Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Sigrún Ása Þórðardóttir Fræðslufundur NLFR - 4. desember 2010 Skjöldur og sverð gegn streitu Náttúrulækningafélag Reykjavíkur efnir til fræðslustundar í Heilsuborg, Faxafeni 14, laugardaginn 4. desember 2010 frá kl. 09:00-13:00 Náum tökum á streitunni Njótum líðandi stundar - Öðlumst betra líf Berum ábyrgð á eigin heilsu Dagskrá Morgunhressing, safi og ávextir Magna Fríður Birnir hjúkrunarforstjóri HNLFÍ: Slökunaræfingar Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri HNLFÍ: Að meta eigin streitu og streituvalda Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ: Streita og slökun Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir HNLFÍ og Heilsuborgar: Hvað á ég að gera til að bæta heilsuna? Innifalið í verði er aðgangur að líkamsrækt Heilsuborgar til 10. desember 2010. Bókun og nánari upplýsingar hjá Heilsuborg í síma 560-1010 eða heilsuborg@heilsuborg.is Magna Fríður Birnir Erla Gerður Sveinsdóttir Allir velkomnir! Verð kr. 4.900 – Sveitarfélög lands- ins standa frammi fyr- ir ærnu verkefni á komandi mánuðum. Það er ljóst að rekst- urinn hjá Kópavogi verður erfiður og tekjuaukning torsótt. Það er frumskylda allra bæjarfulltrúa að gæta þess að ganga ekki of nærri íbúum í sparnaðaraðgerðum. Það er enn sem komið er óljóst hvað hinn nýi meirihluti í Kópavogi ætlar sér, þar sem vinna við fjárhagsáætlun fer a.m.k. afar hægt að stað. Afrekin í sumar hafa verið m.a. Hamraborg- arhátíð, sem ætluð var til að ýta undir verslun í þeirri ágætu götu. Hins vegar hefur verið kurr í öðrum verslunar- og þjónustukjörnum sem ekki nutu þess að fá tveggja millj- óna króna hátíð fyrir framan tröpp- urnar sínar. Miklum tíma og fjár- munum hefur einnig verið eytt í að skipa áheyrnarfulltrúa í nefndir og ráð. Þar sem meirihlutinn skartar tveimur stjórnmálaöflum og tveim- ur hagsmunahópum telja þeir nauð- synlegt að allir fjórir hóparnir hafi sinn fulltrúa og varafulltrúa, þó svo að atkvæðarétturinn fylgi ekki áheyrnarfulltrúanum, heldur bara launatékkinn. Fróðlegt verður að sjá hversu mikið þetta mikla lýð- ræði mun kosta bæjarfélagið í launagjöldum. Menntamálin Þessi málaflokkur stendur frammi fyrir niðurskurði líkt og aðrir. Ekkert okkar vill að slíkur sparnaður bitni á menntun barnanna eða líðan. Hvað er því til ráða? Ríflega 60% útgjalda bæjarins er varið til menntamála ef tekið er tillit til fjárhagsáætlunar Kópavogs fyrir árið 2010. Langstærsti hluti þessa útgjaldaliðar er launakostnaður. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni (tekið af hagstofan.is í okt. 2010) hefur stöðugildum kennara á lands- vísu fjölgað frá árinu 1998 (sjá töflu). Lesa má úr töl- um Hagstofunnar að stöðugildum kennara hefur fjölgað um 1264 til ársins 2009. Fjölgun nemenda á sama tíma- bili hefur hins vegar einungis verið um 469 nemendur, því hefur nemendum stórfækkað á hvert stöðugildi. Al- þjóðlegar kannanir á borð við PISA benda hins vegar til að þetta hafi ekki bætt náms- árangur. Þvert á móti hrakar okkur í velflestum mældum námsgreinum (PISA 2000, 2003 og 2006) og erum við undir meðaltali OECD-ríkja t.d. í lestri. Þetta eru sláandi niðurstöður í ljósi þess að fáar þjóðir verja jafn miklu fjár- magni til grunnskólastigsins. Vissu- lega eru svona kannanir ekki eini mælikvarðinn sem ætti að miða við og alls ekki óumdeilanlegar, en þær vekja sannarlega spurningar. Önnur athyglisverð könnun er hefur verið gerð á vegum OECD, er TALIS, sem tekur á aðstæðum og við- horfum kennara og skólastjórnenda. Helstu niðurstöður Íslands benda til að menntunarstig kennara, áhugi og tækifæri til starfsþróunar sé lægra en í samanburðarlöndunum. Kenn- arar hér á landi aðhyllast hug- myndir hugsmíðahyggju um kennslu meira en í nokkru öðru þátttökulandi. Jafnframt hafna þeir hugmyndum um hefðbundna beina kennslu. Hins vegar aðhyllast ís- lenskir karlkennarar meira beina kennslu. Fjörutíu prósent þeirra telja að sveitarfélögin beri ekki virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að niðurstöður þessar bendi til þess að einhver pottur sé brotinn í skóla- kerfinu og á því verði að gera stór- tækar lagfæringar. Nú þegar að kreppir og horfa þarf í hverja eydda krónu þarf ný ráð. Enn og aftur komum við að spurningunni um hvernig megi skera niður án þess að það bitni á þjónustunni. Kópavogur líkt og önnur sveitarfélög þarf að skoða hvar megi spara. Í mennta- kerfinu vill enginn fara í stórtækar uppsagnir né heldur draga úr fræðslunni fyrir börnin. Samtök sveitarfélagana hafa komið fram með ýmsar hugmyndir um hvernig megi koma til móts við sparnað í skólunum án þess að segja þurfi upp starfsfólki. Ein af þeim er sú að stytta skólaárið um 10 daga. Slíkt samkomulag yrði að vera í samráði Launanefndar sveitarfélaganna við Félag grunnskólakennara og Skóla- stjórafélag Íslands um breytingu á kjarasamningi þessara aðila. Sparn- aður í launakostnaði yrði um 5,6% sem er u.þ.b. sú upphæð sem menntakerfinu er gert að spara. Um það má svo deila hvort PISA hækkar við þá ráðstöfun. Það er ekki langt síðan skólaárið var lengt með tilheyrandi tengingu við kjara- mál kennara. Almennt séð hafa hins vegar ekki fundist nein bein orsaka- tengsl milli lengdar skólatíma og námsárangurs. Ég tel að í stað þess að fara í beinar uppsagnir á starfs- fólki og jafnvel miklar sameiningar á skólum sé vert að líta á aðra kosti í þessari þröngu stöðu, meðal ann- ars á lengd skólaársins án þess að það þurfi að draga úr gæðum náms- efnis. Við lifum nú á tímum sem knýja okkur til þess að leita annarra leiða en hefur verið gert hingað til. Þetta verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu allra hags- munahópa, foreldra, kennara, barna og yfirvalda. Nú þegar hefur mikið verið skor- ið niður í menntakerfinu í Kópavogi. Skólastjórnendur og starfsfólk hafa unnið hetjulega að því verkefni. En betur má ef duga skal. Meiri niður- skurður í menntakerfinu krefst þess að sveitarfélögin vinni saman að úr- lausnum hvað þetta varðar. Annað er ekki raunhæft án þess að það fari að bitna á menntun barnanna. Sveitarfélögin og niður- skurður í menntamálum Eftir Karenu Elísabetu Halldórsdóttur »Meiri niðurskurður í menntakerfinu krefst þess að sveit- arfélögin vinni saman að úrlausnum hvað þetta varðar. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi, MS í mannauðsstjórnun. Helgi Magnússon, formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs verslunar- manna (Live), svarar umfjöllun Sigrúnar Davíðsdóttur í spegli RÚV með grein í Morgunblaðinu þann 16. nóvember sl. Þarna er hann að svara umfjöllun sem fór fram 9. nóvember og svarar henni því viku seinna. Ég hef verið með skriflegar spurningar hjá Live síð- an í vor á ársfundi sjóðsins og nú er liðið hálft ár og ekkert svar hef- ur fengist. Spurningar mínar til sjóðsins varða meðferð þeirra á fjármunum hans til valinna vildarvina, eins og t.d. KB banka, Existu, Bakkvarar o.fl. og þá einnig kostnað sjóðsins vegna erlendra bréfa og umsýslu- gjalda vegna þeirra. Þar er Live að fela hundraða milljóna króna kostnað og það er gert með því að lækka bara ávöxtunarkröfu sjóðsins úr t.d. 3,5% í bara 3.3%. Einn lífeyr- issjóður hafði þennan kostnað lengi inni í sínum ársreikningi, en hætti því vegna þess að með því var rekstrarkostnaðurinn hjá þeim mun hærri, en hjá hinum sjóð- unum. Hverjir fá þennan feita hundraða eða milljarða kostnað í sinn vasa og hverjir velja þá á jötuna? Er þetta falið á þennan hátt til þess að verðlauna útvalda eða eru það vinir og vandamenn sem hnossið fá? Er nema von að maður velti þessu fyrir sér miðað við að engin svör koma svo mánuðum skiptir. Svar óskast og það innan viku frá Live. Eru lífeyrissjóðirnir bara fyrir hina ríku? Nú er talið að lífeyrissjóðskerfið hafi tapað um 800 milljörðum króna í heild sinni og enn stjórna þar flestir sömu menn og bera ábyrgð á þessu skuggalega tapi. Sömu menn og fóru hamförum gagnvart öryrkjum í sjóðunum fyr- ir hrunið og þá töluðu þeir um ör- orkubyrði sjóðanna. Þetta tap dug- ar til að borga örorkulífeyri í margar aldir. Eru þá ekki þessir menn sem þessu töpuðu óhugn- anleg byrði á sjóðunum og það með sín háu laun og nær „þúsund milljarða“ tap? Öryrkjarnir voru teknir í vísi- töluleik af sjóðsstjórunum og upp- reiknaðir að geðþótta þeirra í neysluvísitölu, launavísitölu eða lánskjaravísitölu til þess eins að geta skert veika og slasaða sjóðs- félaga. Vísitalan er með beina tengingu við skrímslið í sjóðunum, verðtryggingaóskabarnið þeirra sem er notað af verkalýðsforust- unni (ASÍ), vinnuveitendum (SA) og vinstri velferðarstjórninni (ekki brandari, þeir kalla sig það sjálfir), til að skerða bótaþega TR út fyrir dauða og gröf. Ef ég hef um tvö hundruð þús- und krónur á mánuði frá lífeyr- issjóði fæ ég ekkert frá TR. Ekki þótt ég sé öryrki og sem slíkur þurfi að bera aukakostnað vegna lyfja og annarrar lífsskerðingar. Hvað hefðu Jóhanna forsætisráð- herra og Steingrímur fjár- málaráðherra sagt og gert á Al- þingi í stjórnarandstöðu ef sjálfstæðismenn og framsókn- armenn í stjórn hefðu skert grunn- lífeyrinn upp til agna? Sjáið fyrir ykkur lætin og hvernig þau hefðu tekið Alþingi í gíslingu froðufell- andi yfir svo svívirðilegu óréttlæti. Munurinn á þeim og fyrri rík- isstjórn er sá að fyrri stjórn held ég hefði ekki þorað að gera svo fárálegan þjófnað á lífsnauðsynlegum grunnlífeyri öryrkj- anna. Grunnlífeyririnn er fyrir öryrkjann líflína til að eiga fyrir lyfj- um, fæði, og vegna aukakostnaðar hans af fötlun sinni. Að nota lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnsgreiðslur til þess að stela öllum lífeyri af slösuðu fólki eftir slys er ofbeldi af verstu gerð og hvaða ríkisstjórn sem er til ævarandi skammar. En að nota einnig fjármagnstekjur vegna slysabóta makans til að ræna öllum bótum frá TR af maka hans sem er öryrki er ekkert ann- að en níðingsháttur sem á sér ekki fyrirmynd hjá siðmenntuðum þjóð- um, nema hjá okkur hér á Íslandi. Þetta gerir okkur að þjóð sem er með svo vanhæfa stjórnendur á Al- þingi, í verklýðsforustunni að þeir hugsa fyrst og fremst um eigin rass og það með því að níðast á þeim sem ekki geta varið sig og að því er virðist til að upphefja sjálfan sig á þeirra kostnað. Með laun upp á milljón, tvær eða hærri á mánuði og fá lífeyri upp á sömu upphæð segir okkur að þeir eru bara að hugsa vel um launa- kjör síns sem ráðherrar, verkalýðs- leiðtogar og stjórnendur í lífeyr- issjóðunum. Sjálftökulið í góðum málum sama hvað kemur fyrir þá. En þegar um venjulegan lág- launaþræl eða öryrkja er um að ræða þá eiga þeir að eta það sem úti frýs og svelta heilu hungri þeirra vegna. Verlýðsforustan ver verðtrygg- inguna á lán, en ekki á laun. Hvers vegna? Það er talað um „tap“ þjóð- félagsins ef vextir væru lækkaðir um 3% á lánum heimilanna. Það mundi „kosta“ um 240 milljarða króna. Þetta er svo arfavitlaust að það nær engri átt. Þetta er ekki kostnaður heldur bara minni gróði. Hver vaxtaprósenta er um 80 millj- arðar og því er 1% til 1,5% vextir um 80 til 120 milljarðar króna gróði umfram verðtryggingu. 240 milljarðar í viðbót er bara hrein græðgi, ekki tap. Hættum að láta þessa fjársjúku eiginhagsmunamenn stela frá veiku fólki framfærslunni þannig að þeir hafi það ógeðslega flott á meðan láglaunaþrælar og bótaþegar standi í yfirbyggðri röð eftir mat sem brátt nær að Miklubraut. Lág- marksframfærslu strax og einn líf- eyrissjóð fyrir alla og allir fái jafnt úr honum. Nú er talið að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað um 800 milljörðum króna í heild sinni og enn stjórna þar flestir sömu menn og bera ábyrgð á þessu skuggalega tapi. Sömu menn og fóru hamförum gagnvart öryrkjum í sjóðunum fyr- ir hrunið og þá töluðu þeir um ör- orkubyrði sjóðanna. Þetta tap dug- ar til að borga örorkulífeyri í margar aldir. Eru þá ekki þessir menn sem þessu töpuðu óhugn- anleg byrði á sjóðunum og það með sín háu laun og nær „þúsund milljarða“ tap? Ekkert svar frá Live og tap lífeyrissjóðanna Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson »Hverjir fá þennan feita hundraða eða milljarða kostnað í sinn vasa og hverjir velja þá á jötuna? Höfundur er öyrki og bótverji. Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og grein- ar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.