæði greiddu 83.531 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Embættispróf í lög- fræði úr lagadeild Há- skóla Íslands 1973. Stundaði nám í heim- speki og sögu í Há- skóla Íslands. Er með lögmannsréttindi og er sjálfstætt starfandi lögmaður. Stjórnarformaður Útvarps Sögu og starfar þar sem útvarpsmaður. 5. Pétur Gunnlaugsson MA-gráða og dokt- orsnám í alþjóða- samskiptum frá Uni- versity of Southern California. Verkefna- og sviðsstjóri á Jafn- réttisstofu 2003-2006, forstöðumaður Alþjóðamálastofn- unar HÍ 2006-2008, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ frá 2005. 10. Silja Bára Ómarsdóttir Með stúdentspróf frá MA. Menntuð í Eng- landi og Þýskalandi. Leikstjóri, leik- hússtjóri LR 1996- 2000. Einn af stofn- endum Kvenna- framboðs og Kvennalista. Varaborgarfulltrúi 1982-1990. Sat á Alþingi 1987-1991. 16. Þórhildur Þorleifsdóttir Með MA-próf í mann- réttindum frá Uni- versity of London. BA í lögfræði frá Háskól- anum í Reykjavík. Einnig með BA-próf í blaðamennsku frá Dublin City University á Írland. Var meðal ræðumanna á mótmæla- fundum á Austurvelli. 20. Katrín Oddsdóttir Læknir, sérmenntun í heimilislækningum. Starfað lengst af á landsbyggðinni. Hand- rits- og kvikmynda- gerð, á nokkrar mynd- ir að baki, heimilda- myndir og leiknar. Greinaskrif og pistlar um árabil, mestmegnis um þjóðfélagsmál. 25. Lýður Árnason Er læknir, með doktorspróf og hefur verið prófessor við ís- lenska og erlenda há- skóla. Hefur unnið öll helstu verka- mannastörf til sjós og lands, verkað fisk, starfað við inn- flutning, þróunarhjálp, á barna- heimilum og kennt jóga. 4. Andrés Magnússon Hefur lokið BA-námi í þroskaþjálfafræði og stundar nú meist- aranám í fötl- unarfræði við HÍ. Hef- ur starfað talsvert með börnum í leik- og grunnskólum, rekur fyrirtækið Forréttindi og er varaformaður í stjórn NPA-miðstöðvarinnar. 9. Freyja Haraldsdóttir Stúdent af eðlis- fræðisviði MH. Starf- aði sem forritari, hug- búnaðarhönnuður og tæknistjóri í eigin fyr- irtæki frá 1983. Verið stjórnarmaður í ýms- um upplýsingatækni- og fjarskipta- fyrirtækjum hér og erlendis, m.a. stjórnarformaður í CCP frá 2006. 14. Vilhjálmur Þorsteinsson Stúdentspróf frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ og nám í hagnýtri íslensku í Háskóla Íslands. Stundar núna nám í listfræði við Háskóla Íslands. Starfaði sem blaðamaður að loknu stúdentsprófi og hefur unnið við fjölmiðla í tæp 15 ár. 19. Inga Lind Karlsdóttir Talsmaður neytenda frá 2005, fram- kvæmdastjóri BHM 1998-2005, aðjúnkt við HR frá 2008. Lögfræð- ingur HÍ 1997, hdl. 1998. MBA próf með áherslu á mannauðsstjórnun HR 2004, vottaður sáttamiðlari 2008, stúdent frá Danmörku 1989. 24. Gísli Tryggvason Stundaði nám í laga- deild HÍ 1960-1964 og tók atvinnuflug- mannspróf 1967. Hef- ur leikið í leikhúsum frá 1953 og er starf- andi skemmtikraftur. Fréttamaður og dagskrárgerðar- maður í sjónvarpi frá 1969. Sjálf- stæð kvikmyndagerð frá 2001. 3. Ómar Ragnarsson Hefur starfað við blaðamennsku og margvísleg ritstörf, skrifað bækur, grein- ar, viðtöl og pistla. Ill- ugi hefur meðal ann- ars ritstýrt dagblaði og tveimur tímaritum. Hann hefur einnig unnið við dagskrárgerð í út- varpi og sjónvarpi. 8. Illugi Jökulsson Er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1985. Lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1992 og uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri (HA) 2000. Er í diplom- anámi í heilbrigðisvísindum við HA. 13. Dögg Harðardóttir Stúdent frá MA. BA- próf í íslensku og sagnfræði og kandi- datspróf frá HÍ. Nám í Bandaríkjunum fyrr og í Þýskalandi síðar. Kennari við MA í tvo áratugi, forstöðumaður Sigurhæða – Húss skáldsins í sex ár, nú lífeyr- isþegi og fæst við ritstörf. 18. Erlingur Sigurðarson Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2006. Lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá HÍ 2010. Stundar meist- aranám í alþjóða- samskiptum við HÍ. Lauk leiðtoga- skóla NSU sem haldinn var í Færeyjum sumarið 2005. 23. Ástrós Gunnlaugsdóttir Stúdent frá MR 1966. Lauk læknaprófi 1973. Heimilislæknir í Reykjavík frá 1980. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1994. Þingm. Reykvíkinga 1999-2003, varaþingm. 1995-1999 og 2003-2007. Form. Félags ís- lenskra heimilislækna 1995-1999. 22. Katrín Fjeldsted Er forstöðumaður Sið- fræðistofnunar Há- skóla Íslands og menntuð í heimspeki. Er einn höfunda sið- fræðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hefur tekið virkan þátt í umræðu um orsakir og afleiðingar bankahrunsins. 2. Salvör Nordal B.Sc.-próf í búvís- indum frá Hvanneyri 1973 og sauðfjárbóndi frá sama ári. Héraðs- ráðunautur og mjólkureftirlitsmaður 1973-1995. Formaður Bændasamtaka Íslands 1995-2004. Stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga frá árinu 1990. 7. Ari Teitsson Doktor í stjórn- málafræði, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Höfundur fjölda bóka og fræðigreina um þjóðfélagsmál, einkum um tengsl Íslands við umheiminn. Hefur stundað kennslu og rannsóknir. 12. Eiríkur Bergmann Embættispróf í guð- fræði frá HÍ 1986. Prestur frá 1987. Doktorspróf í guð- fræði frá The Luth- eran School of Theo- logy í Chicago, 1996. Kennari við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild HÍ frá hausti 1996. Prófessor frá 2008. 17. Arnfríður Guðmundsdóttir Sveinspróf í rafvirkj- un. Framhaldsnám í Tækniskóla Íslands og dönskum tækniskól- um. Kennarapróf frá Kennaraháskólanum. Rafvirki hjá Ísal en hjá Rafiðnaðarskólanum frá 1975. Formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands frá 1993. 21. Guðmundur Gunnarsson Nam guðfræði í Eng- landi, vígður djákni 1979, cand.theol. við HÍ 1984, doktorspróf frá Fuller Theological Seminary í Kaliforníu 1995, nám við Yale- háskóla 2009. Verkefnis- og fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar 1990- 1999. Prestur Neskirkju frá 1999. 11. Örn Bárður Jónsson Nam stærðfræði í Göttingen, München og við MIT, doktors- próf þaðan 1971. Hef- ur verið prófessor við Háskóla Íslands, að- stoðarmaður heil- brigðisráðherra, ráðuneytisstjóri, orkumálastjóri og stjórnarformað- ur Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 6. Þorkell Helgason Lauk meistaraprófi í stærðfræði frá Há- skóla Íslands 2005. Hefur unnið sem kennari við Háskólann í Reykjavík frá 2006. Hefur ritað reglulega pistla í Fréttablaðið og unnið sem ráðgjafi, m.a. fyrir Alþingi vegna endurskoðunar kosningalaga. 15. Pawel Bartoszek Er prófessor í hag- fræði í Háskóla Ís- lands. Hefur ritað nítján bækur og á ann- að hundrað ritgerða og bókarkafla auk 700 blaðagreina. Hann lauk doktorsprófi í Princeton og hefur starfað við kennslu, rann- sóknir og ráðgjöf víða um heim. 1. Þorvaldur Gylfason 25 kjörin á stjórnlagaþing, raðað eftir fjölda atkvæða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.