Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frásögn rík-isstjórnarÍslands af skýrslu með nýrri haustspá fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um íslensk efnahagsmál er svo villandi að hún getur ekki talist annað en fölsun á efni skýrslunnar. Í stuttri frétt á vef stjórnarráðsins er valið af- ar sérkennilega úr skýrslunni og þess sérstaklega gætt að fela þá gagnrýni sem fram kemur á ríkisstjórnina. Í frásögn ríkisstjórnarinnar af skýrslunni segir að skuldir einkageirans séu ein helsta fyrirstaða efnahagsbata á Ís- landi og að endurskipulagn- ingar skulda sé þörf „til að fyrirtæki geti vaxið, fjárfest og skapað ný störf“. Í þessari frásögn sinni af skýrslunni „gleymir“ rík- isstjórnin að geta þess að ann- ar þáttur er þar nefndur í sömu setningu og fjallað er um skuldavanda fyrirtækj- anna. Sá þáttur er óvissan sem ríkir hér á landi vegna skattastefnu ríkisstjórn- arinnar, en samanlagt segir í skýrslunni að þessir tveir þættir muni áfram hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja um fjárfestingar. Þá gumar ríkisstjórnin í frétt sinni af því að ESB segi að fjárlagafrumvarp næsta árs sýni að hún sé „heil í við- leitni sinni til að jafna ríkisút- gjöldin, en að frekara aðhalds sé þörf standist ekki sú hag- vaxtarspá sem frumvarpið er byggt á“. Þarna lætur rík- isstjórnin þess hvorki getið að gagnrýndar eru tafir í framkvæmd niðurskurðar á þessu ári né að í skýrslunni segir að forsendur fjár- lagafrumvarpsins um vöxt og tekjur séu óraun- hæfar, eða „bjartsýnar“, eins og það er orðað. Loks lætur ríkisstjórnin al- veg vera að nefna það sem sagt er um stóriðju, en í skýrslu ESB segir að innspýt- ing fjárfestingar gæti komið frá stórum verkefnum á sviði orku- og álframleiðslu. Þar segir ennfremur að svo virðist sem þessi stóru fjárfesting- arverkefni tefjist frekar vegna „tæknilegra, fjár- málalegra og pólitískra vandamála“. Í frétt ríkisstjórnarinnar af skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er með öðrum orðum vandlega þagað um þá gagnrýni sem fram kemur á stefnu ríkisstjórn- arinnar sjálfrar, þó að aug- ljóst sé að nokkrum tíðindum sæti að ríkisstjórn umsókn- arlands fái slíka umsögn í skýrslu af þessu tagi. Í viðleitni sinni til að af- vegaleiða umræðuna hér á landi kaus ríkisstjórnin því að segja ranglega frá skýrslu ESB og er það ekki í fyrsta sinn í tíð núverandi rík- isstjórnar sem ekki er hægt að treysta upplýsingum sem frá stjórnarráðinu koma. Sú ranga upplýsingagjöf ein- skorðast heldur ekki við mál- efni sem snerta ESB, þó að þar séu ósannindin oft meira áberandi en á öðrum sviðum. Ríkisstjórnin dregur upp kolranga mynd af spá ESB um ís- lensk efnahagsmál} Ríkisstjórnin flytur rangar fréttir Lífslíkur ein-staklinga með geðraskanir eru mun minni í Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð en ann- arra íbúa þessara landa. Samkvæmt rannsókn Norræna lýðheilsuháskólans munar 20 árum hjá körlum og 15 árum hjá konum. Í frétt Morgunblaðsins um rannsóknina, sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefnd- ina, var haft eftir Héðni Unn- steinssyni, sérfræðingi í for- sætisráðuneytinu, að ekki lægju fyrir upplýsingar um stöðuna hér á landi, en ástæðu- laust að ætla ástandið annað á Íslandi og í Noregi. Væri hér um að ræða mun á lífslíkum milli tveggja þjóð- félaga yrði þegar ályktað að á milli lífsgæða í þeim væri himinn og haf. Að slíkur munur sé á hópum innan sama þjóð- félags er vísbend- ing um alvarlegan brest. Ástæðurnar fyrir þess- um mun geta verið margar, lík- amlegir sjúkdómar falli í skuggann fyrir sálrænum ein- kennum, fólk með geðraskanir leiti síður aðstoðar, eða auka- verkanir vegna langvarandi lyfjanotkunar eins og Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræð- ingur leiðir getum að hér til hliðar. Það þarf að kanna stöðu þessara mála hér á landi. Von- andi er staðan hér önnur en í Danmörku, Finnlandi og Sví- þjóð, en sé svo ekki þarf að grípa til aðgerða. Engin ástæða er til að fólk með geð- raskanir lifi skemur en annað fólk} Ólíkar lífslíkur K æri lesandi. Ef þú átt kött þá skaltu láta vera að lesa þennan pistil. Sama á eiginlega við alla þá sem hræðast skordýr og smá- verur, orma og sníkjudýr. Sníkjudýr ýmiskonar hafa sennilega meiri áhrif á líf okkar en við áttum okkur á eða vilj- um hugsa um svona dags daglega. Áhrif þeirra á okkur, bein og óbein, eru þó lítt rannsökuð og oft erfitt að greina þau og meta, til að mynda hvort og þá hvernig þau stýra atferli okkar eða móta. Forvitnilegt dæmi um sníkjudýr og fram- ferði þeirra er ormurinn Dicrocoelium dendri- ticum sem á sér þrjú tilverustig; á eitt þroska- skeið í nautgripum, það næsta í sniglum og síðan það þriðja í maurum. Það sem gerir hann svo forvitnilegan er það sem gerist þegar hann vill komast úr maurnum aftur í nautgripinn því þá taka ormarnir stjórnina í miðtaugakerfi viðkomandi maurs og í stað þess að snúa aftur heim í búið með hinum maur- unum klifrar hann upp í strá og bíður þess að vera étinn af næsta nautgrip þar sem hringrásin heldur áfram. Kettir koma þar við sögu í þessum pistli að örveran Toxoplasma gondii býr í þeim um skeið á lífsferli sínum, eykur kyn sitt í líkama kattar, en berst síðan þaðan í mýs eða rottur og svo aftur í ketti. Eitt af því sem hún gerir til að komast aftur í frumhýsilinn (ketti) er að breyta atferli rottunnar / músarinnar sem hún hefur komið sér fyrir í með þeim afleiðingum að viðkomandi nagdýr hættir að óttast ketti, verður reyndar sólgið í að vera í návistum við þá með fyrirsjáanlegum afleið- ingum. Hvað kemur það kattareigendum við, spyr eflaust einhver kattareigandi eða -vinur, sem er að lesa pistilinn þrátt fyrir viðvörunina hér að ofan (eða kannski vegna hennar) og þá er því til að svara að örveran snjalla á það líka til að koma sér fyrir í mannslíkamanum og gerir það reyndar býsna oft. Þar getur hún valdið erfiðum sjúkdómi, sem er sem betur fer ekki algengt, en annað sem hún gerir, og er einmitt svo skemmtilegt, er að hún virðist breyta at- ferli þeirra sem hún tekur sér búfesti í. Þann- ig eru vísbendingar um að konur sem smitast af Toxoplasma gondii taki að klæða sig öðru- vísi, gjarnan í litríkari klæðnað, verði hirðu- lausari um útlit sitt en að saman skapi sólgn- ari í að vera í samvistum við hitt kynið. Þessi magnaða örvera hefur líka áhrif á hegðun karla, þeir verða kæru- lausari, árásar- og ævintýragjarnari og líklegri til að lenda í slysum en þeir sem aldrei hafa kött litið. Svo virð- ist líka að konur kjósi síður þá menn sem eru svo smitaðir, en á móti þyki körlum konur með Toxoplasma gondii-smit mun föngulegri en ósmitaðar. Magnað ekki satt? Sumir fræðimenn ganga meira að segja svo langt að segja að mismun menningarheima megi skrifa að einhverju leyti á útbreiðslu Toxoplasma gondii. Okkur sé nefnilega fjarstýrt, eða réttara sagt nærstýrt. Árni Matthíasson Pistill Káti kattarvinurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is U nnt væri að ná fram sparnaði í heilbrigð- isgeiranum með því að setja skýrar reglur um samskipti lækna við fulltrúa lyfjaiðnaðarins og auka meðvitund um starfshætti hans. Þessu heldur Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur fram. „Því miður sýna rannsóknir fram á að starfshættir lyfjafyr- irtækjannna eru oft þannig að þau gefa villandi upplýsingar til lækna,“ segir Steindór. Hann sendi í vikunni bréf til allra þingmanna þar sem hann kallaði eftir breytingum. Lyfjaiðnaðurinn ver á hverju ári milljörðum dala í markaðs- setningu á nýjum lyfjum, þar á með- al í kynningarstarf sem beinist að læknum og felur gjarnan í sér ýmis hlunnindi og boðsferðir. Fjöldi rann- sókna hefur síðustu ár sýnt fram á að læknar verða fyrir meðvituðum og ómeðvituðum áhrifum af þessu. Steindór bendir á að með öfluga markaðsvél að vopni haldi lyfjafyr- irtækin nýjum og rándýrum lyfjum að læknum sem ávísi þeim til sjúk- linga, án þess að þau séu endilega betri en eldri og ódýrari lyf. 74% niðurstaðna aldrei birt Hluti af vandamálinu er að oft er stór hluti rannsókna sem gerðar eru á nýjum lyfjum aldrei birtur. Lyfjafyrirtækin sjálf fjármagna í auknum mæli lyfjaprófanir, ýmist með eigin rannsóknum eða sem styrktaraðilar rannsókna. Skiptar skoðanir eru um hvort eðlilegt sé að lyfjafyrirtækin sjálf beri ábyrgð á rannsóknum á áhrifum og öryggi nýrra lyfja. Ekki síst í ljósi þess að ítrekað hafa komið fram dæmi um að rannsóknunum sé hag- rætt og þær ritskoðaðar, þannig að aðeins eru birtar niðurstöður sem eru hagstæðar markaðssetningu. Nýjasta dæmið um þetta varðar þunglyndislyfið Reboxetine og er rakið í læknaritinu British Medical Journal þann 12. október síðastlið- inn. Vísindamenn hjá opinberu lyfja- eftirliti í Þýskalandi komust að því að lyfjafyrirtækið sem stýrði rann- sóknum á lyfinu opinberaði aðeins 26% af niðurstöðunum, 74% voru aldrei birt. Þær niðurstöður sýndu fram á að þveröfugt við það sem fram kom í ritrýndum greinum væri Reboxetine „áhrifalítið og hugs- anlega skaðlegt þunglyndislyf“. Í leiðara British Medical Journ- al segir að endurheimta þurfi traust á vísindarannsóknum í lyfjageir- anum. Steindór segir að vandamálið sé ekki síst að heilbrigðisgeirinn sitji nú uppi með fjölda birtra vís- indagreina frá síðustu áratugum án þess að vita hvar niðurstöðum hafi verið haldið eftir og hvar ekki. Vandamálið er ekki nýtt af nál- inni og umræðan um það ekki held- ur. Árið 2007 voru reglur hertar í Bandaríkjunum þannig að skrá þarf öll lyfjapróf í sérstakan gagnagrunn. Markmiðið var að koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu komist upp með að fela neikvæð lyfjapróf. Fyrstu út- tektir sem gerðar hafa verið á þessu kerfi síðan sýna þó að það hefur ekki skilað tilætluðum árangri að sögn Steindórs. Læknablöð hafa einnig mörg sett sér þá stefnu að greina verði frá fjárhagslegum tengslum höfunda við lyfjafyrirtæki. Það hef- ur heldur ekki virkað sem skyldi. Steindór er þeirrar skoðunar að ekki dugi til að læknar setji sér siðareglur, heldur þurfi að binda reglurnar í lækna- lög. „Meginatriðið er þó að vekja Ís- lendinga til með- vitundar um þetta.“ Þörf á skýrari reglum í lyfjaiðnaði Morgunblaðið/Friðrik Lyf Rannsóknir sýna að lyfjapróf sem kostuð eru af lyfjafyrirtækjum eru mun líklegri til að sýna marktækan mun á lyfi og lyfleysu en hlutlaus próf. Samkvæmt nýrri rannsókn eru lífslíkur fólks á Norðurlöndum með geðraskanir allt að 15-20 árum skemmri en annarra íbúa. Steindór segir að þótt hluta ástæðunnar megi rekja til óheil- brigðari lífshátta fólks með geðraskanir sé enginn vafi á að notkun geðlyfja hafi líka áhrif. „Við vitum núna að nýju geð- rofslyfin geta valdið sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og jafnvel skyndidauða. Þetta er al- varlegt mál því útbreiðsla þess- ara lyfja er miklu meiri en æski- legt er.“ Lyfin voru kynnt fyrir um 20 árum sem „ný kynslóð“ geðlyfja, en læknablaðið The Lancet greindi frá því árið 2008 að sú markaðssetning væri spunaleikur lyfja- fyrirtækja, lyfin væru í reynd lítt frá- brugðin þeim gömlu. Alvarlegar aukaverkanir MEIRI HAGSMUNIR EN SPARNAÐUR Í HÚFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.